Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1976, Blaðsíða 4
4 ÍÞROTTIR SPENNAN HELZT í ÍSLANDSMÓTINU Spennan i Islandsmótinu heldur áfram. Framarar sáu til þess i gærkvöldi. Þá léku Valur og Fram siðasta leikinn i fyrri umferð Islandsmótsins. Jafn- tefli varð, 1-1, og máttu Vals- menn þakka fyrir stigið, sem þeir fengu. Ingi Björn skorar Veður var ekki sem bezt fallið til knattspyrnuiðkana á Laugar- dalsvellinum í gær. Voru marg- ir búnir að spá þvi, að róðurinn myndi reynast þungur fyrir Valsmenn, ef veðrið yrði óhag- stætt, þar sem þeir leika mjög nákvæma og fina knattspyrnu og slæm veðurskilyrði há sliku liöi. Þessar spár reyndust rétt- ar. Valsmenn náðu aldrei flug- inu og voru Framarar miklu sneggri á boltann og ákveðnari. Talsvert mikið þóf var á vell- inum og það var ekki fyrr en á 8. minútu, að fyrsta marktækifær- ið kom. Þá fékk Kristinn Jör- undsson boltann einn og litt valdaður inn fyrir vörn Vals- manna en skot hans mistókst. Minútu siðar kom svo fyrsta markið. Ingi Björn Albertsson átti frábært skot af 30 metra færi út við stöng. Skömmu siðar prjónaði Ingi Björn sig aftur i gegn en Framarafótur stöðvaði hann rétt áður en skot átti að riða af. Mikið þóf. Nú upphófst mikið þóf og voru Framarar meira með boltann, en án þess að skapa sér teljandi færi. Sóknir Valsmanna voru færri, en beittari. Seinni hálfleikur var mjög svipaður þeim fyrri. Framarar meira meö boltann en fá hættu- leg tækifæri. A 26. minútu komst Guðmundur Þorbjörnsson einn innfyrir og var kominn I gott færi en hann taldi Hermann Gunnarsson i enn betra færi og gaf þvi á hann, en Hermann hitti ekki knöttinn. Framarar jafna. A 30. minútu áttu Framarar sitt bezta tækifæri i leiknum. Eggert Steingrimsson átti þá hörkuskot að marki sem fór i varnarmann Valsmanna og þaðan til Rúnars Gislasonar sem skaut framhjá. A 35. min- útu var gefin sending fyrir Vals- markið og virtist manni Sigurð- ur Dagsson ætti aö hafa knött- inn, en Marteinn Geirsson náði að skalla i boltann og yfir Sig- urð. Eftir þetta skiptust liöin á að sækja og litlu munaði, rétt fyrir leikslok, að Guðmundi Þorbjörnssyni tækist aö skora sigurmark Valsmanna. Komst hann einn innfyrir en hafði Mar- tein á hælunum. Var Guömund- ur greinilega oröinn þreyttur og skot hans misheppnaöist. Stundum hefði Guðmundur skorað úr lélepra færi en þetta var. Þannig urðu úrslitin jafntefli, 1-1. úrslit, sem e.t.v. má segja aö hafi verið sanngjörn, þvi þrátt fyrir aö Framarar hafi verið mikið meira með boltann, áttu þeir ekki ýkja mörg færi. Liðin. Það fór svo, aö Valsmenn voru skotnir niður á fluginu. Sjálfsagt hefur veðrið átt ein- hvern þátt f þvi svo og hversu völlurinn var háll. Þetta var ekki liðiö, sem áhorfendur komu til að sjá, en áhorfendur voru fleiri, en undirritaöur hefur áð- ur séð á nýja Laugardalsvellin- um. Sigurður virkaöi óöruggur I markinu og Hermanni voru oft æöi mislagðar fætur I leiknum. Langbeztur sóknarmanna Vals var Ingi Björn. Honum fer fram með hverjum leik og er furöu- legt, að hann er ekki kominn i landsliðshópinn. Einnig var Albert mjög drjúgur. Hjá Frömurum var Marteinn Geirsson beztur sem svo oft áð- ur. Einnig var Jón Pétursson sterkur, greinilega aö komast i æfingu. I framlinunni er Pétur Ormslev góður og afar efnilegur leikmaður. Rúnar Gislason er fljótur og Eggert Steingrimsson er sjálfsagt leiknasti framlinu- maður Framliösins. Framliðiö er ákaflega duglegt lið, hver leikmaöur geriö sitt bezta og leikgleðin er mikil. Aftur á móti er knattspyrna þeirra ekki beinlinis til að gleöja augaö. Dómari leiksins var Bjarni Pálsson, og er yfirferð hans á vellinum engan vegin nógu mik- il og dæmdi hann eftir þvi. alþýóu* Þriðjudagur 29. júní 1976. blaóiö r -------------- Teitur með tvö A laugardaginn léku Akurnes- ingar við KR-inga á Akranesi. Bæði liðin áttu góð tækifæri og réttlátustu