Alþýðublaðið - 06.07.1976, Síða 13

Alþýðublaðið - 06.07.1976, Síða 13
Þriðjudagur 6. júlí 1976 13 Kikissaksóknari var spurður hvort Leirvogsármáliö yrði tek- ið til endurrannsóknar i ljósi þeirra vafaatriða sem fram hefðu komiö i greinum Halldórs Halldórssonar i Visi. Þórður Björnsson kvað var- legast fyrir sig að fullyrða um það. sá fulltrúi sem með mál þetta hefð að gera væri i frii. Ekki fékk blaðamaður upp- gefið hversu langt þetta fri væri né hvenær von væri á fulltrúan- um úr þvi. Alþýöublaðið hefur hinsvegar lengið þær upplysingar, að full- trúinn, bórir Oddsson, sé er- lendis, nánar tiitekið i Noregi, og komi ekki til starí'a fyrr en i haust! Af orðum rikissaksóknara hefði mátt ætla aö fulltrúinn væri i sumarfrii. En svo var nú aldeilis ekki. Annar? fer maður að halda að flestir rannsóknarmenn islenzk- ir séu nú i orlofi erlendis. Ja, nema þá tveir menn suður með sjó sem sletta sér fram i annarra manna mál!!!! Hvar er islenzka réttarfars- rikið statt þegar spurningar um mannslát eru afgreiddar með svarinu, fulltrúinn er i frii”? Enn spyr ég: Er það ætlunin að i framtiðinni verði mál svæfð meðan rannsóknarmennirnir eru i frii? Það er óafsakanlegt af yfir- mönnum rannsóknarmála að taka ekki nú þegar til við endur- rannsókn slyssins við Leirvogs- á. Jón Einar Guðjónsson i/íxli mikla umframeyðslu að ræða enda einkendist fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins þá af eyðslustefnu kosningaársins. Látið var vaða á súðum i fjár- málum borgarinnar með þeim afleiðingum, aö mikil yfir- dráttarskuld hrannaðist upp i LandsSankanum og rekstrar- gjöldin fóru langt fram úr áætlun eins og ég gat um áðan. 1 ávisanareikningi sl. árs verður hins vegar allt annað uppi á teningnum en á kosn- ingaárinu. Þá bregður svo við að rekstrargjöldin eru 84.6 millj. króna undir áætlun eða um 2%. Er ljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á sl. ári tekið upp áðra stefnu i fjálmálum en þá er flokkurinn fylgdi á kosn- ingaárinu. Hinni gegndarlausu eyðslustefnu hefur verið varpað fyrir róða en i stað hennar tekin upp niðurskurðarstefna og á sumum sviðum samdráttar- stefna eins og sést t.d. á þvi, að framlög til gatna- og holræsa- gerða urðu 88millj. króna undir áætlun. (Arið 1974 fórþessi liður hins vegar 30 milljónum króna fram úr áætlun). Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni hér i borgarstjórn að á samdráttartimum i efnahags- málum þjóðarinnar eigi opin- berir aðilar, þar á meðal Reykjavikurborg að auka atvinnustarfsemi sina til þess að auka og tryggja atvinnu sina, en á þenslutimum eins og voru 1974 megi hið opinbera fremur rifa seglin. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hins vegar fariö öfugt að hér i Reykjavik. Þessari stefnu Sjálfstæðis- flokksins er ég andvigur. Það þarf að vanda meira ísl. framleiðslu Húsmóðir hringdi og vildi koma á framfæri skoðunum sinum á isl. iðnaðarvörum. Hún sagðist hafa verið að vinna við að mála og lagfæra heima hjá sér. M.a. hefði hún farið i búð og keypt málningu og sparsl. Sparslið var islenzkt en reyndist svo lapþunnt og ómög’jlegt að hún varð að gera sér aðra ferð til að kaupa annað. Þá valdi hún er- lenda framleiðslu. Sagði hún að munurinn hefði verið stórkostleg- ur bæði hvað verð og gæði snerti. íslenzka framleiðslan hefði ver- ið algerlega óboðleg. Otal þessu vildi húsmóðir koma þeirri skoðun sinni áleið- is, að það væri ekki nóg að hvetja fólk til að kaupa islenzka framleiðslu. Það þyrfti lika og ekki siður að hvetja isl. fram- leiðendur að vanda framleiðslu sina. Ef þeir gerðu það ekki mundi fólk átta sig á þvi að hér væri verið að plata kúnnann. ,,Það eru takmörk fyrir þvi hve langt menn geta gengið i þvi að styðja isl. framleiðslu, sem bæði er léleg og auk þess dýrari en það sem fæst erlendis frá. Við þessa ábendinu húsrnóð- urinnar mætti svo sem bæta ýmsu, enda á islenzk