Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 8
8 OR VMSUM ÁTTUM Mynd úr Iceland Review meö grein úr Arbæjarsafni. (Ijósm: Sigurgeir Sigurjónsson) - Þáttur Frydenlunds í land helgissamningunum - „Reynt að hefta framgang samvinnustefnu” - Glæsilegt btað, góð landkynning Þáttur Frydenlunds i samningunum Fiskveiöisamningar Islend- inga og Breta eru umdeildir. Ef efnisatriöi samninganna eru látin liggja á milli hluta, þá fagna þvi flestir, aö samningar skuli hafa tekizt. Allir eru á- nægöir meö aö freigáturnar skuli horfnar af miöunum og mannslif ekki lengur i hættu. Þetta atriöi er óumdeilanlegt. A undanförnum mánuöum hefur mikiö veriö reynt ,,á bak við tjöldin” aö undirbúa samn- inga. A timabili bar mikiö á framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, Joseph Luns, sem tók eindregna afstööu meö Islendingum i þessari deilu. Hins vegar hefur minna boriö á norska utanrikisráöherranum Knut Frydenlund, en aö öðrum ólöstuöum, mun hann hafa unn- iö meira aö lausn þessa máls en nokkur annar útlendingur. Fimm mánaða starf Eftir aö samningar höföu tek- izt þökkuöu þeir Einar Agústs- son, utanrikisráöherra, og Anthony Crosland, utanrikis- ráöherra Breta, Frydenlund fyrir eljusemi viö samningaum- leitanir. Norska Arbeiderbladet segir, aöþaöhafi veriö lengi vit- aö 1 norska utanrikisráöuneyt- inu, aö fá mál hafi veriö norsk utanrikisráöherranum jafn timafrek og landhelgismáliö. Blaöiö segir, aö i fimm mán- uöi hafi utanrikisráðherrann og nokkrir nánustu samstarfs- manna hans ýtt til hliðar ýmsum málum til aö geta ein- beitt sér að lausn landhelgis- deilunnar. Blaöiö segir, aö auö- vitaö hafi islenzkri utanrikis- ráöherrann og sá brezki átt mestan þátt i þvi hvernig til tókst á lokasprettinum. En áöur hafi Frydenlund búiö i haginn meö „hvisli og diplómatiskum aöferðum” og veriö i sambandi viö Reykjavik og Lundúni. Aldrei beint samband Blaöiö tekur fram, aö Fryden- lund hafi aldrei haft bein af- skipti af deilunni, en hann hafi reynt aö lagfæra og hafa áhrif á þá þætti málsins, sem mest voru til trafala. Hann hafi fariö aö eins og skákmaöur, teflt þá leiki, sem liklegastir voru til sigurs og gengiö siöan frá skák- boröinu, þegar hann taldi aö úr- slitaleikirnir væru einir eftir. Enn er þörf baráttu I leiöara Samvinnunnar er vikiö aö tilraun KRON til aö opna stórmarkaö i Reykjavik. Þar segir meöal annars: „Verzlunarhættir hafa breytzt hin siöari ár, til hagsbóta fyrir neytendur. Vörumarkaöir hafa rutt sér til rúms og gefið góöa raun. Þar eru vörur seldar meö hálfri leyfilegri álagningu, en hins vegar er þjónutan minni en tiökasti öörum verzlunum. Fyr- irkomulag sjálfsafgreiöslu er nýtt til hins ytrasta og einslitlu kostaö til innréttinga og mögu- legt er. Kaupfélag Arnesinga á Sel- fossi opnaöi vörumarkaö I árs- lok 1973, og var þaö hinn fyrsti, sem stofnaður var á vegum samvinnufélaganna hérlendis. Siöan hafa fleiri kaupfélög fylgt i kjölfariö”. Talin eru upp 7 kaupfélög. KRON og stórmark- aðurinn Siöan segir: „KRON hefur einnig tileinkaö sér litillega hina nýju verzlunarhætti, en haföi I hyggju aö gera átak i þeim efn- um: Setja á stofn stórmarkaö I húsnæöi Sambandsins