Alþýðublaðið - 13.05.1976, Qupperneq 5
alþyðu'
biaðiö Fimmtudagur 13. maí 1976.
VETTVANGUR 5
POSTÞJONUSTA A ISLANDI
Á 200 ÁRA AFMÆLI
Á MORGUN
Um þessar mundir, nánar til-
tekiö. 13. mai nk., eru 200 ár liðin
frá þvi opinberum póstgöngum
var komið á hér á landi, en 13.
mai 1776 undirritaði Kristján
VII Danakonungur tilskipun
þess efnis.
Tilskipunin mun, aðþvier Jón
Eiriksson, konferensráð, segir i
forspjalli sinu að „Ferðabók frá
íslandi um 1780” eftir Ölaf
Olavius, vera i samræmi við til-
lögur hinnar svonefndu Lands-
nefndar, sem skipuð var 1770 til
þess að kanna landshagi og
koma með tillögur til umbóta i
atvinnulifi landsmanna. Þess
má geta, að Jón er -einn hinna
fjögurra embættismanna, sem
meðundirrita' tilskipunina.
Með tilskipuninni voru á-
kveðnar þrjár póstferðir á ári til
Bessastaða frá Austur-, Norður-
og Vesturlandi, en ekki gert að
sinni ráð fyrir póstferðum frá
Bessastöðum. Þá voru burðar-
gjöld heldur ekki sett, enda var
póstferðum þessum fyrst og
fremst komið á fót til þess að
embættisbréfum yrði greiðlega
komið áfram, sbr. 6. grein til-
skipunarinnar. Virðist sem
skórinn hafi þar þótt kreppa
hvað mest, enda segir Jón
Eiriksson i Fyrrnefndu for-
spjalli, að „það er mjög kostn-
aðarsamt að ráða sérstaka
sendimenn i þessu efni, en
bréfasendiftgar með tækifæris-
ferðum hafa reynst mjög ó-
tryggar, þvi að ýmsir ferða-
menn, sem tekið hafa bréf til
flutnings, hafa bæði reypzt sein-
ir i ferðum og oft verið hirðu-
lausir um meðferð bréfanna,
svo að þau hafa komið miklu
seinna til skila en til var ætlazt
og efni þeirra oft krafði, og
stundum hafa þau týnz.t með
öllu”.
Samkvæmt tilskipuninni var
póstþjónustan skipulögð þannig,
að stiftamtmaður, sem sat á
Bessastöðum, var stjómandi
hennar, en sýslumenn önnuðust
póstafgreiðsluna út um landið.
Sýslumennirnir voru 18, þannig
að póststöðvar urðu samtals 19.
Um aldamótin 1800 færðist
stjórn hennar i hendur bæjar-
fógetans i Reykjavik, en landfó-
geti varfrá upphafi gjaldkeri og
reikningshaldari.
Gjaldskrá fyrir flutning
einkabréfa var sett 1779 á þá
lund, að burðargjald fyrir bréf
úr einni sýslu i aðra skyldi vera
2 skildingar og siðan tveir skild-
ingar til viðbótar fyrir hverja
sýslu. Gilti hún óbreytt til 1848.
Hvergi er minnzt á burðargjald
fyrir bréf til Kaupmannahafnar
og verður ekki annað séð en
sllkt bréf hafi verið flutt ókeyis
um langt skeið.
Fyrsta póstferðin samkvæmt
hinni nýju tilskipun var ekki
farin fyrr en 1782 og sama ár
var tilskipunin prentuð i
Hrappsey og gefin út. Lagt var
upp i fyrstu póstferðina frá
Reykjafirði við ísafjarðardjúp
10. febrúar 1782 og fór póstur-
inn, Ari Guðmundsson, um ögur
til Isafjarðar og þaðan suður um
firði til Haga á Barðaströnd.
Þangað kom hann 16. febrúar.
Hafði hann aðeins örfá bréf
meðferðis og afréð Davíð
Scheving sýslumaður þvi að
senda þau áfram suður til
Bessastaða með tækifærisferð,
sem þá féll frá Patreksfirði.
Fleiri urðu póstferðir ekki það
áriðogþaðvarekki fyrren 1784,
að hinar þrjár reglubundnu
„nútimasniði” hefjist hér á
landi. Settar voru reglur og
gjaldskrá um póstþjónustu, er
voru með sama sniði og tiðkað-
ist í öðrum löndum og frimerki
voru gefin út. Þetta ásamt bætt-
um samgöngum og siðast en
ekki sizt þvi, að forstaða póst-
þjónustunnar var nú fengin sér-
stökum embættismanni, stuðl-
aði að framförum i póstmálum.
Um aldamót voru póstafgreiðsl-
ur þannig orðnar 25 og bréfhirð-
ingar 182. Arið 1920 voru sam-
kvæmt skýrslu um póstrekstur
á tslandi 1906—1926 4 póststofur
(Reykjavik, tsafjörður, Akur-
eyri, Seyðisfjörður), 41 póstaf-
greiðsla og 196 bréfhirðingar.
Starfsmenn voru samkvæmt
sömu skýrslu 581, en aðeins um
30 höfðu póststörfin fyrir aðal-
starf.