iðnfram- leiðsla ekki að vera hafin yfir gagnrýni, þótt við teljum okkur rétt og skylt að kaupa islenzka vöru að öðru jöfnu. Nýverið keypti umsjónar- maður þessa þáttar brauðrasp i verzlun. Um tvennt. var að ræða: Erlenda tegund sem við- komandi þekkti og likaði ágæt- lega, — og innlenda tegund, sem var nokkru ódýrari. Nú ekki sakar að styðja islenzka iðnað og spara og slá þannig tvær flugur í einu höggi hugsaði hann með sér og kevpti innlendu teg- undina, sem viðkomandi var ókunn. Raspurinn reyndist svo þegar á pönnuna var komið hinn mesti ruddi, tolldi illa við matinn og engu likara var en verið væri að steikia tvibökur. Islenzka framleiðslan má ekki verða nein heilög kýr. En þegar hún stenzt að verði og gæðum samkeppni viþ erlenda vöru, þá er það augljóslega allra hagur að velja hina is- lenzku. Er íþróttaiðkun skaðleg málþroska manna? Fyrir nokkrum dögum var háður kappleikur i knattspyrnu á einhverjum fótboltavelli hér i Reykjavik. Ekki lagði ég á mig að festa mér i minni hvað liöin tvöhétu sem þar áttust við enda skiptir það trúlega minnstu máli. Það er tilefni skrifa minna að öll blöðin utan Alþýðublaðið skrifuðu um þennan leik að „annað liðið hefði misnotað vitaspyrnu i leiknum”. Þetta þykir mér harla kyn- legt. Hvernig er fariö aö þegar vitaspyrna er misnotuð? Er knettinum þá skotið á eigið mark eða á sér stað eitthvert misferli eða skuggalegar at- hafnir sem refsiverðar verða að teljast. Mér þykir þessi mál- notkun vera enn eitt dæmið um slæmar afleiðingar iþróttanna. Það er ekki nóg að menn verði iikamlegir aumingjar af þvi að stunda þær, þær virðast orðið skaða málþroska manna. BT. HRINGEKJAN Jeanette með dóttur sina. ,,Hún kom okkur algerlega á óvart.....” Úrskurður læknisins reyndist réttur. Það kom i ljós nokkrum klukkustundum siðar. Enska verkakonan Jeanette Lofthaföi um niu mánaða skeið þjáðst af sjúkdómi sem á engan hátt var hægt að skilgreina ööruvisi en að hún væri með barni. Læknir hennar ráðlagði henni að leita aðstoðar sérfræð- ingshiðbráðasta. Og hann hafði rétt fyrir sér. Orfáum klukku- Allt í einu orðin móðir —. án þess að hafa hugmynd um að hún ætti von a ser stundum siðar ól Jéaúette stúlkubarn. Eiginmaður hennar, Malcolm að nafni, varð orðlaus. Þau áttu engar bleyjur, engin barnaföt, engan barnavagn. En þau voru bæöi sammáia um það að þetta væri mikið happ. Jeanette, sem er 37 ára göm- ul, hafði farið til læknis vegna þess að henni leið ekki vel dag- inn áður við vinnu sina i verk- smiðjunni. Ekki grunaði hana að hún ætti von á barni eftir 15 ára hjúskap. „Mér hafði rétt meö naum- indum tekizt að þrauka af dag- inn við færibandið svo ég fór til læknis daginn eftir og hann rannsakaði mig nákvæmlega. Ég trúði ekki minum eigin eyr- um þegar hann sagði mér að ég væri með barni. Ég hafði rétt tima til að hringja i Malcolm i vinnunni áður en farið var með mig á sjúkrahúsið. Ég held hon- um hafieki staðið alveg á sama — við höföum ekki i hyggju aö stofna fjölskyldu.” Stúlkubarnið, sem vó um 14 merkur, halut nafnið Janine. Jeanette sagði ljómandi af ánægju: „Hún kom okkur alger- lega á óvart, en hún er dásam- leg — ég myndi aldrei láta hana frá mér.” Hefur þú hugleitt Portúgal sem tilbreyt- Fyrir þá, sem njóta þess að liggja á sólarströndum, en vilja ekki veita einræöisstjórninni á Spáni lífeyri, er gott að fara þess i' stað til Portúgal. Fyrst eftir að byltingin var gerð þar i landi fyrir tveim ár- um minnkaði ferðarhanna- straumurinn td landsins, en hann hefur verið að aukast nokkuð aftur. Hins vegar er Portúgal ekki jafn þakið ferða- mönnum og strandsvæði Spánar, og viða er enn að finna nær ósnortnar^strendur — og kynnast lifi fiskimanna i smá- um sjávarþorpum. Þessi mynd er frá einni af þúsundum klettóttra stranda þar sem veðurbliðan er sérstök, sjórinn ómengaður, og fátt fólk fyrir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.