Alþýðublaðið - 13.05.1976, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 13.05.1976, Qupperneq 12
12 stjOrnmál______________________________________________________ Fimmtudagur 13. maí 1976. bia&iö1 ✓ Enn rætt um dómsmálin utan dagskrár á Alþingi ÖLLUM RftÐUM BEITT TIL ÞESS LEGGJAST A TILLÖGUR UM ÚRB Miklar og harðar umræður urðu i gær og i fyrradag utan dag- skrár á Alþingi vegna þess að stjórnarmeiri- hlutinn i allsherjar- nefnd neðri deildar Alþingis undir forystu Ellerts B. Schram virð- ist ætla að leggjast á öll frumvörp og tillögur um úrbætur i meðferð sakamála, sem lagðar hafa verið fram á Alþingi i vetur. Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, veittist mjög harðlega að Ellert B. Schram vegna þessara mála i ræðu utan dagskrár i neðri deild Alþingis i gær en lýst þvi jafn- framt yfir, að hann væri stjórnarandstöð- unni þakklátur fyrir áhuga hennar á fram- gangi slikra mála og þann vilja, sem fram hefði komið frá stjórnarandstöðunni til þess að afgreiða frum- vörp þess efnis fyrir þinglok. Þá mæltist forseti neðri deildar Alþingis, Ragnhildur L_____________I------- Helgadóttir, til þess, að Ellert B. Schram, for- maður allsherjar- nefndar neðri deildar, kallaði nefnd sina sam- an til þess að fjalla nánar um þessi mál. Umræður þessar hófust með þvi, að Sighvatur Björgvinsson kvaddi sér hljóðs utan'dag'sKrar i lok fundar i neðri deild Alþing is i fyrradag. Gerði hann þar að umtalsefni vinnutirögð stjórnarmeirihlutansí allsherjar nefnd deildarinnar varðandi afgreiðslu mála, sem lúta að úr- bótum i rannsókn og meðferð sakamála. Nefndi Sighvatur i þvi sambandi sérstaklega tvö mál — frumvarp dómsmálaráð- herra um rannsóknarlögreglu rikisins og fylgifrumvörp þess svo og þingsályktunartillögu um að hraða rannsókn sakamála, sem hann flytur ásamt þing- mönnunum Jónasi Árnasyni og Karvel Pálmasyni. Sighvatur sagði að á fundi allsherjar nefndar sl föstudag hefði veríð ákveðið og bókað að afgreiða frumvarpið um rannsóknarlög- regluna ekki á þessu þingi og að formaður allsherjarnefndar. Ellert Schram, hefði tilkynnt að söm hefði orðið niðurstaðan um þingsályktunartillöguna, þótt ekki fyndist i fundargerð fundarins bókun um, að sú til- laga hefði svo mikið sem verið tekin fyrir hvað þá heldur afgreidd með þeim hætti. — Þegar þessi fundur i alls- herjarnefnd var haldinn s.l. föstudag hafði ég veikindaleyfi og var þvi ekki viðstaddur, sagði Sighvatur. A næsta fúndi nefndarinnar, sem haldinn var s.l. mánudag, tók ég mál þessi Sighvatur Björgvinsson: „Hneyksli, ef Alþingi heykist á því að afgreiða þær tillögur um úrbætur, sem lagðar hafa verið fram” hins vegar upp að nýju og óskaði eftir þvi, að nefndin breytti af- stöðu sinni til frumvarpsins um rannsóknarlögreglu rikisins og tæki þingsályktunartillögu mina um ráðstafanir til þess að hraða rannsókn sakamála, formlega fyrir. Þegar þaðfékkst ekki gert lét ég bóka mjög harðorð mót- mæli frá mér þar sem ég tel, að nefndinni sé bæði skylt og unnt að afgreiða bæði þessi mál frá sér. — Það er ekki vanzalaust fyrir Alþingi að afgreiða ekkert einasta af þeim málum, sem bæði dómsmálaráðherra og ein- Ólafur Jóhannesson: „Legg þunga áherzlu á að málin verði afgreidd. Þakka