Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 7
ýöu*
bláöiö
Miðvikudagur 19. maí 1976
VIÐHORF 7
ifnuði - 5. grein Bahá'íar
ILLA ER
RTUR Á
U GÓÐA
Bahá'í musterið í Wilmette, lllinois. Þetta musteri stendur opið fylgjendum allra
trúarbragða
viðleitni hans er einlæg mun hann
að lokum vinna sigur. Hlutverk
mannsins á jörðinni er að vinna
að siframsækinni menningu og
öðlast þekkingu á sjálfum sér.
Þekking á sjálfi mannsins er
lögðað jöfnu við þekkingu á Guði.
Bahá’iar trúa þvi að mannssálin
sé ódauðleg og að þekkingarleit
hennar ljúki ekki með þessu jarð-
lifi heldur sé eilif og óþrotleg.
Þeir hafna kenningu kirkjunnar
um erfðasyndina. Menn fæðast i
þennan heim flekklausir og án
syndar. Syndin birtist fyrst og
fremst i þvi að maðurinn gerir
ekki meðvitaða tilraun til að öðl-
ast þekkingu á Guði og eigindum
Hans — samúð, kærleika, réttlæti
o.s.frv. Það er fyrst þegar
maðurinn hefur öðlast þessar
eigindir af eigin viðleitni sem
hann getur með rétti haldið þvi
fram að hann sé skapaður i mynd
Guðs. Bahá’iar trúa ekki á sjálf-
stæða tilvist hins illa. Hið illa er
skortur á hinu góða eins og t.a.m.
myrkur er skortur á ljósi.
Bann við rógi og
baktali
Meðal siðaboðorða trúarinnar
er bann við áfengisneyzlu og
eiturlyfja og bann við rógi og bak-
tali i öllum þess myndum.
Bahá’iar eru skyldaðir til skirlif-
is, kynlif utan hjónabands er for-
dæmt og hjónabandið talið heilög
stofnun, sem, ef vel tekst til,
rofnar ekki við likamsdauðann
heldur er eilift og órjúfanlegt.
t Bahá’i trúnni er engin presta-
stétt og engar helgiathafnir,
Bahá’iar hvorki skira né ferma
börnsin.Eini helgisiðurinn innan
trúarinnar er lestur daglegrar
skyldubænar. Samkomur Bahá’ia
eru stjórnarfarslegs og félags-
legs eðlis og þær hefjast jafnan
með lestri sérstakra bæna og
ritningargreina, en mikil áherzla
er lögð á bænagerö. 1 Trúnni eru
engir „forstöðumenn”. Stjórn-
kerfið byggist á niu manna ráð-
um, sem kosin eru árlega og hafa
aðeins vald sem slik, en einstakir
meðlimir þessara ráða hafa ekk-
ert vald né umboð utan funda
ráðsins.
Frá Persíu
Sp. Hvarer Bahá’i trúin upprunn-
in og hverjir eru höfundar
hennar?
Sv. Bahá’i trúin er upprunnin i
Persiu. Arið 1844 kom þar fram a
sjónarsviðið ungur maður, sem
nefndi sig Báb (Hliöið) og kvaðst
hafa verið sendur af Guði til að
ryðja braut miklum mannkyns-
fræðara, sem sameina myndi all-
Til íslands
ar þjóðir i réttlátum friði. Kenn-
ingar Bábsins fóru eins og eldur i
sinu um landið allt og samtimis
hóf Qajár-keisaraættin persneska
blóðugar ofsóknir á hendur Bábn-
um og fylgismönnum Hans. Talið
er að milli 20—30.000 manns hafi
liðið pislarvætti fyrir þessa trú.
Bábinn var um fimm ára skeið i
fangelsum viða um Persiu og árið
1850 var hann liflátinn á torginu i
Tabriz-borg i S.-Persiu.
