Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1976, Blaðsíða 3
biatfö1' Þriðjudagur 16. marz 1976 FRÉTTIR 3 Tilraunir ryy ífan ii ii ini i niíAni með vinnslu CRR Vnlf II ILItll LUIVAti! á kolmunna og spærlingi t Tæknitiðindum, fréttablaði útgefnu af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 13. febrúar siðast- liðinn, er gerð grein fyrir tilraun- um með vélvinnslu kolmunna og spærlings og þróun útflutningsaf- urða úr þessum fisktegundum. Að þessum tilraunum stóðu i sameiningu Rannsóknastofnunin og Meitillinn h/f i Þorlákshöfn. Tilraunir þessar virðast lofa góðu, og er það álit þeirra sem að þeim standa að veiðar á kol- munna og spærlingi, bæði til bræðslu og vinnslu manneldisaf- urða, muni eiga framtið fyrir sér hérlendis. Þingmenn fá að kynnast meðlags- málunum A fundi Félags einstæðra for- eldra i Hótel Esju i kvöld verður rætt um meðlagsmál. Á fundinn, sem hefst klukkan 21, hefur verið boðið þingmönnum, sem sæti eiga i heilbrigðis- og trygginganefnd efri deildar Alþingis. Þeim er gefinn kostur á að kynna sér sjón- armið félagsmanna og ræða þau. Trygginganefnd félagsins gerir á fundinum grein fyrir baráttu sinni við þingheim. Greint verður frá gangi könnunar Hagstofu tslands á framfærslukostnaði barna einstæðra foreldra, sem nú er verið að gera. -AG 20 sóttu um Á laugardag lokaöi hópur manna aðal-hliðinu að Keflavíkurflugvelli. Þarna voru á ferðinni hernámsandstæð- ingarog stuðningsmenn þeirra. - Fátt var um Suðurnesjamenn i þessum hópi, og sáust ekki forystumenn þeirra, er að undanförnu hafa lokað vegum varnarliðsins,- Þessar myndir voru teknar á laugardag, þegar hliðinu var lokað. SKREIDARFRAMLEIÐENDUR TAKA TIL HÖNDUNUM ENDA MARKADIR fiÓÐIR „Það virðist vera mikill markaður fyrir skreið i Nigerlu og mjög hagstætt verð um þess- ar mundir,” sagði Einar Sveins- son forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavikur og formaður sam lags skreiðarframleiðenda i samtali við blaðið. ,,Ég hef þvi trú á, að skreiðar- framleiðsia verði aukin hér- lendis. Að minnsta kosti mun Bæjarútgerð Reykjavikur nú leggja áherzlu á skreiðarfram- leiðsluna svo framarlega sem fiskur fæst.” Einar kvaðst þó halda að vöntun á skreiðarhjöllum myndi takmarka skreiða rfram- leiðsluna á næsta ári. Hefði skreiðarútflutningur verið i mikilli lægð undanfarin ár, eða allt frá því að stjórnarbylting varð i Nigeriu árið 1966. t milli- tiðinni hefðu siðan skreiðar- hjallar grotnað niður og ekki verið endurnýjaðir. „Það tekur sinn tima að byggja upp nýja hjalla og fá landssvæði fyrir þá, þvi viða hafa ibúðarhverfi byggzt, þar sem hjallar voru áður. Hins vegar veit ég til þess, að margir skreiðarframieiðendur hafa pantað timbur og hyggja á byggingu skreiðarhjalla,” sagði Einar Sveinsson ennfremur. Það er þvi sýnt, að út flutningur á skreið mun aukast á næsta ári, þó minna en mögu- leiki væri á, vegna vöntunar á skreiðarhjöiium. Það mun þó standa til bóta. —GAS MJÖG GQTT VERÐ Á HROGNUNUM fréttamanns- stöðuna Auglýst hefur verið laust til umsóknar starf fréttamanns við Rikisútvarpið. Umsóknarfrestur rann út 10. marz. Að sögn Sigurð- ar Sigurðssonar varafréttastjóra bárust alls 20 umsóknir. Einnig var fyrir skemmstu auglýst laust til umsóknar starf dagskrármanns við frétta- og fræðsludeild sjónvarps, og sóttu um það 15 manns. Þá er þess skemmst að minn- ast, að á dögunum auglýsti Al- þýðublaðið eftir fréttamönnum, og bárust hvorki meira