Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR Fimmtudagur 22. júlí 1976. SSSS Það færist í vöxt að íslend- ingar ferðist um eigið land - einnig í skipulögðum hópferðum Alþýöublaðið fór þess á leit viö forstjóra Ferðaskrifstofu rikisins, Björn Vilmundarson, að hann gæfi greinagott yfirlit um starfsemi Ferðaskrifstof- unnar. Hefur hann góðfúslega við þvi orðið. Starfsemi Ferðaskrifstofú rikisins greinist i fjölmarga þætti, og er einn hinn mikilvæg- asti þeirra leiðbeiningar og fyrirgreiðsla ferðamanna, inn- Iendra sem erlendra, svo og skipulagning orlofsferða og hef- ur svo verið frá upphafi. Orlofe- og hópferðir innan- lands eru með tvennu móti, þ.e. ferðir, er skrifstofan efnir til sjálf og selur einstaklingum, og hinsvegar ferðir er aðrir aðilar, innlendir eða erlendir, stofna til.en fela Ferðaskrifstofu rikis- ins að annast á allar fram- kvæmdir. Meðal nýjunga i starfsemi Ferðaskrifstofu rikisins má telja, aö skrifstofan hefur lagt aukna áherzlu á að hvetja íslendinga til að ferðastum sitt eigiðland. 1 þvi skyni hafa m.a. verið skipulagðar og auglýstar hópferðir um landið, þar sem gist er og borðað á hótelum. Ferðaskrifstofa rikisins efndi i fyrrahaust i tilraunaskyni til nokkurra shkra hringferða um landið, er auglýstar voru sér- staklega á innanlandsmarkaði, og reyndust þær svo vinsælar, að i ár er haldið lengra á sömu braut og auk hringferðanna um landið allt, efnt til viku hring- ferða um Snæfellsnes og Vest- firði, þar sem farin er hringur- inn um Snæfellsnes, siðan siglt yfir Breiðafjörð til Brjánslækj- ar og Vestfirðir skoðaðir ræki- lega, og þá farin hinn nýji hring- vegur um ísafjarðardjúp, er opnaður var i fyrra. Um árabil hefur Islendingum aðallega, hvað innanlandsferðir snertir, gefist kostur á fjalla- ferðum með gistingu i tjöldum eða skálum, eöa þá gönguferð- um, en i ljós hefur komið, að þeir eru fjölmargir, er ekki eiga eigin bifreið og ekki treysta sér til að gista i tjöldum eða ferðast um óbyggðir, og kunna þvi vel að meta þá nýbreytni að eiga þess kost að feröast um byggðir landsins iþægilegum langferöa- bifreiðum undir leiðsögn farar- stjóra og gista og borða á hótel- um. Á þessu sumri hafa verið skipulagðar og auglýstar, aðal- lega á erlendum markaði, sam- tals 56 eigin ferðir skrifstof- unnar á timabilinu frá 3. júni til ágústloka. Ein vinsælasta ferðin er 10-daga hringferð og er i þeirri ferð komið við á öllum fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins, en brottför frá Reykjavlk er tvisvar i viku allt sumarið. Þá eru vikulega farn- ar tvær 6-daga ferðir og er i annarri þeirra farið um allt Suðurland allt austur á Skeiðar- ársand og i Skaftafell og enn- fremur um Borgarfjörð, en i hinni ferðinni er ekið noröur Sprengisand til Akureyrar og Mývatns, siðan er haldið um Skagafjörð I Húnavatnssýslu og hún skoðuð, en að lokum farið suður Kjöl. Þá efnir Ferðaskrif- stofa rikisins til nokkurra svo- kallaðra „sérferða”, en i þeim ferðum er lögð sérstök áherzla t.d. á fuglaskoðun, jaröfræði eða sögustaði. Hópferöir þær, er aðrir aðilar stofna til, en Feröaskrifstofa rikisins framkvæmir verða með svipuðum hætti og undanfarin ár, og er vonast til að þátttak- endur i þeim verði ekki mikið færri en i fyrra, en sumir hinna erlendu aðila voru i haust, að þvi er nú er að koma i ljós, óhóf- lega bjartsýnir á sölumöguleika sina á Islandsferðum, og hefur þvi nú, eins og reyndar éinnig stundum áöur, nokkuð borið á afpöntunum. Einstaklingsferðir hér á landi, er Ferðaskrifstofa rikis- ins skipuleggur, skipta hundr- uðum oger ferðatiminn ailt frá einum degi upp i 3-4 vikur. 