Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1976, Blaðsíða 5
ÚTLOND 5 ------\ blaXfö*' AAiðvikudagur 19. mai 1976 Merkar rannsóknir á iöklum Grænlands Nú eru hafnar mjög merkar rannsóknir á jöklum Grænlands. Það hefur komið á dag- inn að í þeim finnast ryk- lög, og eftir því sem vís- indamenn hafa komizt næst eru elstu lögin um það bil 12.000 ára gömul. Þarna er um að ræða venjulegar rykagnir, sem hafa borizt með loft- straumum, einkum frá Norður-Ameríku að því er talið er, en þaðan blása kaldir vindar yfir Græn- land á hverju vori. Rykið myndar siðan þykkt lag á isnum og af lögunum er hægt að sjá aldur jöklanna, svipað og aldur trjáa af árhringunum. Ryklögin geyma ýmsar merkilegar upplýsingar Undanfarið hefur verið unnið við boranir á jökulsvæðum Grænlands og hafa þær gert mögulegt að nálgast ýmsar mikilsverðar upplýsingar, ekki aðeins um aldur jöklanna, held- ur einnig um loftslag á Græn- landi og i nærliggjandi löndum siðustu áratugina a.m.k. t ryklögunum er mismunandi mikið magn af súrefni, eða ild- issambandi þvi sem kallað er 0 18. Það er jafnframt meira magn af O 18 i þeim is sem myndast hefur á hlýrri timabilum, heldur I rörum af þessari gerð eru geymdir i sérstökum kæliskápum „ispinnar" — borkjarnar úr Græn- landsjökli. en þeim sem hefur orðið til á kuldaskeiðum. Þarna virðist vera hægt að finna samhengi milli veðurfars og innihalds O 18 i ryklögum, þvi loftið er mettaðra ryki, þeg- ar kalt er i veðri, heldur en þeg- ar hlýna tekur og þau lög sem eru hvað þykkust i Grænlands- isnum, urðu til þegar kuldaskeið gengu yfir Norður-Ameriku. Breytingar á loftslagi Með áðurnefndum borunum hefur komiö i ljós, að á siðustu isöld, fyrir u.þ.b. 10.000 árum var andrúmsloftið mjög ryk- mettað sennilega meira, en orð- ið hefur nokkru sinni siðar. Þá er hægt að timasetja isöld- ina, með þvi að rannsaka bæði magn O 18 og ryklögin i isnum. Nú er það helzta viðfangsefni visindamanna að komast að þvi af hverju þessar miklu breyt- ingar á loftslagi stafa, en á þvi hefur ekki fundizt nein viðun- andi skýring fram til þessa tima. AÐ LESA JARÐSÖGU í RYKLÖGUM JÖKULSINS DJÚPFRYSTAR SÖGUHEIMILDIR Það má segja að grænlenzku jöklarnir hafi að geyma ,,djúp- frystar” söguheimildir i rikum mæli. Rétt undir yfirborði issins finnast lög, sem eru einnar til tveggja milljón ára gömul, en yfirleitt eru isalögin nokkur hundruð þúsund ára gömul. Þessi aldursmunur stafar af þvl að isbreiðan er á stöðugri hreyfingu og þrýstist til allra hliða þar til mestur hluti hennar endar i fjörðum Grænlands. Nú á timum er álitið að Græn- land hafi áður fyrr verið án jökla og hálendið hafi verið flatt klettabelti. En þegar kóina tók i veðri, náði sumarsólin ekki að bræða þann snjó sem fallið hafði yfir veturinn og þar mcð var mynd- un jöklanna hafin. Snjórinn sem féll næsta vetur, þjappaði isnum frá fyrra ári saman og svona gekk þetta koll af kolli. Vegna hins mikla þunga jökl- anna, hefur miðlendi Grænlands sigið talsvert, svo að nú er það farið að nálgast hæð sjávar- máls. Hvað hafa jöklarnir að geyma? Það er einkum við jökulrönd- ina, sem jarðsigið hefur oröiö livað minnst og boranir sem þar hafa verið gerðar, hafa leitt i Ijós hina furðulegustu hluti. Til dæmis hefur komið i ljós, að i upphafi vikingaaldar var loftslagið á Grænlandi svipað þvi sem er i dag. Séu 25 efstu metrar issins rannsakaðir, má sjá ummerki fyrstu tilrauna Bandarikja- manna og Rússa með kjarn- orkuvopn. A 1.3 metra dýpi fannst mikil geislavirkni i isnum og er hún talin stafa af tilraunasprenging- um þeim, sem Rússar gerðu á árunum 1961—1962. V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.