Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. marz 1976 bSartó*' Þriðjudagur 16. marz 1976 8 HRING- EKJAN Klippið af mjólkina... EINS litra mjókurfernur þær, sem neytendur i Mexikó hafa til þessa keypt reyndust aðeins hafa inni aö halda 0.9 litra. Þetta kom i ljós þegar sett var á laggirnar opinber skrifstofa sem gæta skal hagsmuna neytenda. Mjölhríðin hreif ekki FLUGMAÐUR nokkur á Nýja-Sjálandi, sem mót- mæltur er stefnu stjórn- arinnar i Suður-Afriku i kynþáttamálum ákvað að sýna andúð sina er lið þaðan mætti nýsjálenzku liði i „baseball” (slá- bolta). Hann flaug 30 sinnum yfir Ieikvanginn i Auckland meðan leikur- inn fór fram og sturtaði i hvert sinn úr mjölpoka yfir leikmennina. En leikmennirnir létu mjölsprengjurnar ekkert á sig fá, og leiknum lauk með sigri heimamanna 3:0. HÁR-FALL NEMENDUR við matreiösluskólann i Cherbourg i Frakklandi Síðasta holan heim Frakkar misstu 500 metra breiða skák af Alpalandi sinu nú nýverið# þegar landa mærin við Italíu voru opinberiega færð frá miðju bæjarins Claviere út í vesturjaða bæjarins. Kosturinn við þessa breytingu á landa mærunum er einkum sá að nú þurfa íbúa Claviere ekki lengur að fara yfir á fransk landssvæði þegar þeir eru að Ijúka við a spila siðustu holurnar á golfvellinum sem er 18 holur. Bærinn skiptist milli landanna tveggja þegar landamærin milli landanna voru dregin i samræmi við friðarsamning- ana árið 1947, en árið 1967 ákváðu þjóðirnar að breyta þeim aftur og nú hef ur breytingin formlega átt sér stað. fóru I verkfall og neituðu alveg að elda svo mikið sem hafragraut þegar niu þeirra voru sendir gegn vilja sinum á rakarastofu. Skólastjórinn sagði sóðaskap fylgja miklu hári, og það færi ekki saman að annast mat- reiðslu og vera sóði. Hann sagði að i framtiöinni yrði lögð enn meiri rækt viö að kenna hreinlætishætti en hingað til. Beljurnar ylja upp baðvatnið þar í bæ ORKUSPARNAÐUR tekur á sig ýmsar myndir og sumar all f rumlegar. Til dæmis hefur vestur-þýzkur bóndi nú tekið upp á því að nýta hitann úr kúamjólkinni til að ylja upp baðvatn. Mjólkin er 32 gráðu heit þegar hún kemur úr mjaltavélinni, en það þarf að kæla hina niður fyrir flutning og geymslu. Með því að samtengja vatnslögn baðherbergja bóndabýlisins og mjólkur- lögn fjóssins kólnar mjólkin við það að baðvatnið volgni. Það geymist síðan yl- volgt í 1200 lítra tanki þar til að notum kemur — þá þarf minni orku til að hita það upp en ella. Pelsar eru ekki aðeins dýrir - þeir eru lika hættu- legir! KONA i hlébarðaskinns- pelsi hélt fyrst aö einhver kunningi væri að heilsa upp á hana þegar hún fann þunga hramma leggjast á axlir sér er hún var á leið yfir götu i Working i Englandi. En mikið brá vesalings kon- unni er hún leit „kunningjann” augum og sá sér til skelfingar að þetta var ljón. Tamið ljón hafði sloppið frá eiganda sin- um, og er það sá pelsinn langaði það annað hvort i leikfélaga — eða bráð. En það er af konunni að segja, að hún slapp með skrekkinn og nokkrar skrámur en eigandinn kom höndum yfir ljónið FERDAMÚTTÚKUMENN SPÁ TÚRISTASUMRI Góðu fréttimar frá verðbólguvíg- stöðvunum: Verð á gistingu er ó- breytt frá i fyrra — og herbergja- verð hér 10—15% lægra en á hin- um Norðurlöndunum. Miður góðu fréttimar: Matur er