Að Óla Finsen látnum, árið
1897, varð Sigurður Briem póst-
meistari. Kom hann m.a. á út-
burði bréfa i Reykjavik og lét
setja upp pósthólf. Eftir full-
veldið 1918, tóku Islendingar
sjálfir i sinar hendur ýmis mál,
er vörðuðu samskipti við póst-
stjórnir annarra landa svo sem
reikningsskil og var þá stofnað
embætti aðalpóstmeistara, en
sérstök póstmeistaraembætti
stofnuð fyrir Reykjavik, tsa-
fjörð, Akureyri og Seyðisfjörð.
Gegndi Sigurður embætti aðal-
póstmeistara (póstmálastjóra
frá 1930) þar til hann lét af em-
bætti fyrir aldurs sakir 1935.
Tóku þá jafnframt gildi lög, er
sameinuðu yfirstjórn pósts og
sima. Fyrsti póst- og simamála-
stjórinn var Guðmundur Hliðdal
(1935—1956, annar i röðinni
Gunnlaugur Briem (1956—1971)
oghinn þriðji er núverandi póst-
og símamálastjóri, Jón Skúla-
son.
Nú eru um 200 póststöðvar á
landinu, þar af helmingurinn
með fastráðnu starfsfólki. Póst-
ferðir um landið og til útlanda
eru, með örfáum undantekning-
um, daglegar, mestmegnis með
flugvélum, bæði áætlunarflug-
vélum, en einnig sérstökum
póstflugvélum. Markmiðið er,
að allir landsmenn fái sinn póst
næsta virkan dag eftir að honum
erskilað úlflutnings. Til þess að
svo megi verða er ekki einungis
þörf tiðra póstferða heldur einn-
ig góðs skipulags og fullnægj-
andi húsnæðis. Er stöðugt unnið
að þessu og má nefna, að undir-
búningur að flokkun pósts eftir
póstnúmerakerfi er á lokastigi.
Mun það stuðla að auknum flýti
og öryggi við flokkun pósts. Þá
hefur og mjög áunnizt i hús-
næðismálum, einkum utan
Reykjavikur, og unnið er að
teikningum að nýju aðalpöst-
húsi í Reykjavik, en um Reykja-
vik fer allur póstur til og frá út-
löndum og mikið af pósti milli
staða innanlands.
Gerð hafa verið sérstök
myndskreytt kort i tUefni af-
mælisins þar sem lima má i fri-
merki og stimpla. Söluverö
kortsins er 100 kr.
Sérstakur dagstimpill verður
i notkun á póststofunni i
Reykjavik á afmælisdaginn og
er gert ráð fyrir þvi, aö póst-
stöðvar landsins geti tekið við
frimerktum og árituðum send-
ingum til stimplunar i Reykja-
vik, sendendum að kostnaðar-
lausu.
Frimerki i tilefni afmælisins
verða gefin út á árinu.
Það eru stórafmæli hjá Pósti og
sima á þessu ári. Fyrir liðlega mán-
uði siðan skýrðum við frá því að 100
ár teldust liðin frá þvi að skrásett
var einkaleyfi á uppfinningu talsim-
ans — og á morgun eru liðin 200 ár
frá þvi póstur barst opinberlega
fyrst hingað til lands.
póstferðir komust á. Pó^tferða-
fjöldi þessi hélzt óbreyttur allt
til 1831, en þá var póstferðum
austur fjölgað i átta ferðir á ári
og sex árum siðar var ferðum
austanpósts fjölgað um eina á
ári. Ferðum sunnanpósts var
fjölgað i sex ferðir á ári 1849.
Talið er, að reglulegt póstskip
hafi byrjað siglingar milli ts-
lands og Kaupmannahafnar ár-
ið 1778. Var farin ein ferð á ári á
vorin, en aðrar ferðir voru sem
áður með skipum kaupmanna.
Hélzt þessi skipan til ársins
1851, að ferðum var fjölgað i
þrjár á ári, auk einnar milli
Reykjavikur og Liverpool.
Fyrsta póstgufuskipiö, Victor
Emanuel,kom til tslands 1858 og
urðu póstferöir milli tslands og
Kaupmannahafnar þá sex á ári
á timabilinu april til nóvember
ár hvert.
Framkvæmd póstþjónustunn-
ar var ekki i höndum eiginlegr-
ar póststofnunar og ekki einu
sinni i umsjá dönsku póststjórn-
arinnar. Hélzt þetta fyrirkomu-
lag til ársins 1870, en með aug-
lýsingu 25. ágúst 1869 var til-
kynnt, að danska póststjórnin
mundi frá 1. marz 1870 annast
um póstþjónustuna milli Dan-
merkur, Færeyja og tslands.
Sérstakar póststöðvar voru
stofnaðar i Reykjavik og á
Seyðisfirði og skipaður póst-
meistari, Öli Finsen. Þessi
„danska” póstþjónusta stóð þó
aðeins i tvö ár, þvi að 26. febrú-
ar 1872 var gefin út Tilskipun
um póstmál á tslandi, þar sem
gert varráðfyrir, aö stofnsettar
skyldu 15 póstafgreiðslur og 54
bréfhirðingar undir stjórn sér-
staks póstmeistara, er heyrði
undir stiftamtmanninn (lands-
höfðingja frá 1874).
1 kjölfar tilskipunarinnar 1872
má segja, að póstþjónusta með