viö Sundahöfn. Samningar höföu tekizt á milli Sambandsins og KRON, og máliö haföi fengiö góöan byr hjá skipulagsnefnd borgarinnar. Vonir stóöu til aö KRON gæti lækkaö þarna vöru- verö almennt um 6-10%.... Eins og kunnugt er varö niö- urstaöan hins vegar önnur en búiztvar við: Meirihluti hafnar- stjórnar vildi ekki veröa viö ósk Sambandsins um aö KRON fengi aöstööu til aö reka stór- markaö viö sundahöfn. Póli- tisku valdi varbeitt tiiaökoma i veg fyrir aukna samkeppni I smásöluverzlun á höfuöborgar-, svæöinu. Kaupfélag meö 14 þús- und félagsmenn fékk ekki aö njóta jafnréttis á viö kaupmenn til starfsemi sinnar i borginni. Reynt að hefta fram- gang samvinnustefn- unnar Þrátt fyrir synjun borgar- stjórnarmeirihlutans 1 Reykja- vik mun stórmarkaöur KRON vafalaust risa, þótt siöar veröi og á öörum og óhentugri stað en ráögert haföi veriö. Nýir og betri timar hafa breytt mörgu. Hin siöari ár hef- ur samvinnuhreyfingin hlotiö viöurkenningu langt út fýrir raöir stuöningsmanna sinna. Af þeim sökum vill stundum gleymast, að enn eru sterkar andstæður I þjóöfélaginu, eins og KRON-máliö ber vitni. Enn er reynt aö hefta framgang samvinnuste&iunnar. Enn er hag almennings fórnaö fyrir forréttindi fárra. Enn er þvi þörf baráttu, engu siöur en áöur . fyrr”. Glæsilegt blað, góð landkynning Þeir félagar Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson hafa á undanförnumárum unnið stórmerkilegt landkynningar- starf meö útgáfu i ritinu Iceland Review og ýmsum landkynn- ingarbókum. Allt, sem frá þeim hefur fariö, hefur veriö unnið af mikilli vandvirkni og ber höf- undunum gott vitni og hefur veriö til sóma fyrir land og þjóö. Nú hefur Heimir Hannesson hætt þátttöku i útgáfu Iceland Review, en Haraldur heldur á- fram. Siöasta hefti timaritsins er nýkomiö út og er einkar glæsilegt. Af efni blaösins má nefna grein um seli, sem prýdd er litmyndum eftir Þórhall Magnússon. Þá er grein um hinn kunna ljósmyndara Gunn- ar Hannesson og margar feg- ursta myndanna, sem hann hef- ur tekiö á feröum sinum um Vatnajökul, en þær bera af flestu, sem gert hefur veriö á þessu sviði. Þá má nefna grein eftir Sig- urö A. Magnússon um norrænar þjóösagnir eöa goösagnir og hefur Haraldur Guöbergsson skreytt hana meö mörgum teikningum. — Greinar um Ar- bæjarsafnið meö fjölda mynda, saga eftir Jón öskar, sem nefn- ist „Barniö, hundurinn og ég” og grein um veðurfar eftir Har- ald J. Hamar. — Grein er um listamanninn Einar Hákonar- son og hefur Aöalsteinn Ingólfs- son ritaö hana. Margar myndir fylgja greininni, litmyndir og svart/hvitar. Þá má ekki gleyma nýjung Iceland Review, veggmyndinni, sem nú fylgir I annaö sinn. Fyrsta myndin var af lunda og hana tók Sigurgeir Jónasson i Vestmannaeyjum. — Myndin, sem nú fylgir er litmynd af Reykjavikurhöfn, sem Gunnar Hannesson tók. Þessar myndir eru lausar inni I ritinu. — Allur frágangur blaösins er vand- aöur. —^G— Sunnudagur 6. júni 1976. alþýðu- blaðió Ég vil sýna é 15 íslenzkir arar sýna á I Niöri á Lækjartorgi var mikiö um aö vera strax á fimmtudag þai sem myndhöggvarar voru aö koma fyrir verkum sinum. jfe- pO & ' A 4- #

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.