enn of dýr og hækkar of hratt. Allt útlit er fyrir að i sumar komi mikill fjöldi erlendra ferða- manna hingað til lands. Allt hótelrými i Reykjavik er þegar fullbókað frá miðjum júli fram i miðjan á- gúst og búið er að bóka mikið á öðrum timum frá mai til september. í fyrra komu samtals 79 þúsund erlendir ferða- menn hingað til lands og vonast er eftir svip- uðum fjölda á þessu ári. Mikið verður um ráðstefnur á Loftleiðahótelinu á þessu ári og er búið að ganga frá endanleg- um samningum um 33 og fleiri eru i athugun. 1 fletum tilfellum eru þátttakendur bæöi innlendir ogerlendir. Meðal fjölmennustu ráðstefnanna verða þing Nor- rænna handverksmanna, kven- lækna, gigtarlækna og stærö- fræðinga. A næsta ári hafa verið ákveðnar 14 ráðstefnur nú þeg- ar og meðal þeirra sem þá koma saman á Loftleiðahótelinu verða Zontaklúbbar og norræni Skálkló.bburinn. Útlit fyrir gott ferðamannaár. Erling Aspelund hótelstjóri á Loftleiðum sagði i samtali við Alþýðublaðið, að vart væri hægt að tala um aukningu á fjölda er- lendra ferðamanna hingað til lands siðustu ár, en ekki hefur verið um fækkun að ræöa. Með- alnýting hótelsins hefur verið á- kaflega svipuð undanfarið. Hann sagði allt útlit fyrir að nú yrði gott ferðamannaár ef frek- ari verkföll settu ekki strik i reikninginn. Enn sem fyrr eru þó topparnir aðeins þessa þrjá sumarmánuði, júni, júli og ágúst. Verð á gistingu er óbreytt frá þvi fyrra og er herbergjaverð hér yfirleitt 10-15% lægra en á öðrum Norðurlöndum. Hins vegar er matur dýr og stafar það af háu hráefnisverði. A Hótel Loftleiðum eru 217 her- bergi og á þessu ári er gert ráð fyrir 58,2% meðalnýtingu. í gang eftir verkfall Islaug Aðalsteinsdóttir hjá farskrárdeildFlugleiöa sagöi, að nú væru bókanir aö komast i fullan gang eftir truflanir sem urðu i verkfallinu. Kvaðst hún hafa það á tilfinningunni að ferðamannastraumurinn til ts- lands yrði svipaður og i fyrra. •Fargjöld innan Evrópu munu hækka um 3-6% frá og með næstu mánaðamótum og er það ekki mikiðmiðaö við veröbólgu. Hjá framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs, Ludvig Hjálm- týssyni, fékk blaðið upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna siðustu ár. t fyrra komu hingað 79 þúsund ferðamenn þar af 71,676 með flugvélum en af- gangurinn með skemmtiferða- skipum. Árið 1974 voru ferða- mennirnir 74.214 og beinar og ó- beinar tekjur af þeim námu 2,4 milljörðum, sem var 7,2% af heildarútflutningsverðmæti þjóðarinnar. Arið áður komu hingað 68.456 feröamenn svo aukningin er hæg en sigandi. —SG. Látbragð og hátterni feröafólks er að ýmsu leyti alþjóðlegt. A ferðalögum hættir fólk oft að til- heyra einhverri ákveðinni þjóð, en tilheyrir þess i stað og fyrst og fremst sjálfu sér. takast þyrftum viö mannskap á „Reykjavikurborg hefur ekki borð við þann sem er t.d. hjá séð sér fært að leggja út i slikt Sumargjöf. fyrirtæki ennþá, enda hefur hún fram til þessa einskorðað sig við niðurgreiðslur til einstæðra mæðra”. UM 400 BORN f DAE- GÆZLU I HEIMAHÚSUM Mjög hefur færst i vöxt hér á stór-Reykjvikursvæðinu, að konur taki börn i gæzlu i heima- húsum. Gera þær þá annað tveggja að sækja um leyfi hjá Félagsmála- stofnun Reykjavikur, eða taka börn án leyfis. Aðspurð sagði Margrét