Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 6
6 VIDHORF Miðvikudagur 19. maí 1976 blaSid" Nýkjörið Andlegt Þjóðráð Bahá'ía á Islandi ásamt erlendum gesti Bahá'í musterið í Panama. Fimm Bahá'í musteri hafa verið reist í öllum heimsálfum Frá höfuðstöðvum Bahá'í trúarinnar á Karmel-fjalli í ísrael Alþýðublaðið kynnir trúars HIÐ Alþýðubla&ið hafði samband við skrifstofu Baháia á Islandi, en það er einn þeirra trúarbragða- hópa, sem fest hafa rætur hér á landi i seinni tið. Eðvarð T. Jóns- son, einn af forsvarsmönnum safnaðarins, greiddi fúslega úr svörum okkar varðandi triíar- brögðin og starfsemi þeirra hér á landi. Sp. Hvernig er háttað samskipt- um Bahái trúarinnar og rikis- valdsins? Veröa einhvers konar árekstrar þar á milli? Sv. Undirstaða heilbrigðs þjóð- félags er löghlýðni og almenn regla og Bahá’i trúin brýnir fyrir fylgismönnum sinum löghlýöni og þegnhollustu. Um árekstra getur þvi varla orðið að ræða nema rikisvaldið vilji þvinga Bahá’ia til einhvers sem er i beinni andstö&u við kenningar trúar þeirra. Þetta gerðist t.d. i Þýzkalandi Hitlers, þar sem. Bahá’íum var bannaðað sitja fundi með Gyöingum, en ein af grundvallarkenningum Bahá’i trúarinnar er jafnrétti og bræðra- lag kynþáttanna. Bahá’i stjóm- kerfið var þvi leyst upp i Þýzka- landi og Bahá’ium gert að kenna trú sina á eigin spýtur. í ýmsum löndum sem búa við kirkjulöggjöf t.d. nokkrum rikjum Austurlanda nær, geta Bahá’iar ekki starfað sem stjórnræn heild, þvi trú þeirra bannar þeim að starfa i andstöðu við rikjandi stjórnarfar. Hið sama gildir um löndin austan járntjalds og ýmis lönd, sem kenna sig við Islam. Höfuðstöðvar Bahá’i trúarinnar eruilsrael.enþar ilandi máekki kenna þessa trú og hlita Bahá’iar þeirri reglu. Samskipti þeirra og Israelsstjórnar hafa jafnan veriö með miklum ágætum. Mikil áherzla er lögð á aö Bahá’iar gangi ekki með neinu móti á svig við löggjöf lands sins heldur reyni aö vinna stjórn sinni og landi gagn án þess að dragast inn I flokkapólitik. Bahá’iarhafa engin afskipti af stjórnmálum og taka enga afstöðu i þeim efnum. Vilja byltingu Bahá’iar vinna engu að siöur að byltingu, sem þeir telja viðameiri og gagntækari en allar byltingar, sem gerðar hafa verið i sögunni, en þessi bylting er andlegs eðlis og nær fyrst og fremst til hjarta- lagsins og hugarfarsins. Þessi bylting hefst með Bahá’ianum sjálfum þegar hann játast þess- um trúarbrögðum, en þá lýsir hann yfir vilja sinum til að endur- meta öll andleg verðmæti sin og afstöðu samkvæmt kenningum Bahá’i trúarinnar. Markmið trú- arinnar er þvi andleg endurfæð- ing. Um viöhorf Bahá’ia til rikjandi þjóðskipulags má i stuttu máli segjaþetta: þeirtelja aðgjörvallt skipulag þjóðanna, eins og við þekkjum það, sé aö líöa undir lok; m.ö.o. að viö lifum á lokadægri hins gamla heimsskipulags og við upphaf nýrra tima. Þeir telja jafnframt að úr ösku hins gamla skipulags muni risa ný og glæsileg heimsmenning, sem byggist á einingu mannkyns, trú og bróðurþeli allra jaröarbúa. Það er að þessu nýja skipulagi, yfirlýstu takmarki trúar þeirra, sem Bahá’iar um heim allan eru að vinna. Bahá’i trúin er þvi ekki aöeins trúarbrögð i viðteknum skilningi þess orðs heldur nýtt heimsskipulag með fastmótuðu stjórnarfari, sem lýtur nýjum lögmálum. Bahá’iar álita að áður en langt um liður muni þjóðir heims sameinast undir einni stjórn og þessi eining mannkyns er lykilorö I Bahá’i trúnni. Þetta nýja skipulag telja Bahá’íar vera það Guðsriki á jörð, sem allir trúarbragðahöfundar boðuðu að koma mundi i fyllingu tlmans. Andleg og veraldleg alþjóðahyggja Sp. Hverjar eru trúarkenningar Bahá’ía? Sv. Meginstef Bahá’i trúarinn- ar er eining mannkyns og eining trúarbragðanna, þ.e. öll trúar- brögð koma frá einum og sama Guöi og þau hafa öll i upphaflegri mynd sinni þjónað ákveðnu hlut- verki i þeirri fyrirætlan Guðs að færa saman mannshjörtun. Bahá’i trúin boðar allsherjar skyldunám, allsherjartungumál sem kennt verði i öllum skólum jafnhliða móöurmálinu og út- rýmingu hverskyns fordóma varðandi litarhátt, trúarbrögð og þessháttar. Hún kennir sam- stillingu trúar og visinda, þ.e. að trú án visindalegrar þekkingar leiði til ofstækis og skrumskælingar, og að visindi án þess aðhalds, sem trúarlegt siðgæði veitir þeim, leiði til sið- ferðilegrar biindu og tortimingar. Bahá’I trúin kennir andlega lausn efnahagsmála, þ.e. að efnahags- vandinn sé andlegs eðlis og verði a&eins leystur með gagntækri og almennri hugarþelsbreytingu. Hún viðurkennir fullkomiö jafn- rétti kynjanna og telur að engin varanleg þreyting geti orðiö á högum mannkyns nema þessi meginregla ráði i samskiptum kynjanna. Að þekkja sjálfan sig og Guð Siðfræði Bahá’i trúarinnar er mjög ýtarleg oghér veröur aðeins hægt að geta helztu þátta hennar. Það er fyrst og fremst skoðun Bahá’i'a aö siöirnir eigi að bæta mennina, upphefja þá og vernda en ekki aö skapa með þeim nag- andi sektarkennd. Manninum ber að leiðrétta hegðun sina og siði, en hrasi hann veröur hann aö risa upp og byrja á nýjan leik og ef

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.