Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 3
alþýöur bladió Miðvikudagur 19. maí 1976 FRÉTTIR 3 Fjórir menn einbeita sér að Geirfinnsmálinu Rannsókn Geirfinnsmálsins er haldið áfram af fullum krafti. Þrir menn frá rannsóknarlög- reglunni einbeita öllum kröftum sinum að þessu máli og gegna ekki öðrum störfum á meðan. Auk þeirra starfar rannsóknar- dómari áfram við þetta mál, en eftir þvi sem Alþýöublaðið kemst næst er ekki ætlunin að bæta við fleiri mönnum að sinni. Fólk mun stöðugt vera að koma ábendingum á framfæri við rannsóknarmenn og fer tals- verður timi i að kanna þær. Hins vegar munu ekki hafa komið fram neinar upplýsingar sem skipta verulegu máli i sambandi við rannsóknina, en að sjálf- sögðu eru allar upplýsingar sem eiga sér stoð i raunveru- leikanum vel þegnar. Erla Bolladóttir mun halda fast við þann framburð sinn að hún hafi hleypt af skoti i átt að manni sem hún telur hafa verið Geirfinn Einarsson. Erla var úrskurðuð i 60 daga gæzluvarð- hald. Talið er óliklegt að frekari leit að likum fari fram i Hafnar- fjarðarhrauni. Þar hefur verið leitað vel og vendilega nokkrum sinnum eftir þvi sem unnt er. En eins og allir vita sem hafa geng- ið um Hafnarfjarðarhraun er nánast vonlaust að finna þar falda hluti nema vitað sé svo til nákvæmlega um felustaðinn. Dómsrannsókn á sakarefni heldur áfram samhliða rann- sókninni sjálfri, en eftir aö játn- ing Erlu liggur fyrir breytist dómsrannsóknin —SG Strætisvagnar REYKJAvíkur . * m Það er engu líkara en strætisvagnsstjórinn sé kominn í kvartmiluklúbbinn og ætli að tæta af stað af torginu — nokkrum grömmum af gúmmíi léttari. En reykurinn á ef lausteinhverja aðra skýringu, sem annaðhvort telst til mengunarvandamáls eða vélarbilunar, nema hvort tveggja sé. □ Það helzt í hendur — segja templarar HÆRRI LflUN - MEIRA AFENGI Skamrtiarleg meðferð á þjónustustúlkum á veitingahúsum Arðrán! Láglaunaráðstefnan um daginn hefur orðið til þess að róta upp i ýmsu þvi, sem almenningur veit sáralitið eða ekkertum, að þvi er varðar réttarskerðingu láglauna- fólks i landinu. A veitingahúsunum vinna t.d. fjölmargar stúlkur, sem eru ráðnar á þann hátt, að þær starfa með og fyrir einstaka þjóna. Þjónarnir greiða þeim siðan laun samkvæmt ákveðnum reglum. Nú mun það svo með flestar ef ekki allar þessar stúlkur, að þær fá ekki greiddann eyri i lifeyris- sjóð enda þótt gert sé ráð fyrir að svo sé. Það má vel vera að sumar þessar stúlkur haldi að þær sleppi vel með að losna við að greiða 4% af kaupi sinu i lifeyrissjóðinn. En það er ekki alveg eins vist að þær geri sér grein fyrir þvi að atvinnurekandi þeirra hagnast um 6% en það er einmitt sú prósenta af kaupi stúlknanna, sem honum ber að greiða i lif- eyrissjóðinn fyrir hverja þeirra. Þessi þjónustustörf eru fjarri þvi að vera sérstaklega eftir- sóknarverð. Á hinn bóginn er það staðreynd að margar konur þurfa helzt að fá vinnu á kvöldin og nóttinni vegna þess að á daginn þurfa þær að sjá um heimili og fjölskyldu. Réttleysi þessarra kvenna er fyrirneðan allt velsæmi og er þvi vissulega kominn timi til að bæta hér úr. Þessar konur eru ekki fastráðnar, sem kallað er. En þrátt fyrir það mega þær ekki ráða sig annars staðar, þvi samkvæmt samningi ber stúlk- unum að koma til vinnu hvenær sem þjónninn kallar. Að þvi er varðar lifeyrissjóðs- greiðslurnar er einnig ljóst að þar eru ýmsir með óhreinan skjöld. Fjöldinn allur af fólki, sem vinnur á skrifstofúm og við ýmiss konar iðnað, sérstaklega hjá einka- aðilum, greiðir ekkert i lifeyris- sjóð og tapar þar með 6% af þvi kaupi, sem þvi ber, svo ekki sé talað um ýmiss réttindi, sem þvi fylgir, að vera i lifeyrissjóði. BJ Afengisneyzla Norömanna jókst um 11,2% áriö 1974 og um 3,4% árið 1975 segir i upplýsing- um frá Afengisverzlun Norð- manna. Norskir áfengisvarnarmenn eru uggandi vegna þessarar aukningar og segja að áfengið nái nútökum á æ fleiri Norðmönnum. Augljósasta ástæða neyzlu- aukningarinnar er talin vera tekjuaukning, enda hafa rann- sóknir sem ná yfir langt árabil leitt það i ljós að náið samband er milli