Alþýðublaðið - 26.03.1976, Síða 3
Föstudagur 26. marz 1976
Skoða virkjanir og vélar erlendis á vegum Kröflunefndar -
NOKKUÐ SEINT f
RASSINN GRIPIÐ
Til Japans og
Bandarikjanna
Um þessar mundir er
Einar Tjörvi, yfirverk-
fræðingur i Kröflu, er-
lendis á vegum Kröflu-
nefndar. Þá mun Karl
Ragnars, verkfræðing-
ur, vera á svipuðum
slóðum, i erindum
Orkustofnunar rikisins.
Alþýöublaðið hafði samband
við Jón Sólnes og spurðist fyrir
um ferðir Einars. Sagði Jón, að
Einar hefði farið til Japans til
að vera viðstaddur prófanir á
vélum, sams konar þeim og not-
aðar verða i Kröfluvirkjun.-
Einnig kæmi hann við i Banda-
rikjunum til að skoða jarðhita-
virkjanir sambærilegar Kröflu-
virkjun.
Ekki tókst að fá fullnægjandi
upplýsingar i Orkustofnun i
gær, um ferðir Karls Ragnars,
en áreiðanlegar heimildir
herma, að ferð hans sé i beinum
tengslum við ferðalag Einars
Tjörva.
Undrunar gætir
Nokkrar undrunar gætir með-
al manna, vegna þessa ferða-
lags. Segja sumir, að furðulegt
sé.aðsenda mann erlendis til að
skoða erlendar virkjanir, þegar
virkjunarframkvæmdireru eins
langt komnar i Kröflu og raun
bervitni. Hvers vegna var þetta
ekki gert fyrr? spyr fólk.
bd skýtur einnig skökku við,
að fulltrúi Kröflunefndar sé við-
staddur prófanir á vélum, sams
konar og þegar er búið að festa
kaup á og þær þegar komnar til
landsins. Var ekki eðlilegra að
einhver fulltrúi Kröflunefndar,
hefði verið viðstaddur prófanir
á vélunum, áðuren kaup voru á-
kveðin, svo hægt hefði verið að
dæma um kosti þeirra og galla.
Ýmsir hafa nefnilega látið
þau orð falla, að þessar vélar
henti ekki alls kostar Kröflu-
virkjuninni. Ekki skal þó á það
lagður dómur, en ýmsu er ó-
svarað i þessu sambandi.
—GAS.
Ný félagsmiðstöð
A fundi æskulýðsráðs
Reykjavikur 19. nóvember 1974
var samþykkt tiliaga frá for-
manni ráðsins, Davið Oddssyni
um byggingu félagsmiðstöðvar i
Arbæjarhverfi.
Var arkitektunum Ormari
Þór Guðmundssyni og örnólfi
Hall falin hönnun byggingar-
innar, og var henni jafnframt
valinn staður við Rofabæ, næst
fyrir vestan Árbæjarskóla.
Fyrirliggjandi teikningar
voru samþykktar i æskulýðsráði
og borgarráði i janúar og
febrúar 1967.
Alls er gólfflötur félagsmið-
stöðvarinnar áætlaður 788 m2,
auk 210 M2 rýmis i kjallara.
Miðja hússins frá austri til
vesturs er umferðarleið, sem
einkenndist af skábrautum i
stað venjulegra stiga. Með
brautunum er tryggt að allir
eigi greiða leið um húsið, hvort
sem þeir eru i hjólastólum,
bæklaðir, eða heilbrigðir.
Einnig auðvelda brautirnar
flutning tækja um húsið.
Helztu húsnæðiseiningar eru
afmarkaðar á pöllum, og geta
þvi notast hver fyrir sig, eða
saman ef óskaö er.
Félagsmiðstöðinni i Arbæ er
ætlað að vera samastaður
félagslifs I hverfinu. Félög
munu fá þar inni fyrir sam-
komur, fundi og fræðslustarf, og
Æskulýösráð Reykjavikur
veröur þar með eigin starf semi.
Þá er ogsérstök aðstaða fyrir
skátastarf i húsinu.
Orkunefnd Vestfjarða
hefur lokið störfum
Orkumálanefnd Vcstfjarða,
sem skipuð var af iðnaðarmáia-
ráðherra, Gunnari Thoroddsen
23. júli 1975, hefur nú lokið störf-
um.
Var nefndinni falið að vinna að.
orkumálum Vestfjarða og kanna
viðhorf sveitarfélaga á Vestfjörð-
tnn til stofnunar Vestfjarðavirkj-
unar.
t nefndina voru skipaðir eftir-
taldir menn: Engilbert Ingvars-
son, rafveitustjóri Snæfjalla-
hreppi, Guðmundur H. Ingólfs-
son, bæjarfulltrúi isafirði, Ingólf-
ur Arason, hreppsnefndarmaður
Patreksfirði, Jóhann T. Bjarna-
son, framkvæmdastjóri fjórð-
ungssambands Vestfirðinga,
Karel E. Loftsson, oddviti
Hólmavik, Ólafur Kristjánsson,
forseti bæjarstjórnar Bolungar-
vikur og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, alþingismaður,
sem var formaður nefndarinnar.