Meðal fylgjenda Bábsins var
persneskur aðalsmaður,
Báhá’u’lláh, að nafni, sem borinn
var til mikilla auðæfa og mann-
virðinga. Eftir dauða Bábsins
kunngerði Hann, að Hann væri sá
sem Bábinn hefði boðað.
Bahá’u’Uáh var þegar i stað svift-
ur öllum eigum sinum og gerður
útlægur, fyrst til Konstantinópel,
þaðan til Adrianópel og loks til
fangelsisborgarinnar Akká i
Sýrlandi, en hún tilheyrir nú
Israel. Bahá’u’lláh var fangi og
útlagi i samfleytt 40 ár. 1 útlegð-
inni ritaði Hann mikinn fjölda
rita, þar sem Hann leggur grund-
völlinn að nýju hejmsskipulagi,
segir fyrir fall konungsveidanna i
Evrópu. Tyrkjasoldáns og
Qa jár-keisaraættarinnar og
báðar heimsstyrjaldirnar.
Bahá’iar lita á öll rit Hans sem
guðlega opinberun. Eftir Hans
dag tók elzti sonur Hans,
'Abdu’l-Bahá, við stjórn
Bahá’i-trúarinnar og færði hana
m.a. til Vesturlanda. Bahá’iar
lita á ’Abdu’l-Bahá sem æðstu
fyrirmynd sina, holdtekju grand-
vars og flekklauss lifernis. Eftir
’Abdu’l-Bahá mótaði dóttursonur
hans,Shoghi Effendi, stjómstofn-
anir trúarinnar og kom þeim i
fastar skorður. Nokkru eftir lát
hans (1957) var æðsta stjómstofn-
un trúarinnar, Allsherjar hús
Réttvisinnar, sett á fót. Absetur
hennar erá Karmel-fjalli á Haifa
og hún hefur á hendi löggjafar-
vald I málefnum trúarinnar.
henni frá Bahá’i trúnni. Hólm-
friður þýddi siðar á islenzku bók-
ina „Bahá’u’lláh og nýi timinn”
eftir J.E. Esslemont, en sú bók er
ef til vUl viðfrægast kynningarrit
um Bahá’i trúna. Nokkru seinna
kom hingað annar bandariskur
Bahá’í, Martha Root, og flutti þá
erindi um trúna i útvarp. A árun-
um milli 1950-60 komu hingað
nokkrir erlendir brautryðjendur,
en brautry ðjendur eru þeir
Bahá’iar nefndir, sem flytja úr
heimahögum sinum til að kenna
trú sina i öðrum héruðum eða
löndum. Hérer ekki um trúboð að
ræða i venjulegum skilningi, þar
sem fólk þetta er ólaunað og
gengur að venjulegum störfum og
boðar ekki trú sina heldur kennir
hana i þeirri von að menn haldi
áfram að rannsaka hana upp á
eigin spýtur. 1 byrjun sjötta ára-
tugsins voru hérlendis um 20
Bahá’iar, flestir erlendis. 1
byrjun sjöunda áratugsins hófst
skyndilegur vöxtur trúarinnar.
Arið 1971 var haldin hér i Reykja-
vik Bahá’i ráðstefna og frá þeim
tima hafa nær 500 manns játast
þessari trú en margir þeirra'eru
ekki virkir i starfsemi hennar.
Ekki trúboð
Starfsemi Bahá’i trúarinnar er
fólgin fyrst og fremst i kynningu
hennar i ræðu og riti og i upp-
oyggingu stjórnkerfisins. Bahá’i-
ar hafa ekki leyfi til að halda trú
sinni að fólki, sem augsýnilega
vill ekki fræðast um þessi trúar-
orögð. Af þessu leiðir að Bahá’i-
am er oftar en hitt borið á brýn að
aalda trú sinni litt á lofti. Ýmsar
þær tilraunir sem Bahá’iar hafa
gerttil að kynna meginkenningar
■rúarinnar i blöðum og útvarpi
iafa mistekizt, þar sem sá mis-
skilningur er algengur að hér sé
jm enn einn „söfnuðinn” að
ræða, sem þar að auki sé af
austurlenzkum toga spunninn og
muni þvi ekki vekja áhuga al-
mennings. Einnig hefur örlað á
þeim misskikiingi að Bahá’i trúin
sé sértrúarflokkur úr Islam, sem
sr ámóta satt og ef sagt væri að
kristnin sé sértrúarflokkur úr
Gyðingdómi.
