Alþýðublaðið - 06.07.1976, Page 16
aKsi
ábe
mest hjá
ungum öku-
mönnum
Færri teknir fyrir
ölvunarakstur nú en
á sama tíma í fyrra
„Tala þeirra sem
teknir hafa verið fyrir
meinta ölvun við
akstur hefur lækkað
stórlega frá þvi i
fyrra”# sagði Sturla
Þórðarson fulltrúi lög-
reglustjóra i Reykjavik
við blaðið i gær.
Ef miðaöer við 5. júli
hafa alls verið teknir 487 manns
til blóðrannsóknar hjá lögregl-
unnien á sama tima i fyrra voru
það 539 manns. Ennfremur
sagði Sturla að árekstrum
vegna ölvunar hefði fækkaö til
muna frá fyrra ári þó svo að bif-
reiðum og ökumönnum hefði
fjölgað. Mest virðist bera á
ölvun við akstur hjá yngstu öku-
mönnunum, eða fólki á aldr-
inum 17 ára - 25eða 30 ára, enda
væri það helzt fólk á þessum
aldri sem mest væri að
skemmta sér og ætti það þvi til
að setjast ölvað undir stýri.
Þessi ánægjulegu tiðindi vildi
Sturla helztþakka löggjöf þeirri
sem yfir þessi mál nær. Væri
hún mjög skýr og afdráttarlaus
og henni fylgt vel eftir með
strangri löggæzlu um allt land.
Settar hefa verið tvær marka-
tölur til ákvörðunar á áfengis-
magni i blóði manna. Neðri
mörkin svokölluðu miðast við
0.50 pro mille áfengismagn i
blóði og efri mörkin miðast við
1.20 pro mille. Sé um fyrsta brot
manns að ræða og nái áfengis-
magn i blóði ekki efri mörk-
unum er refsingin fjársekt
og/eða ökuleyfissvipting frá 3
mánuðum og allt að einu ári.
Valdi viðkomandi aðiii árekstri
vegna ölvunar sinnar getur
refsingin orðið strangari. Ef um
itrekun brots er að ræða eða nái
áfengismagn i blóði upp fyrir
efri mörkin felst refsingin i eins
árs ökuieyfissviptingu eða ævi-
langri eftir eðli brotsins, auk
varðhalds.
Hefsingar fyrir ölvun við
akstur eru nokkru vægari hér á
landi en i ýmsum nágranna-
löndum okkar. Ekki kvaðst
Sturla þó sjá gagn i því að
þyngja refsingar vegna ölvunar
við akstur nema þvi yrði fylgt
eftir með strangari löggæzlu.
Sturla sagði mjög erfitt að
dæma um það hvaðgera ætti, en
að hans mati mætti þó jafnvel
auka sektir og refsivist ,vegna
slikra brota. Að sögn Sturlu
virðistof mikið einblint á ölvun
vðakstur, sem orsakar um 2-3%
allra umferðaróhappa, þannig
að ýmis glannaskapur og vangá
við akstur sem brýn þörf væri
að uppræta hyrfi algerlega i
skuggann.
—AV
Eyjamenn fjölmenntu niður að höfn til að bjóða nýja Herjólf velkominn.
Stór áfangi
í sögu Vestmannaeyja
,,Það er óhætt að segja aö það sé stór
áfangi I sögu Vestmannaeyja að fá ferjuna
hingað.sagöi Friðrik Óskarsson i samtali við
Alþýðublaðið vegna komu nýja Herjólfs til
Eyja.
„Ferjan getur flutt bæði vörur og fólk, og
eru i henni björgunarvesti ogbátar fyrir 400
manns. Þá er áætlað að hún geti flutt allt að
40 bifreiðar i senn, en vitanlega fer fjöldinn
nokkuð eftir stærð bifreiðanna. Auk þessa
tekur hún talsvert vörumagn.”
Friðrik sagði ennfremur að ekki væri búið
að ganga endanlega frá áætlum Herjólfs
milli lands og eyja, en það yrði væntaniega
gertfljótlega, enda yrði stefnt að þvi að hefia
áætlunarferðir sem fyrst. —JSS
Breytingar á lögum um eignaskatt
Forseti Islands undirritaði i
gær bráðabirgðalög um breyting-
ar á lögum um eignaskatt. Þar er
fasteignamat til skatts hækkað
um 170% frá þvi sem gildir ai-
mennt.
