Alþýðublaðið - 06.07.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 6. júlí 1976 Islenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Undanfariö hefur i fjölmiölum verið allmikið talað um Axar fjörð eða öxarfjörð og greinir menn á um hvor orðmyndin sé réttari. Hefur þessi ágreiningur m.a. orðið tilefni blaðaskrifa: 1 Dagblaðinu var gerð tilraun til að varpa ljósi á máliö og var þar fremur mælt með notkun mynd- arinnar öxarfjörður, þar sem hún sé upphaflegri. — Anægju legt er að sjá blaðamenn — sem flestir gera sér far um að atyröa fyrir málfar — sýna tungunni slikan áhuga. Tmsir hafa beðið mig að fjalla um þessi heiti og er skylt að verða við þeirri bón. Raunar hefur áður verið talað um þetta örnefni i þættinum, þvi að Bjarni Einarsson gerði á sinum tima itarlega grein fyrir þvi. Og frá honum hef ég megnið af minni visku i þessu efni. Eignarfallsmyndin öxar- er eldri og að fornu munu engin ör- nefni hafa byrjað á Axar-. Sú orðmynd er þó alls ekki ný af nálinni. I Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vidalin, sem rituð er i upphafi 18. aldar er alltaf talað um Axarfjörð. Hins vegar er heitið öxarfjörður einhaft á uppdráttum af íslandi, a.m.k. fram á siðari helming 18. aldar. Er þá skrifað öxarfjörður á uppdrættinum i Ferðabók Egg- erts og Bjarna. En á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, sem geröur var nokkru fyrir miðja 19. öld, stendur Axarfjörður. Ekki hafa þó allir sætt sig viö nafniö Axarfjörður, þvi að Þor- leifur Jónsson, sem varð prest- ur á Skinnastað 1881 og var merkur fræðimaöur, mun hafa gengist fyrir þvi að gerð var sveitarsamþykkt um að halda uppi nafninu öxarfjörður, og það heitir hreppurinn nú á máli yfirvalda. Af framansögðu ætti að vera ljóst aö báðar þessar nafn- myndir mega teljast réttar. Eðlilegast væri að nota þá sem heimamenn telja rétta, en þrátt fyrir téöa sveitarsamþykkt eru þeir engan veginn á einu máli. Get ég þvi ekki ráðlagt mönnum annað en aö hver noti áfram þá mynd sem hann er vanur. Nema þá að heimamenn geri nýja sveitarsamþykkt og löggildi aðra hvora, geri aðra könnun á þvi hvort Islenskt mál fer að lögum. Keldhverfingur sættir sig ekki við það orðalag eins dagblaösins að sprungur séu á vfö og dreif á Kópaskeri. Segir hann aö fénað- ur geti verið á við og dreif en ekki sprungur. Það er rétt að samkvæmt uppruna þessa orðatiltækis mun ekki hægt að nota þaö nema um hluti eða verur sem fyrst voru i einum hnapp en dreifðust siðan. Hins vegar hefur hér orðið sú merkingabreyting að I máli flestra landsmanna merkir orðatiltækiö á við og drcif sama og viöa.Tel ég of seint að hamla gegn þessari breytingu nú. Hin illræmda þágufallssýki kemur fram i þeim orðum sem standa með ópersónulegum sögnum. Nýlega var I Morgun- blaðinu auglýsing sem hófst með þessur orðum: „Ung- mennafélaginu Einherjar Vopnafirði vantar góðan þjálf- ara....” Með sögninni vanta er talið rétt að nota þolfall: Mig vantar — ungmennafélagið vantar.Hitt er meira matsatriði hvort einkunnin, nafn ung- mennafélagsins, á að beygjast með aðalorðinu eða vera óbeygt; en mér hefði fundist fara best á þvi að segja: Ung- mennafélagið Einherja Vopna- firði vantar góðan þjálfara. Katrin Stefania Klemensdóttir, sem er nemandi I Gagnfræða- skóla Selfoss, spyr hvort réttara Öxar- fjörðu sé að segja: Tindinn ber við himin eða tindurinn ber við himin, þ.e.a.s. hvort sögnin sé ópersónuleg eða ekki. Þvi er til að svara að rétt er talið að segja: Tindinn ber við himin. Þótt ég sé á engan hátt að vanþakka það að fá bréf vil ég benda Katrinu Stefaniu á að hún hefði að öllum likindum getað skorið úr þessu»aðstoð kennslu- bóka sinna. A bls. 60 i Málfræði Björns Guðfinnssonar er þess getið aö fyrir