Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Miðvikudagur 19. maí 1976 alþýöu- blaóió tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Uekstur: Reykjaprent hf. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son„ Ritstjóri: Sighvatur Björgvins- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtrygjjs- son. Aðsetur ritstjórnar er í Siðu- niúla ll.simi 81866. Auglýsingar: simi 14900 og 14906. Prent- un: Blaðaprent h.f. Askriftarverð:1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. Verkfallsréttur opin- berra starfsmanna Opinberir starfsmenn hafa nú hlotið tak- markaðan verkfallsrétt samkvæmt lögum, er Alþingi hefur afgreitt. Þessi réttur er mun þrengri en sá verkfallsréttur, sem almenn laun- þegafélög njóta, og gert er ráð fyrir sérstökum aðgerðum til að tryggja, að ekki verði stöðvuð lifsnauðsynleg þjónusta, hvað sem annars gerist. Þessi ákvörðun Alþingis er mikill viðburður fyrir samtök opinberra starfsmanna og mun marka timamót i kjarabaráttu þeirra. Arangur- inn náðist ekki með pólitískri baráttu, heldur i frjálsum samningum, og eykur það tvimæla- laust gildi málsins. óskar Alþýðublaðið opin- berum starfsmönnum og samtökum þeirra til hamingju með þennan sigur. Ljóst er, að þetta mál er ekki óumdeilt. Hefur meðal annars komið fram i skoðanakönnun, að allmargt fólk i röðum oprinberra starfsmanna sjálfra óskar ekki eftir verkfallsrétti. Á Alþingi barðist hópur þingmanna úr röðum Sjáifstæðis- flokksins gegn frumvarpinu, og var það af hendi sumra þeirra aðeins þáttur i ihaldssömum við- horfum og andstöðu gegn öllum verkföllum. Aðrir töldu, að verkfallsréttur og æviráðning i störf færi ekki saman. Enda þótt andstaða gegn verkfallsrétti opin- berra starfsmanna sé ýmist á misskilningi, ótta eða hreinni ihaldssemi byggð, munu forustu- menn BSRB gera sér ljóst, að ekki má skella skollaeyrum við þessum skoðunum. Verður án efa rétt fyrir samtökin að halda varlega á verk- failsréttarvopninu og forðast alla notkun þess, sem réttlætt geti viðhorf andstæðinganna. Margir hafa forneskjulegar hugmyndir um starfsfólk hins opinbera og lita eins á það og em- bættisaðal liðinna tima. Sannleikurinn er allt annar. Nú á dögum eru opinberir starfsmenn fjölmennur hópur launþega þar sem allur fjöld- inn er verkafólk eða skrifstofufólk á lágum launum; og á það að sjálfsögðu kröfu á sömu mannréttindum og aðrir launþegar. Þó starfa nokkrir fámennir hópar við lifsnauðsynlega samfélagsþjónustu', sem ekki má stöðvast og er ekki ætlun neins að svo fari, heldur er rækilega fyrir það tekið. í umræðum um samningsmál opinberra starfsmanna kom fram á Alþingi sú skoðun, að hinn takmarkaði verkfallsréttur þeirra megi alls ekki verða fyrirmynd að takmörkunum á almennum verkfallsrétti annarra launþega. Er vitað mál, að rikisstjórnin hefur látið gera frumvarp að nýrri vinnulöggjöf án þess að hafa um það verk samráð við samtök vinnumarkaðs- ins, og vekur slikt jafnan grunsemdir launþega. Að sjálfsögðu er eðlilegt að ræða endurskoðun vinnulöggjafarinnar, ekki sizt kaflans um störf sáttasemjara, en varla verða gerðar teljandi breytingar á þeim málum, nema með sam- komulagi verkalýðshreyfingar og vinnuveit- enda. Er það pólitisk skynsemi að leita sliks samkomulags, og væri þá von til, að breytingar gætu orðið að raunverulegu gagni. Ákvarðanir um skiptingu þjóðartekna, kaup og kjör fjölmennustu vinnustétta, eru einn mikilvægasti þáttur i stjórn lýðveldisins. Þegar almennir launþegar hafa farið halloka fyrir verðbólgu*og kreppu, er óhyggilegt að bæta réttindabaráttu ofan á allt annað. Rikisstjórn, sem léti kné fýlgja kviði á þann hátt, væri á hættulegum villigötum. Orlofsfé: