Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMAL alþýöu- Þriójudagur 25. maí 1976. blaóið (Jtj;efandi: Alþýöuflokkurinn. Uekstur: Heykjaprent hf. Hitstjóri og ábyrgðarmaður: Árni (iunnars- son,. Hitstjóri: Sighvatur Björgvins- son. Kréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: simi 14900 og 14906. Prent- un: Blaöaprent h.f. Askriftarverð:1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasötu. alþýöu- blaöiö FRAMSÓKN DAG I Ráðumst gegn kerfisbákninu Einn af fylgifiskum þess stjórnarfars, sem við búum við, er sú sifellda tilhneiging alls miðstjórnarvalds að hlaða utan um sig skrif- finnskukerfi, sem tiðum festir rætur sem einföld ráðstöfun, til að hafa eftirlit með framkvæmd- um og gerðum, en vex siðan og stækkar og verður loks að illviðráðanlegu bákni. Þetta er gamla sagan um húsbóndann og þjóninn og verkaskipti þeirra. Á hverjum degi rekumst við á afleiðingar þessa ofvaxtar skriffinnskunnar i viðskiptum okkar við hið opinbera — og það er ekki að undra þótt almenningur eigi oft á tiðum erfitt með að átta sig i þeim frumskógi reglú- gerða, boða og banna sem hann þarf að leggjá leið sina um þegar hann skiptir við keríið. Sú gryfja, sem mið- stjórnarvaldið fellur nær oftast i, er það vantraust á mati einstaklingsins, sem fylgir flestum ráðstöf- unum af þvi tagi, er leiða yfir okkur eyðu- blöð, stimpla og eftirlitsstofnanir. Það er þvi ekki að undra þótt sjálfstætt mat einstaklingsins biði tjón — og meðal- maðurinn finni van- mátt sinn i vaxandi mæli eftir þvi sem ferð- azt lengra inn i frum- skóg kerfisins. En skriffinnskan og hið opinbera eftirlit er aðeins eins og gróður, sem i upphafi er rækt- aður til gagns, en vex okkur yfir höfuð þegar við hættum að sinna garðinum og látum gróðurinn taka völdin af garðyrkjumannin- um. Ekkert er hægara en að hafa sivökult eftirlit með kerfinu, hvernig það vex og hvenær megi grisja. Hvar skuli slá og hvar megi hlúa að. En þegar þjónninn tekur völdin af húsbóndanum, þá er kerfið allsráðandi, og það er þegar kerfið er ekki lengur til vegna fólksins, heldur fólkið fyrir kerfið. Jafnaðarmanna- stjórnin i Noregi hefur nú hafið herferð gegn skriffinnskunni i stjórnarkerfinu. Forsætisráðherra Norðmanna hefur boð- að sifellda skoðun á vexti kerfisins og nokkrar tafarlausar aðgerðir. Þannig mun norskur almenningur á næstunni kynnast nokkurri stefnubreyt- ingu, sem er i átt til; þess að gera kerfið aft-|| ur að þjóni fólksins, en* ekki húsbónda. Hér á landi hefur® lengi verið þörf stefnu-* breytingar á þessuB sviði. Hér hefur þróun-ö in verið sú, að mið-® stjórnarvaldið hefurj nánast leyft kerfis-5 bákninu að vaxa að^ vild, ef til vill i þeirriH von að einangrist ogM styrkist vald ráða-S stofnana og hinna‘« ýmissu undirstofnana ;' þeirra. Rætt hefur verið umH það að til að breyta þvif§ þurfi stjórnarskrár- breytingu. Svo er þó bi ekki. Það þarf naumast ii að breyta landslögum, hvað þá stjórnarskrá.H Það þarf að visu nokkr- ■ ar reglugerðir og opin- ®S berar tilskipanir, en i fyrst og fremst þarfjr: pólitiskan vilja og þor. \ Það þarf að verða eittjp af helztu viðfangsefn-p um jafnaðarmanna hér ■ á landi að halda uppi ■ sivökulli gagnrýni áB kerfið og hina sjálf- ff krafa þenslu þess. Ogg það þarf að opna augu ■ almennings fyrir þvi, ■ að hann einn getur ver- ® ið hinu opinbera það j® aðhald, sem dugir. Samþykktir þessar koma ekki úr herbúðum stjórnarandstæðinga heldur úr röðum stjórnar- liða. Hér eru á ferðinni samþykktir stjórnar Framsóknarfélags Ölfushrepps frá fundi hennar 20. maí sl. Þessar samþykktir sýna hvílikt regindjúp hefur skilið að vilja hins almenna framsóknar- manns og verk flokksfor- ystunnar í ríkisstjórninni. Skoðanir þær sem birtast í þessum ályktunum virð- ast ekki vera neitt einka- mál þeirra í Þorlákshöfn enda nægir í þvi sam- bandi að nefna viðtal við Pál Þorgeirsson formann Framsóknarfélagsins í Hveragerði sem birtist í Alþýðublaðinu í fyrri viku og einnig samþykkt sem framsóknarmenn á Isafirði sendu frá sér ný- lega. Þá má einnig nefna ræðu þá sem Steingrfmur Hermannsson flutti i umræðum sem útvarpað var frá Alþingi nýlega. Brugðið við hart. Viðbrögð flokksforystunnar þegar séð var að við svo búið mátti ekki standa voru þau að leiðarahöfundur Timans skrif- aði stefnumarkandi leiðara um þátttöku íslands i NATO. Sá leiðari birtist þann 19. mai sl., daginn sem utanrikisráðherra hélt utan á málþing Atlants- hafsbandalagsins. Þarsagði m.a.: „..Þannigeru Islendingar óvirtir og niður- lægðir af þeim sem þykjast þó vera bandamenn. Það er þvi engin furða, þótt sú stefna eigi vaxandi fylgi, að ís- lendingar endurskoði alla af- stöðu sina til varnarliðsins” og einnig sagði: ,,Þá mun þjóðin vart una þvi lengur að setið verði áfram á fundum varnar- samtaka við hlið innrásar- mannanna.” Rýkur úr vindurinn? Þeirri spurningu hefur ekki enn verið svarað úr röðum framsóknarmanna hvort hér er Á að leyfa áfengan bjór? karlar 104 já, 38 nei, alls 142 konur 52 já, 19 nei, alls 71 m/bréfi karlar 79 já, 40 nei, alls 119 konur 60 já, 34 nei, alls 94 í síma Á að lækka verð á áfengi? karlar 84 já, 58 nei, alls 142 m/bréfi konur 48 já, 23 nei, alls 71 karlar 68 já, 51 nei, alls 119 í síma konur 53 já, 41 nei, alls 94 —i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.