né minna en 30 umsóknir. Það er þvi greinilegt að áhugi almennings á störfum fjölmiðla hefur vaxið mjög á undanförnum árum, og fer umsóknum i slik störf sem þessi mjög fjölgandi. Vara við CIA Umræður erlendis um afskipti bandarisku leyniþjónustunnar CIA af starfsmönnum blaða og annarra fjölmiðla, hafa vakið mikla athygli. — Vitað er um eina erlenda fréttastofnun, sem hefur sent öllum fréttariturum sinum bréf, þar sem þeir eru varaðir við að eiga nokkur samskipti við CIA. t bréfinu er jafnframt tekið fram, að ef einhver fréttaritari verði uppvis að þvi að hafa þegið greiðslur frá CIA, verði hann þeg- ar i stað að láta af starfi. Starfs- maður þessarar fréttastofu hér á landi hefur fengið eitt slikt bréf. Dagana 11. og 12. marz fóru fram i Bremerhaven viðræður um möguleika á aukinni sölu is- fisks og freðfisks til Þýzka- lands. t viðræðunum tóku þátt fulltrúar frá Landssambandi fsl. útvegsmanna, Félagi islenzkra botnvörpuskipaeig- enda, Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna, sjá varafurðadeild Sambandsins og Sölusamlagi isl. fiskframleiðenda. Fulltrúar Þjóðverja voru frá helztu útgerðar— innflutn- ings—og fiskvinnslufyrirtækj- um Þýzkalands, en auk þess sátu fundina ræðismenn tslands i Bremerhaven og Cuxhaven. Vegna samdráttar I fiskiðnaði hafa Þjóðverjar áhuga á að auka fiskkaup sin frá tslandi og töluðu þeir um árleg kaup á 20—30.000 tonnum á isfiski og 5000 tonnum af freðfiski. Af tslendinga hálfu, var lögð áherzla á, að skilyrði fyrir þvi, að úr þessum auknu viðskiptum gæti orðið væri, að tollar af sjáiarafurðum i Þýzkalandi lækkuðu samkvæmt samningi tslands við Efnahagsbandalag- ið. Þýzku fulltrúarnir féllust á þessa skoðun, og kváðust vilja stuðla að þvi eftir megni, að umsamdar tollalækkanir tækju gildi hið fyrsta. t viðræðum kom m.a. fram að Þjóðverjar eru reiðubúnir til að veita ýmiskonar fyrirgreiðslu i sambandi við innflutning á islenzkum isfiski og freðfiski. í siðastu viku voru hérlendis á ferðinni sænskir hrognakaup- endur, til viðræðna við fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og inn- lenda hrognaframleiðendur um söluverð á sykursöltuðum hrognum til Sviþjóðar. Samningar tókust. Úlfljótur Gislason umboðs- maður i sölu hrogna, sagði i samtali við blaðið, að veruleg hækkun hefði fengizt og næmi hún um 35% i erlendum gjald- eyri, sem þýddi 50% hækkun i skilaverði til framleiðenda. Hefðu hrognaframleiðendur ekki búizt við meiri hækkun og væru þvi tiltölulega ánægðir ( með þetta nýja verð. Sviarnir lánuðu einnig fé til hrognaframleiðslunnar þvi ekki tækist að fá bankaábyrgð vegna hrognaframleiðslunnar. Einnig hefur verið samið við Grikki um verð á hrognum. Að sögn Úlfljóts er verðið á sykursöltuðum hrognum til Svi- þjóðareftir nýju hækkunina, 650 kr. sif hver tunnan. Til Grikk- lands færi hver tunna á um 750 kr. fob en það gerði svipað skilaverð til framleiðenda. Kvað Úlfljótur verð á fryst um hrognum og söltuðum væntanlega hækka til jafns við fyrrnefnda hækkun. Það hefði verið venjan að verð á frystum og söltuðum hrognum fylgdi þessum verðhækkunum og hlut- fallslega sama hækkun vrði. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Gunnlaugssyni deildar- stjóra i viðskiptaráðunevtinu. sem jafnframt var formaður samninganefndarinnar við Svia, var heildarverðmæti hrognaútflutningsins á siðasta ári, tæpar 400 milljónir króna. —GAS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.