LÁTIÐ VITA UM VANSKIL „Þegar er búið að senda út reikningsyfirlit til eigenda orlofsfjár, yfir allt fé sem komið var til Póstgiróstofunnar þann 10. april” sagði Þorgeir Þor- geirsson i viðtali við blaðið. „Siðasta reikningsyfirliti fylgdi einnig ávisun til reiknings- eigenda og voru útsendir reikningar um 56 þúsund. Aður hafði þúsundum náms- fólks veriö greitt orlofsfé. Sam- tals munu launþegar sem fá sitt orlof gegnum Póstgiróstofuna vera um 60 þúsund. Þær ávisanir sem við höfum sent eru samtals upp á um 1400 milljónir króna. í fyrra nam orlofsfé fyrir það orlofsár alls um 1460 milljónum króna og var gertráö fyrirum 20% aukningu frá þvi sem var þá og þannig gert ráð fyrir að innborgað orlofsfé fyrir siðasta orlofsár 'yrði um 1750 milljónir, þ.e.a.s. það orlofsár sem lauk nú um sl. mánaðamót. Ekki er allt orlofsfé fyrir orlofsárið komið inn ennþá þannig á t.d. eftir að gera upp fyrirsjómenn og skilafrestur til þess er til 25.mai, en orlofsári þeirra lýkur þann 15. mai. Þá er einnig einhverju ólokið hjá öðrum fyrir aprilmánuð og jafnvel fyrir eldri timabil.” Þorgeir sagði ennfremur að nú væri þegar búið að greiða um 700 milljónir króna. Mikið hafði einnig verið greitt á sama tima i fyrra, og ekki væri hægt að dæma um hvort fólk tæki orlof sitt fyrr nú en það hefur gert á undanförnum árum. Að lokum sagði Þorgeir: „Verði launþegar varir við van- skil þá eru þeir beðnir að snúa sér til okkar eða næsta pósthúss og hafa með sér þá launamiða sem það hefur fengið: Það er eina sönnun þess að orlofsfé skuli vera hærri upphæð en sú sem komið hefur til skila. Þeir sem telja sig hafa verið snið- gengna eru þvi beðnir að koma kvörtunum sem fyrst á fram- færi, það auðveldar allar leið- réttingar. Launagreiðendur eiga að vita að skil eiga að hafa verið gerð núþegar. ” lauk Þorgeir Þorgeirsson máli sinu. —EB. □ Tekjur Reykjavíkurhafnar 77 milljónir í fyrra Sami skipafjöldi en minni vöruflutningar Hreinar tekjur Reykjavikur- hafnar urðu á siðasta ári 36,5 milljónir króna og hafa þá veriö afskrifaðar rúmar 40 milljónir króna. Þvi má segja að tekjur umfram gjöld hafi veriö tæpar 77 milljónir króna, aö afskriftum slepptum. Niðurstööutölur á efnahags- reikningi Reykjavikurhafnar eru 439 milljónir króna og hefur eigið fé aukizt um 75,2 milljónir króna að viöbættu framlagi rikissjóðs til byggingar ferjulægis um 10 mill- jónir króna. Skuldlaus eign Reykjavikur- hafnar viðsl. áramót hafði á ár- inu aukizt um 33%. A árinu var sótt um 80% hækk- un gjaldskrár fyrir hafnarsjóð, en stjórnvöld heimiluðu aðeins hluta þeirrar hækkunar og gjaldskráin tók gildi i apríl, i staöinn fyrir um áramót eins og óskaö hafði veriö. Sami fjöldi skipa A árinu 1975 komu 3.392 skip til Reykjavikurhafnar, samtals tæp- af 2,9 milljónir brúttórúmlestir. Skipafjöldinn varóbreyttur frá ár inu áður, en rúmlestatalan jókst um 8,4 af hundraöi. Komur islenzkra skipa voru 94% af heildarskipakomum, en 67,9% af rúmlestafjölda. Skip af 21 erlendu þjóöerni komu til landsins á árinu. Heildar yöru- og aflamagn sem fór um höfnina minnkaði um 7,3%. Helztu framkvæmdir • 1 Vesturhöfn var unnið að við- gerð á verbúðarbryggju og við- geröum á bryggjuköntum á stál- þilum. Þá voru slitlög lagfærð. I Austurhöfn var komið fyrir ferjulægi til bráðabirgða fyrir Akraborgina. Pallur var smiðað- ur og viö hann tengd bflabrú sem hvilir á flotholtum sem fylgja flóði og fjöru. Þá var einnig geng- ið frá akstursbrautum og leiðir til aaHi og frá ferjunni merktar, auk Vatnagarða haldið áfram og unn- þessa voru slitlög lagfærð. ið að uppfyllingum. 1 Sundahöfn var grjótnámi við EB.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.