Alþýðublaðið - 26.03.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 26.03.1976, Qupperneq 7
VETTVANGUR bíaðfð1 Föstudagur 26. marz 1976 AÐ HEILSUTJÓNINU FRÁTÖLÐU HVAD KOSTA REYKINGARNAR Í BEINHÚRDUM PENINGUM? Hvað kostar það þig að reykja? Margir kynnu að svara þess- ari spurningu með þvi að marg- falda saman kostnaðinn við að kaupa einn sigarettupakka á dag og fá þannig út hversu mik- ið fer til tóbakskaupa á ákveðnu timabili. Sá kostnaður er, miðað við að einn sigarettupakki kosti kr. 220 alls kr. 80.300 á ári, + eldspýtur að kveikjarar. En það er fleira sem fólk geld- ur fyrir það að reykja. Það eru atriði sem ekki eru nefnd i auglýsingum erlendra timarita um sigarettur, þar sem ungt og glæsilegt fólk lýsir þvi yfir að það „hafi skipt yfir til xxxxx og nú brosi lifið við þvi” eða að það „geri nú eins og heldra fólkið og reyki nú.”. Tóbaksframleiðendur „gleyma” að geta þess i auglýs- ingum sinum að fylgikvillar tóbaksreykinga eru m.a. lungnakrabbamein, lungna- kvef, lungnaþemba, æðasjúk- dómar og hjartasjúkdómar. Áhrifin á lungun Til þess að glöggva okkur litil- lega á þessum „gleymdu” at- riðum, skulum við lita aðeins i bækling sem Krabbameinsfé- lagið gaf út. Þar segir um áhrif tóbaksreykinga á lungun: „Allt að 95% nikótinsins i tóbaks- reyknum streymir um lungun hjá þeim sem anda honum að sér. Nokkuð af þvi fer út i blóðið og út i þvagið, uppgangi og móð- urmjólk; flyzt meira að segja yfir á fóstrið og brjóstabarnið. Mikið af tjörunni sezt að i lungunum, þar sem hún þéttist og binzt slimhúðarfrumum þeirra. Bifhárin lamast, sót og reykur sezt að i sliminu og veldur ert- ingarhósta, bólgum i lungna- slimhimnunum og lungnaþani, er fram liða stundir. Fólk sem hefur reykt mikið til langframa á á hættu að fá lungnakrabba.” Myndun lungnakrabba Hjalti Þórarinsson, yfirlæknir segir i bæklingi sem Krabba- meinsfélag Reykjavikur gaf út: „Tala má um 4 stig við myndun lungnakrabbans: Byrjunar- eða frumstigið er frá þvi fyrsta sjúka fruman myndast og þar til frumuhópur- inn hefur náð nokkurri stærð, en er ennþá það smár að ókleift er að greina sjúkdóminn með' þeim rannsóknum sem við enn ráðum yfir. Einkenni eru engin. Næst kemur Hið þögla stig. Æxlið hefur náð þeirri stærð, að unnt er að greina það með rönt- genmyndum, eða öðrum rann- sóknum, en það er ekki farið að valda neinum einkennum. Á þessu stigi væri oftast hægt að lækna sjúklingana. Á þriðja stiginu er sjúkdóm- urinn farinn að valda einkenn- um en greining hans getur samt verið erfið. Ennþá eru talsverð- ir möguleikar á varanlegri lækningu. A fjórða eöa lokastiginu hefur æxlið vaxið út fyrir lungun eða meinvörp eru komin i önnur lif- færi. Þá er oftast auðvelt að greina sjúkdóminn, en hann er ólæknandi”. Annar „árangur" af reykingum 1 grein sem Bjarni heitinn Bjarnason skrifaði og nefndi „Sókn i það sem sizt skyldi” minnist hann á nokkra aðra þætti úr frægðarsögu sigarett- unnar: „Þegar slagæðarnar dragast saman og þrengjast á blóðið erfiðara með að streyma létt og eðlilega gegnum þær. Hjartað verður