Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 4
4 IÞRÚTTIR
Fimmtudagur 22. júlí 1976. bla^M1'
HIN SOGULEGA STUND
í MONTREAL
Um þessar mundir er keppnin á
ólympiuleikunum i fullum gangi. Setn-
ingarathöfn leikanna, er ásamt lokaat-
höfninni, talin af mörgum eftirminni-
legustu stundirnar frá ólympiuleikum.
Það var stór stund i Montreal á
laugardaginn þegar ólympiuleikarnir
voru settir i 21. skipti. í fyrsta skipti i
sögu leikanna var ólympiueldurinn
tendraður af tveim iþróttamönnum.
Sandra Henderson 16 ára og Stephane
Prefontaine 15 ára, tendruðu eldinn sem
loga mun leikana á enda.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar
voru við setningarathöfnina. JEG
Kanadískur iþróttamaður sver ólympiueiðinn fyrir hönd
allra keppenda á leikunum.
Sandra og Prefontaine hafa hér tendrað Ólympiueldinn, ...ásamt Ólympiufánanum eru merki leikanna.
sem ...
Fimleikastúlkur frá hinum ýmsu þjóðum, sýndu við opn-
unina.
Olympíuleikarnir hófust á
réttumtfma
- þrátt
fyrir deilur
Þrátt fyrir illdeilur, enda-
lausan kjaftavaöal og heimsku-
legt rifrildi, tókst að setja
Ólympiuleikana i Montreal á
réttum tima, 17. júli. Loksins
fengu keppendurnir að komast
að fyrir þeim mönnum, sem láta
sér vara- og tunguhreyfingar
nægja, en sleppa öörum hreyf-
ingum að mestu. Að visu hafa
þeir menn, sem endilega vilja
blanda saman stjórnmálum og
iþróttum, menn, sem sennilega
gera þaö að verkum, aö þessir
21. Ólympiuleikar verði þeir siö-
ustu i þessari mynd, ekki lokiö
sér af. Máli Taiwan og Kina
lauk meö þvi, að hvorug þjóðin
sendi keppendur á leikana. En
þá skaut nýju máli upp koli-
inum. Vegna ferðar rugby-liðs
frá Nýja-Sjálandi til
Suður-Afriku, hafa margar
Afrikuþjóðir hætt við þátttöku i
leikunum, nema að Ný-Sjálend-
ingum veröi meinuð þátttaka. A
3.tug Afrikuþjóðar haf nú þegar
hætt við að taka þátt i Ólympi'u-
leikunum og enn fleiri hafa það
til athugunar.
Maður veröur þó aö vona að
Ólympiuleikarnir gangi sinn
gang samkvæmt áætlun. Hafa
verður i huga aö i kringum 8000
mannshafa æftfyrir þessa leika
i fjögur ár. Talið er aö um einn
milljarður manna muni fylgjast
með leikunum á sjónvarps-
skerminum um allan heim.
Unniö að gerö iþróttamannvirkjana í Montreal.
Agætis tækifæri.
Nú eru ólympiuleikarnir
orðnir ágætis tækifæri fyrir
stjórnmálamenn og æsingar-
menn, til að koma skoðunum
sinum á framfæri við al-
menning. Og þetta tækifæri er
vel notað. Afrikumenn féllu
aðeins i skuggann fyrir
Taiwan-mönnum, en eftir aö
það mál var útkljáð, blómstr-
uðu skoðanir Afrikumanna I
fjölmiðlum.
Hvað með iþrótta-
mennina?
En hvaö finnst iþróttamönn-
unum um þessar deilur. Flestir
hafa meira að gera við undir-
búning sinn undir keppnina en
svo, að þeir skipti sér mikið af
þessu. Um stjórnmálalegt rif-
rildi er þeim hjartanlega sama.
Vinsæll borgarstjóri.
