Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL E89 ÍJtgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Ctbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaöaprenti h.f. Askriftarverð: 1000 krónnr á mánnöi oe 50 krónur í lausasölu.__________________ Er það íhaldstrúiní Ennþá fer því víðs f jarri, að íslendingar hafi unnið sig út úr þeirri ef nahagskreppu, sem gengið hef ur yf ir þióðina. Verðbólqan heldur áfram og verður senni- lega 25-30% á þessu ári mörgum sinnum meiri en í nokkru öðru Evrópulandi. Stórfelldur halli er á gjald- eyrisskiptum við útlönd, enda þótt nokkur bati hafi orðið á því sviði, og haldið er áfram að taka erlend lán. Afleiðingar þessara efnahagsvandræða koma fram á hverju mannsbarni. Verðlagið fer sífellt hækkandi og allur þorri launþega á erfitt með að ná endum saman í heimilishaldi. Lánastofnanir hafa dregið m jög úr útlánum, svo að skammtað er úr hnefa. Þegar svona árar, er þjóðinni Ijóst, að þær fram- kvæmdir verða að ganga fyrir, sem auka gjaldeyris- tekjur eða spara gjaldeyri. Þá er f lestum Ijóst, að það er óhjákvæmilegt að hafa hemil á útlánum og draga úr þvi f jármagni, sem er í umferð, til þess að stöðva verðbólgu. Ýmsar stórframkvæmdir sæta því gagn- rýni, þegar þær virðast illa undirbúnar eins og Kröf lu- virkjun, eða geta beðið betri tima. Þar virðist þó hafa farið framhjá gagnrýnendum, hvaðer aðgerast í sjálfri höfuðborginni. Það rísa viða um bæinn háhýsi og framkvæmdir eru að byrja við hæsta hús landsins, Hús verzlunarinnar. Reykjavíkur- borg stendur í stórræðum við að undirbúa nýjan mið- bæ, þar sem rísa eiga ýmis konar þjónustubyggingar fyrir marga milljarða, og munu þær án efa kosta miklu meira en brúin yfir Borgarfjörð. Ekkert af þessum framkvæmdum eykur fram- leiðslu þjóðarinnar á útflutningsvöru eða sparar gjaldeyri. Hvers vegna er þá ráðizt í allt þetta á sama tima sem stórfé skortir í sjávarútveg, iðnað og land- búnað? Væri ekki betra að nota þessa milljarða til að ef la fiskiðnaðinn og auka f jötbreytni hans? Eða til að koma á fót nýjum útflutningsiðnaði? Og meðal annarra orða: Hvaðan koma peningar í þessar stórfelldu byggingar í Reykjavík? Hvaða lána- stofnanir standa þarna að baki? Eða er hagur verzlunarinnar svogóður, þráttfyrir allan barlóminn, að hún geti reist skýkljúf i nýja miðbænum í Reykja- vík? Þegar sjóðir atvinnuveganna eru tómir og bankarnir að mestu lokaðir almenningi, er óhjá- kvæmilegt að spyrja um f jármögnun allra verzlunar- húsanna, sem nú rísa i Reykjavík. Þaðer mikilvægt, að byggingariðnaðurinn hafi næg verkef ni til þess að forðast atvinnuleysi, en hann ætti að haf a sömu atvinnu við að reisa mannvirki fyrir at- vinnuvegina, ef betur væri á haldið. Það virðist vera heilbrigð skynsemi, að islendingar noti það fjármagn, sem fyrir hendi er, til að efla gjaldeyrirstöðu þjóðarinnar og tryggja þannig efna- hagslegt frelsi hennar. Ekki er hægt að halda áfram að lifa á erlendum lánum. Alþjóða gjaldeyrirbankinn hefur ákveðið að hætta að lána íslendingum, og fleiri kunna að koma á eftir. Af hverju beinir ekki ríkisvaldið fjármagninu til þeirra framleiðslugreina, sem þjóðin lifir á frekar en láta það renna til óarðbærra mannvirkja, sem mega bíða betri tíma, eins og nýja miðbæjarins i Reykjavík? Er það ihaldstrúin, sem bannar ráðherrunum að hafa slík afskipti af málefnum þjóðarinnar? Er það íhalds- trúin, sem bannar þeim að stjórna landinu? B.Gr. Fimmtudagur 22. júlí 197ó.!wSSm' Reglum um barn- eignaleyfi breytt Nýlega var gerð sú breyting á reglum um réttindi og skyldur starfsmanna Reykja- vikurborgar að konur, sem eru innan vébanda Starfsmannafélags Reykjavikurborgar þurfa hér eftir ekki að mæta til vinnu eftir að þær hafa tekið sér leyfi frá störfum vegna bamsburðar. Áöur en breytingin átti sér stað gilti sú regla aö konur sem tækju sér bansfararleyfi á ó- skertum launum uröu aö koma aftur til vinnu eftir 3 mán og vinna aöra þrjá mánuöi. Ef þær geröu þetta ekki