Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 12
2 Þriðjudagur 16. marz 1976 Iþýóu- blaoió Baldur Guðbrandsson, fiskimatsmaður - minning SYRTIR ENN f ALINN Fúl spyrða. Þegar vísindamenn okkar í hafrannsóknum og fiskifræði gáfu út hina svo nef ndu svörtu skýrslu á liðnu hausti, má segja, aðöllum landslýð, að kalla, hnykkti ónotalega við. Að minnsta kosti tveir menn meðal landsmanna, auk vísindamannanna, þurftu þó ekki að láta koma sér á óvart, innihaid þessarar þráttnef ndu skýrslu. Baldur Guöbrandsson var fæddur i Ólafsvik 9.12. 1898. For- eldrar hans voru merkishjónin Jóhanna Valentinusdóttir og Guö- brandur Sigurösson, hreppsstjóri i Bifröst i ólafsvik. Foreldrar hans bjuggu allan sinn biiskap i ólafsvik, lengst i Bifröst, sem stendur ofarlega i þorpinu og er þaðan viösýnt Ut yfir Breiöafjörö- inn. Baldur ólst upp hjá foreldrum sinum og voru þau sex systkinin og var Baldur næst elztur, en Vil bergur var elztur, en hann lézi i sjóslysi 5. april 1918, er Kristófer Sigurðsson frá Kaldalæk, fórst i fiskiróðri með allri áhöfn 9 manns. Baldur fór snemma á sjó- inn. Guðbrandur, faðir hans, átti tvo árabáta, sem hann gerði út. Vetrarbátinn Rauðseying, sem Kristján S. Jónsson hélt til miða margar vertiðir og Hegra, sem varhaustbátur og gerður Ut haust og vor. Á honum hóf Baldur sina formennsku. Um haustið 1927 keypti Baldur nýsmiðaðan tríllu bát, Glað, með MagnUsi Jóns syni ofl. og var formaður á honum 1928 og 1929. Var á vertið i Vest- mannaeyjum veturinn 1930, en keypti þá trillubátinn Sóleyju, með Guðbrandi Vigfússyni ofl. og var formaður á Sóleyju á meðan trillubátaútgerðin stóð hér i Ólafsvik og franaðist jafnan ágætlega. Fyrir utan almenna verka mannavinnu, sem hann stundaði hér i þorpinu, var einkum tvennt, sem hann lagði gjörva hönd á, en það voru smiðar og fiskmat. Baldur var lagtækur, og þótt hann hefði ekki lært trésmiðaiðn, vann hann við smiðar i mörg ár og byggði meðal annars hús sitt, Hvamm, hér i Ólafsvik. Þá gerðist hann snemma fiski- matsmaður og vann sem slikur fram á siðustu ár. Guðbrandur, faðir hans, var fiskimatsmaður hér iengi, en hjá honum mun Baldur hafa numið þetta starf og byrjað hjá honum. Baldur vann öll sin störf að mikilli alúð og samvizkusemi. Enda maður heiðarlegur, sem ekki vildi vamm sitt vita i neinu. Baidur giftist 22.11. 1930, eftir- lifandi konu sinni Þórunni Þórðardóttur frá Borgarholti i Miklaholtshreppi, ágætri konu. Þau hjón eignuðust eina dóttur, önnu hjúkrunarkonu, gift Steinari Magnússyni, búsett i Reykjavik. Þau ólu upp fóstur- börn. Jóhann Jónsson, sem nú er kaupmaður héri Ólafsvik, frá 2ja ára aldri og dótturdóttur sina Hjördisi, frá fæðingu. Þau hjón hafa búið allan sinn búskap i Hvammi hér i Ólafsvik. Nú eru aðeins tvö þeirra Bifrastarsystkina á lifi. Guðrún lézt i bifreiðaslysi i Reykjavik 1938, ógift stúlka, i blóma llfsins, en Oddný, búsett i Keflavik, dó fyrir allmörgum árum. Eftir eru þá Torfhildur gift Matta 0. Ásbjörnssyni i Keflavik og Skarphéðinn giftur Laufeyju Þórðardóttur frá Borgarholti, systur Þórunnar, konu Baldurs. Það hefur vakið athygli mina oj annarra, hve samrýmdir þeir hafa verið bræðurnir, Skarp- héðinn og Baldur. Saman hafa þeir gengið til og frá vinnu ára- tugum saman og jafnan hafa þeir hjálpaztaðá margalúnd. A'þann félagsskap hefur aldrei fallið skuggi. Það er lika heiðrikja og birta yfir minningunni um Baldur Guð- brandsson i Hvammi i ólafsvik. Við hjónin þökkum Baldri löng og ánægjuleg kynni, og vottum konu hans og fjölskyldu allri samúð dikar. Ottó Árnason Margsannað er, að vlsinda- mennirnir höfðu siendurtekið sent fyrrverandi