Alþýðublaðið - 11.06.1976, Side 10

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Side 10
10 Föstudagur 11. júní 1976. jbÍaðf'T Laus staða Laus er til umsóknar staða heilbrigðis- ráðunauts við Heilbrigðiseftirlit rikisins. • Umsækjendur þurfa að vera dýralæknar, helzt með nokkra sérþekkingu i heil- brigðiseftirliti, eða matvælasérfræðingar. Staðan veitist frá 1. ágúst 1976. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 10. iúli 1976. Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneytið 10. júni 1976. Af marg gefnu tilefni vekur heilbrigðismáíaráð athygli á þvi, að samkvæmt ákvæðum 39. 2. gr. heilbrigðis- reglugerðar er bannað að hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn i matvöru- verzlanir, veitingastofur eða önnur fyrir- tæki, þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla fer fram. Leyfishafar ofangreindra fyrirtækja bera ábyrgð á að fyrirmælum þessum sé fram- fyigt- Reykjavik, 10. júni 1976, Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Skírteini vegna skyldusparnaðar gjaldársins 1975 eru nú tiibúin til af- hendingar. Geta gjaldendur vitjað þeirra i skrifstofu innheimtumanns rikissjóðs i umdæmi sinu þar sem þau verða afhent gjaldendum gegn framvísun persónuskilrikja. Eru skirteinin skráð á nafn og verða ekki afhent öðrum er skráðum rétthafa nema gegn framvisun skriflegs umboðs frá honum. Fjármálaráðuneytið 8. júni 1976 Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn l>orgeirsson. Aðgöngumiðasaia frá kl. 8. — Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria. veitingasalur meft sjáifsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasaiur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grillið opift alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opift alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. —Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Það er margs að gæta þegar kaupa á nýjan eldhússtól Það er mjög mikilvægt að sitja rétt — einnig þegar maður borðar. Vandinn er bara sá að | velja réttan stól, stól sem gott er . að sitja i og er einnig fallegur á | að lita. | Þegar þú ferð út að kaupa stól I sem þú ætlar að sitja á til borðs, | skalt þú ekki velja þann sem þér I við fyrstu sýn virðist fallegastur | og virðist svo sem allt i lagi með ■ að sitja á, eftir nokkurra I sekúndna prófun. Það er hlutur ■ sem hendir allt of marga. Eld- I hústóll er nokku sem þú skiptir ‘ ekki of oft um og þvi er nauð- I synlegt að velja þann rétta, ekki 1 þann sem litur bezt út. | Manni á að liða vel I þegar maður situr til borðs I Maður sem ekki situr rétt get- | ur með timanum fengið ill- ' læknanlega sjúkdóma (bak- I veiki, blóðrásin breytist, o.fl.) * Það er þvi nauðsynlegt að sitja I_____________________________ rétt við matborðið, jafnvel þótt maður eyði þar ekki löngum tima. Það að sitja á að virka af- slappandi. Maður á að hafa það gott og vöðvarnir eiga ekki að ver a spenntir. Borð og stólar i „standard” stærðum Eldhúsborð og stólar eru framleidd i „standardstærðum” sem hæfa meðalmanninum. Réttast væri að stólar væru gerðir I mörgum mismunandi stærðum svo að allir fengju eitt- hvað við sitt hæfi. Til athugunar Ef þú ætlar að fá þér eldhús- stóla á næstunni, þá skalt þú hafa eftirfarandi atriði i huga. Láttu aldrei útlitið ráða útslit- um, og láttu þér ekki til hugar koma að þú getir dæmt um gæði stólsins með þvi einu að setjast i nokkrar sekúndur, ef svo væri myndi þér finnast allir stólar góðir. Fæturnir eiga að ná alveg nið- ur á gólfið og öll ilin á að nema við. Stólbrúnin má ekki skerast inn i lærið, það getur heft blóð- rásina. Sætið sjálft má ekki vera ,það djúpt að stólbrúnin skerist inn i knésbæturnar, það heftir blóð- rásina og þrýstir á taugarnar svo að fæturnir dofna. Setan á að vera lárétt. Bakið á að styðja við mjó- hrygginn. Eldhússtóll er eins konar vinnustóll og á þvi ekki að vera eins og hægindastóll i laginu, ef svo er reynir maður óþarflega mikið á hrygginn þegar maður beygir sig fram að diskinum Ef stólíinn er með örmum mega þeir ekki hindra hreyf- ingar handanna þannig að mað- ur sé neyddur til að lyfta öxlinni til að geta hreyft olnbogana. Vendu þig ætið á að sitja með FRAMHALDSSAGAN þeim alla leið niður til Murch. Þeir settust inn i bilinn, og Greenwood sagði: „Væri þér sama, þó að þið slepptuð mér fyrst? Ég er dálitið að gera heima.” „Sama er mér,” sagði Chef- wick. „Sjálfsagt,” sagði Murch. Þeir settu Greenwood úr bílnum fyrir utan dyrnar hans, og hann fór i lyftunni upp til