þá héldu þær ekki launum sinum meöan á leyfinustóö. Þessari reglu hefur nú veriö breytt þannig aö konur sem hlotiö hafa fastráöningu eiga þess kost aö fá 3ja mán. barnsfararleyfi á fullum laun- um án þess aö þær séu skyldar til þess aö koma aftur til þess aö vinna af sér. Þessi heimild nær auövitaö aöeins til þeirra kvenna sem eru fastráönar. Hjá riki og bæ er ákvæöi i reglum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þess efnis að konur eigi rétt a 3ja mán. barnsfararleyfi. Af fjár- málaráöuneytinu hefur þetta á- kvæöi alltaf veriö túlkaö þannig aö viökomandi þyrfti að koma aftur til vinnu og vinna jafn- langan tima og leyfunum nemur. Þessi túlkun hefur vibgengizt þó ékki sé kveðið á um hans i reglunum um réttindi ogskyld- ur opinberra starfsmanna. Aö sögn Haraldar Steinþórs- sonar mun BSRB reyna aö fá fjármálaráðuneytið til þess aö taka upp sömu túlkun og gildir i þessu máli hjá Reykjavikur- borg, en Haraldur sagöi aö þessi breyting hjá borginni væri þaö nýlega um garð gengin að þeim hjá BSRB hefði hreinlega ekki unnizt timi til þess aö koma skriöi á málið og þvi væri þaö ekki einu inni komið þaö langt aö málleitninni heföi ekki veriö synjaö af hálfu ráðuneytisins. Haraldur sagöi aö þetta mál yröi eitt af næstu verkefnum Bandalags starfsmanna rikis og b*ja- EB. Útvarpsmenn óánægðir Mótmæla launamismun út- varps og sjónvarps Starfsmannafélag útvarpsins hefur ritað yfirstjórn stofnunar- innar bréf og lýst yfir óánægju sinni með mismunun á launum útvarpsmanna og starfsmanna sjón- varpsins. Er farið fram á að útvarpsmenn verði ekki lengur settir skör lægra en þeir sem starfa hjá sjónvarpi. I samtali viö Alþýbublaðiö sagði Dóra Ingvadóttir, formaö- ur Starfsmannafélags útvarps- ins, aö t.d. væru allir hljóö- tæknimenn útvarps og dag- skrárgerðarmenn einum launa- flokki fyrir neðan starfsbræöur sina hjá sjónvarpi. Sömu sögu væri aö segja um fulltrúa dag- skrárstjóra. Her væri um sam- bærileg störf að ræöa og þvi væri þessi launamismunur mjög óréttlatur. Þessi launamunur hefur verið viö lýöi undanfarið og var ekki breytt þegar hækkun i flokkun varö fyrir skömmu samkvæmt úrskurði kjaranefndar. En að sjálfsögðu hefur fjármálaráöu- neytiö þaö á valdi sinu aö hækka útvarpsmenn i sama flokk og sjónvarpsmenn. —SG Nýr skattrannsóknastjóri Nýlega hefur Fjár- málaráðherra skipað Garðar Valdimarsson i embætti skattrann- sóknarstjóra frá og með 1. október 1976. Garðar Vakiimars- son er fæddur 19. ágúst 1945. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verzlun- arskóla íslands vorið 1966 og embættisprófi i lögfræði frá Háskóla íslands 1972. Garðar hlaut löggildingu sem endurskoðandi á árinu 1975, en námi löggiltra endurskoðenda lauk hann sumarið 1974. Sfðan haustiö 1974 hefur Garö- ar stundaö framhaldsnám i skattarétti viö Kaupmanna- hafnarháskóla.ogernúaö ljúka ritgerð um tekjuhugtak is- lenzkra tekjuskattslaga og þró- un þess frá 1921-1971. Ritgerö þessi er unnin fyrir Nordisk Skatte videnskabligt For- skiningsraad, sem veitt hefur Garðari sérstakan styrk til þeirra rannsóknarstarfa, sem ritgeröin byggist á. Garbar Valdimarsson er kvæntur Brynhildi Brynjóifs- dóttur. Fjáröflun til bættrar starfsaðstöðu Kvenréttindafélag íslands hefur nýlega hafið útgáfu og sölu póstkorts til fjáröflun- ar fyrir félagið. Verður þvi fé sem safnast var- ið til að bæta hibýlakost og starfsaðstöðu fé- lagsins að Hallveigar- stöðum. A póstkortínu er mynd, sem tekin var á útifundinum er hald- inn var á Lækjartorgi á degi Sameinuðu þjóöanna á Alþjóö- lega kvennaárinu. Veröur kortiö til sölu i flestum bókabúöum, minjagripa- verzlunum og einnig á skrifstofu félagsins að Hallveigarstöðum. Ennfremur hjá Eddu Svavars- dóttur s. 21200, Sigurbjörgu Aöalsteinsd. s. 38967 og Björgu Einarsdóttur s. 14156. Útsöluverö er kr. 100, en fé- magn er gefinn kostur á aö lögum sem vilja kaupa ákveöiö semja sérstaklega um verö.JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.