Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 1
1 ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG „Islendingar brosa sjaldan" . A sumrin ris jafnan smáþorp í Laugar- ialnum og eru ibúar þess af ýmsum þjób- írnum. Útsendarar Alþýðublaösins litu þar við á dögunum og ræddu við nokkra ibúa. Sjá bls. 8og9 3^1 3q I OTLÖND Á afmæli norska „breiðholtsins” Nú eru 25 ár liðin frá þvi fyrstu ibúarnir fluttu inn i Lambertseterhverfið i Osló. Þetta var Breiöholt þeirra Oslóarbúa og harðlega gagnrýnt. Nú er komið annað nljóð i strokkinn. $já b)S- 5 7CZ3S 5Q Lacz pSf soL A að takmarka inntöku í Háskólann? Stór hópur háskólanema virðist ekki vera undir það búinn að stunda nám viö háskóla eða hafa ekki hæfileika til þess. Eða er eitthvaö athugavert við kennsluna þar? Allavega er fallprósentan há. Sjá baksíðu 'C acz Fleiri vilja fá ríkið í hverfið Ibúi i Breiðholtshverfi hringdi og vill endilega að opnað verði „riki” þarna i hverfinu. Hann segir hvitvinsflöskuna vera orðna æði dýra þegar bilakostnaður bætist við verðið. Forstjóri ATVR svarar og segir útsölu væntanlega. Sjá bls. 13 3C3? Nauðsyn eða munaður Sendiherrar okkar og jafnvel starfsfólk sendiráða býr i glæsihúsnæði, sem stund- um er iburðameira og glæsilegra en hjá okkur stærri þjóðum. Er þetta nauðsyn eða munaður? Sjábls.2 □1 >CZD „ O ICZ)c; ,ga LC LJI JL.L'CJ' tj i_1 rjjcmvajco cjjj cjq^^cz) = C3 CT3 t=i <=» rauoggWfvi-I<Q=3 aoaagœBSoo"r ^cgfancj-si-ir-ni: OL. □ 59 dollarar á dag í Bandaríkjaferðum Dagpeningar starfsmanna hækka Ferðakostnaðarnefnd hefur nú nýverið ákveðið dagpeninga til greiðslu ferðakostnaðar rikis- starfsmanna á ferðalögum er- lendis. lEvrópu nema þessir dag- peningar 145 v-þýzkum mörkum og i Ameriku 59 dollurum eða ná- lægt 11 þúsund krónum i Islenzkri mynt-. Þótt dagpeningar þessir nægi ekki til að lifa neinu kóngalifi eru þeir þó allriflegir miðað við það sem sauðsvörtum almúganum er ætlað til daglegra þarfa. Gert er ráð fyrir að fólk sem bregður sér utan I sumarleyfi á vegum ferða- skrifstofu lifi af 1360 krónum á dag. Má segja að rikisvaldið geri með þessu ráð fyrir að tvennt ó- líklegt sé að vera starfsmaður þess eða einhver Jón Jónsson i hreinsunardeildinni. En allavega er vandséð hvaða rök Uggja að baki þeirri ákvörðun að mismuna fólki svo stórlega þegar reiknað erút hvaðþað þurfi aðhafa mikið umleikis til að dvelja erlendis. Þótt ríkisstarfsmönnum sé ætl- að aö greiða gistingu af þessum dagpeningum sinum réttiætir það varla þennan gifurlega mismun. Upphæð dagpeninga rikis- starfsmanna sem dvelja erlendis til þjálfunar — eða eftirlitsstarfs er76vestur-þýzkmörk ef þeir eru i Evrópu en 32 dollarar vegna dvalar í Bandarikjunum. Mun sú upphæð einkum ætluð til matar- kaupa og svarar til tæplega sex þúsund isl. króna. Fólk sem fer i þriggja vikna ferð til Spánar og býr I Ibúð fær 9.500 peseta i yfir- færslu eða um 26 þúsund krónur. Auk þess getur það fengið matar- miða fyrir 100 peseta á dag eða liðlega 270 krónur. __sq Norðurlína Allstór og falleg loðna en a miklu dýpi Allmargar sæmiiegar loðnu- torfur fundust I fyrrakvöld við is- röndina þar sem hafrannsóknar- skipið Bjarni Sæmundsson hefur verið við loðnuleit að undanförnu. í frétt frá Hjálmari Vilhjálms- syni leiðangursstjóra segir að við isröndina 85 sjómilur 310 gráður réttvisandi frá Straumnesi hafi þessar torfur fundizt, en á all miklu dýpi. Allviða á leitarsvæð inu hefur orðið vart við loðnu og mest i kalda sjónum næst isnum 1 fyrrinótt var svo leitað grennd við þennan stað, en ekkert fannst á minna en 150 metra dýpi og flestar voru torfurnar á sama dýpi og daginn áður. Þarna reyndist vera allstór og falleg loðna, full af rauðátu. Með- allengd hennar er um 15 sm. Þetta er, að sögn Hjálmars, mun stærri loðna en fékkst fyrir nokkrum dögum og sagt var frá i fréttum. — BS Sjúkraþjálf- un: Ný náms- braut við Hákskólann Námsbraut i sjúkra- þjálfun tekur til starfa við Háskóla tslands á hausti komanda. Nám til loka- prófs — B.S. prófs — í þessari námsgrein verður lokið á f jórum árum. Fyrst um sinn verða aðeins inn- ritaðir 18 nýir nemendur til námsins á hverju hausti. Um- sóknum um innritun nú i haust skal skila á skrifstofu Háskóla Is- lands á timabilinu 1. — 15. júli næstkomandi, og auk venjulegra innritunargagna skulu umsækj- endurskila upplýsingum um fyrri störf svo og heilbrigðisvottorði. Svör við umsóknum munu verða send umsækjendum fyrir 1. ágúst. EB. kemst í gagnið Séð frá spennistöð við Vatns- hamra í Borgarfirði. Byggðalina til vinstri. Snæfellsneslina til hægri. Sjá frétt á blaðsiðu 3 Rafmagnið hækkar Frá og með 1. júli hækkar heild- söluverð á raforku frá Landsvikj- un um 15%, en auk Rafmagns- veitu Reykjavikur kaupa Raf- magnsveitur rikisins og Rafveita Hafnarfjarðar þaðan orku. Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri sagði i samtali við Alþýðublaðið, aðfi á og með sama tima hefði fengizt leyfi fyrir 11% hækkun útsöluverðs i Reykjavik. Nokkuð er siðan Rafveitan sótti um hækkun. Aðalsteinn kvaðst ekki reikna með að hækkun heild- söluverðsins yrði til þess að Raf- veitan bæði um viðbótarhækkun enda fylgdi útsöluverð ekki hækkun á heildsöluverði að öllu jöfnu. —SG Fleiri bankastjórar A fundi bankaráös Búnaðar- bankans i gær var Þórhallur Tryggvason forstöðum aður stofnlánadeildar kjörinn banka- stjóri Búnaðarbankans. Hér er um að ræða fjölgun banka- stjóra við bankann, i samræmi við nýlega samþykkt lög um hann frá Alþingi. Þórhallur hefur um langt skeið gegnt störfum bankastjóra þegar forföll hefur borið að höndum. —EB II - Slmi 811

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.