Ibúðar sinnar, en þar var stúlkan sitjandi I rúminu að lesa James Bond. Hún lagði bókina strax frá sér og slökkti á leslampanum, meðan Greenwood losaði sig viö fullt af óviðkomandi fatnaði og st(8ck upp i til hennar. „Gekk allt vel?” spurði hún blfölega. „Ég er kominn aftur,” svaraði hann aðeins. „Ummmmmm,” sagði hún og byrjaði að narta i hann alls staðar. „Ég elska konur, sem eru ættjarðarvinir,” muldraði Green- wood. 6. kafli. Veðrabrigði voru tið fimmtu- daginn nitjánda október. Það var úðaregn um morguninn, gustur og kuldi tók þá við, svo hurfu skýin eftir hádcgið og sólin skein i heiði, og klukkan hálf sex var hlýtt eins og á sumardegi. Albert Cromwell vörður i bankahólfa- deildinni hjá C&I National Banks útibúinu á horninu á 46th Street og Fifth Avenue, hafði farið i regnkápu og skóhlifum um morguninn, meira að segja tekið með sér regnhiif, en nú gekk hann heimleiðis haldandi á öllu þessu. Hann vissi ekki, hvort hann átti að vera leiður og þreyttur á þess- um veðrabrigðum eða gleðjast yfir þvi, að allt fór vel að lokum, og ákvað loks að vera hvoru tveggja. Heima i augum Alberts Crom- wells var ibúð á tuttugustu og sjö- undu hæð i þrjátiu og fimm hæða háhýsi á Upper West Side, og hann fór þangað með strætis- vagni og lyftu. Þegar hann kom inn i lyftuna þennan dag til að fara siðasta áfanga ferðarinnar fór hávaxinn glæsilegur maður með hvöss, dökk augu, breitt enni og þykkt hár, sem var kolsvart ef undan eru skildar fáeinar gráar rákir i vöngunum inn i lyftuna með honum. Albert Cromwell hafði ekki veitt þvi eftirtekt, en þessi sami maður hafði farið inn i lyftuna með honum á hverjum einasta degi i heila viku, eini munurinn var sá, að i dag voru þeir tveir einir. Þeir stóðu hlið við hlið, Albert Cromwell og glæsilegi maðurinn og horfðu báðir fram. Dyrnar lokuðust og lyftan ók upp. „Hafið þér nokkru sinni horft á þessar tölur?” spurði glæsilegi maðurinn. Rödd hans var djúp og hljómmikil. Albert Cromwell leitundrandi á hinn manninn. ókunnugir menn töluðust ekki við i lyftu. Hann sagði: „Ha? Hvað?” Glæsilegi maðurinn benti með höfðinu að tainarööinni yfir dyr- unum. „Ég á við þessar tölur þarna,” sagði hann. „Reynið að horfa á þær,” sagði hann. Albert Ieit áhugalaus á þær. Þetta voru litlar glertölur á langri ræmu fyrir ofan dyrnar frá vinstri til hægri,byrjuðu á K til vinstri (kjallarinn) og svo kom 1, 2, 3 o.s.frv. alveg upp að 35. Tölurnar voru uppljómaðar ein i einu til að sýna á hvaða hæð lyft- an væri. Núna var t.d. kveikt á tölunni 4. Meðan Albert Cromwell horfði á þetta, slokknaði sú tala og númer 5 lýsti i staðinn. „Sjáið, hvað breytingarnar eru reglubundnar,” sagði glæsilegi maðurinn með hljómfögru rödd- ina. „Það er svo þægilegt, að horfa á eitthvað, sem er svona jafntog reglulegt, að telja með og vita, að næsta tala hlýtur að koma með sama jafna hraðanum. Svo jafnt. Svo reglubundið. Svo ró- andi. Horfið á tölurnar. Teljið með ef yður langar til, það er mjög róandi eftir erfiðan vinnu- dag. Það er gott að geta slappað af, að geta horft á tölurnar, og talið með og fundið hvernig likam inn slappar af, að vita að maður er kominn heill á húfi i sitt eigið hús, öruggur og hvildur og ró- legur, meðan maður horfir á tölurnar og telur með og finnur hvern vöðva slaka á, hverja ein- ustu taug slaka á og vita að maður getur hallað sér að veggnum og slakað á, slakað á, slakað á. Það er ekkert i öllum heiminum núna nema tölurnar og rödd min. Ekkert nema tölurnar og rödd min. Tölurnar og rödd min.” Glæsilegi maðurinn hætti að tala og leit á Albert Cromwell, sem stóð og hallaði sér upp að lyftuveggnum, meðan hann starði heimskulega á tölurnar. Það slokknaði á númer 12 og kviknaði á númer 13. Albert Cromwell glápti á tölurnar. Glæsilegi maðurinn sagði: „Heyrið þér til min?” „Já,” sagði Albert Cromwell. „A næstunni,” sagði glæsilegi maðurinn,” kemur maður til yðar i bankann. 1 bankann, sem þér vinnið i. Skiljið þér mig?” „Já,” sagði Albert Cromwell. „Þessi maður segir við yður” bananaklasi frá Afganistan”. Skiljið þér mig?” „Já,” sagði Albert Cromwell. „Hva*segir maðurinn?” „Bananaklas frá Afganistan:” sagði Albert Cromwell. „Gott,” sagði glæsilegi maður- inn. Nú ljómaði talan 17 yfir dyrunum. „Þér eruð mjög af- slappaður,” sagði glæsilegi maðurinn. „Þér gerið allt, sem maðurinn segir yður að gera, eftir aðhannhefursagt „banana- klasi frá Afganistan” við yður. Skiljið þér mig?” „Já,” sagði Albert Cromwell. ÞAÐ VAR EINU SINNI DEMANTUR...

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.