Sigurðardóttir hjá Félagsmála- stofnunni að nú væru um það bil 250 konur i Reykjavík með slíkt leyfi, og 400-450 börn væru i gæzlu hjá þeim. Margrétsagði ennfremur að Félagsmálastofnunin seti engan ákveðinn hámarkstaxta, heldur yrðu viðkomandi kona og for- eldrar að semja um hann sin á milli. Það hefði verið almennast I haust, að teknar væru 16 þús. krónur á mánuði' fyrir dag- gæzluna, en nú væri þetta að hækka, eins og allt annað, og væri sumsstaðar komið upp I 18 þús. krónur á mánuði. „Þau skilyrði sem sett eru fyrir leyfisveitingu eru: heilbrigö, reglusöm og þrifaleg heimili.” sagði Margrét. „Einnig er tekið tillit - til fjölskyldustærðar við- komandi heimilis, aldurs foreldra og barna og stærð húsnæðis. tJti- vistaraðstaða er æskileg og mjög er mælt með að gæzluvellir séu notaðir.” „Eftirlit Félagsmálastofnun- arinnar með þessum heimilum er i því formi, að þau fá i fyrstu leyfi til 3 mánaða. A þeim tima reynir starfsfólk Félagsmálastofnunarinnar aö kynnast viðkomandi heimilí eftír föngum. Reynist allt vera I lagi fæst leyfið framlengt. En vegna fæðar starfsfólks er ekki hægt að hafa nándar nærri eins mikið eftirlit með þessum hlutum og æskileg væri”. „Félagsmálastofnun reynir einnig að komast i samband við þau heimili, sem ekki hafa leyfi, eftir auglýsingum og fleiri leiðum. Sú starfsemi er að visu litin misjöfnum augum, þvi það er eins og sumum sé meinilla við að hið opinbera sé að reka nefið inn hjá þeim.” „Það væri mjög ákjósanlegt, að sem nánust samvinna væri milli gæzluheimila og Félagsmála- stofnunarinnar, sagði Margrét aö lokum. En til þess að slikt mætti SJÓRINN ER KALDUR - EN ÞÓ ER ÁSTÆÐULAUST AÐ ÓTTAST HAFÍS Allt hendir til þess að ekki komi hafis að ströndum lands- ins i vor. Ein megin ástæðan er sú að seltumagn sjávarins i Aust- ur-Grænlandsstraumnum er til- tölulega hátt, og getur þvi ekki orðið um nýismyndun þar að ræða. Auk þess gefa myndir frá veð- urtunglum til kynna að litill is sé á svæðinu milli islands og Jan Mayen. Það eitt gæti bent til þess að hafisinn bærist suður um Græn- landssund i vor og sumar, en kæmi ekki inn á landgrunnið norðanlands. Hitastig sjávar á landgrunns- svæöinu umhverfis landið, reyndist vera fremurlágt miðað við fyrri mælingar á sama árs- tima. Það hefur vakið sérstaka at- hygli, að hitastigið i hlýja sjón- uin viðSuður- og Vesturland var nú 1 til 2 gráðum lægra cn i mcð- allagi, og lægra en áður hefur mælzt. Mæling á hitastigi sjávar á Selvogsbanka var mæld með 3 vikna millibili og kom i Ijós að á þessum tima hafði hitastigið hækkað uin 1 gráðu. Gefur það visbendingu um að hlýi sjórinn hafi sótt fram á miöunum á þessum slóðum, þó erfitt sé að scgja til um hve tangt noröur þessi sókn hefur gengið. Þessar voru mcginniðurstöð- ur sjórannsókna- og loðnuleitar- leiðangurs Bjarna Sæmunds- sonar dagana 17. feb. til 8. marz. HORNID 9 Fáir höfðu áltuga á sendi- tæki fyrir hjartalíiHirit Alþýðublaðið 18. febrúar: Til upplýsingar/ Hef undanfarið verið að kynna ennþá fullkomnari tæki til fjarsendingar hjartalinurits, en það, sem frétt var um i blaðinu. Kynnti tækið á Borgar- spítalanum, Landsspitalanum, Fjórðungssjúkrahúsinu, Akur- eyri, Rauða Krossinum.Reykja- vik, og Slökkviliðinu i Reykja- vik. Eini aðilinn,sem