Þá voru einnig gerðar ýmsar
aðrar breytingar. Þetta hefur
m.a. i för með sér aðgjaldendum
fækkar frá þvi sem verið hefur.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
fjármálaráðuneytisins:
t dag voru gefin út svofelld bráða-
birgða lög:
Forseti íslands
gjörir kunnugt:
Fjármálaráðherra hefur tjáð
mér, að vegna breytinga á virði
fasteigna til eignarskatts, sem
gerð var með lögum nr. 97/1975,
megi vænta þess, að fram-
teljendur, er eigi hafa borið
eignarskatta af ibúðarhúsnæði til
þessa, muni nú bætast i hóp gjald-
enda eignarskatts.
Þar sem undirbúningi að á-
lagningu gjalda fyrir skattárið
1975 er um það bil að ljúka hjá
skattstjórum ber brýna nauðsyn
til að gera nú þegar ráðstafanir til
þess að unnt sé að breyta á-
lagningu eignarskatts þannig, að
þeir framteljendur, sem ekki
háía átt meiri eignir en svo að
þær hafa verið eignarskatts-
frjálsar verði nú ekki skattlagðir
af þeim eignum.
Fyrir þvi eru hér með sett
bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr.
stjórnarskrárinnar á þessa leið:
1. gr.
Ákvæði til bráðabirgöa i 1. gr.
laganna orðist svo:
Ákvæði til bráðabirgða.
Við eignarskattsálagningu fyrir
skattárið 1975 skal verðmæti fast-
eigna til eignarskatts reiknað á
2,7-földu gildandi fasteignamats-
verði, þrátt fyrir ákvæði A-liðar
22. gr. laga nr. 68/1971. Akvæði
þessi hafa eigi áhrif á heildár-
fyrningarverð fasteigna, sbr.
lokamálsgrein B-liðar 15. gr. laga
nr. 68/1971, sbr. 3. gr. laga nr.
60/1973.
Fjárhæðir skattstiga i 1. tl. 26.
gr. laga nr. 68/1971, sbr. 12. gr.
laga nr. 7/1972, hækki þannig að
af fystu 2.700.000 kr. skattgjalds-
eign greiðist enginn skattur, af
næstu 1.500.000 kr. skattgjalds-
eign greiðist 0.6% og af þeirri
skattgjaldseign, sem þar er fram
yfir, greiðist 1%.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og
gilda við álagningu eignarskatts
fyrir skattárið 1975.
Kjármálaráðuneytið, 5. júlí 1976.
ÞRIÐJUDAGUR
6.JÚLÍ 1976
alþýöu
blaöið
Lesið: Að i Nýjum þjóð-
málumer hugleitt um það
hvort Alþingiskosningar
verði á næsta ári. Telur
greinarhöfundur það lik-
legt vegna þess, að annars
færu Alþingiskosningar
fram á sama tima og
sveita rstjórnarkosningar,
en áhrifamikilr aðilar
innan Sjálfstæðisflokksins
taki slikt hins vegar ekki i
mál.
o
Lesið: 1 íslendingi á
Akureyri að frú Sigurlin
Iloarsemer
Vestur-lslendingur hafi
heimsótt Akureyri. Sigur-
lin er dótturdóttir Sölva
Helgasonar, þúsundþjala-
smiðs, sem Davið Stefáns-
son skrifaði um og kallaði
Sólon Islandus.
o
Tekið eftir: Að þegar
gefin hafa verið út bráða-
birgðalög um hækkaðan
eignaskatt, séu menn al-
mennt orðnir m jög uggandi
um það, að skattarnir sem
tilkynntir verða seinni
hluta þessa mánaðar verði
óvenjulega háir.
o
Lesið: 1 Sveitastjórnar-
málum.að eina konan sem
gegnir embætti oddvita á
Islandi á þessu kjörtimabili
er Arnfriður Guðjónsdóltir,
en hún er oddviti I Búða-
hreppi.
o
Lesið: Að til stendur að
fyrirtækið Stálvik taki að
smiða skip fyrir erlend
fyrirtæki, og segir Jón
Sveinsson, forstjóri Stál-
vikur, að slikt myndi
bjarga skipaiðnaðinum i
landinu, sem standi nú
mjög höllum fæti. Engin
endanleg ákvörðum hefur
þó verið tekin.
o
Lesið: Að i Helgarspjalli
i Timanum á sunnudag
skorar Steingrimur Her-
mannssonenn á þjóðina að
herða mittisólina um sinn,
það sé leiðin út úr núver-
andi ógöngum. Ekki eru
nema nokkur ár siðan
Steingrimur Hermannsson
taldi leiðina úr ógöngunum
vera þá að búa i minni
húsum.