Alþýðublaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.06.1976, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 26. júní 1976 bia&iö1 íslenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Tannlæknar munu vanir aö sjá óttann skína úr augum sjúklinga sinna — og jafnvel heyra hann látinn I ljós. Ekki veit ég hvort eitthvert samband er á milli þessa og fyrirspurnar sem þættinum hef- ur borist: Meirihluti Félags- heimilisnefndar Tannlæknafé- lags Islands spyr hvort réttara séaðsegja: égþori það ekkieða ég þori þvf ekki. í fornmáli stýrði sögnin þora eingöngu þolfalli, þannig að miðað við uppruna er réttast að segja: ég þoriþaðekki. En hitt er einnig orðið býsna gamalt i málinu að segja: ég þori þvi ekki. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um það er frá Hall- grími Scheving sem lést 1861. Hann gefur báða möguleikana i orðasafni sinu: að þora þvíeða þora þaö.— Þarna er þvi um að ræða málnotkun sem er meira en aldargömul og sennilega i sókn. Vil ég þvi alls ekki telja hana ranga og legg til að hver fari hér eftir sinni málvenju. Þess má að lokum geta að austfirðingar, sem nota eignar- fall öðrum islendingum meira, tala sumir um að þora þess. Nemandi i Gagnfræöaskólan- um i Kefiavik sendi þættinum úrklippu úr Timanum frá 7. des- ember sl. Þar er grein um lax- veiði i Þjórsá og likar sendanda ekki alls kostar oröalag eftirfar- andi málsgreinar: „Góðu magni laxaseiða hefur verið sieppt i tilraunaskyni i árnar i Þjórsárdalnum og biða menn spenntir eftir að sjá ár- angur þeirra sleppinga koma i ljós...” 1 fyrsta lagi væri eðlilegra að tala um allmikið eða talsvert magnen gott magn.l öðru lagi fer betur á að tala um fjölda seiðaen magn seiða.Og i þriðja lagi fellur hvorki mér né kefl- viska nemandanum nýyrðið slepping. Þakka ég hjartanlega þessa sendingu og er ánægjulegt að sjá þess merki að uppvaxandi islendingar gefa tungunni gaum og viija ekki sjá henni mis- þyrmt. Egill Ásgrimsson spyr um merkingu orðsins verðstöðvun. Orð þetta er svo nýtt i málinu að það er ekki að finna i prent- uðum orðabókum. Rökréttast væri að orðið merkti að verö héidist óbreytt, hækkaði hvorki né lækkaði; en í reynd mun verðstöðvun einung- is merkja að verð hækki ekki. Þrátt fyrir rikjandi veröstöðvun getur þvi svo óliklega viljað til að verð einhverrar vörutegund- ar lækki. í Dagblaðinu 29. desember sl. var sagt frá þvi að hljómsveitin Pelican væri um það bil að hætta störfum. Haft var orðrétt eftir ömari óskarssyni gitar- leikara: „Það gengur alltaf svona. Bönd koma og bönd fara.” Ekki likar mér tökuorðið band, né heldur tökuorðið grúppaen orð þessi merkja, það ég best veit, hljómsveitina og söngvara hennar. Má ekki telja söngvarann einn af hljómsveit- inni og láta það orð nægja? Sé það ekki nógu gott verður að búa til nýyrði sem falla betur að islenskri tungu en þessi erlendu skripi. Vil ég enn hvetja þá aðila sem flytja dægurtónlist og þá sem um list þeirra fjalla i fjölmiðl- um til að bindast samtökum um að hætta þvi böðulsstarfi sem margir þeirra hafa undanfarið unniö gagnvart Islenskri tungu. Böðulstarf dægur- tónlistarmanna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN LÆKNARITARI óskast til starfa á handlækningadeild spitalans frá 1. ágúst n.k. Umsóknir ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15. júli n.k. Nánari upplýsingar veitir lækna- fulltrúi handlæknisdeildar. VÍFILSSTAÐASPÍTALI FóSTRA óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á dagheimili fyrir börn starfsfólks. Upplýsingar veitir forstöðukonan simi 42800. Reykjavik, 25. júni 1976. