Alþýðublaðið - 11.06.1976, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Qupperneq 2
2 STJORNMÁL Föstudagur 11. júní 1976. biai alþyóu- laöíó alþýdu- Ú l fí e f a n d i: A1 þý ð u f 1 o k k u r i n n . Kekstur: Keykjaprent hf. Kitstjóri f »g ábvrf;ðarmaður: Arni Gunnars- son,. Kitstjóri: Sighvatur Björgvins- son. Kréttasljóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er í' Siðu- múla 11, simi 81866. Augiýsingar: 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 10 00 krónur á mánuði og 50 krónur I lausasölu. Krabbi í þjóðarlíkama Smyglmálin, sem upp hafa komizt í seinni tíö, eru orðin aö hrollvekju. Varla líður dagur, svo aö ekki fréttist um milljónagróða af áfengissmygli eða mörg kíló af eiturlyf jum finnist. Ljóst er, að hér er á ferð- inni stórbrotið þjóðfélagsvandamál, sem hefur vaxið eins og dulinn krabbi, þar til þjóðinni verður alvara hættunnar nú skyndilega Ijós. I veði er sjálfsvirðing og siðferðislegt þrek íslenzku þjóðarinnar. Þennan krabba verður að skera burt, meðan þess er ennþá kostur. Vandinn við uppskurðinn er sá, að íslendingar hafa ekki litið á smygl sem alvarleg af brot. Við erum þjóð sjómanna, sem býr á eylandi, þar sem verðgildi pen- inga hef ur löngum verið svo f ráleitt, að f lest er ódýr- ara erlendis —ekki sízt áfengi og tóbak. Þess vegna hefur flestum þótt meinlaust, þótt sjómenn — og jafnvel f lugmenn — hefðu með sér til landsins eitt- hvaðsmávegis til að gleðja sina og drýgja tekjurnar. Slíkt smygl kann að vera meinlaust í hóf i, en það er langt síðan smyglmál á íslandi uxu upp úr þeim barnaskóm. Nú er augljóst, að smyglið er rekið af stórum, skipulögðum hringum, og veltan er risaupp- hæðir, hvort sem um tóbak, áfengi eða eiturlyf er að ræða. Því miður virðist aldrei vera skortur á fólki, sem er annað hvort svo saklaust eða svo kærulaust, að það freistast af skjótfengnum gróða og vinnur skítverkin fyrir þá, sem standa að hringunum og hirða gróðann. Þetta er kjarni málsins, sem hér á landi hefur ekki verið tekið nógu vel eftir. Það er sífellt látið duga að dæma þá, sem játa eign smyglvarnings, í sektir eða aðra refsingu. Sjómenn, flugmenn eða ógæfusamt, ungt fólk tekur út refsinguna, og svo er málinu sem skjótast gleymt. Það virðist aldrei vera skyggnzt dýpra og hugsaö um það, sem hafa skipulagt stórsmygl, leggja fram erlendan gjaldeyri til að kaupa varninginn, og annast dreifingu og sölu hér heima, eftir að smyglið hefur farið fram. Það virðast ekki vera til neinir Guðfeður á islandi — en hver trúir þvi lengur? Þessi sl jóleiki verður að breytast. Hörundssárir og hræddir menn verða að hætta að ráðast á þá lög- gæzlumenn, sem gert hafa tilraunir til að komast fyrir meinsemdina. Það verður að finna hina eigin- legu glæpamenn, sem vafalaust aka spariklæddir á meðal okkar á fínum bílum. Því miður er erfitt að þekkja þá f rá skattsvikurunum, svo að þeir hafa litl- ar áhyggjur. Engum kemur til hugar að ásaka alla farmenn, þótt smygl eigi sér stað á kaupskipunum. Engum kemur heldur til hugar að ásaka alla tollþjóna, þótt einhverjir þeir kynnu að reynast samsekir smyglur- unum. Samt verður að líta á störf þessara stétta og gera ráðstafanir, sem spyrna gegn því að misferli geti átt sér stað. Fyrir nokkru lagði glöggur valdamaður fram at- hyglisverða hugmynd um þessi efni. Hann varpaði fram þeirri hugmynd, að lögreglu og tollgæzlu væri steypt saman i eina sveit löggæzlumanna, sem hefðu verkefni beggja. Starfsmenn yrðu síðan fluttir á milli tollstarfa og lögreglustarfa eftir ástæðum, og væri hægt að beita mun f jölmennara liði að sérstök- um verkefnum, þegar þess gerðist þörf. Alþýðublaðið tekur þessa hugmynd nú upp og biður ráðamenn dómsmála og tollmála að íhuga hana af alvöru. Nú þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn. Það verður að hef ja gagnsókn gegn smyglinu og uppræta það með rótum — alveg sérstaklega að hreinsa rætur þessa illgresis úr gróðurmold íslenzks þjóðlífs. Húsmæður: EINI STARFSHÓPURINN SEM EKKI NÝTUR 0RL0FS SAMKVÆMT 0RL0FSLÖGUM Likt og undanfarin ár, mun oriofsnefnd húsmæðra i Reykja- vik reka orlofsheimili að Laugum i Dalasýslu. Til þessa hefur orlofið verið styrkt af riki og borg, og má túlka þann stuðning, sem við- leitni löggjafans til að koma til móts við þennan eina starfshóp i þjóðfélaginu, sem ekki nýtur or- lofs samkvæmt hinum almennu orlofslögum. Allar konur sem veitt hafa heimili forstöðu, án þess að þiggja laun fyrir, eiga rett til að sækja um orlof húsmæðra. Vegna mikillar eftirspurnar, hefur orlofsnefndin orðið að setja sér það sem ófrávikjan lega reglu, að þær konur sem ekki hafa