1 þessar ferðir er sdt ýmist af er- lendum ferðaskrifstofum eða einstakir feröamenn panta þátt- töku bréflega eða kaupa hana þegartil landsinser komið. Þótt þessar ferðir láti litið yfir sér, eru þær næsta mikilvægur þáttur i starfi skrifstofunnar. Þessir einstaklingar ferðast oft mikið og viða um landið og skipulagning og framkvæmd ferðanna krefst oft talsverðrar fyrirhafnar. Þeir, er notfæra sér þessa þjónustu Ferðaskrifstofu rikisins, eru svo til eingöngu útlendingar, en heldur virðist það þó vera að aukast að Islend- ingar láti ferðaskrifstofu skipu- leggja feröir sinar innanlands. Á undan skipulagningu ein- staklingsferðar fyrir útlending fara oft fram miklar bréfa- skriftir við viðkomandi, sem þarf að fræðast um margt við- komandi land og þjóð, áður en hann ákveöur Islandsferð. Á þetta einnig viö um þá, sem taka þátt i hópferðum skrifstof- unnar eða erlendra ferðaskrif- stofa. Enda er það svo að veru- legur þáttur i landkynningar- starfsemi Ferðaskrifstofu rikis- ins er einmitt bréfaskriftir við einstaklinga og fyrirtæki, blaðamenn og aðra er vilja fræðast um landið, og er þá spurt um hina margvislegustu hluti. Sumar spurningar er hægt aðsvara með þvi að senda bækl- inga eða fjölrituð upplýsinga- blöð, er framleidd eru svo þúsundum skiptir, en i öðrum tilvikum verður að svara fyrir- spyrjenda með persónulegu bréfi. Sala utanlandsferða er einnig þáttur i starfi Ferðaskrifstofú rikisins og hefur svo verið siðan um eða rétt fyrir 1950. Skrifstof- an skipuleggurekki lengur eigin hópferðir til útlanda, heldur hefur sú starfsemi færzt yfir á einkaferðaskrifstofurnar. Meginverkefni þessarar deildar er nú skipulagning ferða og sala farseðla til þeirra embættis- mannaogannarra, er ferðast á kostnaðhins opinbera, en einnig eru seldar þar fjölmargar ein- staklingsferðir. Skrifstofan út- vegar viöskiptavinum sinum gistingu erlendis svo og hvers konar þjónustu aöra, er óskað er eftir. Mjög hefur það háð þróun ferðamála hér á landi, hversu léleg nýting er á hótelum og öðr- um þjónustufyrirtækjum utan þriggja mánaða annatimabils um hásumarið. Ferðaskrifstofa rikisins telur það mjög mikil- vægt að unnið verði markvisst að þvi að auka hér ráðstefnu- hald utan háannatimans, og þá sérstaklega vor og haust. Mun Feröaskrifstofa rikisins á þessu ári annast framkvæmdir vegna tveggja norrænna ráðstefna hér i Reykjavik. Eitt mikilvægasta verkefni Ferðaskrifstofu rikisins sam- kvæmt lögum þeim, er i gildi hafa verið undanfarin ár, er þó ,,að annast landkynningu, vinna aö þvi að vekja athygli ferða- manna á landinuog kynna það á þann hátt, að menn fái sem gleggsta hugmynd um lands- og þjóöháttu, menningu, atvinnulif og framleiðslu. Skal Ferðaskrif- stofa rikisins hafa samvinnu við utanrikisráðuneytið og Ferða- málaráð um þessi mál”. Hér að framan hefur aðeins verið minnst á þann þátt land- kynningarinnar sem felst i bréfaskiftum við einstaklinga, fyrirtæki og fleiri og dreifingu bæklinga, en bæklingar, bæðl með almennum fróðleik um landið, svo og um önnur af- mörkuð efni, eru prentaðir svo hundruðum þúsunda skiptir og dreift erlendis eftir ýmsum- leiðum. Þá hefur skrifstofan staðið aö gerð nokkurra kvik- mynda, er dreift hefur verið i fjölda eintaka á mörgum tungu- málum. Þessar kvikmyndir eru sýndar I sjónvarpi viðsvegar um lönd, á fundum hjá félögum og starfshópum, i skólum og viða annarsstaðar. Einnig annast Ferðaskrifstofa rikisins móttöku og veitir fyrirgreiðslu erlendum blaðamönnum, rit- höfundum, ljósmyndurum og kvikmyndatökumönnum, er til landsins koma. T.d. var hér nýverið á ferð danskur kvik- myndatökumaður, er ferðaðist um landið og tók efni I mynd, er hann mun frumsýna á norrænni mennningarviku i