Alþýðublaðið - 05.06.1976, Side 3

Alþýðublaðið - 05.06.1976, Side 3
biajjtð" Laugardagur 5. júni 1976. FRÉTTIR 3 11% hækkun rafmagnsverðs í Reykjavík fyrirhuguð Allt útlit er nú fyrir aö raf- magn hækki enn i Reykjavik um allt að 11%. A fundi borgarráðs á fimmtudag var lagt fram að nýju bréf rafmagnsstjóra um hækkun á gjaldskrá Rafmagns- veitu jteykjavikur. Borgarráð samþykkti með 4 atkvæðum, að gjaldskrá RR hækki um 11% frá 1. júli næstkomandi. Vegna umræðu um þessa hækkun lét Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins bóka eftirfarandi: „Með þvi að rikisstjórnin hefur þegar heimilað 15% hækkun á heild- söluverði rafmagns til Rafmagnsveiq Reykjavikur, sem leiðir beint til 6% hækkunar á rafmagni til neytenda, þá tel ég óhjákvæmilegt aö rafmagns- verð hækki eitthvað. Með hliðsjón af ofansögðu, svo og auknum tilkostnaði Rafmagnsveitunnar, m.a. vegna stöðugs gengissigs, þá mun ég ekki leggjast gegn þess- ari hækkun”. Skæruverkfall verkfræðinga í þjónustu Reykjavíkurborgar Verkfræöingar i þjónustu Reykjavikurborgar hafa til- kynnt borgaryfirvöldum um vinnustöðvun 8. og 9. júni. Með þessari vinnustöðvun eru verk- fræðingarnir að knýja á, að samningar verði gerðir við þá. Frá áramótum hafa samningar þessara verkfræðinga veriö lausir, og er það markmið þeirra að ná sambærilegum kjörum við aðra verkfræðinga sem vinna á verkfræðiskrifstof- um. Ekki tókst Alþýðublaðinu að fá uppgefiðhjá þeim, i hverju kröfur þeirra eru fólgna, en eins og málin standa i dag, mun vera umtalsverður mismunur á kjör- um þessara tveggja hópa. Eins og áður segir stendur verkfall þetta i tvo daga, og hefur ekki verið ákveðið hvað gert veröur i framhaldi af þvi, takist samningar ekki. En samningaviðræður munu ganga heldur treglega. —gek HELGI TOMASSON DANSAR Á USTAHÁTI'Ð í morgun þann 4.6., kom til landsins hinn frægi íslenzki ballettdansari, Helgi Tómasson, sem um þessar mundir dansar með New York City Ballet i Lincoln Center, New York. Helgi mun dansa hér með is- lenzka dansflokknum i Þjóðleik- húsinu dagana 5. og 6. júni. Að þessu sinni mun Helgi aðeins hafa hér stutta viðdvöl, en hann fer aftur utan á mánudag. Helgi komst fyrst i kynni viö dansinn i Vestmannaeyjum, að- eins fjögurra ára gamall, þegar hann fór með móður sinni og systur á sýningu Konunglega danska ballettsins, sem þá var þar staddur. Siðar fluttist Helgi til Reykja- vikur og fór að sækja danstima einu sinni i viku. Tiu ára gamall hóf hann nám hjá dönskum hjónum, Erik og Lisu Bidsted, — sem komið höfðu hingað til lands til aö setja á fór Listdans- skóla Þjóðleikshússins. Bidstedhjónin voru meðlimir i Pantomime leikhúsinu, sem hélt sýningar i Tivoli á hverju sumri. Aðeins fimmtán ára gömlum, var Helga boðið að dansa með þeim þar og segist Helgi þá þegar hafa verið búinn að gera það upp við sig, að hann vildi gerast dansari. Sýningar Pantomime flokksins fóru fram tvisvar á dag og mun Helgi án efa hafa öðlast mikla þjálfun þar. Arið 1959 fékk Helgi styrk, til þess að fara til Bandarikjanna, en hann snéru aftur eftir aðeins sex mánaða dvöl. Haustið 1961 kynntist hann Erik Bruhn sem hvatt hann til Bandarikjaferðar — og i janúar ’62 fór hann þang- að á ný. 1 Bandarikjunum hefur Helgi dansað með The Joffrey Ballet, the Harkness Ballet og nú siðast New York City Ballet, en með honum byrjaði hann árið 1970. Einn mesti sigur Helga i dansinum mun eflaust vera þegar hann vann silfurverðlaun i danskeppni i Moskvu árið 1969, en þar keppti hann við 80 ball- ettdansara og voru margir þeirra meðal hinna beztu i