og núverandi sjávarútvegsráðherrum alvar- leg varnaðarorð um þverrandi fiskstofna á Islandsmiðum. Jafnframt er upplýst, að vísindamennirnir létu ekki við það eitt sitja, en lögðu fram álitsgerðir um, hvernig við skyldi bregðast. Eflaust koma til ráðuneyt- anna margháttaðar skýrslur, sem eru misjafnlega igrund- aðar. Þetta geta landsmenn, m.a. ráðið af öllum þeim nefndagrúa, sem si og æ er unga- út og auðvitað er ætlað að láta eitthvað eftir sig sjást, enda fáar beinlinis til skrauts. En enginn skyldi halda, að hér væru á ferð nein „seglskip”, sem ráðherrarnir þyrftu ekki að tala við framar geðþótta! Það er vitað og viðurkennt, að ekki aðeins hérlendis, heldur einnig erlendis, að fiskifræð- ingar okkar eru I röð færustu visindamanna, sem nú eru uppi, i sinum fræðum. Sök þessarar ráðherraspyrðu er þvi litt umdeilanleg, að kasa álits- gerðir þeirrá niðri i ráðuneytis- skúffum og láta sem vind um eyru þjóta. Einhverntima hefði landsmönnum þótt hæfa, að senda aðra eins „skreið” á vit halanegra i svörtu Afriku! Óskhyggja/ eða... Vonin um, að visindamenn- irnir hefðu ef til vill málað ástandið með dekkri litum en eðlilegt var, mun hafa bærzt ýmsum i brjóstum. Það er vist mannlegt, að vera tregur til að viðurkenna óþægilegan sann- leika. Hér við bætist, að svarta skýrslan varð lýðum ljós á þeim tima, að mögulegt var að álykta, að hún væri framlag i deilumál okkar við Breta. En það mátti þó vera augljóst, að eftir að brezku fiskifræðing- arnir höfðu farið höndum um skýrsluna og játað sig sam- þykka henni i svo til öllum meginatriðum, var ekki liklegt að hér væri um hreint áróðurs- plagg að ræða. Það bar heldur ekki svo mikið á milli, um hvað óhætt væri að taka, að ósekju, af islands- miðum — 30—35 þús. tonn, sem Bretarnir álitu, framar en islenzku visindamennirnir. Furðuleg viðbrögð ráðherra! Þarflaust er, að minna á, að sjávarútvegsráðherra brá sér undir feld stundarkorn, og reis þaðan upp með þá hugmynd, að vist gæti hann gert betur en báðir hópar visindamannanna! Hann hefur nú aldrei skort brjóstvitið, hvað sem um hitt er að segja! Þannig heyrðist fljót- lega syngja i tálknum hans, að vist mundi óhætt að fiska árlega hér um 50 þúsund tonnum meira en islenzku visindamennirnir höfðu talið fært. Og til þess að hafa einhvern „bróður að baki” var skipuð nefnd, til að vera ráðgefandi (?) i þvi efni. Þessi nefnd hefur nú gefið út álits- gerð, sem — haldið ykkur nú fast — hefur komizt að sömu niðurstöðu og ráðherrann! Þá er nú ekki að sökum að spyrja, eða hvað halda aðrir eiginlega að þeir séu? öllum má vera fullkomin ráð- gáta, hvernig vikur við um þetta puð ráðherrans. Þegar þess er gætt, að einhver styrkasta stoð undir útfærslu okkar á fisk- veiðalögsögunni, er einmitt hættan á gjöreyðingu miðanna umhverfis landið, lætur ráð- herrann sig ekki muna um, að snúast móti okkar hagsmunum, þvert ofan i ráð okkar færustu manna. Einhverntima hefðu nú þvilik vinnubrögð verið kölluð, að vinna sér til fullkomins óhelgis. Alþjóða Hafrannsóknarráðið hefur nú komizt að sömu niður- stöðu og visindamenn okkar. Sjálfsagt dettur engum i hug, að það sé vegna einhverrar samúðar með okkur. Þar eru bara dregnar ályktanir rétti- lega af visindalegum for- sendum. Af þvi leiðir svo vitan- lega, að gerðir ráðherrans og hinnar ráðherralegu nefndar muni dregnar af annarskonar forsendum, sem hér er ekki þörf að gefa nafn — það tekur þvi ekki. Landsmenn biða nú i ofvæni. Ætlar ráðherrann að leggja stefnuna i fiskveiðimálum út eftir brjöstviti sinu, eða ætlar hann, þó seint sé, að stýra eftir stefnu visindamannanna? Það er spurning, sem