komi að ópersónu- legar sagnir séu notaðar sem persónulegar væru. Og eitt af dæmunum, sem tekin eru þar, er: Esjan ber við himin. Er skýrt fram tekið að þetta sé röng málnotkun, rétt sé að segja: Esjuna ber viö himin.Og á bls. 96 i bók Gunnars Finn- bogasonar Málið mitt, er þetta dæmi: Reykinn ber við himin. Katrin Stefania spyr einnig hvort ekki sé alrangt að segja: Hvað erum að ske. Þeirri spurningu svara ég- hiklaust játandi; þetta orðatil- tæki er alger málleysa; i fyrsta lagi er danska sögnin ske vafa- söm islenska og i öðru lagi merkirhún að gerast.Og enginn islendingur ber sér i munn spurninguna: Hvað er um að gerast? Rétt er að segja: Hvað er um að vera? Hvað er að ger- ast? og jafnvel: Hvað er að ske? En þessi sögn er óþörf i málinu og fremur til lýta. eða Axar- r Landsýn-Alþýðuorlof: VIUA FRJÁLSARI Aðalfundur Alþýðuorlofs var haldinn 30. júni s.l. að Hótel Sögu. Fundarstjóri var Snorri Jónsson, framkvæmdarstjóri Alþýðusambands Island en fundarritari Sigurjón Péturs- son, borgarrfulltrúi. A fundinum flutti formaður Alþýðuorlofs, óskar Hallgrims- son, skýrslu stjórnarinnar um starfsemi samtakanna siðasta starfstimabil árin 1974 og 1975. í skýrslunni kom fram að aðild aö Alþýðuorlofieiga nú um 85 félög innan A.S.I. og 3 landsambönd og er félags- mannatala þeirra yfir 30 þús. Þá eiga aðild að orlofs- samtökunum aðilar utan A.S.í. þ.e. Iðnemasamband Islands og Bifreiðastjórafélagið Frami. A aðalfundinum var sam- þykkt að veita Verkstjóra- sambandi Islands aðild aö sam- tökunum. Ennfremur var sam- þykkt að bjóða Bandalagi starfsmanna rikis og bæja (BSRB) aðild að Alþýðuorlofi. Þá var I skýrslu stjórnarinnar gerð itarleg grein fyrir rekstri Ferðaskrifstofunnar Landsýn h.f. en eins og kunnugt er á og rekur Alþýðuorlof ferða- skrifstofuna. Endurskoðendur Álþýðuorlofs REGLUR lögðu fram reikninga samtak- anna fyrir árin 1974 og 1975 og gerði Magnús Geirsson grein fyrir þeim. Kjartan Helgason, fram- kvæmdastjóri Landsýnar h.f. gerði grein fyrir reikningum fyrirtækisins fyrir árin 1974 og 1975. Aöalfundurinn samþykkti fyrir sitt leyti ákvörðun hlut- hafafundar Landsýnar um að auka hlutafé félagsins um 15 milljónir króna og hvatti öll að- ildarsamtök Alþýðuorlofs til þess að taka þátt I hlutafjár- aukningunni. Þá fagnaði fundurinn þeirri yfirlýsingu félagsmálaráðherra fyrir hönd rikisstjórnarinnar, að verkalýðssamtökunum verði fengið til orlofsstarfssemi sinnar geymslufé það, sem eftir stendur vegna gamla orlofs- merkjakerfisins, og hvatti til þess að fé þessu verði variö til styrktar orlofsheimilabygginga á vegum samtakanna. Loks gerði aðalfundurinn svohljóðandi ályktun um hóp- ferðarfargjöld: „Aðalfundur Alþýðuorlofs skorar á rikisstjórnina og fulltrúa Islands i Norðurlanda- ráði að styðja framkomnar til- lögur um frjálsar reglur um leiguflug milli Norðurlanda. Sérstaklega hvetur fundurinn til þess að komið verði á hóflegum fargjöldum i skipu- legum orlofsferðum á vegum ferða-og orlofssamtaka alþýöu á Norðurlöndum. Það er álit fundarins að með frjálsari reglum en nú gilda i þessum efnum verði lagður raunhæfasti grundvöllurinn að norrænu samstarfi”. 1 stjórn Alþýðuorlofs fyrir næsta kjörtimabil voru kjörnir: Formaður: Óskar Hallgrimsson, varaform.: Björn Jónsson, ritari: Sigurjón Pétursson, gjaldkeri: Guðriður Eliasdóttir. Meðstjórnendur: Einar Ogmundssor^Lúther Jónsson, Jón Björnsson, Varastjórn: Snorri Jónsson, Hallgrimur Pétursson, Karl St. Guðnason. Endurskoðendur: Magnús Geirsson, Halldór Björnsson. Alþýðuorlof er aðili að Nordiske Folke-Reso og Federation of popular travel organisations. okkar frá 4ÍÁ-&'s NOTIÐ EINSTAKT T KAUP, T.D GLUGGATJALDA:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.