skildi gildi þess, var Slökkviliðið i Hafnar- firði, sem i samstarfi við héraöslækninn, Grim Sigurðs- son, keypti eitt. En tækið geta þeir aðeins notaö að hálfu, þar eð enginn spitali hefur enn keypt móttakarann fyrir bylgjurnar, sem ég á enn i fór- um minum heima á tslandi. Hjartalinuritsendir þessi „Cardiobeeper — mini telemetry”, var afþakkaður með hjartabilnum til Norður- lands. Tæki þessi eru sérstak- lega handhæg og góð til dæmis fyrir héraðslækna, sem geta þá sent hjartslátt sjúklings i gegnum sima til t.d. sér- fræðings i Reykjavik áður en pöntuð er t.d. sjúkraflugvél i slæmu veðri. Tæki þetta kostar aðeins um 75.000.— krónur og dugar enda- laust, en skipta á um rafhlöðu á hálfs árs fresti. Móttakarinn kostar rúmlega 125.000.- krónur og er nóg að hafa einn slikan móttakara fyrir allt landið, en réttara er að hafa einn á hverju sjúkrahúsi, þar sem er neyðar- vakt. Beztu kveðjur f.h. Björgunartækni s/f Box 64, Rvik. Friðrik Asmundsson-Brekkan AO SLEPPA SÉR VIO MATSELDINA Kæra Horn. Sálfræðingar og læknar virðast sammála um að hver og einn hafi nokkuð hollt af þvi að sleppa lausum taumnum annað slagið, svo framarlega sem það bitni ekki það illa á einhverjum öðrum að sá hinn sami hafi slæmt af. Nú um helgina auglýsti einn nýjasti veitingastaður mið- borgarinnar i útvarpi þar sem sagði m.a.: „Eiginmenn, sleppið húsmóðurinni við matargerðina og sjálfum yður við uppvaskið...” Vonandi hefur fólk almennt skilið þetta rétt - eða misskilið vitlaust - og menn ekki sleppt sér innan um leirtau fjöl- skyldunnar, heldur gert eins og ég , aðheimsækja þennan stað. Það verð ég að segja, að þetta var hinn þrifalegasti veitinga- staður og maturinn reyndist hinn besti. Nema hvað þjónn staðarins hefur trúlega lagt ein- hvern rangan skilning i merkingu orðanna sem að framan greinir. Ég hafði fengið mér mat á bakka, og tók með franskbrauð- stykki og setti þetta allt saman á bakka og fór með að kassanum. Þar greiddi ég fyrir allt sem á bakkanum var og fékk mér siðan sæti og borðaði af beztu lyst. En sem ég er að ljúka snæðingi, kemur þjónninn þaraðvifandi, sérbrauðbitann á borðinu minu og bókstaflega sleppir sér. I aheyrn annarra staðargesta fer þessi maður að þjófkenna mig. Segir: Stalstu þessu brauði? Þau eiga bara að fylgja súpunni. Siðan gefur hann mér til kynna að annaðhvort séu það dyrnar, ellegar ég borgi fyrir brauðsneiðina. — Ég lét manninn vita að ég hefði fengið mér þetta brauð á venjulegan máta, greitt fyrir minn mat, og vildi fá afsökun fyrir þennan dónaskap. Við slikt var að sjálfsögðu ekki komandi, úr þvi þjónninn hafði á annað borð sleppt sér við framreiðsl- una.. Ég ætla ekki að erfa þetta við veitingastaðinn — þykist vita að óaðgæzla eins starfsmanns á þessu tagi sé eigandanum i óþökk, en vel mætti hann veita starfsfólki sinu fræðslu i tvennu: a) Það er viða til siðs að borða franskbrauð með öðru en súpu einni — og vertinn kann eflaust það lúmskráö veitingamanna, að það drýgir kjötskammtinn að bera brauð fram með. b) Starfsfólk sem vinnur þjónustustörf ætti að sleppa þvi að sleppa sér fyrir framan við- skiptavini. Með kærri kveðju og þökk fyrir birtinguna. Veitingahúsgestur. (Nafn fylgdi, ritstj.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.