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Húsbyggjendur VÖRUKYNNING OPIÐ sunnud. 27. júní kl. 14-16. Hafið meðferðis teikningar. TILBOÐ - SAMNINGAR húsbyggjendum að kostnaðarlausu Gjörið svo vel - Allt á einum stað IÐNVAL Byggingaþjónusta Bolholti 4 Reykjavík. Sérhæföir á sviði bygg- ingariðnaðar. Allt frá steinsteypu — upp I teppi. Sameiginlegur vöru- sýningarsalur og sölu- skrifstofa um 40 fyrir- tækja. UTIVISTARFERÐIR Laug.d. 26/6 kl. 13. Heiömörk, fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen, Verð 500 kr. Sunnud. 27/6 kl. 13 Þjófakrikahellar eða Kóngs- fell-Þríhnúkar, fararstj. Friðrik Danielsson. Verð 600 kr. Fritt f. börn m. fullorðnum verðu. Hafið góð ljós með. Útivist. Ferðafélags- ferðir Laugardagur 26. júni kl. 13.00 Gönguferð i Seljadal. Auðveld ganga. Fararstjóri: Einar Ólafsson. Verð kr. 700 gr. v/bilinn. Sunnudagur 27. júni 1. kl. 9.30 Ferð á söguslóðir Njálu. Fararstjóri: Haraidur Matthiasson menntaskóla- kennari. 2. kl. 13.00 Gengiö eftir gömlu götunni yfir Hellisheiöi, um Hellisskarð að Kolviðarhóli. Auðveld ganga. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 800 gr. v/bilinn. Lagt upp frá Umferða- miðstöðinni (að austanverðu). Bílstjórar! Óskum að ráða vanan vörubilstjóra. Upplýsingar i simum 8 35 22 og 8 35 46. L0FT0RKA, Skipholti 35 Tilkynning Vegfarendum á Sprengisandsvegi um Sig- öldu skal bent á, að hlið hefur verið sett á veginn hjá Tungnaárbrú vegna virkjunar- framkvæmda og er ónauðsynieg umferð um vinnusvæðið stranglega bönnuð. Hafa skal samband við hliðvörð. Búast má við algjörum, timabundnum lokunum vegarins. Lögreglan i Rangárvallasýslu, Sigöldu. F élagsmálastofnun Reyk ja vikurborgar óskar eftir að ráða konu eða hjón til að sjá um heimilishald fyrir 3-4 systkini að heimili þeirra i Breiðholtshverfi. Syst- kinin eru á aldrinum 14-17 ára. Upplýsingar veitir Karl Marinósson, félagsráðgjafi, Félagsmál^stofnun Reykjavikurborgar, Asparfelli 12, i sima 74544, milli kl. 13 og 14 virka daga. SBK Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 simi 25500 Vélamaður óskast óskum að ráða vanan mann á gröfu Upplýsingar i simum 8 35 22 og 8 35 46. L0FT0RKA, Skipholti 35 Feröir I júli. 1. Gönguferð á Heklu 2.-4. 2. Hvannalindir-Kverkfjöll 3.- 9. 3. Ferð i Fjörðu, Vikur og til Flateyjar. 5.-10. 4. Hringferð um Vestfiröi 9.- 18. 5. Gönguferð á Baulu og Skarðsheiði. 9.-11. 6. Ferð til Aðalvikur og nágrennis. 10.-17. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag islands, öldugötu 3. Simar: 19533 og 11798. VIRPU - BltSKORSHURÐW Laqerstærðlr miðað við jmúrop: ldæð;210 sm x breidd: 240 sm >W3 - x - 270 sm Aðrar stáerðir. srr.fflaðar eftir beiðnt GLUÍ^ASMIÐJAN Siöumúla 20, simi 38220

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.