Alþýðublaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 8
12 SJÓNARMIÐ Laugardagur 26. (úní 1976 b'aSfö' GRÁSLEPPUHROGN Framleiðendur Nú er markaðsástand hagstætt og þvi ó- þarfi að selja framleiðsluna á lágmarks- verðum. Hafið samband við okkur strax, ef þér vilduð fá sértilboð i óselda framleiðslu yð- ar. Góð kjör og hæstu verð. 5 ára reynsla i útflutningi. islenzka útflutningsmiðstöðin h/f, Eiriksgötu 19, Reykjavik. Telex 2214 Simar 16260 og 21296. Hjúkrunarskóli íslands Nokkrar stöður hjúkrunarkennara, eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist menntamálaráðuneyt- inu og skulu umsækjendur tilgreina menntun og starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri. Kjarvalsstaðir Listráð að Kjarvalsstöðum auglýsir hér með til umsóknar sýningar-aðstöðu i vestursal tímabilið aprii-desember 1977. Umsóknir um þennan sýningartima þurfa að berast fyrir 1. september 1976 og mun listráð þá taka afstöðu til þeirra. Listráð áskilur sér rétt til þess að hagræða sýningartima umsækjenda eftir þörfum og i samráði við þá. Framkvæmdarstjóri listráðs. TRESMIDJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurö- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen f allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Úr dagbók blaðamanns SPILAPENINGAR 0G ALVÖRUMYNT Lögum samkvæmt er hver sá sem tekur við erlendum gjaldeyri skyldugur til þess að skila honum i banka. Að öðrum kosti ber að refsa viðkomandi ef upp kemst og eru viðurlög þung ef um stór brot er að ræða. Þúsundir og aftur þúsundir íslendinga brjóta þessi lög hvenær sem færi gefst og bankar virðast fara halloka i samkeppni við einkaaðila er kaupa og selja erlendan gjaldeyri. Raunar er orðið svo, að allur fjöldinn er hættur að gera sér grein fyrir þvi að verzl- un með opinberan gjaldeyri má aðeins fara fram i gjaldeyris- bönkunum. Er þess skemmst að minn- ast er kona á Suðurnesjum hringdi til fjármálaráöherra á Beinni llnu i útvarpinu. Kven- maður þessi kynnti sig fullu nafniogkvaöstviljafá skýringu á einkennilegu atferli leigubil- stjöra á Keflavikurflugvelli. Ósvifni þeirra væru litil tak- mörk sett þvi þeir leyföu sér þá ósvinnu aö selja dollarann á allt aö 250 krónur. Þetta næöi ekki nokkurri átt þar sem rétt gengi væri ekki nema liðlega 180 krónur og þótti konunni þetta okur mikiö og bæri aö skylda ökuþóra þessa til aö selja valút- una á réttu. Fjármálaráðherra þagði um stund. Aö öllum likindum hefur honum brugöiö illa viö þessar hroöalegu upplýsingar. Getur veriö aö hérlendis sé veriö aö braska meö erlendan gjaldeyri, hefur hann eflaust hugsaö. Eöa er konan drukkin, ellegar tæp á geösmunum? Slöan tók ráö- herra á sig rögg og tilkynnti konunni og allri þjóöinni um leiö, aö sér væri ekki kunnugt um slika verzlun meö gjaldeyri. Slika vöru væri aöeins hægt aö fá í bönkum er heföu sérstök leyfi til þess arna. Þar meö var máliö útrætt af hálfu ráöherra og konukindin sat eftir meö sárt enniö en bilstjórar á Vellinum brostu breitt og klöppuöu á bólgin dollaraveski. Nei, ráöamenn þjóöarinnar vita ekki, sjá ekki, heyra ekki. Þrálátur orörómur um ólöglega verzlun með gjaldeyri er ekkert annaö en slúöur af versta tagi. Þegar fullyröingar um aö Islendingar ættu Ibúöir og hús á Spáni geröust háværar þótti þó rétt aö kanna málið. Gripiö var til þess ráös, aö skrifa þeim i fasteignamatinu þarna á Spáni og biöja þá aö fletta upp i bókum sinum og skrám hvort Islenzk nöfn stæöu þar fyrir húsum og jafnvel fyrirtækjum. Þegar bréfiö barst köllunum i fasteignamatinu þarna suöur frá vakti þaö mikiö uppnám. Þeir safna nefnilega fri- merkjum og dunda mikiö viö frlmerkjasöfn sin á skrif- stofunni. Aö sjálfsögöu var sleg- izt um aö fá islenzku frímerkin og olli þetta miklum deilum á kontórnum. Aö siöustu tók