úrslitin hefðu ef til vill verið jafntefli. Þaðvarekkifyrr en á 33. min- útu, aðfyrsta markið kom. Lék þá Karl Þórðarson á vörn KR-inga og gaf á Teit, sem var i opnu færiog átti auðvelt með að skora. Lagiega gert hjá Karii. Seinni hálfieikur var ekki orð- inn gamall þegar Skagamenn bættu viö ööru marki. Var Teit- ur þar aftur á ferö. Hann skor- aöi meö föstu skoti eftir horn- spyrnu Karls. Ef til vill mætti segja, aö Magnús Guðmunds- son, markvöröur, heföi átt aö taka boltann strax eftir horniö, en hann hikaði og voru þetta einu mistök Magnúsar i leikn- um. KR-ingar undu ekki við þetta og sóttu nú öllu meira en Skaga- menn. A 35. mínútu uppskáru þeir árangur erfiöis sins. Jó- hann Torfason skoraöi þá eftir fyrirgjöf Hálfdáns örlygssonar. 1 KR-liöinu voru þeir Halldór Björnsson og Ottó Guömunds- son beztir, ásamt Magnúsi markveröi. Hjá ÍA var þaö Karl Þóröar- son og auk þess baröist Teitur vel og skoraöi bæöi mörkin og er þannig farinn aö blanda sér I einkabaráttu þá, sem Valsmenn hafa háö um markakóngstitil- inn. ATA Mistókst vítaspyrna 1 fyrradag leiddu saman hesta sina Vikingur, sem er i næst- efsta sæti 1. deildarinnar, og FH, sem er i næst neðsta sætinu. Leikurinn fór fram á Laugar- dalsvellinum. Vikingar sóttu mun meira og sköpuðu sér all- mörg góð færi, en mistókst að skora. Háloftaknattspyrna Knötturinn var i hávegum haföur mestallan leikinn, þ.e. mikið varum spörk upp 1 loftið. Var oft eins og um keppni I þvi að halda boltanum eins langt frá jörðinni einslengi og hægt væri, væri að ræöa. Vikingarnir, sem komu mun betur út úr leiknum en FH-ingarnir, ollu samt von- brigðum. Virðist vanta allt leik- skipulag hjá þeim. Þeir hafa allmörgum ágætisknattspyrnu- mönnum á að skipa, en of mikiö er um tilviljunarkenndar spyrn- ur út i loftið hjá þeim. Ef þeir laga það og bæta um leið leik- skipulag sitt, verða þeir mjög góöir. FH-ingarnir böröust eins og grenjandi ljón i þessum leik, en greinilegt var, að þeir léku upp á jafntefli. Vegna þessarar miklu baráttu, varö leikurinn mjög grófur.oghaföi dómarinn, Guðjón Finnbogason, ekki nógu góð tök á honum. Leyfði hann mörg gróf broti upphafi leiksins og þvi gengu leikmenn beggja liöa á lagið og undir lokin mun- aði oft litlu, að til hreinna handalögmála drægi. Bókaöi hann þrjá leikmenn i leiknum, tvo Vikinga og einn FH-ing. Eins og fyrr segir, áttu Vik- ingar nokkur góð færi, en eitt þeirra var þó bezt. Þeir fengu viti, en Eirikur Þorsteinsson skaut hárfint framhjá. Var þetta I lok leiksins og hefði ekki veriö ósanngjarnt, að Vlking- arnir heföu unnið með þessu marki, þar sem FH-ingar áttu sárafá færi og ekkert opið. Liðin í Vikingsliöinu sköruðu fáir framúr. Liöið var nokkuö jafnt og gott en eins og fyrr segir vantar leikskipulagið hjá þeim. Einna beztur var Stefán Halldórsson. Hjá FH-ingum voru Janus Guðlaugsson, Ómar Karlssonog Ólafur Danivalsson beztir að vanda. ATA Hinrik sendi Þrótt- ara stiglausa heim Eftir siðustu helgi eru Þrótt- arar enn án stigs i fyrstu deild. Þeir léku sinn áttunda leik i deildinni á sunnudagskvöldið gegn UBK i Kópavogi. Fram á siöustu sekúndur héldu Þróttar- ar i annað stigið en Hinrik Þór- hallsson sá um að stiglausir fóru Þróttarar heim. 1:0 — Fyrsta mark leiksins kom á 4. min. Hinrik Þórhallss. skoraöi með laglegum bolta. 1:1 — Þorvaldur Þorvaldsson jafnaöi fyrir Þrótt er um hálf- timi var liðinn af leiknum. 1:2 — Rétt fyrir leikhlé tókst Þrótturum aö komast yfir meö marki Þorvalds Þorvaldssonar. 2:2 — Blikarnir jöfnuðu stuttu eftir að siöari hálfleikur hófst, var þar Hinrik á ferö enn á ný. 3:2 — Sigurmarkiö kom svo rétt fyrir leikslok og enn var þar aö verki Hinrik Þórhallsson. Þrátt fyrir tapið eru Þróttar- ar I greinilegri framför, heföi ekki verið ósanngjarnt þó þeir heföu fengiö annaö stigið. jeg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.