Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 13
bia^fö1 Þriðjudagur 29. júní 1976. 13 \ allir sitji þar við sama borð, þá sitja menn bara mishátt við þetta borð. Nú vilja margir fá gjaldkera Nato upp að háborðinu, en aðrir segja að við höfum ekkert með slikt fjármagn að gera, við verðum bara að bretta upp ermarnar. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni, að það hafi nokk- uð margir gert slikt fyrir löngu siðan, og hafi jafnan gengið með þær uppbrettar. En það er kannske þegar röðin kemur að hinum, sem ekki eru vanir þvi að bretta upp ermarnar eða herða sultarólina, að þá verði þeim hugsað til þess hvort „bræðraþjóðirnar” séu nú ekki aflögufærar, svo verði hjá þvi i að mæta erfiðleikunum af eigin raun. Ég er ekki einn þeirra, sem rituðu nafn sitt undir plaggið Varið land, og ég er einn þeirra, sem ekki gengu frá Keflavik til Reykjavikur á dögunum. Það er ekki þar með sagt að ég sé einn þeirra, sem enga skoðun hafa á þessum málum. Min skoðun er sú, að i fyrsta lagi sé þaö réttara að vera i Nato eins og sakir standa -og i öðru lagi, að við munum verða þar áfram hvort sem okkur likar betur eða ver. Valdapólitik stórveldanna er nefnilega eins og leikur sem lýtur sinum eigin leikreglum, og þótt okkar vilji væri annar, þá ættum við ekki annara kosta völ. En hitt er svo annaö mál, að við leggjum Atlanzhafsbanda- laginu til dýrmæta herstöð þar sem er landfræðileg lega ís- lands. Hvað hverri islenzkri rikisstjórn og fjármálastjórn Nato semst um varðandi sam- eiginlegar framkvæmdir sem lúta að veru okkar i Nato má ræða umhverju sinni. En ég tel rétt að gera það utan allrar um- ræðu um efnahagslega stöðu is- lenzka rikisins annars vegar og kostnaðaráætlana Nato um rekstur flugvélamóðurskipa ef Island fer úr Nato hins vegar. Það er lika dæmi um rétta eða ranga röð. Bjarni Sigtryggsson. minnst á járnasamsafnið, soðið saman á fjölbreytilegasta hátt! Nú þvi er ekki að neita, að þegar til tónlistarinnar kemur, er okkur gömlu sveitabörnum og einkum þeim, sem i hrossa- héröðum höfum alizt, kunnugt ýmislegt af þvi, sem nýtizku listamennirnir nota sem „tema cum variationem”. Hér sýnast hafa komið að góðu gagni svipuö vinnubrögðog „kúklista- maðurinn” hagnýtti eða Gisli ritstjóri, þegar hann tók viðtalið við Korpúlfsstaðabola á stál- þráðinnforðum.sem sé óbeizluð náttúruh ljóö! Hér er þvi sannarlega um talsvert auðugan garð að gresja, og ætti hver og einn að geta fundið eitthvað, sem fellur að hans eða hennar smekk. Tvennt i þessum opinberu listtúlkunum má þó vera sak- lausum sveitamönnum nokkur ráðgáta. Annað er, að til skuli vera þeir, sem leyfa sér að „skemma listaverkin” og hitt, hvernig þaö mátti eiginlega takast! Máske hvarflar að ein- hverjum, sem ekki eru nógu þjálfaöir i mati á listinni hreinni, eins og hún nú er túlkuð, að hreinsunardeild borgarinnar hafi ef til vill ekki verið svo blá, þegar allt kom til alls! En aðalatriðið er, að við höfum haldið listahátið með pomp og pragt, og það er ekki alveg ónýtt, sem landkynning, að hafa getað komið öðru eins i framkvæmd. Þeir, sem halda, að hér búi bara eintómir Eski- móar, skulu bara koma I bakariið! Það er, sko, ekki ónýtt, að geta annað eins á tveggja ára fresti. Oddur A. Sigurjónsson kemur áfengis- Breiðholti? Liggur Dér eítthvað á hiarta Hafðu þá samband við Hornið Hvenær útsala í ,,Bakkus” i Breiðholti hringdi: Við verðum svo sem varir við þaö hérna i Breiðholtinu að margir vilja telja okkur annars flokks borgara og telja það ein- tóma heimtufrekju þegar við erum aö fara fram á ýmsar lag- færingar. En við borgum okkar skatta og skyldur ekki siður en aðrir og viljum fá þá þjónustu sem okkur ber. Það er ótalmargt sem vantar hér í Breiöholtshverfin. Samt er Viðskiptavinur Alþýöubrauð- gerðarinnar hringdi og kvaðst vilja koma á framfæri opinber- lega kvörtun undan lakri þjón- ustu þess fyrirtækis. Mál er þannig vaxiö að Al- þýðubrauðgerðin hefur opið á' laugardagsmorgnum þótt mjólkurbúöir séu lokaðar og selur þar helztu mjólkurvörur ásamt brauði og kökum bakari'sins. Þessi viðskiptavinur var á ferð i búöinni s.l. laugardag og beið eftir þvi að röðin kæmi að honum. Auk ýmissar annarrar vöru ætlaði hann að kaupa tvo potta af