Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 12
12
Fimmtudagur 22. júlí 1976. sa»
Orðsending til kaupenda
Alþýðublaðsins
Þar sem Reykjaprent hf. fer með allt skrifstofu-
hald fyrir Alþýðublaðið eru kaupendur vinsam-
lega beðnir að hafa samband við skrifstofu
Reykjaprents hf., Hverfisgötu 44, simi 86611, ef
um er að ræða greiðslu á áskriftargjöldum eða
fyrir auglýsingar.
xfe & xfe
C&sm&
Ég get fullvissað frúna um það að þetta er
nákvæmlega sama efnið i báðum
kjólunum...
Vinsamlegast leið-
réttið í símaskránni
FENGIÐ NYTT
SÍMANÚMER
81866
Beinir sin lalþýdu IðM nar og eftir lokun skiptiborðs eru Afgreiðsla 14900 Auglýsingar 14906 Ritstiórn er Prentsmiðja 81976 iiðumula 11
' flutt í S
Hver er Mondale?
„Þrivegis hefi ég skipt um skoðun i leit minni
að varaforsetaefni, á undanförnum mánuðum”,
segir forsetaefnið, Jimmy Carter. ,,Ég lit svo á”,
bætir hann við, ,,að hann sé maður, sem hafi
brennandi áhuga á og rikan skilning á þörfum
þeirra, sem minnst mega sin i þjóðfélaginu. Það
er sannfæring min, að valið sé hárrétt.”
myndi þvi fylgja full ábyrgð, lét
Mondale til leiðast.
Carter var i tilefni af þessu
spurður, hver yrðu fyrstu á-
byrgðarstörf Mondales. Þvf
svaraði hann, og brosti við, á
þá leið, að það yrði auðvitað
aðstoð við að vinna forsetakosn-
ingarnar!
Eins og kunnug er, hafði
Carter augastað á sex mönnum
i sæti varaforseta, og það var
ekki fyrr en á siðustu stundu,
sem hann ákvað sig. Hann var
að þvi spurður, hversvegna
valið hefði fallið á Mondale. Þvi
svaraði Carter svo: „Eftir nána
athugun og viðræður við þá,
sem voru mér handgengnir i
forkosningunum, fann ég, að
enginn var liklegri til að veita
mér þá aðstoð I hinu viðamikla
embætti, en einmitt Mondale.
Hér við bætist að hugmyndir ,
okkar falla mjög saman, bæði i
innanrikismálum og utanrikis-
málum. Þvi hefi ég bjargfasta
trú á, að stjórn okkar verði bæði
samhent og affarasæl.”
Walter Frederic Mondale er
fæddur i smáborginni Ceylon i
Minnesota, sonur velmetins
meþódistaprests af norskum
ættum, og einn af sjö systkinum.
Hann gekk i almennan skóla og
þaðan i Mac-Alisters college i St
Paul. Þaðan lá leiðin i
University of Minnesota, og
útskrifaðist þaðan 1951 með lof-
legum vitnisburði.
Hann vann fyrir sér meðan á
skólagöngunni stóð við mat-
vælapökkun.
Snemma hneigðist hugur hans
að stjórnmálum og hann hefur
frá fyrstu verið öruggur fylgis-
maður Hubert Humphreys og
átt sinn rika þátt i velgengni
hans i kosningum innan fylkis-
ins.
Skömmu eftir að hann útskrif-
aðist tók hann þátt i Kóreustrið-
inu og varð sveitarforingi.
Arið 1953 innritaðist hann i
lagaháskóla Minnesotarikis og
hóf lögfræðistörf þrem árum
siðar.
Eftir að hafa starfað um
tveggja ára skeið sem sérlegur
aðstoðarmaður rikissaksókn-
ara, var hann útnefndur yfir-
maður þeirrar stofnunar um
tveggja ára skeið, þegar rikis-
saksóknari lét af störfum f’yrír
aldurs sakir. Hann var svo
kjörinn i starfið með miklum
meirihluta.
Hann tók sæti i öldunga-
deildinni um tveggja ára skeið,
þegar Humphrey varð varafor-
seti, og hefur siðan verið endur-
kosin við sivaxandi fylgi.
Eins og er, starfar hann I fjár-
málanefnd öldungadeildarinnar,
sem metin er ein þýðingar-
mesta nefnd Bandarlkjaþings.
Þar hefur hann beitt sér einkum
i skáttamálum og félagsmálum,
og getið sér hið bezta orð fyrir
hófsamt frjálslyndi. Þykir hann
i mörgu minna á Hubert
Humphrey.
Sjálfur segir hann, að mesta
áhugamál sitt sé, að létta byrð-
ar fátækra borgara og efla
menntun með auknum fjár-
framlögum til skólamála. 1
utanrikismálum er hann með-
mæltur slökun og vill lækka
framlög til hersins. „Við höfum
i nóg horn að lita heimafyrir og
meðan svo standa sakir, eigum
við að meta rækilega hverju
sinni aðstoð við erlendar þjóðir.
