Alþýðublaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL alþýöu- Laugardagur 26. júní 1976 biaöiö alþýðu- tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla 11, simi 81866. Auglýsingar: 14906. Askriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. VERÐBÓLGAN SÉR UM ÞAÐ Hún var sjö ára gömul, ungf rúin sem var að eign- ast reiðhjól — tvíhjól — í fyrsta skipti. Hún átti að vísu ekki alveg fyrir því, en hún kunni ráð við því: Sjö þúsund á ég, amma ætlar að gefa mér tvö þús- und, hitt f æ ég lánað einhvers staðar — og verðbólg- an sér um það. Þetta er saklaus saga um sjálf sagðan hlut, vonandi hef ur stúlkan fengið reiðhjólið sitt og notið þess vel. Og það, hvernig hún hugðist fjármagna fyrirætlun sina, er einnig sjálfsagt, hún segir ekki annað en það sem hún hefur margsinnis heyrt foreldra sína segj- ast ætla að gera — og þau hafa ekki verið að gera annað en taka þátt í íslenzka lífsleiknum. Nútíma- fólk á Islandi verður að lifa eftir þessum leikreglum — ellegar verður það undir skriðunni sem veltur og veltur. En það sem litla stúlkan veit ekki — og hvernig ætti hún að vita það ? — er þetta er óvart ekki alveg svona einfalt. Verðbólgon, sem hún ætlar að láta kaupa hjólið fyrir sig, er ekki ósýnileg vél á ósýnilegum stað, sem prentar peninga þegar þá vantar. Hún er — fullkomlegeóvartog án þess að hún með nokkru móti geti um það vitað — að taka þátt í leik, sem er öllu óskemmtilegri. I allri umf jöllun um verðbólguna gleymist það iðu- lega, sem ekki skiptir minnstu máli. Það er hvernig verðbólgan smátt og smátt neyðir fólk til þess að taka þátt í óskemmtilegu braski, hvort sem því líkar betur eða verr. Þetta eru hin siðspillandi áhrif verð- bólgunnar. Auðvitað er litla stúlkan að eyða fjár- munum annarra. $g það sem meira er, i okkar nútímalega þjóð- Á^lagi tölum við um jafnrétti á hátíðlegum stundum. En í verðbólgustríðinu er jaf nréttið ekki ýkja mikið í heiðri haft. Allt er komið undir aðstöðu í bönkum eða öðrum lánastofnunum. Vegna þess að varla er hægt að tala um raunverulegt lánsfé — allt lánsfé er gjöf aðstórum hluta.Þetta ástand hefur meðal annars alið af sér nýja stétt manna, bankabraskara, menn með aðstöðu til að útvega vinum, vandamönnum, eða raunverulega sjálfum sér, lánsf jármagn, og þessir menn svifast iðulega lítils. Þessi nýja stétt bankabraskara getur meðal annars haldið hvaða hallærisfyrirtækinu sem er gangandi langa lengi — hún hefur bitið sig innan á báknið — og þaðan sýgur hún f jármuni sem hún hef- ur aldrei átt —og oftast aldrei haft manndóm til að afla. Þetta eru skuggahliðar verðbólgunnar. Þessar hliðar verða menn að þekkja — bankabröskurunum verður að taka tak. VIÐVARANIR ■ FISKIFRÆÐINGA5 Færustu fiskifræðingar þessarar þjóðar hafa ítrekað varað við ofveiði og varað við því að verði niðurstöðum svörtu skýrslunnar ekki hlýtt, þá séum við að grafa sjálfum okkur gröf. Þessar ráðleggingar manna eins og Jakobs Jakobssonar er ekki hægt að hunza. Vissulega geta beðið okkar erfiðar ákvarðanir ef þarf að fara að skammta þorskinn upp úr sjónum. Og aldrei er of snemmt að vara við fylgikvillum slíkrar skömmtunar: Þeirrar spillingar sem af getur hlotizt. ■ En það er að skapast hættuástand. AAisvitrir stjórnmálamenn mega ekki — þótt af kunni að hljót- ast tímabundnar óvinsældir — þverskallast við ráð- ! leggingum fiskifræðinganna og annarra kunáttu- I manna í málefnum sjávarútvegsins. Við höfum ekki ■ ef ni á því að eyða miðunum í kring um þetta land. —VG ■ Var skynsamlegt að semja við Breta? Landhelgisstriðinu við Breta lauk með þvi að samið var um lausn máls- ins. Hér á landi voru skiptar skoðanir um það manna á meðal hvort rétt hefði verið að semja við Breta. Þeir sem vildu semja héldu þvi fram að i al- þjóðlegum viðskiptum þjóða i milli væri samningaleiðin ávallt heppilegust og reyndar sú eina færa. Andstæðingar samninga bentu hins vegar á, að við hefðum fært landhelgina út i 200 milur einhliða og án samninga. Þar af leið- andi hefði ekki verið nein ástæða til að semja við Breta, sem fremur en allir aðrir beittu okkur hörku i þessum málum. Fylgjendur samninga hafa bent á, að með þvi að semja við Breta, veiði þeir i raun og veru mun minna magn en ella og siö- ast en ekki sizt hefðu samningar I för með sér stórfelld