Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 13
13
alþýAu-
blaoiö
Fimmtudagur 22. júlí 1976.
Hún er ótrúlega
viljasterk
„Þegar ég kom i heiminn, var
ég aðeins 25 sentimetra löng, og
heldur veikburða að sjá.
Læknirinn sem tók á móti mér
varð skelfingu lostinn þegar
hann ieit mig og vafði mig hið
snarasta inn i ábreiðu. Siðan
tróð hann mér ofan i skókassa
og setti lokið kyrfilega á hann.”
Þetta er upphaf sögu ungrar
þeldökkrar stúlku, sem fæddist
handalaus, en aðeins með örlitla
handleggsstúfa út úr öxlunum.
Þegar móðir hennar kom til
sjálfrar sin eftir barnsburð-
inn, spurði hún lækninn, hvers
vegna hún heyröi engan barns-
grát nú, eins og þegar hún hefði
alið fyrri börn sin. Sagði hann
þá að barnið hefði fæðzt and-
vana og engin leiö hefði verið að
bjarga þvi.
Skyndilega fór vinkona
móðurinnar, sem stödd var hjá
henni, að snökta og stundi þvi
upp á litla stúlkan hefði verið
sprelllifandi þegar hún kom i
heiminn, en þaö vantaði á hana
handleggina og hún væri hræði-
leg útlits.
Móðirin stökk þá á fætur,
sagðist ekki kæra sig um hvern-
ig barnið liti út en hún vildi fá
það til sin svo framarlega sem
það væri lifandi. Siðan var
lokinu lyft af skókassanum og
vatnslögg hellt á litlu stúlkuna
þar sem hún lá. Samstundis fór
lif að færast i litla likamann og
sú stutta sparkaði ábreiðunni af
sér.
Og eins og hún segir sjálf:
Siöan má segja að ég hafi verið
sparkandi , þvi allt sem ég hef
þurft að gera, hef ég gert með
fótunum einum saman.”
Shirley Price er nú i góðri atvinnu. Hún vinnur viö tölvuforritun og
segja vinnuveitendur hennar aö hún sé betri starfskraftur en marg-
ir forverar hennar, sem hafa þó ekki átt við neina fötlun að striða.
En i öllu þessu er þó eitt, sem
má vekja talsverða furðu. Vitað
er, að umtalsverður fjöldi
manna hefur umtalsverðar
tekjur af þvi aö vera umboðs-
menn erlendra vinframleiö-
enda, og er slikur háttur ein-
kennilegur, þegar rikiseinka-
sala á i hlut. Forstjóri áfengis-
einkasölunnar hefur upplýst, að
þetta umboösmannakerfi sé
gamalt að árum, og þrátt fyrir
eftirleitan hafi hann ekki fengið
þvi framgengt, vegna erlendra
framleiðenda, að það yrði af-
numið!
Hversu mikið fé þessir
umboðsmenn fá fyrir sinn snúö,
taldi hann# sig hvorki geta né
vilja upplysa. En svo var að
skilja, að það næmi talsverðu.
Telja verður, aö þessir
verzlunarhættir séu einstaklega
siðlitlir, svo ekki sé djúpt tekið i
árinni. Rikiseinkasala á eftir-
sóttum munaðarvörum eins og
áfengi og tóbaki á auðvitaö ekki
að þurfa að sætta sig við annaö
eins. Vera má, að lagasetningu
þyrfti til aö kippa þessu i lag, en
annað eins afrek hefur þá verið
unnið og að kókla út einhverri
lagamynd þar um.
Það er auðvitað algerlega
fráleitt, að ala einhverja milli-
liði i þessum efnum, enda má
segja, að þaö væri þá mál fram-
leiöenda, ef þeir létu niðurfell-
ingu umboðanna fyrir kaupi
standa!
v
Sjálfsagt væri óþarfi að hafa
langvarandi beyg af þvi. Annað
umboðskerfi kvislast svo um
tóbaksverzlunina, og það
virðist gefa talsvert i aðra hönd.
Skammt er siðan einn umboðs-
maður tóbaks hér bauð iþrótta-
hreyfingu landsmanna 1 1/2
milljón i verölaun fyrir að safna
saman tómum vindlingaumbúð-
um! Margt er auðvitað fyrir vin
sinn vel gerandi! En þegar svo
er komiö, að önnur eins beita er
lögð fyrir sjálfa iþróttahreyf-
inguna, má af þvi marka, að
umboðsmannakerfið sjáist litt
fyrir. Verður ekki næsta skref-
ið, aö bjóða stúkumönnum verð-
laun fyrir að safna saman tóm-
um áfengisflöskum?!
Oddur A. Sigurjónsson
Hann skal heita Hannibal
Ein, sem fór I VestmannaeyjaferO Alþýðuflokks- þrlklofinn, og sagöi fararstjórinn að hann minnti sig
félaganna með Herjólfi á dögunum hringdi til að alltaf á tiltekinn stjórnmáiamann. Þá varð þessi
þakka ánægjulega ferð og skemmtilegan farar- visa til:
stjóra. Hann skal heita Hannibal,
Húnlaumaðii leiöinni lltilli vlsu aö okkur, en vls- hann er ekki slæmur.
an varö til þegar fararstjórinn var aö lýsa nýja Hann mun tróna I tignum sal,
hrauninu. Þar reis úti við sjóinn klettur, sem var tilfinninganæmur.
\ HRINGEKIAN
HVAD MUN GERASl rúíi 0 i
HEIMI ÞAD SEM EFTIR ER
ÁRSINS?