Svipað er ástatt um bruðl okkar
til geimrannsókna. Þar má að
skaðlausu lita sér nær”.
Mondale segir frá þvi, að fyrir
tveim árum hafi sér meira en
dottið I hug, að keppa um fram-
boð til forsetakjörs. En við nán-
ari athugun hafi hann horfið frá
þvi. „Þegar ég skoðaði hug
minn betur”, segir hann, „fann
ég að ég hafði ekki nógu brenn-
andi löngun til þess embættis, til
þess að steypa mér út I alla þá
baráttu, sem kosningarnar
krefja. Vissulega dáist ég að
þeim, sem hafa slikan baráttu-
vilja. En ég er bara ekki einn að
þeim”!
Mondale var að þvi spurður,
hvernig hann hugsaði til varfor-
seta embættisins, ef til kæmi.
Hann svaraði á þá leið, að hann
hefði haft takmarkaðan áhuga á
að verða einskonar leikbrúða.
En þegar Carter lýsti þvi yfir,
að það væri einlægur ásetningur
sinn, að hafa náið samband við
varaforsetann, og hafa hann i
hvivetna með I ráðum, bæði i
innan- og utanrikismálum, enda
Fokdreifar
Umgengni við
munaðarvörur.
Nokkrar umræður hafa
spunnizt um átengisneyzlu
landsmanna undanfarið, og sitt-
hvað borið á góma. Varla liður
sá dagur, að ekki fréttist um bif-
reiðarstjóra, sem teknir hafa
verið ölvaðir við akstur, og er
það vissulega stóralvarlegt
mál.
Kraftmikil bifreið i höndum
ölvaðs ökumanns má metast
sem áhrifamikið manndráps-
tæki, og hvaö sem öðru liður al-
varlegur slysavaldur. Enda
þótt viðurlög hafi verið nokkuð
hert við slikum aðförum, verður
að segja, að það má vekja
nokkra, já alls ekki litla furðu,
að þegar svo heitir, að ökumenn
hafi verið sviptir ökuleyfi æfi-
langt, þá séu þeir samt komnir
innan tiltölulega skamms tima
á götuna aftur, sælir og bros-
andi i ökumannssæti, með
blessun laganna varða i bak og
fyrir!
Framkvæmd laga á þennan
veg hlýtur fremur að vekja
vorkunnsemi, ef ekki aðhlátur,
heldur en vera alvarleg viðvör-
un til eins eða neins. Nóg um
þetta i bili.
Rétt i þessu var rikisútvarpið
að birta fremur skuggalegar
fregnir af áfengisneyzlu lands-
manna, sem sifellt virðist fara I
vöxt, og raunar ekki að sjá, að
hér riki sérstakt kreppuástand I
fjárhagsgetu landans. Aðsókn
að vinveitingahúsum hér á
höfuöborgarsvæðinu og viöar
tekureinnigi sama streng.Er þó
ekki þvi fyrir að fara, að
verðlag þar sé einkar hagstætt.
Margir kenna veröbólgunni
frægu og illræmdu um þverr-
andi virðingu okkar fyrir fjár-
munum, og mikið er talað um
kapphlaup viö aö breyta pening-
um, sem mönnum kunna að
áskotnast, i eitthvað, sem álit-
legra sé að eiga en peninga.
Varla munu þó áfengiskaup
flokkast undir þá hluti, enda er
áfengi að jafnaöi uppgangs-
vara.sem sjaldan mun lengi við
hendur föst. Samt er það keypt
og þess neytt ósleitilega sem
dæmin sanna.
Fyrrum áhrifamestu samtök
til varnar áfengisbölinu, Stór-
stúka tslands, hefur nýlega
haldið hátífelegt niræðisafmæli
sitt með pomp og pragt. Vissu-
lega mega þessi samtök muna
sinn fifil fegri, en þau eiga sina
sögu, sem ekki er ómerkur þátt-
ur, þó undanfarið hafi þeirra
minna gætt i þjóðlifinu en áður
fyrr. Islenzka rikið hefur nú
um meira en hálfrar aldar skeið
átt og rekið einkasölu á áfengi,
þó samfelld saga sterku vin-
anna sé ekki meira en fertug að
aldri.
Svo er nú komið, að áfengis-
saian er orðin slikur tekjustofn,
aö skarðið yrði æöi stórt i rikis-
búskapnum, ef hennar nyti ekki
við. Ýmislegt skrýtið virðist nú
samt vera i þvi kýrhöfði og
hreint ekki jafnt yfir alla ganga.
Nýlega var upplýst, að
stjórnarráðsmenn ættu kost á
þvi að kaupa, að visu, litinn
áfengisskammt árlega á lágu
verði, sem talin er áratuga
gömul hefð. Reiknað hefur
verið út, að þessi „hlunnindi”
muni nema tæpum tveim
milljónum króna að núverandi
verðmæti, ef gert er ráð fyrir að
allir taki sinn skammt!
Risna ráðherranna á vlni
keyptu á kostnaðarverði er svo
annar kapituli.
I HREINSKILNi SAGT