hærri launa og aukinnar á- fengisneyzlu. Norskir áfengisvarnarmenn benda á að við þá miklu launa- hækkun sem varö i Noregi árið 1974 var áfengið ekki hækkað samtimis. Þeir telja að endurskoða þurfi verðlagningu áfengis á hverju ári, Þeir benda einnig á að mögu- léikarnir til þess að ná i áfengi skipta hér einnig miklu máli, og þá ekki aðeins fjöldi veitinga- og sölustaða áfengis, heldur einnig hvenær veitinga- eöa sölutfminn er. Tollvörugeymsla Suður- nesja tekur til starfa Tollvörugeymsla Suðurnesja var formlega opnuð i fyrradag. Tollvörugey mslan verður rekin með sama sniði og sam- bærileg fyrirtæki I Reykjavik, á Akureyri og sú stofnun sem ver- ið er að koma á laggirnar fyrir austan. Tolivörugeymsia Suöurnesja er til húsa að Hafnargötu 90 i Keflavikog er húsnæðið um 1200 fermetrar að gólffleti, en 6000 fermetra geymslurými er utan- húss. Undirbúningur að starfrækslu fyrirtækisins hófst i október siö- astliðnum. Eigendur hins nýja fyrirtækis eru 40 talsins, og eru það fyrir- tæki og innflytjendur auk ein- staklinga. Flestir eigendurnir reka starfsemi sina og eru búsettir á Suðurnesjum. Hlutafé fyrirtækisins er f jórar milljónir króna. EB Hverfis- ráðin Stjórnir hverfisráöa Full- trúaráös Alþýðuf lokks- félaganna í Reykjavík. Vesturbær: Jóhannes Guðmundsson, formaður, Einarsnesi 52, Bergþóra Guðmundsdóttir, Brávallagötu 50, Indriði Hall- dórsson, Reynimel 82, Helga Einarsdóttir^ Hjarðarhaga 62, Magnús Gislason, Nesveg 43, Þóra Helgadóttir, Fornhaga 13. Stjórn Miðbæjar: Helgi Skúli Kjartansson, formaður, Lambhól v/Þormóðs- staðaveg, Ágúst Guðmundsson, Meistaravöllum 5, Björgvin Vil- mundarson, Hávallagötu 20, Guðný Árnadóttir, Bræðra- borgarstig 20, Kristinn Bjarnason, Blómvallagötu 10, Sigurgeir Kristjánsson, Mýrar- götu 10 Stjórn Austurbæjar: Erling R. Magnússon, formaður, Rauðarárst. 24, Aldis Kristjáns- dóttir, Bergþórugötu 16A, Björn Jónsson, Leifsgötu 20, Jón Ágústsson, Hverfisgötu 21, Jón tvarsson, Skarphéðinsgötu 4, Þorgrimur Einarsson, Skeggja- götu 17. Stjórn Hliða: Benedikt Gröndal, formaður, Miklubraut 32, Baldur Guðmundsson, Háteigsveg 23, Bogi Sigurðsson, Hamrahlið 7, Emanúel Morthens, Stigahlið 93, Simon Gissurarson, Bólstaðarhlið 34, Þórður Jónsson, Bólstaðarhlið 52. Stjórn Háaleitis: Unnar Stefánsson, formaður, Háaleitisbraut 45, Albert Jensen, Háaleitisbraut 129, Alma Einars- dóttir, Ljósheimum 16B, Hörður Oskarsson, Hvassaleiti 44, Jóhanna Guðjónsdóttir, Alfta- mýri 18, Kristján Benediktsson, Safamýri 45. Stjórn Brciðagerðis: Björgvin Guðmundsson, formaður, Hlyngerði 1, Arni G. Stefánsson, Brautarlandi 15, Fanney Long, Brekkugerði 10, Guðmundur Sigfússon, Heiðargerði 34, Guðmundur Magnússon, Heiðargerði 50, Haukur Morthens, Heiðargerði 41. Stjórn Laugarness: örlygur Geirsson, formaður, Rauðalæk 27, Baldvin Bald- vinsson, Kleppsveg 38, Guðný Helgadóttir, Samtún 16, Jóhannes Bergsveinsson, Hátún 4, Jón Hjálmarsson, Laugateig 20, Páll Jónsson, Otrateig 40. Stjórn l.angholts: Eggert G. Þorsteinsson, for- maður, Sólheimum 26, Bragi Jósepsson, Skipasundi 71, Emelia Samúelsdóttir, Sunnuvegi 3, Jóhann Walderhaug, Njörvasundi 26, Marias Sveinsson, Langholts- vegi 132, Viggó Björnsson, Álf- heimum 40, Vilhjálmur Guðmundsson, Austurbrún 37. Stjórn Arbæjar: Guðmundur Haraldsson. formaður, Hraunbæ 32, Ágúst Helgason, Hraunbæ 6 Edda Imsland, Hraunbæ 76, Guð- mundur Gislason, Hraunbæ 102, Jón Baldur Baldursson, Hraunbæ 76, Sigurjón Ari Sigurjónsson. Hraunbæ 94. Stjórn Breiðholts I. Eyjólfur Sigurðsson, formaður, Tungubakka 26, Birgir Dýrfjörð. Skeifu v/Breiðholtsveg, Kristin Guðmundsdóttir, Kóngsbakka 7, Sigurður E. Guðmundsson, Kóngsbakka 2, Skjöldur Þor- grimsson. Skriðustekk 7, Vilhelm Júliusson, Jörfabakka 14. Stjórn Breiðholts II. Sigurður Blöndal, formaður. Asparfelli 10, Árni Gunnarsson. Asparfelli 8, Elias Kristjánsson. Álftahólum 6, Gunnar Gissurarson, Þórufelli 14, Thor- vald imsland, Kriuhólum 2, Tryggvi Þórhallsson, Vesturbergi 34, Þorsteinn Eggertsson, Gyðu- felli 8. EB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.