brennur á vörum margra nú. Uddur A. Sigurjónsson JT c/4stareldur‘ eftir Valerie North. þarna, þvi hin fagra eiginkona Vane Cordreys var þegar mjög vinsæl hjá samstarfsmönnum hans. Tiu minútum siðar batt Vane endi á fjörlegar samræð- ur með þvi að segja, að það væri lika til nokkuð sem héti vinna. — Kannski verð ég seinn i matinn, sagði hann við Phill- idu. — Við Chambers þurfum að fara til Grasse... hann var kallaður þangað i gær, og vill gjarna hafa mig með sér til að líta á sjúklinginn. — Jæja, ég bið þá ekkert eftir þér, sagði hún. — Au re- voir, Beverly... þú kemur lika mat til okkar á sunnudag- inn, er það ekki? Herra Arliss kemur lika, þú veizt það! — Þvi miður, ég get það ómögulega! svaraði Beverly. — Ég á helgarfri og ætla að heimsækja vini mina i Nice. — Það var nú verri sagan! Phillida gekk i áttina að aðaldyrunum, og Vane elti hana út I sólskinið. — Þú vildir ekki koma með til Grasse, Phillida? spurði hann. — Þú gætir gengið um og skoðað bæinn, og svo gæt- um við sótt þig eitthvað , þegar við værum búnir að lita á sjúklinginn. — Þakka þér fyrir, sagði hún, — en ég held að mig langi ekki með i dag. Ég þarf aðskrifa fjöldann allan af bréfum. Ég hef vanrækt það vikum saman. \ Þau höfðu bæði numið staðar, og skyndilega varð feimn- isleg þögn. Hann horfði á hana þar sem hún stóð frammi fyrir hon- um. Sólin litaði hár hennar bronslitað, og skyndilega minntist hann stundanna sem þau höfðu átt saman á sveitasetri föður hennar... stundir, þegar höfuð hennar hafði hvilt við öxl hans, og hann hafði litið niður og séð sömu glóandi lokkana og kysst þá. Ef hún minntist þess, sem hann myndi aldrei gleyma, hvernig gat hún þá haldið, að ást hans hefði ekki verið annað en likamleg nautn af snertingu og ástaratlotum.... hvernig gat hún annað en gert sér grein fyrir þvi, að koss- ar hans höfðu búið yfir þvi, sem hann hafði aldrei gefið neinni annarri stúlku i heiminum? Eitt andartak gleymdi hann öllum gluggunum á bak við þau, garðyrkjumönnunum við vinnu sina i blómabeði rétt hjá þeim, fólki sem var að skoða spitalann, og þörfin á þvi að taka hana i fangið og neyða hana til að hlusta á hann og trúa honum var rétt að þvi komin að yfirbuga hann. En svo flýtti hann sér að segja: — Jæja, við sjáumst þá, og svo sneri hann sér við og gekk aftur inn i aðalbygginguna. Phillida hélt áfram án þess að lita við, og nam ekki stað- ar fyrr en hún var komin heim. Þegar hún kom inn i dagstofuna, tók hún af sér hattinn og fleygði honum kæruleysislega á stól. Hún gekk að breiðum gluggabekknum, settist niður, tók sigarettu úr vindlingahylkinu, kveikti i henni og sat svo og horfði kvöldum augum á reykinn. Hvað þýddi svo sem að halda þessu áfram? sagði hún við sjálfa sig. Það var algerlega tilgangslaust. Og hvað gagnaði það svo sem að spyrja sjálfa sig að þessu, þegar hún vissi, að ekki var annaðað gera en halda áfram? Þvi eitt af þvi, sem hún hafði gert sér grein fyrir á þeim stutta tima sem hún var búin að vera hér, var það, hvað það þýddi að vera eiginkona manns i stöðu, sem krafðist þess að hann ætti flekklaust einkalif. Það væri ógerlegt að fara frá Vane svona skömmu eftir brúðkaupið, ógerlegt að valda sliku hneyksli. Og þess vegna, hugsaði hún beizk, verður þetta að halda svona áfram. En hvað allt hefði verið mikið betra, ef Vane hefði gifzt Beverly Harrington, sem hefði lika getaðtekiðþátt i vinnu hans með honum. Skyndilega lannst nenni næstum þvi að hún hataði vinnu hans. Hvernig gat annað verið, þegar hún hugsaði um að það var vegna ástar hans á þessari vinnu, sem hann hafði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.