yfir- deildarstjórinn á sig rögg og lagöi bréfiö undirsig þegar hann haföi lokiö viö aö leysa fri- merkin af umslaginu, þurrka þau og koma fyrir i innstungu- bókinnisinni ákvað hann aö lesa bréfiö sem fylgdi. Aö loknum lestri hló hann dátt og lagði bréfið I skúffu sem var merkt: „Rugl sem svara skal einhvern timann seinna”. Eftir nokkra mánuöi barst slðan svar til íslands þess efnis aö það væri ekki venja á Spáni aö hnýsast i svona ómerkilega hluti. Þar meö var könnuninni lokiö. En alltaf eru einhver illmenni r JflKTÆKI FYRIR ÞROSKAHEFTA”? Allt á eina leið. Ófarirnar, sem nýlega hefur frétzt af I Háskóla Islands-laga- deild- ættu, ef nokkur skynsemi væri meö i feröinni, aö opna augu ráðamanna menntamál- anna fyrir því, hverskonar villi- götur er nú verið aö troða i menntamálunum. Þvi miður má þó efast um, aö sú verði raunin. Þeir háu herrar, sem þar riða húsum, eru fyrir annað þekktari en aö láta sér segjast, hvað sem á dynur. Hvorki reynsla ann- arra þjóða, né reynsla okkar hér innanlands, hefur áorkað þvi fram aö þessu, að rífa opin aug- un á þessum krossförum. Hausnum skal lamið við stein- inn og haldið áfram með vit- leysuna hvernig sem allt veltist. Skollaeyrum er skellt viö, þó fram komi, að nemendum, sem enga möguleika hafa til að ná viðhlitandi marki i framhalds- námi sé att út i hverskyns ófær- ur. Abyrgðin, sem þeir bera af þvi, að sifellt sigi á ógæfuhlið fyrir saklausum ungmennum, sem veröa að hlita leiösögninni, virðist ekki snerta þá djúpt. Ljóst ætti að liggja fyrir öllum venjulegum mönnum, aö meira en litiö hlýtur að vera bogiö viö þann árangur, að aöeins 37,5% nemenda, sem gengu undir árs próf i lagadeild Háskólans á þessu vori skyldu slampast i gegn. Viðurkenna skal, að ekki er enn vitað um viöbrögð ráöa- manna i menntamálunum viö sliku hneyksli, enda skammt um liöiö, en eftir fyrri reynslu er vist ekki mikils að vænta. Sér- hver maður, sem nennir að hugsa þetta mál til nokkurra róta hlýtur að sjá, að annaö eins og þetta, ófarnaöur á ófarnað ofan á sér eölilegar orsakir. Og orsakanna er auðvitað ekki langt að leita. Fráleitt er, jafnvel þó viö lif- um i sveifluþjóðfélagi efnahags- lega séö, aö álykta, aö sömu sveiflurnar eigi að geta gilt i geöslagi og gáfnafari þjóöarinn- ar og i efnahagslifinu. Þar kem- ur annaö til og þarf enga spek- inga til að sjá, aðeins ef notuö er heilbrigð skynsemi. Rætur þessa meins eru heldur ekki svo huldar, aö djúpt þurfi aö grafa. Það er nú komið i ljós, sem ýmsum fannst vera kuldaleg gamansemi hjá grunnskóla- spekingunum, að nafngiftin, sem upp var fundin-Grunnskóli- mun hafa verið eitt af þvi fáa sem hitti naglann á höfuöiö og þá meö hliösjón af beinni, is- lenzkri merkingu þess forskeyt- is! Lengi hefur verið vitaö, að til- tölulega auðvelt er aö breyta lögum og reglum meö penna- strikum. Þetta hafa misvitrir valdhafar oft iðkað-með mis- jöfnum árangri. Allt annað mál er, þegar á að reyna að breyta á slikan hátt gáfnafari, náms- getu og námsiðkun manna. Þá koma til skjalanna fleiri þættir en aðeins löghlýðnin ein, eins og i hinu fyrrnefnda tilfelli. Það skal játað, að viö tslend- ingar höfum alltof sterka hneigð til að meta námsframa til vits- muna, framar hófi og i undirvit- und þjóöarinnar hefur svo legið sá mikli misskilningur, aö þeir sem ekki sýndu skörungsskap viö bóknám væru heimskir, sem auövitað enginn vill á sig fella. Ráðamenn menntamálanna hafa beinlinis spilað á þessa firru og taliö að vandinn leystist meö þvi aö lækka eðlilegar kröf- ur til kunnáttu manna i glimu viö bóknámiö! Tvennt hefur af þessu leitt og á sömu bókina lært. Annaö, að við lækkandi kröfur hefur fleiri einstakling- um tekizt aö slamrast frá námi meö tiltekin réttindi, sem þó I HREINSKILNI SAGT ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.