Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 7
alþýd blaöi öu- ö Sunnudagur 6. júni 1976. 111. tbl. — 1976 — 57. árg. SUIMNUDAGSLEIDARI 7 Listahátíð 1976 Um þessa helgi hefst enn listahátið á Islandi. Þessar hátiðir hafa til þessa verið stórmerkir viðburðir i menningarlifi þjóðarinnar. Sú, sem nú er hafin, verður það eflaust einnig. Heims- frægir listamenn koma fram, og íslendingar kynnast list þjóðar sinnar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að engum einum manni er það fremur að þakka, hversu vel hefur tekizt um listahátiðahald á íslandi, en pianósnillingnum Vladimir Ashkenazy, sem tekið hefur ástfóstri við í sland og í slendinga. Hitt er mönnum liklega ekki jafnvel ljóst, að það er ekki tilviljun ein, sem þvi veldur, hversu ótrúlega vel honum hefur orðið ágengt i þvi að fá ýmsa fremstu listamenn heims til þess að sækja ísland heim. Hópur hinna „stóru stjarna” á sviði heims- listarinnar er minni en margur skyldi halda, og yfirleitt þekkist þetta fólk meira og minna. Það er orðin gömul saga, að Tónlistarfélaginu, undir ötulli forystu Ragnars i Smára og Björns Jóns- sonar, tókst að fá hingað fjölmarga frábæra listamenn, suma, meðan þeir voru ungir og áður en þeir urðu frægir, en aðra, sem þegar höfðu öðlazt alþjóðaviðurkenningu. í hópi þessara manna voru ýmsir, sem urðu vinir íslendinga og báru landi og þjóð söguna þannig, að það freistaði vina þeirra og kunningja á sviði listar- innar til þess að heimsækja landið. Nægir i þessu sambandi að minna á Adolf Busch, Rudolf Serkin, Dietrich Fischer-Diskau, Sopsay Wilhelm Kepff og Daniel Barenboim, sem allir hafa komið hingað oftar en einu sinni, eru miklir vinir islenzku þjóðarinnar og hafa sýnt það i orði og verki. Það er eitthvað i fari íslendinga, sem þeim geðjast vel að og eiga ekki að venjast meðal stærri þjóða, sem þeir eru i sifelldum förum á milli. Sá, sem þetta ritar, hefur átt þvi láni að fagna að hitta marga af þeim miklu listamönnum, sem heimsótt hafa ísland á undanförnum ára- tugum, m.a. alla þá, sem að framan voru nefndir. Honum er t.d. minnisstætt, er Wilhelm Kempff kom hingað i fyrra skiptið og þáverandi forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, vildi gjarna, að hann heimsækti sig með óformlegum hætti að Bessastöðum. Bað hann mig að hafa um það milligöngu.Sonur forsetans tók á móti okkur með föður sinum á forsetasetrinu. Þeir forsetinn og listamaðurinn ræddu lengi saman og áttu greinilega mörg sameiginleg áhugamál. Þegar viðræðunum var lokið, kom i ljós, að Kepff hafði veitt þvi athygli, að i móttökusalnum var flygill, svo að hann bað mig spyrja forsetann, hvort hann hefði ánægju af þvi, ef hann léki eitt eða tvö smálög. Forsetinn kvað já við, og spurði þá sonur hans, hvort „telpurnar” mættu koma og hlusta. Var það auðsótt, og komu þá inn tvær litlar stúlkur, undir fermingu. Listamaðurinn sótti handa þeim stóla og setti þær við hlið sér við flygilinn. Hann lék fyrst „Fúr Elise” eftir Beethoven og siðan nokkur fleiri listaverk. Á heimleiðinni spurði Kempff, hvað prúðu og fallegu litlu stúlkur þetta hefðu verið. Honum var sagt, að önnur hefði verið sonardóttir for- setans, en hin dóttir bifreiðastjóra hans. Þá reyndi listamaðurinn ekki að leyna þvi, að hann varð undrandi, og spurði: „Leika þær sér saman?” Hann fékk játandi svar, sem hann sagði siðar, að hefði hljómað i eyrum sér, eins og ekkert væri eðlilegra. Hann var hugsi og sagði: \.,Þetta gæti hvergi gerzt nema á Is- landi”. Við íslendingar höfum sem betur fer aldrei átt annan aðal en þann, sem lýsir sér i þessu atviki. Hér á aldrei að verða til annar aðall. Með siðferðisþreki, sjálfsvirðingu og festu eigum við að uppræta illgresi, sem verið hefur að skjóta rótum i samfélagi okkar á siðari timum. En með jafneinlægri alúð og traustum viljastyrk eigum við að varðveita þá menningarhefð, sem birtist i þvi, að Islendingar séu ein fjölskylda, allir jafnir i samfélaginu. GÞG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.