Stjörnuspár eru allt-
áf vinsælar og þeir eru
margir sem byrja dag-
inn jafnan á þvi að
spyrja stjörnurnar
hvað dagurinn beri i
skauti sinu. Það hefur
löngum verið venja um
hver áramót að
spámenn og konur hafa
verið fengin til að láta i
ljós alla sina vitneskju
um merka atburði á
komandi ári.
Hér á eftir birtist spá
sem nokkrir forvitrir
Bandarikjamenn hafa
látið frá sér fara um
helztu viðburði á siðari
helming þessa árs.
Þar er því m.a. spáð
að Jackie Onassiss öðl-
ist miklar vinsældir
fyrir sjónvarpsþætti,
Frank Sinatra verður
gerður að þjóðhetju
fyrir að koma i veg
fyrir pólitiskt morð og
Fidel Castro verður
steypt af stóli á Cúbu.
Florence nokkur Vaty sér það
fyrir að Ford Bandarikjaforseti
muni beita sér fyrir stórfelldum
skattalækkunum, sem bæti hag
almennings I Bandarikjunum
stórlega. En þaö verður samt
Jimmy Carter sem vinnur for-
setakosningarnar, að þvi er
fimm af tiu spámönnum og kon-
um segja.
Spákonan Mick Dahne frá
Miami spáir þvi, aö Jackie
Onassiseigieftir að „slá i gegn”
i Bandarikjunum með geysivin-
sælum sjónvarpsþáttum er hún
mun sjá um.
Æsilegasta frétt ársins mun
llklega veröa sú, að boð eiga að
berast til jarðar frá viti bornum
verum einhvers staöar úti i
geimnum. Verur þessar munu
vara viö þvi aö geimför verði
send til vissra tilúta 'riimin-
geimsins, þvi þá munu þau
verða fyrir árásum vamarliðs
þeirra.
Samt sem áður mun sambúð-
in við þessar verur batna smám
saman og jaröarbúar munu
læra mikiö af þeim á sviði
tæknifræöi og læknavisinda.
STAVES
LOGAN
DAHNE
AKASHAN
ÞAVIES
VATY
JONSSON
HUGHES
Ungfrú Staves, sem öðlast
hefur frægð fyrir að spá fyrir
um striðið fyrir botni
Miðjaröarhafs, sér þaðnú fyrir,
aö visindamenn muni finna
læknislyf við krabbameini. Er
hér um að ræða djúpsjávar-
gróður, sem hefur undarlegan
lækningamátt, nú óþekktan með
öllu..
Ennfremur segir hún að
Muhammed Ali muni hætta
hnefaleik og gerast trúarleið-
togi.
Olof Jonsson, sjáandinn frá
Chicago, sem otað getur hæfi-
leika sina til að finna fjársjóði á
hafsbotni, hefur einnig spáð
fyrir um seinni hluta ársins
1976.
Hann segir m.a. aö Charles
Manson muni sleppa úr fang-
elsi og að visindamönnum CIA
muni takastaö finna upp aðferð
til að láta hluti hverfa og birtast
siðan á ný. Ennfremur segir
hann aö nýr og herskár leiðtogi
muni koma fram á sjónarsviðiö
i Kiha og ógna þaöan öllum hin-
um vestræna heimi.
Frederic Davies, stjörnu-
spámaður frá New York, er sá
sem sagði fyrir um ástarsam-
band Lizu Minelli og Peter
Sellers. Hann hefur nú spáð þvi
aö geimferðir til Marz leiöi i ljós
nýja vitneskju um ævarfomt
samfélag geimvera.
Læknar munu finna upp nýtt
lyf sem bætir minni manna til
muna. Er það lyf unniö úr sjald-
gæfum sveppategundum frá
suður-Ameriku.
Caroline prinsessa af Monaco
mun „hneyksla” heiminn þegar
hún tilkynnir opinberlega
trúlofun sína og stórmilljónera
frá Afriku.
Daniel Logan, sem i smáatr-
iðum spáði fyrir um moröiö á
Robert Kennedy, hefur spáö
eftirfarandi um siöari hluta árs-
ins.
Þrir Bandariskri öldunga-
deildarþingmenn verða hand-
teknir fyrir meintar njósnir i
þágu Rússa.
Bandarisk herþota mun
farast yfir Arizona i október, er
hún rekstá Fljúgandi Furðuhlut
(UFO).
Lucille Ball, sem Islendingar
þekkja af sjónvarpsþáttum
hennar, verður gerð að sendi-
herra Bandarikjanna i ein-
hverri Asiuþjóö. Marlon Brando
munsetja ástofnsitt eigiðsjálf
stæöa riki á einni af eyjum suð-
ur-Kyrrahafsins.
Akashan frá Californiu sá
fyrir um þaö, að fótur yrði tek-
inn af Teddy Kennedy vegna
krabbameins. Nú hefur hann
spáö þvi',að Frank Sinatra verði
geröurað þjóöhetju eftir að hafa
komiö i veg fyrir morð á þekkt
um stjórnmálamanni. Hann
mun komast það nærri að hann
slær byssuna úr höndum morö
ingjans.
Að lokum birtum við svo
spádóma Irene Hughes frá
Chicago, en hún sagöi nákvæm-
lega fyrir um það i hvaöa viku
milljarðamæringurinn Howard
Hughes myndi deyja. Hún seg-
ir:
Charles Bretaprins mun týn-
ast er skip hans ferst i ofviðri,
en finnast á lifi nokkrum dögum
siðar.
Fidel Castro mun verða vikið
frá völdum i Cúbu, eftir að kom-
izt hefur upp að hann hefur
stungið undan gifurlegum fjár-
hæðum og lagt inn á banka-
reikning i Sviss.
Á