Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 10
10 Skák Sunnudagur 6. júní 1976. jj'jSffi' Litir gera lífiö fjölskrúóugtH Hversdagsleikinn í daglegu lífi er grárri en góðu hófi gegnir. Andstæða þessa gráma eru litir náttúrunnar, sem vekja gleði í brjósti þess, er gengur á vit þeirra. Litirnir frá Hörpu standast ef til vill ekki sam- anburð við litadýrð náttúrunnar, en þeir geta vikið hversdagsleikanum til hliðar og hresst upp á tilveruna. LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN LÍF í LITUM ER ÁNÆGJULEGRA HARPA SKÚLAGÖTU 42 Karpov gæti orðið fyrsti skákmaðurinn sem vinnur heimsmeistaratitilinn og tapar honum án þess að heyja einvígi um hann! Ný uppástunga alþjóöa skák- sambandsins, sem á þó eftir aö staöfesta og hljóöar á þessa leiö: „Heimsmeistaraeinvigið 1978 veröur þannig aö sá keppend- anna, sem fyrstur fær sex vinn- inga verður sigurvegari. Tefldur verður ótakmarkaður fjöldi skáka.” Heimsmeistarinn Karpov mótmælti þessu strax og sagöi: „Ég get ekki teflt einvlgiö 1978 með þessu fyrirkomulagi.” Hann vildi aö einvigiö yröi tak- markað viö tuttugu og fjórar skákir. Dr. Euwe lét hafa eftir sér: „Hann gæti orðið fyrsti skák- maðurinn, sem vinnur heims- meistaratitilinn og tapar honum án þess aö tefla einvigi um hann.” KARPOV Landskeppnin Island: Sviþjóð sinn og hefur einu sinni hvitt og I bréfskák. Hver þátttakandi einu sinni svart. Liðin eru sem teflir tvær skákir við mótherja hér segir: tsland SvtþjOO 1. Borö: Jón Kristinsson ArvidSundin 2. Borö: Bragi Kristjánsson KjellKranz 3. Borö: Bjarni Magnússon Harry Runström 4. Borö: JónÞ.Þór R.Fagerström 5. Borö: JónPálsson C.E. Erlandsson 6. Borö: Harvey Georgsson Assar Bergdahl 7. Borð: Asgeir Þ. Arnason Th. Nattorp 8. Borð: Gunnar Finnlaugsson Jörgen Norlin 9. Borð: Eirikur Karlsson Antonio Gil 10. Borö: Guömundur Búason Bertil Sundberg 11. Borö: Askell 0. Kárason NilsStenqvist 12. Borö: Frank Herlufsen Joachim Wesche 13. Borö: Guömundur Aronsson Roland Thapper 14. Borð: Gylfi Þórhallsson Lars Livbrant 15. Borð: Arni Stefánsson EIis Hugolf 16. Borö: Haukur Kristjánsson E. Bengtson 17. Borð: Þóröur Egilsson MatsJonson 18. Borö: Svavar G. Svavarsson R.G.Hagelin 19. Borö: Þóröur Þóröarson StureOlsson 20. Borö: Þórhallur B. Ólafsson Erik Larsson UMFERÐARFRÆÐSLfl Brúðuleikhús - kvikmynd Lögreglan i Reykjavik og Umferðarnefnd Reykjavikur efna til umferðarfræðslu fyr- ir 5 og 6 ára börn i Reykjavik, dagana 8.- 28. júni n.k. Börnin eiga þess kost að koma tvisvar, eina klukkustund i hvort skipti. Fræðslan fer fram sem hér segir: 8.-9. júni 6 ára 5 ára Melaskóli Kl. 9.30 11.00 Breiðholtsskóli — 14.00 15.30 10.-11, júni Hliðaskóli — 09.30 11.00 Austurbæjarskóli — 14.00 15.30 14.-15. júni Hvassaleitisskóli — 09.30 11.00 Álftamýrarskóli — 14.00 15.30 16.-18. júni Laugarnesskóli — 09.30 11.00 Árbæjarskóli — 14.00 15.30 22.-22. júni Langholtsskóli — 09.30 11.00 Fossvogsskóli — 14.00 15.30 23.-24. júni Fellaskóla — 09.30 11.00 Vogaskóli — 14.00 15.30 25.