Randers i Danmörku i haust og sýna siðan áfram viðsvegar um Norður- löndin. Þá hefur skrifstofan komið sér upp nokkru safni ljós- mynda, er hún lætur erlendum blaðamönnum og rithöfundum i té, þeim er ekki hafa sjálfir kost á þvi' að taka myndir. Um nokkurra ára bil hefur ferðaskrifstofa rikisins átt sam- starf við hin Norðurlöndin um reksturupplýsingaskrifstofa er- lendis. A þessu sviði má helst íslenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson í siöasta þætti varð mér tið- rætt um orðið atferliog lagðist fremur gegn ýmsum nýjum merkingum sem þvi hafa verið gefnar upp á siðkastið. Þá er þess að gæta að ekki er heppilegt að nota samnefnarann fyrir einstaka nefnara i dæm- inu. Enda þótt 30 sé samnefnari fyrir 5, 10 og 15, getur 30 ekki móti þvi að nota orðið atferli t.a.m. um verknað eða heila- starfsemi er þaöað orðið er lif- andi i tungunni sinni gömlu merkingu: framkoma, verkn- Enn um atferli Mér er fullljóst að æskilegt er fyrir sálfræðinga félagsfræð- inga, uppeldis- og kennslufræð- inga og aðra slika að hafa orð yfir þaðsem á ensku kaliast be- haviorismog nota það orð sem samnefnara yfir ýmis hugtök. — Setjumnú svo aðorðið atferlisé notað sem slikur samnefnari. komið i stað 5 né 10 né 15. Og þó svo að við veljum þann kostinn að kalla kunnáttu, skilning, teiknun og skrift einu nafni at- fcrlier best að láta hvert þess- ara fyrirbæra halda sinu nafni og fara ekki að tala um atferlið að skilja o.þ.h. En það sem einkum mælir á aður, hátterni eða annað keim- likt, og þá oft i neikvæðri merk- ingu. — Það er þessi merking sem menn ósjálfrátt tengja orð- inu þegar þeir sjá það eða heyra og þess vegna hlýtur ný merk- ing að eiga erfitt uppdráttar. Þvi hefði, að minu mati verið heppilegra að búa hér til nýyrði eliegar þá að endurvekja orð sem fyrir er I málinu en að mestu eða öllu leyti er hætt að nota. Það mun þykja undarlegt at- ferli aö eyða svo miklu af dýr- mætum tim a i eitt orð — og mál að linni. En ég vona að ég hafi stutt með nokkrum rökum and- úð mi'na á hinum nýju merking- um orðins atferli og umræddri notkun þess. Vænti ég þá einnig að menn hafi rök þessi i huga þegar þeir finna orð yfir hugtök sem ekki hafa verið nefnd áður á islensku. Eftir að hafa lesið bæklinginn, Nokkrar ábendingar um náms- mat fór ég niður i menntamála- ráðuneyti og fékk fjóra aðra pésa hjá skólarannsóknadeild- inni. Málfar á pésum þessum er svo virðulegt og hátiðlegt að vart er hægt að lesa þá nema á sparifötunum, og standandi, en ég fann fátt sem telja má til beinna mállýta. — Dæmi um þennan virðulega stil má taka úr bæklingi sem nefnist: Um endurskoðun námsefnis i mynd- og handmennt. Þar segir svo á bls. 4: „Samræmdur heildartilgang- ur uppeldis er m.a. að vekja gagnrýna hugsun til móttöku þekkingar og tjáningar þeirrar þekkingar i verki, þannig að hver nemandi geti tengt þá þekkingu vitrænum hæfileikum sinum og leikni og öðlast dóm- greind til að mynda sér ábyrga skoðun á gildi innri og ytri verð- mæta.” 1 bæklingi um endurskoðun námsefnis i samfélagsfræði segir á bls. 1: „Námið verður raunvirkara og tengist betur reynslu barns- ins utan skóians ef námsgrein- arnar eru ekki skildar að.” Skilji ég þessa málsgrein rétt merkir orðið raunvirkara hið sama og orðið raunhæfara sem fyrir er i tungunni og sé ég ekki þörfina á þessu nýyrði: Annað sem finna mætti að i bæklingum þessum er slikur tittlingaskitur að ég læt það ó- gert. Og það fannst mér dálitið spaugilegt en jafnframt ánægjulegt að hvergi skyldiég i pésunum fjórum finna hið titt- nefnda tiskuorð atferli, sem aft- ur á móti riður hinum fimmta á slig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.