Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 13
OR VMSUM ATTUM 13 alþýðu- blaðíð Þriðjudagur 16. marz 1976 Fjölgun háskólamenntaðra manna oooooo OOQ#A# •TOOOO OOOOOO ooo#o« MÁLCAGN bandalags háskólamanna BHM Fjölgun háskóla- menntaðra manna. t málgagni Bandalags há- skólamanna kemur fram, að samkvæmt könnun, sem gerð var á síðastliðnu sumri, hafi há- skólamenntaðir Islendingar verið um 5000 um sfðustu ára- mót. Þá er áætlað, að um ára- mótin 1980/81 verði þeir um 7400. Háskólamenntuðum Islend- ingum hefur fjölgað mun örar en Háskólanefnd áætlaði 1968. 1 áætlunumnefndarinnar var gert ráð fyrir, að háskólamenntuð- um mönnum fjölgaði um 6—7% að meðaltali á ári timabilið 1968 til ’85. Samkvæmt nýgerðri talningu og áætlun fram til 1980 kemur hins vegar iljós, að fjölgunin er að meðaltali 8,5% á ári á tfma- bilinu 1968 til 1980. Sé þessi fjölgun borin saman við fjölgun- ina i Danmörku kemur í ijós, að hún er mun örari hér á landi. Veldi gömlu náms- greinanna fer minnk- andi. Sé athuguð skipting háskóla- menntaðra tslendinga i náms- greinar á timabilinu 1968 til ’80 kemur i ljós, að veldi hinna gömlu virðulegu nánsgreina, eins og guðfræði, lögfræði og læknisfræði fer siminnkandi. Þannig voru guðfræðingar 6,6% af heildarfjölda háskóla- menntaðra manna 1. nóvember 1968, en við áramót áramót 1980—’81 er áætlað, að þeir verði aðeins 3,3% af heildarfjöld- anum. Asama timabili minnkar hlutur lögfræðinga úr 17,4% i 11% og lækna úr 16,8% i 11%. 1 árslok 1975 var gert ráð fyr- ir, að háskólamenntaðir menn væru 5000. Það er um 67% aukn- ing frá 1970 og 79% aukning frá 1968. Tímamót hjá Slipp- stöðinni á Akureyri 1 leiðara Islendings á Akureyri er fjallað um merkan þátt i starfi Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Stöðin hleypti fyrir nokkru af stokkunum nyju skipi. Segja má, að þessi atburður marki nokkur timamót i sögu þessa mikilvægafyrirtækis fyrir norð- lenzkar skipasmiðar og skipa- viðgerðir. Slippstöðin hefur að undan- förnu smiðað svonefnda vertið- arbáta, 100 til 150 tonn, og náð mjög verulegum árangri i auk- inni ráðsmiði þessara báta. Fyrir nokkru var söðlað um I þessuefni og hafin smiði skipa, sem eru bæði skuttogarar og nótaskip, en sú gerð skipa er al- gjör nýund hér á landi Segir blaðið þessa nýjund at- hyglisverðarien ella vegna þess að nauðsynlegt sé að geta stund- að f jölbreyttar veiðap, til dæmis togveiðar og loðnuveiðar, til þess að hægt sé að reka útgerð á hagkvæman hátt. Þetta frum- kvæði Slippstöðvarinnar á Akureyri beri þvi vitni, að stjórnendur stöðvarinnar hafi gert sér grein fyrir þvi hvemig horfi i fiskveiðum Islendinga og hafi þeir miðað stefnu fyrirtæki- sins við það. Jarðskjálftaspá bjargaði íbúunum 1 fréttabréfi frá kinverska sendiráðinu i Reykjavik segir frá atburði, er hafi verið krafta- verki likastur. Þetta gerðist i Tingchiakou—framleiðslufylk- inu i Haichenghéraði i norð—austur Kina. Fyrir tiu mánuðum varð jarð- skjálftiá svæðinu, sem mældist 7,3 stig. Enginn þeirra liðlega 800 manna,sem búa iframleið- slufylkinu fórust eða slösuðust. Vegna nákvæmrar forspár reyndist þetta unnt. Ibúarnir fengu viðvörun timanlega frá jarðfræðingum. Flest húsanna i fylkinu hrundu, en þau voru aðeins i um fjögurra kólómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Grjót- varnargarðar hrundu og miklar skemmdir urðu á áveitu- tækjum. Nú hefur allt verið endurreist og landbúnaðarframleiðsla aukiztfrá þvi sem hún áður var. Þessar fréttir frá Kina leiða hugann að þeim ráðstöfunum, sem hér hefur verið gripið til vegna yfirvofandi eldgosa. Mikilvægt er, að veita jarðvis- indamönnum alla nauðsynlega aðstoð I þessu starfi. — Þeir, sem sáu merkilega og vel gerða sjónvarpsmynd frá Vik i Mýrdal i sjónvarpinu á sunnudags- kvöld, hljóta að hafa sannfærzt um mikilvægi þess viðvörunar- kerfis, sem á með nokkrum fyr- irvara að geta boðað Kötlugos. TEPPALAGÐIR SKÓLAR ERU STÓRHÆTTULEGIR Auka mjög hættu á ofnæmi oq astma Astmafélagið i Dan- mörku hefur nú beint athyglínni að þeim skólum sem teppalagðir eru horna á milli. Að vísu er öll hrein- gerning auðveldari í slíku húsnæði, en grunur leikur á að það geti um leið verið mjög heilsuspillandi. Formaður danska Astma- félagsins, dr. Jörgen Lorenzsen, Flokksstarfid Trúnaðarmannaráð Alþýðuf lokksfélags Reykjavíkur heldur fund i kvöld, þriðju- daginn 16 marz kl. 20,30, að Hótel Esju. Fundarefni: Iðnaðarál. Frummælendur: Gissur Simonarson, húsasmiða- meistari og Kjartan Jó- hannsson, varaformaður Alþýðuflokksins. Allt Alþýðuflokksfólk vel- komið. — Stjórnin. Samband ungra jaf naðarma nna og Félag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík hafa ákveðið að ráða til sin starfsmann. Auglýsist það starf hér með laust til umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Bjarnason, i sima 74834. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Alþýuflokksins, Hverfisgötu 10, fyrir kl. 17 n.k. föstudag. íþróttatími i Austur- bæjarskólanum klukkan 7 siðdegis á fimmtu- daginn. — FUJ. hefur einkum bent á að slik teppalagning geti haft alvarleg áhrif á astmaveik börn. En i 30 barna bekk finnast að jafnaði 2-3 með astma eða snert af honum. Rannsóknir i Sviþjóð: Sviar hafa einnig tekið þetta mál til meðferðar. Þeir hafa hafið rannsókn á þvi, hvort ryk úr teppum sé gætt lifandi næringar- efnum svo, sem proteinum. Sé svo, má gera ráð fyrir að allskyns sýklar og bakteriur lifi góðu lifi i teppunum og skapi stór- aukna ofnæmis- og astmahættu. Vörubílstjórafélagið Þróttur, stjórnarkjör 1976 Hér með er auglýst eftir listum um stjórn, varastjórn, aðalmenn og varamenn í trún- aðarmannaráð. Framboðsfrestur er til kl. 17 fimmtudaginn 18. marz 1976. Tillögum skal skilað á skrifstofu félagsins og þurfa að Jylgja hverri tillögu meðmæli minnst 11 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.