Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 5
bla&fo1' Laugardagur 5. júní 1976. ÚTLÖND 5 70% ÍBÚA JARÐAR Sameinuðu Þjóðirnar hafa á- kveðið að dagurinn i dag skuli helgaður vatninu undir kjör- orðinu VATN ER LÍIFSNAUÐ- SYN. Þó að vatnið sé óum- deilanlega mikil blessun, getur það engu að siður veriö mjög hættulegt, sé þaö mengað. Talið er aö um 70% jaröarbúa búi nú við ótryggt vatn, og afleiðingar- nar af þvi eru hrikalegar. Á hverjum degi deyja um 25000 manns af smiti sem borist hefur með vatni. Filariasis ein mesta orsök blindu, herjar á hverju ári um 250 milljónir manna, smitið berst með vatni. Nýleg könnun i átta vanþróuðum rikjum sýnir að koma mætti i veg fyrir 90% af barnadauða i þeim löndum, ef hreint vatn væri til staðar. Af öllu þvi vatni, sem er að finna á þessari jörð er aðeins 1% nýtan legt okkur mönnunum, hin 99% eru bundin i formi iss á heim- skautunum og öðrum jöklum, og i hafinu. Þetta 1%, er það vatn sem er á stöðugu ferðalagi i hinni svokölluðu hringrás vatnsins. A hverju ári munu 38000 rúmkilómetrar af vatni streyma um þessa hringrás, og á þetta vatnsmagn að nægja jafnvel tvöföldum þeim fólks- fjölda sem nú er á jörðinni. ójöfn skipting. Jafnvel þá mundu 4.500 rúm- K FRIÐUN — tÓLI BREYTT metrar af vatni koma i hlut hvers og eins, eða rúmlega þrisvar sinnum meira en hver einstaklingur i hinum tækni- væddu löndum notar i dag. Það er þvi ljóst, að vatnsskortur er ekki vandamálið, ef litið er á heildina. Heldur hin ójafna skipting vatnsins. Af þeim 38000 rúmkilómetrum af vatni sem til skiptana eru, koma aðeins 12% þess magns i hluta allra Afrikumanna, meðan Bandarikjamenn fá yfir 33% A hverju ári er talið að til iðnaðar i heiminum fari um 200 rúmkilómetrar af vatni, af þessu mikla magni endurheimt- ist ómengað aðeins um 40 rúmkilómetrar. 40% vatnsins sturtað niður um salernin. A heimilunum mætti lika margt betur fara. 40% alls vatns á borgarsvæðum hins tækni- vædda heims, er sturtað beint niður um salernin,! hvert skipti sem sturtað er niöur fara að að meðaltali 22 litrar af dýrmætu hreinu vatni, til að skola burt nokkrum tugum gramma af gerjuðum fæðuúrgangi. A einu ári mun meðal notkun á vatns- salerni spilla allt að 60.000 litrum af vatni, til að skola burt 600 gallonum af úrgangi. sem fást úr Gvendarbrunnum. Standa vonir til, að I lok þessa árs, verði lokið við að bora það margar holur að komið verði jafnmikið vatnsmagn og það sem fæst úr Gvendar- brunnum. Hafa þessar boranir staðið i nokkur ár, en að meðaltali mun taka um 2- 3 mánuði að bora hverja holu. Til að fullnægja vatnsþörfinni er talið, að ekki dugi færri en 15-20 holur. ,, Allt neyzluvatn Reykvíkinga borholu- vatn, innan þriggja ára” Jafnhliða þvi sem verið er að breyta vatnsbólum Reyk- vikinga úr opnum I neðan- jarðarvatnsból, er unniö af fullum krafti við lagn- ingu á nýrri aöalæð bor- holusvæðinu, en það stend- ur nokkru ofar I Heið- mörkinni en brunnarnir. Ekki verða þó Gvendarbrunnar teknir úr notkun fyrr en aðal- æðin hefur veriö lögö. Er reiknaö meö, að þvi verki ljúki seinni hiuta næsta árs, ef alit gengur vel. „Þaö gengur illa, ef allt neyzluvatn i Reykjavik verður ekki borholuvatn innan þriggja ára” sagöi Þóroddur Th. Sigurðsson, Vatnsveitu- stjórj,er biaðamaöur Alþýðu- blaðsins ræddi þessi mál við hann i vikunni. Sagði Vatnsveitustjóri einnig að búast megi við, að fyrstu 1-2 árin eftir að aðalæðin er komin, þurfi að notast við að hluta til vatn úr Gvendar- brunnum, á meðan síðustu borholurnar sem nú þegar eru tii staöar veröa virkjaöar. -gek DAMÆRI völdum. 9) Verndun vatnsforðans, kallar á auknar visindalegar rannsóknir, þjálfun sérfræöinga og bætta upplýsingaþjónustu fyrir almenning. 10) Vatnið er sameiginleg arf- leifö, sem allir þurfa að læra aö meta. Hverjum manni ber að nota vatnið meö gætni og hóf- semi. 11) Forráð vatnsins ber að grundvalla á náttúruiegum vatnaskilum, fremur en stjórn- málaiegum landamerkjum. 12) Vtnið þekkir engin landa- mæri. Sem sameiginleg auðlind krefst þaö alþjóðlegrar sam- vinnu. má geta, að f flóðunum 1969. barst ieysingarvatn i Gvendarbrunna. Einnig er svo komið, að i þurrkatiö eru þeir of vatnslitlir, þ.e.a.s. minnsta rennsli þaöan nægir ekki lengur. Hefur Vatnsveitan fengið milli 140-150 sekúndu- litra úr vatnsbóli, I landi Golf- vallarins i Grafarholti til viö- bótar þeim 750 sekúndulitrum Þarftþú aóveita vatni? Tveggja áratuga reynsla af plaströrum frá Reykjalundi hefur sannað að ekkert vatnslagnaefni hentar betur íslenskum aðstæðum. Plaströr eru létt og sterk og sérstak- lega auðveld í notkun. Plaströr þola jarðrask og jarðsig. Plaströr má leggja án tenginga svo hundruðum metra skiptir. Plaströr eru langódýrasta en jafnframt varanlegasta vatnslagnaefni á markaðnum. Plaströrin frá Reykjalundi fást í stærð- um frá 20 m/m - 315 m/m (’/2 ’’ -12"). Grennri rör fást í allt að 200 metra rúllum (20-90m/m) en sverari rör í 10 og 15 metra lengdum (110-315 m/m). Við höfum allar gerðir tengistykkja og veitum þjónustu við samsuðu á rörunum. Þurfir þú að veita vatni skaltu hafa samband við söludeild okkar. REYKJALUNDUR Mosfellssveit. Sími 66200.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.