stjórnarandstöðunni sérstaklega áhuga hennar á málunum ” stakir þingmenn hafa lagt fyrir þingið um úrbætur i meðferð sakamála. Einsog á stendur tel ég, að með þvi sé Alþingi ekki aðeins að bregðast skyldum sin- um, heldur einnig vonum manna, sem hafa vænzt þess, að eftir allt, sem á undan hefur gengið, þá ræki Alþingi islend- inga af sér slyðruorðið og gerði þær úrbætur i þessum málum, sem svo lengi hafa beðið. Þá beindi Sighvatur þeim ein- dregnu tilmælum til dómsmála- ráöherra að hann beitti áhrifum sinum á stjórnarmeirihlutann i allsheijamefnd i þvi skyni að fá hann til þess að hverfa frá þeirri afstöðu að leggjast á þessi mikilvægu mál. Dómsmálaráð- herra var ekki viðstaddur en þingmaðurinn Páll Pétursson bar þingheimi þau skilaboð frá honum, að hann mæltist ein- dregið til þess við Alþingi að frumvarpið um rannsóknarlög- reglu yrði afgreitt á þessu þingi. Tveir aðrir þingmenn — Svava Jakobsdóttir og Karvel Pálma- son — báðu einnig um oröið, en fengu ekki að taka til máls. t upphafi fundar i neðri deild Alþingis igær var umræðum um þessi mál haldið áfram með þvi að Ellert B. Schram kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i tilefni af ræðu Sighvatar. Veittist Ellert að Sighvati fyrir að hann væri ekki nógu kunnugur vinnu- brögðum allsherjarnefndar i málinu og hefði ekki sótt nema um helming, þeirra funda, sem nefndin hefði haldið i vetur. Þá vék Ellert að málum þeim sem Sighvatur gerði sérstaklega að umræðuefni og sagði, að ástæð- an fyrir þvi, að nefndin hefði ákveðið að afgreiða ekki frv. um rannsóknarlögreglu rikisins væri sú, að nefninni hefðu borizt svo margar umsagnir um málið og svo ólikar, að meirihluti hennar hefði ekki treyst sér til þess að afgreiða frumvarpið. Um þingsály ktunartillögu Sighvatar o.fl. sagði Ellert, að hún hefði hlotið sömu afgreiðslu hvort sem það hefði verið bók- að, eða ekki. Svava Jakobsdóttir tók næst til máls. Hún sagði m.a., að það væri rangt hjá Ellert Schram, að þingsály ktunartillaga Sighvats hefði fengið þá af- greiðslu á fundi allsherjar- nefndar sem Ellert lýsti. Til- lagan hefði alls ekki verið tekin formlega fyrir og þvi siður af- ÁSTMEGIR FÓSTUR- JARÐ ARINNAR! Fyrir föðuriandið! Mörgum hefur reynzt æöi erf- itt að skilgreina ástina, jafnvel þó hún beindist bara að einum einstaklingi — eða fáeinum. Það er vist þessvegna, sem speking- arnir og fræðimennirnir hafa klofið hugtakið niður i allskonar tegundir, s.s. móðurást, hjóna- ástir, matarást og ekki má gleyma föðurlandsástinni. Já, það hefur reynzt fleiri mönnum erfitt að skilgreina ástina en spéfuglinum, Ómari Ragnarssyni, og ekki er auð- veldara að sýna hana i verki með „akkúrat” hárfinni tján- ingu á hverjum einstökum þætti! Það skal fúslega játað, að myndbreytingarnar eru svo margar og fjölþættar i augum venjulegs fólks, að hér er alls ekki við lambið að leika sér, þar sem hún getur birzt i einstæð- ustu fórnarlund og allt til þess að iklæðast nærbuxum úr sauð- arull! Liklega stöndum við Islend- ingar sýnu verr að vigi með að tjá og túlka t.d. okkar föður- landsást, en flestar aðrar þjóð- ir. Við höfum nefnilega engan her, og höfum þessvegna alger- lega farið á mis við þau uppeld- isáhrif, sem fólgin eru i, að