Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 1
} I LAUGARDAGUR 5. JUNÍ Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG ^ -)C^L Vr-.r - !■ 'CqQ TTlSli Hundertwasser og myndhöggvarar 1 opnu blaðsins er i dag fjallað um lista- manninn Hundertwasser og höggmynda- sýninguna á Lækjartorgi. Hundertwasser er alþekktur af list sinni og kynlegum tiltækjum, en mynd- höggvararnir minna. Jlacr UTLOND Vatn er lífsnauðsyn í dag er umhverfisdagur Sameinuðu Þjóðanna. Hann er helgaður ört minnk- andi forða ómengaðs og óspillts vatns, liku þvi og við höldum okkur eiga nóg af um ókomna framtið nema... íni ac )□ T&r ’r—lotlSr^ 1 □aca| FRÉTTIR Yfirvinnubann í útvarpi Starfsmenn rikisútvarpsins hafa sett yfir- vinnubann og mun þvi dagskrá stofnunar- innar riðlast mjög nú um helgidagana. Ekkert efni verður sent beint út og frétta- sendingar verða i lágmarki. 3C3Í: !QC 31 iorjqQga Gefið okkur íþróttir aftur Lesandi hafði samband við blaðið og lysti óánægju sinni með það, að iþróttunum hefur ekki verið gefið jafn mikið rúm i blaðinu og hann ætlar að vilji lesenda sé. aa ias ,Q o I3al 3(cac Verðbólga og varnaðarorð Verðbólgan ruglar allt verðskyn, hún ýtir undir spillingaröflin i samfélagi okkar og eykur á bilið milli þeirra sem eru rikir og hinna sem ekki sitja að kjötkötlunum. Þeir, sem verða henni að bráð, eru þeir, sem minna mega sin. >C3'f cm ikgggVgJL.-JLJ!_ ^nnnn^^DL^Tonn "■;cjc^F5Snc=3<=»r-ir :s cnt—i Tveir stjórnar- þingmenn ráðnir forstjórar Fram- kvæmdastofnunar! - fá 60% af bankastjóralaun- um ofan á þingfararkaup Stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins samþykkti á fundi i gær að ráða alþingismennina Tómas Árnason og Sverri Hermannsson forstjóra fyrir stofnuninni samkvæmt lögum, sem siðasta Alþingi samþykkti. Voru þeir ráðnir með 5 atkvæðum sjálf- stæðis- og framsóknarmanna, en aðeins einn stjórnarmaður, Benedikt Gröndal, greiddi atkvæði á móti. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins sat hjá. Þá var samþykkt, að hinir nýju forstjórar, sem báðir hafa verið framkvæmdaráðsmenn stofnunarinnar, skuli áfram hafa bankastjóralaun, sérstök laun fyrir fundasetu og hlunnindi svo sem bifreiðastyrk. Eru banka- stjóralaun kr. 228.415 á mánuði, en fyrir fundasetu fá þeir kr. 12.045 á mánuði, samtals 240.460 krónur auk hlunninda. Þar sem hinir nýráðnu forstjórar eru alþingismenn á fullum launum (um 135.000 kr. á mánuði), hljóta þeir aðeins 60% forstjóralaun- anna, sem eru 144.277 kr. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hlunn- indin, sem fylgja. Fulltrúar Alþyðuflokksins og Alþýðubanda- laesins tóku ekki þátt i afgreiðslu málsins. Nánar er skýrt frá þessu sérstæða máli á blaðsiðu 2 Bannað að tjalda á Laugar- vatni um Hvítasunnuna Þótt nú fari i hönd fyrsta ferða- helgi ársins, þá fer þvi fjarri að borgarbúum gefist kostur á að njóta útivistar sem skyldi, þvi eftir þeim fréttum, sem blaðið hefur aflað sér þá er gróður enn það viðkvæmur á þeim stöðum, þar sem borgarbúar tjalda helzt á sumrin, að ekki verður hægt að leyfa tjaldstæði nú um helgina. Það eru fyrst og fremst Laugar- vatn og Þingvellir, sem sótt hefur verið til. Blaðið hafði samband við sr. Eirik Eiriksson þjóðgarðsvörð og spurði hann, um ástand tjald- stæðanna á Þingvöllum. Sagði hann að svæðin væru mjög litið gróin enn sem komið væri. Vorið hefði verið fremur kalt og jörðin væri oft lengi að jafna sig eftir slikt veðurfar. Þá bættist það við að ekki hefði verið borinn neinn áburður á þessi svæði ennþá og þvi væri gróður- inn ennþá seinni að taka við sér. Svæðin væru mjög viðkvæm Framhald á bls. 2 Stórseglið rifað og fokkan felld Sjá baksíðugrein: TIL M0TS VIÐ MARC0NI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.