Andlegt þjóðráð
Hér á Islandi sem annarstaðar
vinna Bahá’iar að þvi að byggja
upp stjórnskipulag trúarinnar,
sem grundvallast á svonnefndum
Andlegum Svæðisráðum,
skipuðum niu mönnum, og eru
þau fjögur talsins hérlendis — i
Reykjavik, Hafnarfirði, Njarð-
víkum og Keflavik. Svonefnt And-
legt Þjóðráð annast samræmingu
og skipulagningu þessa starfs og
er það einnig skipað niu fulltrúum
samfélagsins. Slik Þjóðráð eru
starfandi i 124löndum heims. Yfir
þeim erAUsherjarhús Réttvi'sinn-
ar i Israel, sem fyrr var nefht.
Bahá’iar vinna kerfisbundið að
framgangi trúarinnar i áætlun-
um. Núna stendur yfir fimm ára
áætlun trúarinnar, en markmið
Sp. Hvernig barst þessi trú til
Islands og hvernig er starfsemi
hennar háttað hér?
Sv. Arið 1908 var Bahá’i trúin
fyrst nefnd opinberlega hér-
lendis. 1 grein sem Þórhallur
Bjarnason, biskup, ritaði i Nýja
Kirkjublaðið, nefndi hann
Bahá’u’lláh „Messias Persa-
lands” og þótti athyglisvert að
austurlenskur maður skyldi hafa
getað höndlað, kjarna kristinnar
trúar. Mörgum árum siöar (1924)
kom hingað bandariskur Bahá’I,
Amelia Collins að nafni. Hún hitti
að máli Hólmfríði Arnadóttur,
safnvörð að Hnitbjörgum, lista-
safni Einars Jónssonar, og sagði
íslenzkir og erlendir þátttakendur í Bahá’í ráðstefnu í Færeyjum sumarið 1974
hennar hér á Islandi eru m.a. niu
Andleg Svæðisráð og frekari
kynning á málstað Bahá’ia. Is-
lenzka Bahá’i' samfélagið var i
þessari áætlun gert ábyrgt fyrir
útbreiðslu trúarinnar iFæreyjum
og þar eru núna átta islenzkir
brautryðjendur. Andlegt Svæðis-
ráð er starfandi I Þórshöfn i Fær-
eyjum.
Leggja áherzlu á úrsögn
úr þjóðkirkjunni
FjárreiðumBahá’i trúarinnarer
þannig háttað, að hún þiggur ekki
fé eða styrki i neinu formi nema
frá yfirlýstum Bahá’ium og er þvi
óháð utanaðkomandi aðilum.
Bahá’i'ar standa þannig sjálfir
fjárhagslega undir allri starfsemi
trúarinnar. Fjárframlög þeirra
eru leynileg og yfirleitt ekki á vit-
orði neins nema gefandans.
Bahá’iar starfa nú samkvæmt
ákvæðum nýrrar löggjafar um
trúfélög utan islenzku Þjóð-
kirkjunnar, sem Alþingi sam-
þykkti á siðasta ári. Samkvæmt
þessum nýju lögum má enginn
tilheyra samtimis fleirum en einu
trúfélagi eða trúarbrögðum.
Aherzla er þvi lögð á það, að allir
Bahá’iar á íslandi segi sig úr
Þjóðkirk junni, enda eru þessi lög
i fullu samræmi við kenningar
Bahá’i' trúarinnar um eina alls-
herjartrú. Eins og sakir standa
munu um 25% islenzkra Bahá’ia
hafa sent yfirvöldum úrsagnir
sinar úr Þjóðkirkjunni. _bj