heimi. Með Helga kom I morgun italska ballettdansmærin Anna Argano og mun hún dansa með honum i Þjóðleikhúsinu. AV Veðurútlitið í upphafi ferðahelgar: SKÚRIR SUNNANLANDS EN ÞURRT NYRÐRA? Nú er framundan löng frílielgi hjá flestum og hugsa sjálfsagt margir sér gott til glóðarinnar að leggja land undir fót og fara í ferðalög eða útilegur. Alþýðublaðið leitaði frétta af veðurútlitinu um helgina hjá Markúsi Einarssyni, veðurfræöingi. Markús sagði að útlit væri fyrir suðlæga átt og skúrir á suður- og vesturlandi, en á norður- og norðausturlandi myndi hann hanga þurr. Sunnlendingum til huggunar getum við þó sagt það, að spáin gildir aöeins fyrir næsti 1-2 sólarhringa, þannig að þeir ættu ekki aö gefa upp alla von um gott veður á sunnudag eða mánudag. AV aðstoðar um helgina Þrjár bifreiðar FÍB verða á ferð um hvltasunnuhelgina. FIB I verður við Valhöll á Þingvöllum og fer þaðán eftir þörfum. Hægt er að koma skilaboðum til bllsins um sölu- skáiann í ValhöII. FIB 4 verður við Botnsskála I Hvalfiriog þangað er hægt að koma boðum til bllsins. — FtB II verður við Þrastarlund og er hægt að koma boöum til bitsins um skálann þar. Gufu- nes-radló tekur við skila- boðum til bilanna I sima 22384. Einnig geta talstöðvabifreiðar komiö skiiaboðum áleiðis. Vegaþjónustan verður frá klukkan 14 til 21 á laugardag, á sunnudag eftir þörfum og klukkan 14 til 24 á mánudag. ENQAR UTVARPS- FRETTIR UM HVÍTASUNNUNA - starfsmannafélag útvarpsins í yfirvinnubanni Landsmenn munu ekki njóta neinna fréttasend- inga útvarps um hvíta- sunnuhelgina. Ástæðan til þesser sú að Starfsmanna- félag rikisútvarpsins hef ur sett yf irvinnubann á stofn- unina til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar í samningaviðræðum um sérkröfur. Að sögn Dóru Ingvadóttur, for- manns Starfsmannafélagsins, hefur hvorki gengið né rekið i þeim viðræðum, þó nú séu nokkrir mánuðir liönir frá þvi að rammasamningurinn var undir- ritaður milli Bandalags starfs- manna rikis og bæja annars vegar og fjármálaráðherra fyrir hönd rikisins hinsvegar. Dóra sagði að yfirvinnubannið næði til allra starfsmanna rikis- útvarpsins nema þula og þriggja starfsmanna sem eru félagar i Bandalagi Háskólamenntaðra manna. Dóra sagði einnig að undir venjulegum kringum- stæðum hefði ekki komið til þess að fréttir féllu niður vegna þess að fréttamenn vinna eftir vakta- kerfi sem gildir jafnt um helgar sem virka daga. Aftur á móti væri vaktaskipu- lagið brotið upp á stórhátiða- dögum, og sú vinna, sem þá er innt af hendi, er öll yfirvinna. Blaðið hafði tal af Guðmundi Jónssyni, framkvæmdastjóra rikisútvarpsins og spurði hann hver áhrif yfirvinnubannið hefði £ starfsemina. Hann sagði það um- deilt hvort þetta bann væri lög- legt. „Við getum þó trúlega ekki gert neitt annað en að mótmæla banninu og sætta okkur við orðinn hlut. Bannið hefur i för með sér aö fréttaaukar falla allir niður svo og fréttir ef allir fréttamenn hlita banninu. Allir dagskrárliðir, sem út- varpa átti beint falla auðvitað niður, þar með talið útvarp frá Listahátið, sem átti að vera á dagskrá útvarpsins. Það sem verra er að þau atriði verða heldur ekki tekin upp á segulband og þvi verður ekki unnt að flytja þau siðar. Við hyggjumst leysa málið með þvi að láta segulbönd ganga og leika tónlist þar sem ráðgerðri dagskrárliðir eru ekki fyrir hendi.” EB LESENDUR Sendið Hominu línur eða hringið og segið skoðnn ykkar á málefnum líðandi stundar# - Ykkar rödd á líka að heyrastr EIÐAR FAKS AÐ VÍÐIVOLLUM AG KL. 14.00

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.