Borgarstjórinn i Montreal er
afar vir.sæll meðal ibúa borgar-
innar „Sjáið hvað hann hefur
gert fyrir borgina”, segja þeir
stoltir. Og þeir hafa ástæðu til
að vera hreyknir. Montreal er
glæsileg borg.Þetta er borg sem
ekki er byggð samkvæmt leik-
reglum auðvaldsins”. Það eru
hinir riku, sem kvarta yfir
sköttunum, en ekki lágstéttar-
fólkið”, sagði leigubilsstjóri
einn. „Hér gét ég unnið mér inn
allt að 7$ á timann. Það eru
miklir peningar og þá er það
minnsta sem maöur getur gert,
aö standa i skilum með skatta
við bæöi borgina og Qie-
beck-fylkið. Þaö, að nokkrir
iðnaðarmenn notuðu ólympiu-
leikana til að knýja fram hærri
laun, er eölilegt, þvi þó nokkur
veröbólga hefur dunið á okkur
síðustu fimm árin,” sagöi hann
að lokum.
Glæsileg iþróttamann-
virki.
Vonandi fá islenzkir sjón-
varpsáhorfendur að sjá mann-
virkin, sem Kanadamenn reistu
fyrir þessa leika. Þegar sjón-
varpið kemur úr frii. Þau eru
mjög glæsileg og verða notuð
um ókomna framtið, þó þau séu
'fyrst og fremst reist með
Ólympiuleikana i huga. Að visu
eru þau ekki fullgerö ennþá, að
mestu ómáluð og turninn frægi
óreistur, en það ætti ekki að
eyðileggja ánægjuna fyrir þeim
þúsundum, sem fá að njóta
þeirrar ánægju að fylgjast með
þessu mesta iþróttamóti jaröar-
búa úr sætum sinum I iþrótta-
mannvirkjum Montreal-borgar.
ATA.
ísland ekki á Ól. í skák
I f réttatilkynningu,
sem Alþ.bl. hefur borizt
frá Skáksambandi
(slands, segir að Island
muni ekki taka þátt í
Olympíumótinu að þessu
sinni. Jafnframt segir að
stjórn S.l. harmi þau
pólitísku átök, sem orðið
hafa í sambandi við þetta
mót.
Ætla að byggja upp
Aöalstefnumál núverandi
stjórnar S.l. er að efla og byggja
betur upp skáklifið hér innan
lands, sérstaklega Ut á lands-
byggðinni. Með þvi m.a. að
auka skáktengsl milli byggðar-
laea. Meö bvi m.a. aö auka
skáktengsl milli byggðarlaga.
Jafnframt þvi hyggst stjórnln
‘gefa okkar efnilegustu skák-
mönnum tækifæri ti) þátttöku á
mótum og æfingabUðum i
nágrannalöndunum.
Þar sem fjárhagur Skáksam-
bandsins er knappur, telur
stjórnin þaö óráölegt að kippa
stoðunum undan honum með að
senda lið til Haifa i Israel.
Ol.sk-ákmótin eru haldin á
tveggja ára fresti.
Abyrgðahluti
Þá segir I fr^ttatil-
kynningunni: Stjórnin telur það
nokkurn ábyrgðarhluta að
stuðla að ferðum manna á þess-
ar slóöir, jafnvel i andstöðu fjöl-
■skyldna þeirra eða foreldra,
með tilliti til þess ófriðará-
stands, sem nU rikir fyrir botni
Miðjarðarhafs. En Haifa er
skammt frá landamærum Isra-
els og Libanon. Þá hefur komið
fram að okkar sterkustu skák-
menn eru litt hrifnir af þvi að
tefla á þessum slóðum eöa geta
ekki komið þvi við af ýmsum á-
stæðum.
Ekki veröur sagt aö þetja
skákmót fari fram i'neinum ser-
stökum ólympiuanda.
Sterkasta skákþjóð heims,
Sovétrikin, hafa neitað að taka
þátt i mótinu. Ekki er ósennilegt
aö nokkrar austantjaldsþjóðir
fylgi fordæmi þeirra.
Þá efna Arabalöndin til sér-
staks ólympiumóts i Libiu á
sama tima, til aö andæfa mótinu
i ísrael. Það er þvi ljóst að hér
verður ekki um fullgilt
ólympiuskakmót að ræða. JEG