undanrennu. Meðan hann beiö sá hann að það var kassi meö nokkrum undan- rennupottum á gólfinu þar sem búið að gera talsvert og ber að þakka fyrir það. En mér finnst það hart að ekki skuli búið að opna riki hér uppfrá. Verðiö á vini er orðið svo óguðlega dýrt, að þaö er ekki nema sanngirnis- krafa að hafa útsölur á fleiri stöðum en nú er. Hún er oröin skratti dýr hvitvinsflaskan sem ég var að kaupa áðan þvi af sérstökum ástæðum þurfti ég aö flýta mér mjög og varð þvi aö kaupa mér leigubil. Er ekki kominn timi til að Afengisverzlunin geri eitthvað mjólkin stendur (ekki geymd i kæli). Þegar röðin svo loks kom að honum bað hann fyrst um undanrennuna. Afgreiðslukon- an leit viö, sá undanrennuna i kassanum, en flýtti sér með hana bak viðogkom svo til baka og sagði: Þvi miður.það er öll undanrenna búin. Ég var ekkert að þakka kon- unni lygarnar. Hún má hafa sinar aðferðir við að taka frá vörur fyrir sig og sina, en i mih- um augum er þetta ósmekkvisi, sem veldur þvi, að ég mun ekki leita i þessa verzlun framar. Ég fór i staðinn upp i Njarðar- bakari við Njarðargötu, þótt það væri nokkuð löng ganga, en þar eru lika seldar mjólkurvör- ur um helgar, sagði maðurinn. til að bæta þjónustuna við viö- skiptavini sina? Homið hafði samband við Jón Kjartansson forstjóra ATVR og spurði hvenær opnuö yrði útsala i Breiðholti. Hann svaraði þvi til, að Reykjavjkurborg væri búin að ætla ATVR lóð i Breið- holti. Ekki yrði þó nein útsala opnuð þar á þessu ári og ekki á- kveðið hvenær það yrði. Hins vegar virtist þurfa að fjölga út- sölum i borginni og það þaö kæmi að þvi að útsölur opnuðu i Arbæjar- og Breiöholtshverfi. Vel gerður sjónvarps- þáttur BV hringdi: Sjónvarpsþáttur á sunnu- dagskvöld sem var stjórnað af Magdalenu Schram og þar sem sýnd voru nokkur úrvalsatriði af siðustu Listahátið, var óvenjulega skemmtilegur. Það var kostur við þennan þátt að atriðin voru stutt og þarna var augljóslega stiklað á þvi bezta. Svona þáttum hefur oft hætt við að veröa langdregnum, og þaö ermikill kostur þegar það er ekki. Svona eiga listkynningarþættir að vera. ÓALÞÝÐLEG AFGREIÐSLA f ALÞVÐUBRAUDGERÐINNI HRINGEKIAN Bezt vaxni maður í heimi? t „Örkin hans Nóa” á far- aldsfæti — Ja, þaö skeður nú margti henni Ameriku. Nú sföast átti að flytja örkina hans Nóa, eftir- líkingu vitanlega, úr einum skemmtigarði i annan i Los Angeles borg. Flutningunum var aflýst vegna rigningar. í fangelsi vegna hunds Þritugur hollenzkur skransali Ian Hendricks varð fyrir þvi óláni á dögunum að vera dæmdur til þess að eyða sumar- frii sinu innan brezkra fangelsismúra. Það sem leiddi til þessa, var að Hendricks kom til Englands með hund sem hann smyglaði fram hjá sóttvarnaryfir- völdunum. Breska lögreglan veittihundinumathygli þar sem hann hljóp um á tjaldstæði i einu af úthverfum Lundúna. Hendricks var handtekinn og dæmdur til að greiða 120 þúsund krónur i sekt. Þegar i ljós kom að hann átti ekki fyrir sektinni var honum umsvifalaust stungið inn. Arnold Schwarzen- egger, sem margir á- lita að hafi heimsins best byggða karl- mannslikama iðkar lyftingar á hverjum degi. Fyrst jafnhattar hann 100 kg, siðan lyftir hann 200 kg með hryggnum og siðast 300 kg meðfótunum. Þetta gerir hann bara til þess að halda sér i formi. Schwarzenegger er 28 ára.veg- ur 115 kg , brjóstmálið er 140 cm, og ummál upphandleggs- vöðvanna er 55 cm. Þetta hefir gert hann að „Herra Heimur” einu sinni, „Herra Alheimur” fimm sinnum og „Herra Olympus” sex sinnum. Hann hefir ekki tapað keppni um best byggða Ukamann” i átta ár. Hann hefir nú fengiö hlutverk i mynd bandariska leikstjórans Bob Rafaelsson „Stay hungry” — Þetta er min fyrsta mynd, segir Schwarzenegger,ég vona að hún verði ekki sú siöasta. Ég byrjaöi á likamsþjálfuninni fyrir þrettán árum, nú gæti ég vel hugsað mér að byrja á ein- hverju nýju. — En hvað skeður þegar likamsþjálfuninni er skyndilega hætt og breytt er um lifnaðar- hætti? Um 50% af vöðvunum hverfur en hitt heldur sér nokkurn veginn. Það er þó ekki um það að ræða að hætta likamsþjálfuninni fyrir fullt og allt, segir Scnwarzenegger, þetta er eins og hver önnur della sem þú losnar ekki svo auöveld- lega við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.