Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 9
alþyóu- blaóió Þriðjudagur 29. júní 1976. VETTVANGUR 9 Inger Hilstad og Harald Böhn soknuOu bjórsins, en þótti aftur á móti ódýrt i strætó. Lausn á húsnæðisvandanum? nds- tku. vera ’olly skur þau luðu Það búin t ár. ds i innu i en allið þau ) að gáfu u að ekið sem hafa nilli , en aæst þau til cona lefði una. i en a til uga og fóru þau nú að lesa sér til um land og þjóð. Varð þetta til þess að þau ákváðu að koma. Sögðu þau að eftir að hafa verið hér i þennan tima, tækju þau fylli- Íega undir orð vinstúlku sinnar. Við spurðum þau að endingu hvort þau byggjust við að koma hingað aftur, og þótti þeim það ekki ósennilegt, sögðu þau, að svo lengi sem ekki væri skortur á heitu vatni á tslandi mættum við eiga von á þeim aftur — svo mörg voru þau orð. Sakna bjórsins. Við komum að þar sem ungt par var i óðaönn að pakka saman tjaldi sinu, þau hétu Inger Hilstad og Harald Böhn, háskólastúd. frá Þrándheimi I Noregi. Þau höfðu dvalizt hér i þrjá daga er við hittum þau og var ætlunin að vera hér i þjár vikur. Hugðust þau fara hring- inn i kringum landið, auk þess að skreppa til Vestmannaeyja. Voru þau ánægð með þau kynni sem þau hefðu haft af landinu þann stutta tima sem þau voru búin að vera, sérstaklega voru þau undrandi yfir þvi, hvað ó- dýrt væri að ferðast með strætisvögnum i Reykjavik. Sögðu þau að það væri þrisvar sinnum dýrara i Noregi, en annars virtist þeim sem verðlag væri mjög svipað þvi sem gerðist i Noregi. Við inntum þau eftir þvi, hvort þau söknuðu ekki bjórsins. Sögðust þau örugglega koma til með að sakna þess að geta ekki keypt hér áfengan bjór, þau væru vön þvi að drekka mikið af honum, eins og Norð- menn munu vist almennt gera, en minna af vinum, sterkum sem léttum. Einnig sögðust þau hafa lent i vandræðum með að útvega sér spritt á primus sem þau væru með. Þótti greinilega sem það væri fulllangt gengið i áfengisvörnum. Sögðum við þeim að hér notuðust allflestir við gastæki á ferðalögum og heyrðu hitunartæki sem þeirra brátt liðinni tið, og að kannski væri það ein ástæðan til þess að- tslendingar eru skrltnir og skemmtilegir, sögðu þau Polly og Sky. spritt jægi ekki á lausu hér um slóðir, þó að hægt væri að fá það keypt i apótekum i litlum mæli og dýru verði. Of fáir Þjóðverjar. Við hittum K.H. Hieger, þar sem hann lá i næðingnum, við tjald sitt. Hann er frá Osnabriik i V- Þýzkalandi og kom til tslands á- samt tveimur öðrum Þjóð- verjum hinn 12. júni. Ætla þau að vera hér i hálfan mánuð. Mjög fallegt við Mývatn. Þann tima, sem Hieger og félagar hans hafa verið á land- inu, hafa þau notað vel til ferða- laga. Þau fóru norður og komu fyrst til Akureyrar, þaðan til Mývatns og svo til Húsavikur. Veðrið var sérstaklega gott fyr- ir norðan og fannst honum náttúrufegurðin mikil, sérstak- lega þó við Mývatn. Þegar þau komu suður aftur, skoðuðu þau Gullfoss og Geysi, fóru svo til Þorlákshafnar og þaðan með fiskibát til Vest- mannaeyja. Hafði heyrt um vinstri stjórn. Við spurðu nú, hvernig honum þætti að vera á Islandi. Honum fannst mjög dýrt hér. Þau fengu ekki nema 400 mörk i gjaldeyri (sem er um 27.000 krónur ) á mann, svo hann sagði, að þau lifðu ekki óhófslifi af þeim peningum. Að öðru leyti hafði hann ekkert annaö en gott eitt að segja um ísland og Islendinga. íslendingar væru mjög vin- gjarnlegir en þeir brostu mjög sjaldan. Það væri liklega vegna þess hvað landið er harðbýlt. Þau hefðu verið mjög heppin með veður (þar til þá um nótt- ina) og það eina, sem hann gæti sett út á, væri það, að svo litið væri um Þjóðverja. Þegar hann var fyrir norðan hitti hann ekki einn einasta Þjóðverja og ekki nema 4 eða 5 hér i Reykjavik. Hann sagðist 'hafa heyrt, að kommúnistar væru i stjórn hér á landi og einnig hafði hann heyrt um þorskastriðið. Við sögðum honum, að þá stjórn sem sæti hér að völdum, væri tæplega hægt að kalla kommú- nistiska og virtist bonum létta við þær upplýsingar. Vill gjarnan koma aftur. Hieger sagðist mundu fara heim á laugardaginn og spurð- um við hann að lokum, af hverju hann hafi komið til tslands. Hann sagðist vera mikill að- dáandi N-Evrópu. Hann hefur áður komið til Danmerkur, Svi- þjóðar og Finnlands og fannst þvi timi til kominn að skoða ís- land. Hann segir, að mjög fáar ferðaskrifstofur sjái um ferðir til tslands i Þýzkalandi, og vissi hann bara um tvær. Væru þær i Miinchen. Hann kvaðst hafa átt góða daga hér á landi i þetta skipti og vildi gjarnan koma aftur. Að tjalda því sem til er. Nokkuð frá öðrum tjöldum á svæðinu, sáum við eitt heljar stórt tjald. Liturinn á þvi var bleikur og frekar ljótur. Við tókum einn ibúa þess tali, og reyndist hann vera islenzkur. Hann sagðist vera úr Reykja- vik en væri að flytjast úr landi til Noregs. Þar hefurhann verið áður, bjó þar i fimm ár áður en hann fluttist til Islands aftur fyrir tveimur árum. Var hann búinn að ráðstafa þeirri ibúð, sem hann hafði og ætlaði að leigja sér herbergi i einn til tvo mánuði en ekki tekist. Varð hann þvi aö kaupa sér þetta tjald, sem er islenzk fram- leiðsla. Tveggja vikna gamalt og tvisvar rifnað. Við fórum að spyrja út i litinn, af hverju hann hefði valið svo hræðilegan lit. Hann sagði, að tjaldið hefði upplitast svona, upphaflega hafi það verið rautt. Svo hafi það rifnað tvisvar sinnum þessar tvær vikur, sem það hafi staðið. Þætti honum þetta léleg nýtni og yrðu islenzkir framleiðendur að vanda betur til vinnu sinnar, ef þeir vildu að fólk keypti islenzka framleiðslu. Hann vildi helzt ekki láta nafns sins getið. gek — ATA ljósm. AB — ATA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.