Alþýðublaðið - 06.07.1976, Page 7

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Page 7
Þriðjudagur 6. júlí 1976 7 — Þegar við gengum inn i bygginguna, urðum við að byrja á þvi að rita nöfn okkar i þar til gerða bók. Siðan ritaði maður sá sem við vorum i fylgd með nafn sitt undir. Þegar við forvitnuðumst um hverju þetta sætti, var okkur sagt að þetta væri gert i öryggisskyni, og hér eftir bæri fylgdarmað- ur okkar ábyrgð á okkur og þvi sem við kynnum að taka upp á, þar til við hefðum yfirgefið bygginguna. Þetta var upphafiö á heim- sókn nokkurra islenzkra blaða- manns þá.m. undirritaðrar á irska dagblaðið „The Irish Press” i Dublin. 1 fylgd með okkur var blaðamaður sem starfaði við viðkomandi blað, og bauð hann að sýna okkur það markverðasta hvað við þáðum með þökkum. Svipað atvik átti sér stað þegar við komum upp á rit- stjórnina og hugðumst taka til við að mynda það sem fyrir augu bar. Þá kom ritstjórinn sjálfur á harða spretti og spurði hvað i ósköpunum gengi eigin- lega á. Þegar honum hafði verið sagt að þetta væru aðeins sak- lausir blaðasnápar frá tslandi i kynnisferð, varð honum strax rórra og bauð hann okkur að ganga um og taka myndir eins og viö hefðum löngun til. Forsíðunni breytt sex sinnum. „The Irish Press” gefur út tvö blöð á dag, þ.e. morgunblað og siðdegisblað. Morgunblaðið kemur út i tveim mismunandi útgáfum. önnur þeirra er send út i nærliggjandisveitir, en hin WEDNESDAY, 30th JUNE, 1976 EVENINC I PRESSi Slðdegisútgáfan „Evening Post”. er eingöngu ætluð fyrir borgina. Munu þessar tvær útgáfur vera seldar i umþað bil 200.000 ein- tökum. Siðdegisblaðið „Evening Press” kemur fyrst út kl. 2.00e.h. en alls kemur það út i sjö útgáfum yfir daginn. Hin fyrsta fer út i sveitirnar, en hinar sex eru eingöngu seldar i Dublin. Siðast töldu útgáfurnar eru frábrugðnar hver annarri, þvi forsiðunni er breytt i hverju nýju upplagi á þann hátt að elztu fréttunum er kippt út, en nýjustu fréttir settar i staðinn. Fólk getur þvi keypt siðdegis- blaðið i hvert sinn sem ný út- gáfa kemur út og fylgzt með öllu þvi sem gerist. Siðdegisblaðið er selt i 300.000 eintökum og eins og nærri má geta selst stærstur hluti upplagsins i Dublin. Um helgar er svo gefið út sunnudagsblað „Sunday Press” og selst það i hálfri milljón ein- taka. Dreifing blaðanna. Hvað viðkemur sölu blað- anna, er ekki mikið lagt upp úr fjölda áskrifenda, og miklu minna en tiðkast t.d. hér. Aðal- áherzlan er lögð á götusöluna, og er það sá markaður sem blöðin keppast um. Þá sjá sölu- turnar að miklu leyti um söluna og má segja að áskrifendakerfið náiekki lengra en til þeirra, þar sem eigendurnir sjá um að senda blöðin til fastra kaup- enda, og fá aukaþóknun fyrir. Allir í einum sal. Um það bil 200 manns vinna við „The Irish Press’ þar af eru 60 blaðamenn. Blaðamennirnir hafa ekki hver sitt vinnuher- bergi eins og tiðkast hér, heldur sitja þeir allir i einum stórum sal með sima sinn og ritvél. Er þeim raðað niður i salinn eftir þvi hvaða málum þeir vinna að i hvert skipti. Það fór ekki hjá þvi að þarna væri talsverður kliður, en að sögn blaðamannsin sem var i fylgd með okkur, var þó óvenju hljótt, þar sem morgun- blaðið var nýkomið út, og þvi litið að gera þessa stundina. Blaðamennirnir gefa sér góðan tima til þess að kynna sér hvert mál áður en þeir hefjast handa. Sögðu þeir aö stundum kæmi fyrir að þeir skrifuðu ekki staf I viku eða meira. — Þegar þeir væru búnir að setja sig nægilega inn i það mál sem þeir hygðust taka fyrir, þá væri ekki til setunnar boðið, enda fylgdu þeir málunum eftir eins og mögulegt væri. Blaðamennska þykir eftirsótt starf á írlandi. Bæði er það að blaðamenn njóta ýmissa sér- réttinga og svo er blaða- mennska einna hæst launaða startiö I landinu. Eru meðallaun blaðamanns 400pund á mánuði, en geta orðið hærri ef við- komandi er fær i starfi. I beinu sambandi við lög- regluna. Inni á ritstjórninni rákum við augun i litinn klefa, sem var út- Þegar litið er að gera gripa menn gjarnan dagblöðin, enda er þaO jú þeirra starf aO fylgjast meö öllu sem gerist. ...og hér kemur „Evening Press” úr prentvélunum. ÍRSKT DAGBLAÐ búinn alls kyns tækjum, sjón- varpi, útvarpi, kasettutækjum, og móttökutækjum. Þarna hefur einn blaðamaður fast aðsetur og sér hann um að fylgjast með út- varps- og sjónvarpsfréttum. Þar að auki getur hann hlustað á bylgju lögreglubilanna og veit þvi strax ef eitthvað fréttnæmt er að gerast i borginni. Ef hann þarf að bregða sér frá þá getur nann tekið upp á segulband sem fram fer á meðan. Það þarf þvi ekki að liða nema örskammur tími, frá þvi að at- burðurinn á sér stað og þar til að fréttin er komin I blaðið, og á þetta einkum við um siðdegis- blaðið, en þar er nýjustu fréttunum skotið inn i um leið og þær berast eins og áður sagði. I „helgidóminum". Þegar við höfðum gengið um ritstjórnina, prentsmiðju og skrifstofur, tilkynnti leiðsögu- maðurinn okkur að nú væri komið að hápunkti ferðarinnar — nú skylduná við fá að skyggn- ast inn I „helgidóm blaða- manna”. Við þrömmuðum á eftir honum, full tilhlökkunar, og höfnuðum inn i bjórkrá hinum megin við götuna. Munu blaðamenn „eiga” þessa krá og skjótast gjarnan þangað til að ræða málin og fá sér hressingu eftir strangan dag. —JSS Unniö viO setningu slödegisútgáfunnar....

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.