Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 19. MAI Skótau borgaranna skoðað baksíða I BLAÐINU I DAG zjnzim: Eftirlit með styrkleika húsa afleitt úti á landi Hér á þessu landi jarðskjálfta og nátt- úruhamfara er misjafnt eftirlit með styrkleika húsbygginga. Versterþað úti á landsbyggðinni. t grein i opnu er fjallað um þetta mál nánar Sjá opnu ja |cy !E=k: =331 Ispinnar úr jöklinum segja okkur jarðsöguna Borkjarnar úr Grænlandsjökli segja okkur ýmislegt um jarðsöguna. Úr þess- um „ispinnum” má lesa fróðleik um lofts- lag og veðurfar aldir aftur i timann. Sjá blaösíöu 5 iaa a C=DC FRÉTTIR Þjónustustúlkur á veitinga- húsum borgarinnar arðræncfil Þjónustustúlkurnar, sem vinna á veit- ingahúsum borgarinnar og viða annars staðar á landinu hafa látið sér lynda hið argasta misrétti. Sjá 3. siðu --------c=o_^a A svo máske að leggja á okkur sérstakan zetuskatt? Er fjárveitingavaldið reiðubúið að punga út þeim 20 milljónum, sem það myndi kosta að taka zetuna inn i stafrófið á nýjan leik. Hefur sú hlið málsins verið skoðuð? Sjá opnu Takmörkun verkfallsréttar má ekki verða fordæmi Opinberir starfsmenn hafa nú hlotið takmarkaðan verkfallsrétt. í umræðum um samningsmál opinberra starfsmanna kom fram á Alþingi sú skoðun, að hinn takmarkaði verkfallsréttur þeirra megi alls ekki verða fyrirmynd að takmörkun- um á almennum verkfallsrétti annarra l,unþega- Sjá bls. 2 L.II_IL. JLJ _ |LJ L-.T C=D CD3 CD3' □L^gncncpO ,01_i>.—II_lad1* —-----CZJ^OL. FALINN HAGNAÐUR HUNDRUÐIR MILLJÓNA? Samkvæmt útreikningum sem Alþýðublaðið hefur undir höndum um áætlaða fjármunamyndun og gjöld flugfélagsins Air Viking kemur i ljós, að hagnaður sem skiptir hundruðum milljóna hefur verið til staðar þegar félagið var gert gjaldþrota. Fjármunir þeir sem voru til staðar geta verið á bilinu frá 144 milljónum og allt upp i 362 milljónir króna. Mis- munurinn á þessum upphæðum byggist á þvi hvort reiknað er með hæstu eða lægstu tölum um verð á útseldum flugtimum Air Viking. Hér er um að ræða tima- bilið frá april 1974 til sama mánaðar á þessu ári. Áætluð fjármunamyndun og gjöld á timabilinu frá 4. april 1974 til 1. april 1976, miðað við upplýs- Higar um hvað Sunnu var seldur flugtiminn á er svohljóðandi: Seldir flugtimar þriggja flug- véla Air Viking á þessum tima voru samtals 2.247. Hver timi kostar 1.650 dollara eða samtals '.1.707.550 dollarar. Siðan bætast .við tekjurnar 120 millj. króna eða 677.966 dollarar og verða þær þá samtals 4.385.516. Þessar 120 millj. er söluverð flugvélanna til Arnarflugs. Reiknað á þvi gengi sem var á Bandaríkjadollar þegar þessir útreikningar voru gerðir nema tekjurnar samtals um 776 millj. isl. króna. Hagnaður Litum þá á gjaldahliðina. Kaupverð flugvélanna að frádreginni skuld við seljenda er 427.100 dollarar. Rekstrarkostn- aður á fyrrgreindan fjölda flug- tima nemur 3.145.800 dollara. Þá er reiknað með kostnaði á flug- tima með kostnaði á flugtima eitt þúsund og fjögur hundruð dollar- ar. Umreiknað i islenzkar krónur cru gjöldin liðlega 632 milljónir. Mismunur cr 812.616 dalir cða um 144 inilljónir króna sem er tekju- afgangur hvar sem hann er niður- kominn. ...og enn meiri hagnaður? Ef gengið er út frá öðrum upp- lýsingum um verð á hvcrjum flugtima er verðið 2.200 dalir, en kostnaður að sjálfsögðu sá sami, kemur ævintýraleg tala i Ijós. Þá hafa tekjurnar, með þcssum 677.966 dölum sem fcngust fyrir vélarnar við gjaldþrotið, numið liðlega 5,6 millj. dollara. Umreiknað i islcnzkar krónur cr upphæðin uin 995 milljónir króna og þá er tekjuafgangurinn kom- inn upp i 362 millj. króna. sem er dágóður skildingur. Forsendur Áætlaður kostnaður pr. flug- tima innifelur eldsneyti , laun, lendingargjöld og allan beinan kostnað. Einnig er innifalinn raunverulegur viðhaldskostnaður hingað til. _ Rétt er að taka fram, að ekki cru meðreiknaðir hugsanlcgir ó- arðbærir flugtimar, svo sem ferjuflug og þcss háttar. Hvers vegna gjaldþrot? Þessar tölur eru byggðar á upp- lýsingum sem Alþvðublaðið telur mjög áreiðanlegar. Ef gengið er út frá þvi að þær séu réttar vakna ýmsar spurningar sem nauðsyn- legt cr að fá svör við. Ekki sizt þarf að upplýsa livort rangar tölur hafi vcrið nefndar þegar Air Viking var lýst gjaldþrota. t öðru lagi hvort A. V. hafi gert full- nægjandi grein fyrir gjaideyris- skilum. Og svo er það stóra spurningin! Hvers vegna kom til gjaldþrots hjá flugfélaginu þar sem raunverulegar tekjur voru meiri cn gjöld? Hvar er mismun- urinn gcymdur? —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.