þannig að yfirvinna auk- inn þrýsting4- álag dælustarf- seminnar eykst að miklum mun. Þetta þreytir hjartað og of- býður þvi, þegar til lengdar læt- ur. Onnur áhrif tóbaksreyksins á æðarnar eru þau, að flýta fyrir útfellingum i æðaveggina sem mynda þar þykkni og kalka sið- an og þar með er hin alkunna æðaköikun komin til skjalanna. Kransæðar hjartans verða oft hart úti af þessum sökum. Þegar æðaveggir rifna út frá fituskemmdum og kölkunum, myndast blæðing á staðnum, og stifla i æðinni við storknun blóðsins. Þessir blóðkekkir geta losnað og fluzt til lungna, heila og fleiri liffæra, stiflað þar æðar og valdið lifshættulegum skemmdum og i nær öllum til- fellum alvarlegum truflunum á heilsu sjúklingsins. Einn algengasti sjúkdómur sem tóbaksreykingar eiga þátt i að magna og eiga oft einar sök á, er langvinnt lungnakvef. Tæpast nokkur maður sem reykir til lengdar sleppur við þennan sjúkdóm, þó verður hann misjafnlega alvarlegur eftir mótstöðuafli hvers og eins. Upp úr langvinnu lungnakvefi kemur siðan lungnaþemba. Af sifelldum hósta ofreynast og of- þenjast lungun, teygjanleiki vefjanna minnkar og hverfur. Skilveggir lungnablaðranna rifna og við það getur mikill fjöldi þeirra sameinazt i poka, sem fyllist af slimi og óhroða sem erfitt er að ná upp, vegna þess að lungun eru lömuð og bif- háraþekja þeirra er einnig orðin lömuð af tóbaksreyknum, sem stöðugt streymir um bifhárin.” t greininni telur Bjarni fleiri atriði um skaðleg áhrif reyk- inga á likamann og nægir af þvi að nefna blöðrukrabba, nýrna- sjúkdóma, krabbamein i barka- kýli og áhrif þeirra á myndum skorpulifur. Þær kosta fleira! En reykingarnar kosta ekki aðeins heilsu og fé þeirra sem þær stunda. Það er löngu sannað að þeir sem reykja eru meira frá vinnu en hinir sem ekki reykja. Þeim er einnig hættara við allskonar kvillum sem ganga. Af þessum sökum tapast t.d. i Bretlandi um 50 milljónir dagsverka og sýnt hefur verið fram á, að fjarvistir frá vinnu og skólum eru allt að 10 sinnum meiri hjá þeim sem reykja, en hjá hinum sem gera það ekki. Sjúklingar sem eru komnir með reykingasjúkdóm á það al- varlegu stigi að þeir verða að dvelja langdvölum á sjúkrahús- um eru mjög kostnaðarsamir. t dag kostar það um 15 þúsund Reykingar barna og unglinga færast stöðugt í aukana. Á meðfylgjandi mynd má sjá hve mikið þær hafa aukizt sam- kvæmt könnunum sem gerðar voru á árunum 1959 og 1962 og svo hins vegar á árinu 1974. Aukningin er mest á- berandi frá fjórtán ára aldrinum. Kannanir þessar voru unnar á vegum embættis borgarlæknis í Reykjavík og fóru fram í skólum á Reykjavíkursvæðinu. krónur og gefur þvi auga leið hve mikill kostnaður hlýzt bein- linis af reykingum i þessu tilliti. Til viðbótar þessu eru margir þeirra sem orðið hafa reykinga- sjúkdómum að bráð, öryrkjar að meira eða minna leyti. Þessu fólki eru greiddar ör- orkubætur, og meðan það er rúmliggjandi á sjúkrahúsi fær það dagpeninga eftir að hafa legið ákveðinn tima. — EB. REYKINGAR BARNA FÆRAST I VDXT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.