-28. júni Öldusels6kóli — 09.30 11.00 Breiðagerðisskóli — 14.00 15.30 Æskilegt er að börnin hafi með sér tösku eða poka undir verkefni. Lögreglan i Reykjavik. Umferðarnefnd Reykjavikur. FRAMHALDSSAGAN „Sama hér,” sagöi Chefwick. „Hvaö finnst þér, Dortmunder?” Dyrnar opnuöust og Murch kom inn. Allir sögðu halló og hann sagöi: „Nú varö mér á I mess- unni.”Hann settistá lausa stólinn og hélt áfram: „Ég hélt, aö þaö væri ágætt aö fara Pennsylvania Avenue til Interborough og svo Woodhaven Boulevard til Queens Boulevard og 59th Street Bridge, en þaö fór ekki eins og ætlaö var. Þaö var andstyggðar umferö þarna, sérstalega á Queens Boulevard, svo lekandi slóða- skapur, sem nær til allra, svo aö maöur hangir á hverju einasta rauöu ljósi. Annars heíöi ég veriö kominn fyrir löngu.” „Spurningin er, hvernig þér lizt á bankamálið?” sagöi Dortmund- er. „Ja, þaö er ekki hægt aö kom- ast þaðan,” sagði Murch. „Svo mikið er vlst. Sko, það er ein- stefnuakstur á 46th Street I austur og á Fifth Avenue i suöur, og þvi er aðeins um tvær áttir aö ræöa eða helming af fjórum möguleg- um. Svo er þaö þetta með um- feröaljósin. Þaö eru umferðaljós á hverju götuhomi I Manhattan og ljósið er alltaf rautt. Þaö er kannski hægt aö halda áfram, ef ekiö er til suðurs, þvi aö þar bregöur þvi græna fyrir, en græna bylgjan er stillt á förutiu kllómetra á klukkustund, og þaö sleppur enginn á þeim hraöa.” „En á kvöldin?” spuröi Dort- munder. „Minni umferö,” sagöi Murch,” en jafnmörg umferða- ljós. Og alls staöar eru löggurnar, svo aö þú getur ekki svinaö á rauðu, og ef þú gerir þaö smeygir leigubill sér á undan áöur en þú hefur komizt fetiö. Þaö er ekki hægt aö flýja i bll, hvorki a degi né kvöldi.” „Þyrla aftur?” sagöi Green- wood. „Ég hef hugleitt þaö, en þaö gengur ekki,” sagöi Kelp. „Þetta er fjörutiu og sjö hæöa hús og bankinn á neöstu hæöinni. Þaö er ekki hægt aö lenda þyrlu á göt- unni, ef þú lendir á þakinu veröur þú aö taka lyftu og það dugir ekki heldur þvi aö löggan tekur bara strauminn af lyftunni, meöan viö erum i henni og þar sitjum viö eins og sild i dós og biöum eftir dósahnifnum.” „Rétt,” sagði Murch. „Það er ekki hægt aö stinga af frá 46th Street og Fifth Avenue og meira er ekki um þaö aö segja.” „Hvaö um lásana?” sagöi Dortmunder viö Chefwich. Chefwick hristi höfuöiö. „Ég hef ekki fariö niöur i bankahólf- in,” sagöi hann,” en eftir þvi sem ég hef séö uppi, eru þeir ekki með lása, sem hægt er aö dýrka upp. Viö yröum aö sprengja, kannski bora lika. Eilifðar timi og djöfuls hávaöi.” Dortmunder kinkaöi kolli og leit á Kelp og Greenwood. „Nokk- ur tillaga? Nokkrar hugmyndir?” „Ég var að hugsa um aö brjót- astinn um vegginn,” sagöi Kelp. „En þaðer ómögulegt. Ef þiö litiö á teikninguna þá ama sjáiö þiö, að bankahólfsdeildin er umkringd klettum og simallnum og raf- magnsleiöslum og vatnsleiöslum og guö má vita hverju, en múrarnir eru næstum þriggja metra þykkir og allsstaðar eru þjófabjöllur.” j „Ég var aö hugsa um, hvaö geröist ef viö löbbuðum inn og sýndum byssurnar,” sagöi Greehwood. „1 fyrsta lagi yröu teknar myndir af okkur. Ég hef ekkert á móti myndatökum en ekki i miöju bankaráni. Svo eru fótbjöllur viö alla stóla. Ennfrem- ur er gangurinn aö bankahólfinu alltaf læstur, nema einhver sé þar niöri i löglegum erindagjöröum, og þar eru tvær læstar dyr meö skrifstofu á milli, og dyrnar eru aldrei báöar opnar samtimis. Ég hugsa, aö þaö sé lika sitt hvaö fleira, sem viö vitum ekkert um. Þó aö viö gætum fundiö undan- komuleiö, þá hefðum viö ekkert til aö stinga af meö.” „Rétt,” sagöi Dortmunder. „Ég komst aö sömu niöurstööu og þiö, ég vildi bara vita, hvort nokkur ykkar heföi fundið leiö, sem mér heföi sézt yfir.” „Þaö gerðum viö ekki,” sagöi ÞAD VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.