áður notið þessarar fyrirgreiðslu, hafa allan for- gang. Frá og með 14. júni verður tekið á móti umsóknum að Traðarkotssundi 6, milli 13 og 18 alla virka daga. —gek. STOFNUN LANDSAMTAKA HERSTÖÐVAANDSTÆÐIN6A FYRIRHUGUÐ í HAUST Miönefnd herstöðvaand- stæðinga vill leggja áherzlu á það, aö sumarið, sem i hönd fer verði notað til að tengja og treysta innviði þeirrar miklu hreyfingar gegn herstöðvum og NATO, sem fram kom i Kefla- vikurgöngunni. Kemur þetta fram i fréttatil- kynningu frá Miönefndinni, þar sem vakin er athygli á liðsfundi herstöðvaandstæðinga, sem haldinn verður i GÍæsibæ laugardaginn 12. júni. Fundur- inn hefst kl. 10 árdegis og stendur til kl. 18. Miönefnd herstöðvaand- stæðinga stefnir að myndun landssamtaka gegn herstöðvum og aðild tslands að NATO næsta haust, en fundurinn á laugar- daginn er nokkurs konar grund- völlur að viðtækara starfi. t sumar mun verða lögð höfuðáherzla á þaö, að treysta undirstöður slikra samtaka með erindrekstri og myndun virkra starfseininga um land allt. Slikar starfseiningar geta verið með ýmsu móti, svo sem starfs- hópar á vinnustöðum, hverfa- hópar i þéttbýii og hópar sem ná yfir stór og smá svæði i dreifbili. Hlutverk starfseininganna verður ekki aðeins undirbúning- ur að stofnun samtakanna á landsráðstefnunni i haust, heldur einnig almennt upp- lýsinga- og útbreiðslustarf — auk þess sem þær verða vett- vangur skoðanaskipta meðal þeirra, sem reiðubúnir eru að taka þátt i sliku starfi. Að lokum vill Miðnefndin láta þess getið, að vænzt sé virkrar og mikillar þátttöku sem flestra herstöðvaandstæðinga á kom- andi liðsfundi AV - 180 erlendir fulltrúar á Norræna fiskimálaráðstefnu í ágúst Dagana 17.-19. ágúst munu um 180 erlendir fulltrúar sækja norræna Fiskimálaráðstefnu sem haldin verður hér á landi. Er ráöstefnan á vegum sjávar- útvegsr^áðuneytisins, og mun sjávarútvegsráðherra, Matthias Bjarnason, setja hana að Hótel Sögu þriöjudaginn 17. ágúst. Er þetta i þriðja skipti sem slik ráðstefna er haldin hérlendis, en ráðstefnur sem þessi eru haldnar annaðhvert ár, til skiptis á Norður- löndunum, og mun sú sem nú fer i hönd, vera hin 15. i röðinni. Auk þeirra 180 erlendu fuli- trúa sem sitja ráðstefnuna munu milli 60 og 70 tslendingar taka þátt i ráðstefnuhaldinu. Verða flutt mörg erindi, um margvisleg efni i sambandi við sjávarútveg. Að loknum fyrirlestrum og umræöum fyrsta daginn, verður þátttakendum skipt i umræðu- hópa sem hver um sig fær sér- stakt verkefni. —gek. Dýrabók Gröndals gefin út 70 árum eftir að hún var skrifuð A komandi hausti, nánar til- tekið 6. október, eru liðin 150 ár frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingssins Benedikts Gröndals. Af þvi tilefni hefur bókaforlagiö Órn og örlygur ráðist i að gefa út Dýrabók þá, er Gröndal hóf aö tekna 1874 og lauk viö 1905 eða 1906. Bókin hefur ekki veriö gefin út áður, aðeins eitt eintak hefur verið til og hefur það verið varð- veitt á Landsbókasafninu. I bókinni eru 100 myndasiður en á þeim eru 2000 myndir. — Þetta er þverskurður af dýrasögu tslands, sagði örlygur Háldánarson i samtali við blaðið. Þétta er einstakt verk i bókmenntasögu landsins. Bókina vann Gröndalað Vest- urgötu 16, þar sem hjnn bjó. Fór hann iöulega niður f.f jöru að leita sér myndefna. Þess má geta að svo skemmtilega vill til að bókaút- gáfan er einmitt staösett á Vest- ' urgötunni. örlygur sagði okkur aö ætlunin hefði verið að bókin kæmi út á siðastliðnu ári. En mörg tæknileg vandamál hefðu oröiö þess valdandi að útgáfunni varð að fresta þar til nú I ár að bókin kemur út. — Ef til vill hefur Gröndal sjálfur komið þvi svo fyrir að bókin kæmi út á þessu ári, sagði örlygur. Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari á Akureyri skrif- ar eftirmála. 1 honum gerir Steindór grein fyrir náttúru- fræðingnum Benedikt Gröndal. Er það að sögn örlygs, senni- lega i fyrsta sinn sem slfk greinargerð birtist um Gröndal. Bókin er gefin út i 1500 árituöum og tölusettum eintök- um. Bókin mun kosta sextiu- þúsund krónur, þar af renna beint til rikisins tiuþúsund krón- ur i formi söluskatts. Bókin er prentuð i Grafik en handbundin i Sveinabók- bandinu. Filmurnar af bókinni verða afhentar Landsbóka- safninu meö þvi skilyrði aö bók- in verði ekki gefin út fyrr en árið 2025, en þá er 200 ára afmæli Gröndals. Nú þegar hefur þriðji hluti upplagsins verið seldur. — Þetta er lika afmælisútgáfa okkar þvi bókaforlagið á um þessar mundir tiu ára afmæli sagði örlygur og hann bætti viö, okkar innlegg i listahátið! Ekki amalegt innlegg það. — OS ✓ V

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.