handleika manndrápstæki, ganga gæsagang i skipulögðum fylkingum, og öðru sem tilheyr- ir þessum þætti mannlifsins. Já, svona er nú komið afkom- endum hinna fornu vikinga, sem einu sinni skelfdu konur og börn á varnarlitlum útskögum fram- andi þjóörikja! Það liggur nú i hlutarins eðli, að við eigum ekki hægan leik, ef okkur langar til að sýna i verki okkar föðurlandsást með þvi að gera umheiminum ljóst, að enn- þá er gamla vikingablóðið ekki orðið alveg steinkalt. Og nú er einmitt komið að þvi, að við ætlum að taka á okkur rækilega rögg! Við heyrum og lesum i fjöl- miðlum þjóðarinnar, að for- ystumenn hinnar einu, sönnu tjáningar föðurlandsástarinnar strita nú baki brotnu við að „mobilisera” manpfólkið, til þess að það sýni, svo ekki verði um villzt, hvað eiginlega i okkur býr, þegar við viljum það við hafa! Og það er nú bezt fyrir ó- vininn suður á Miðnesheiði, að vera við öllu illu búinn, annars kynni verr að fara. Það er nefnilega áformið, að aka á nokkrum bilskrjóðum — allt eins ameriskum, ef svo býð- ur við að horfa, suður að Kefla- vikurvallarhliði og snúa þar við i snatri og rölta norður eftir söndum og hraunum Reykja- nesskagans! Hér eru vissulega menn á ferðinni, sem eru alls ósmeykir við að horfast i augu (?) við erkióvininn — taka i hornin á bola! Þarflaust er að minna á það aftur, að við erum ekki herfróð- ir islendingar. En einhvernveg- inn hefur það nú samt seitlað inn i hugskotið, að til séu hald- kvæmari ráð, til þess að skelfa óvini en að „ganga” á þeirra vit og snúa svo sem snarast baki við þeim og flýta sér burtu af vettvangi! Það ber vissulega ekki allt upp á sama daginn, og hernað- artæknin tekur auðvitað fram- förum eins og annað. Hugsum okkur hvað, t.d. Eisenhower sálugi hefði getað sparað mikið af mannslifum og erfiði, ef hon- um hefði nú hugkvæmst, að sigla suður að Frakklands- strönd d-daginn nafnkennda og bara snúa þar við til Englands aftur i stað þess að vera að puða við að koma liði á land! Halda menn nú virkilega ekki, að það hefði verið munur fyrir hina vigreifu hermenn hans, að setjast friðsamlega viö bjór- kollu á einhverjum „pubbnum” heldur en að láta skrambans Þjóðverjana úthella ómælt blóði hersins?! En nú skulum við renna aug- unum svolitiö fram á við. Það getur aldrei sakað, enda þótt við eigum ekki i fórum okkar neina kristalskúlu, eða önnur spá- gögn. Bót i máli er, að við getum stuðzt nokkuð við fengna reynslu. Eitt til hálft annað hundrað manna þjappast að flugvallar- hliðinu og horfir grimmum aug- um innfyrir, og — svo er haldið til baka. Eftir þvi sem fjær dregur vigstöðvunum fjölgar i hópnum og „likvögnunum”. Og svo þarf auðvitað að stoppa og ^pústa! Cokeflöskurnar lyftast — ekki bara litlu grýturnar — nei, nú höfum við fengið „risaflöskurn- ar” lika. Gulir og grænir jórtur- leðurspakkar ganga milli manna. Nú er gaman að lifa! Og gangan silast áfram, Vatnsleysuströnd, Kúagerði, þar sem lengst er áð, að vonum, Kópavogsháls og loksins — loks- ins gamli miðbærinn i Reykja- vik. Og nú fá „Generalarnir” orð- ið, til þess að dásama þessa ár- angursriku ferð. Það er ekki á hverjum degi, sem fólki gefst kostur á að „ganga” i bilum — I HREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.