tollafrið- indi svo ekki sé talað um allan þann kostnað og hættu á manns- lífum, sem fylgir átökunum á miðunum. Andstæðingar samn- inga halda þvi hins vegar fram að i raun og veru sé ekkért um að semja, þorskstofninn sé kominn i algert lágmark og al- gerlega sé undir hælinn lagt hvort þjóðin geti byggt afkomu sina á þorskveiðum I náinní framtið. Þá er einnig bent á að 200 milna landhelgi sé að verða viðurkennd staðreynd á al- þjóðavettvangi og þvi hefði ver- ið ástæðulaust að semja við Breta, jafnvel þótt nægur þorsk- afli væri til á miðunum. Nú er að visu nokkuð um liðið frá þvi þetta mál var i brenni- depli. Fyrirtæpum tveim vikum fór Alþýöublaðið af stað með 6. skoöanakönnun sina. Spurning- in, sem þá var lögð fyrir lesend- ur blaðsins, var um það hvort rétt hefði verið að semja við Breta eða ekki. Þátttakan var svipuð þvi, sem verið hefur i fyrri skoðanakönn- unum en þó aðeins dræmari. Alls bárust 118 svör I pósti. 1 gær var siöan hringt, eftir tilteknum reglum, i aðra 118 einstaklinga, sem allir eru búsettir á Reykja- vikursvæðinu. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar liggja nú fyrir og eru sem hér segir: Áttum við að semja við Breta? Já sögðu 57 i pósti og 46 sim- leiðis eða alls 103, 43,6% Nei sögðu 61 I pósti og 72 sim- leiðis eöa alls 133, 56,4% Ef litiö er nánar á þessar niðurstöður lita þær þannig út, að i pósti bárust 73 svör frá körl- um en 45frá konum.Já sögðu 42 karlar og 15 konur, en nei sögðu 31 karl og 30 konur. Þegar litið er á svör in, sem fengust i sima, lita þau þannig út: 32 karlar sögðu já og 21 karl sagði nei. 14 konur sögöu já en 51 kona sagði nei. Karlar | Konur I sima já nei 42 31 já nei ■ 15 30 i pósti 32 21 74 52 14 51 29 81 Konur með ajgera sérstöðu SK0ÐANA- KÖNNUN Það sem e.t.v. er athyglis- verðast við þessar tölur hinn áberandi mismunur sem virðist vera á afstöðu karla og kvenna til málsins. Nokkuð fleiri karlar en konur telja að það hafi verið rétt að semja við Breta. 74 karl- ar segja já en 52 nei. Þegar litið er á svör kvenna verður allt annað uppi á teningnum. Þar eru það aðeins 29, sem telja að rétt hefði verið að semja, en 81 sem telja að það hafi verið rangt. J'ófn þátttaka eftir ald- ursflokkum. Ef litið er á aldur þeirra sem þátt töku i könnuninni, allt frá 18 ára aldri til 77 ára (tvö svör bárust innan við 18 ára aldur) kemur i ljós að aldursflokkarnir skiptast nokkuð jafnt hlutfallslega og ekki verður séð að yngri eða eldri aldursflokkar hafi neina sérstöðu i þessu máli. Að þessu sinni bárust færri svör utan af landi en i fyrri könnunum, sérstaklega ef miðað er við tvær þær siðustu á undan þessari. Alls bárust svör frá niu stöðum utan af landi. önnur svör voru af Reykjavikursvæðinu. —BJ UNGIR SJALFSTÆÐISMENN MEÐ GEIR — MÓTI GUNNARI Alþýðublaðinu hefur horizt eftirfarandi samþykkt stjórnar Sambands ungra Sjálfstæöis- manna: „Stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna vill aö gefnu til- efni Itreka þá stefnu, sem Sjálf- stæöisflokkurinn hefur fylgt frá komu varnarliösins, að öryggis- hagsmunir einir verði látnir ráða þvi, hvorthér dvelst erlent varnarliö. Jafnframt vill stjórn- in vara við hverjum þeim tengslum, sem gert gætu þjóð- ina efnahagslega háða áfram- haldandi herstöðvum. Stjórnin lýsir þvi andstöðu við þær hug- myndir, sem skotið hafa upp kollinum aö undanförnu að bandariska varnarliðið verði látið borga með sér. Bandariska varnarliðið er hér i þágu islenzkra öryggishags- muna, auk þess sem her- stöðvarnar eru framlag okkar til sameiginlegs öryggiskerfis Atlantshafsbandalagsins. Framlög til varnarmála eru einn stærsti útgjaldaliöur allra okkar bandalagsþjóða. Islenzku þjóðinni er þess vegna ekki sæmandi að reyna að hafa fé út úr þátttöku I varnarsamstarfi, sem þjónar islenzkum hags- munum. Gildir þar einu, hvort rætterum beinar leigugreiöslur eöa fjármögnun innlendra framkvæmda, þar sem varnar- þörfin er einungis höfö að yfir- varpi. öryggismál landsins verða aö vera i stöðugri endurskoðun. En stjórn Sambands ungra Sjálf- stæöismanna leggur áherzlu á, að þjóöin haldi þannig á málum sinum, aö hún verði sjálfráö gerða sinna þegar sú stund rennur upp, aö vera erlends varnarliðs sé öryggi landsins ekki lengur nauðsynieg.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.