Störf Orkumálanefndar hafa
verið tviþætt: tillögugerð, annars
vegar um framkvæmdir i orku-
málum, og hins vegar um stofnun
orkufyrirtækis, og hefur nefndin
unnið að þessum verkefnum sam-
hliða.
Við tillögugerð um fram-
kvæmdir fékk nefndin til liðs við
sig sjö sérfræðinga og vann hún i
samráði við þá að mótun tillagna
um framkvæmdir i orkumálum.
Við tillögugerð um stofnun
orkufyrirtækis hafði nefndin
samráð við sveitastjórnarmenn á
Vestfjörðum og tók mið af hug-
myndum þeirra, meðal annars á
vettvangi Fjórðungssambands
Vestfirðinga.
Þegar nefndin hafði mótað til-
lögur sinar, efndi hún til all-
margra funda á Vestfjörðum með
sveitastjórnarmönnum þar.
Þar voru tillögur kynntar og
skipzt á skoðunum. A fundi þessa
mættu nálega allir sveitastjórn-
armenn á Vestfjörðum og kom
þar fram einhugur og mikill á-
hugi á framgangi málsins.
Eins og áður sagði, hefur
nefndin nú lokið störfum og af-
hent iðnaðarráðherra tillögur sin-
ar i orkumálum Vestfjarða.
' Er þar um að ræða: 1. Frum-
varp til laga um Orkubú Vest-
fjarða. 2. Tillögur um fram-
kvæmdir i orkumálum.
FRÉTTIR 3
SNORRABÆR
— veitingastaður fyrir lokuð samkvæmi
Nýr veitingastaður, ætlaður
fyrir lokuð samkvæmi, hefir verið
opnaður að Snorrabraut 35 uppi.
A sinum tima var veitingahúsið
„Silfurtunglið” þarna til húsa, en
starfsemi þess var hætt ekki alls
fyrir löngu.
Nýverið bauð stjörn Austurbæj-
arbiós fréttamönnum að kynna
sér staðinn. Gerðar hafa verið
umtalsverðar breytingar á öllum
innréttingum, utan skreytingum i
lofti og á súlum sem voru látnar
halda sér I upprunalegri mynd.
Skreytingar þessar gerði Jón
Björnsson. Um breytingar þær
sem gerðar hafa verið á salnum
var haft samráð við Jón Kaldal.
f þessum nýja búningi er stað-
urinn bæði hlýlegur, vistlegur og
rúmgóður, og þar er aðstaða til að
þjóna allt að 118 manns til borðs.
Það er stjórn Austurbæjarbiós,
sem á og rekur staðinn. Fram
kom iviðtali við stjórnina.aðhúsið
verður ekki leigt út til opinbers
dansleikjahalds eða skemmtana,
en ef einhver ætiar sér að haida
lokað samkvæmi, þá ætti hann að
snúa sér til skrifstofu Austurbæj-
arbiós,og fá þarallarnánari upp-
lýsingar. —ES—
atvinnu-
leysi á
Þórshöfn
— Nýtt frystihús tilbúið en
vantar hráefni til vinnslu
Algjört atvinnuleysi
er nú rikjandi á Þórs-
höfn. Á næstu dögum
verður tilbúið til notk-
unar nýtt frystihús,
sem hefur kostað 170
milljónir króna, en ekki
er fyrirsjáanlegt að
það fái hráefni til
vinnslu á næstunni.
verið á linu, en afli sáralitill,
eða 0,3 til 1 tonn i róðri. Aður
gátu bátar sótt stutt og fengið
góðan afla, en ef til vill ættu
veiðar brezku togaranna við
Norðausturlandið sinn þátt i
þessari fiskþurrð. Tap á þeim
bátum sem hafa reynt að stunda
veiðar i vetur var komið upp i
fimm til átta milljónir á bát og
þvi enginn grundvöllur fyrir
áframhaldi.
Neitað um
Frá Þórshöfn hafa undanfarin
ár verið gerðir út nokkrir 30-50
tonna bátar. Útgerð þeirra gekk
mjög vel þar til i fyrra, en i
vetur hefur afli verið frámuna-
lega lélegur og útgerðarmenn
gefizt upp eða leitaö annað.
Veiðar bannaðar
Alþýðublaðið ræddi þessi mál
við Pálma Ólason, oddvita á
Þórshöfn. Hann sagði, að veru-
legur liluti sumaraflá Þórs-
hafnarbáta hefði fengizt i nót.
Nú væri búið að banna nóta-
veiðina. Haustvertiðin hefði svo
byggst á snurvoð og linu, en nú
væri einnig búið að banna snur-
voðina.
Einn 50 tonna bátur hefur
skuttogara
Pálmi Olason sagði, að á sið-
asta ári hefðu Þórshafnarbúar
gert bráðabirgðasamning um
kaup á skuttogara erlendis frá. t
lok febrúar kom loks tilkynning
um það frá stjórnvöldum að
leyfi fengist ekki til að kaupa
skipið. Pálmi sagðist ekki sjá
önnur úrræði, en að fá skip sem
gæti sótt lengra en þeir bátar
sem nú eru til staðar. eða að
togarar frá öðrum stöðum
leggðu upp afla á Þórshöfn við
ogvið. Þá vildu Þórshafnarbúar
fá undanþágu frá banninu við
nóta- og snurvoðaveiðum vegna
þess alvarlega ástands, sem
rikti i atvinnumálunum.
—SG