Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 16
VIÐBÓTARFJÁRVEITING
TIL VÍÐTÆKRA JARÐ-
FRÆÐIRANNSÓKNA
Rikisstjórnin hefir nú
orðið við tilmælum for-
stöðumanna Land-
mælinga íslands, Nor-
rænu eldfjallastöðvar-
innar, Orkustofnunar,
Raunvisindastofnunar
Háskólans og Veður-
stofu íslands um við-
bótarfjárveitingu til
þess að standa straum
af viðtækum rann-
sóknum á umbrotum
við Kröflu og sprungu-
kerfi i Keldukerfi. For-
stöðumennirnir rituðu
iðnaðarráðherra,
menntamála ráðherra
og samgönguráðherra
bréf, þar sem þeir
gerðu grein fyrir þeim
rannsóknum sem þeg-
ar væru hafnar og öðr-
um, sem nauðsynlegt
þykir að gera, og lögðu
þeir fram sameigin-
lega áætlun ofantaldra
stofnanna um þær.
Tilgangur rannsóknanna er
einkum tviþættur: 1) Athuganir
sem gætu varað viö eldsum-
brotum á Kröfhi og Mývatns-
svæði. 2) öflun þekkingar á
náttúruviðburðum af þessu m.a.
tilliti til mannvirkjagerðar á
þessu svæði og öðrum hlutum
gosbelta landsins, þar sem
svipaðar hræringar gætu orðið.
Gildi rannsóknanna.
í skýrslunni, sem stofn-
anirnar gerðu sameiginlega, er
gerð grein fyrir þessum mark-
miðum. Þar segir eftirfarandi:
Fyrra markmiðið er timabær
orsök þessarar skýrslu. Rann-
sóknaráætlunin er miðuð við að
beita aðferðum sem vitað er að
hafi gefið ábendingar um
væntanlegt gos.
Hvað siðara markmiöið
snertir er rétt að minnast þess
að þetta er fyrsta tækifærið sem
gefst til rannsókna á náttúru-
viðundrun af þessu tagi siðan
jarðvísindum óx fiskur um
hrygg hér á landi. Langtima-
gildi slikra rannsókna veröur
ljósast þegar þess er gætt að
haldbeztu gögnin sem við
eigum nú um sambærilega við-
burði eru athuganir glöggra ál-
þýðumanna á 18. öld. Auk þess
er von til að slikar rannsóknir
geti leitt til þess að sjá megi
fyrir atburði sem þessa.
Þá segir einnig I skýrslu
stofnanna: — Auk þess að vera
forvitnilegt rannsóknarefni I
alþjóðlegum jarðvlsindum,
hefur rannsókn á slikum um-
brotum mikið efnahagslegt
gildi, þvi að þær sprunguhreyf-
ingar sem nú ógna byggð I
Reykjahlið, Kisiliðju, Kröflu-
virkjun, Kópaskeri og byggð I
Kelduhverfi og öxarfirði eru
dæmi um umbrot sem allt eins
gætu orðið á sprungukerfum þar
sem virkjanir eru áætlaðar I
Jökulsá, einnig á virkjanasvæöi
Tungnaár I nágrenni Sigöldu og
Hrauneyjarfoss, á Nesjavöllum,
og Hengilssvæði eða á Reykja-
nesi og Svartsengi.
Tvennskonar
rannsóknir.
Rannsóknum þeim sem nú
fara fram og munu fara fram á
grundvelli áætlunarinnar er
skipt i tvo flokkar.
í fyrsta lagi er um að ræða
rannsóknarverkefni sem miða
að þvl að ákvarða hvort hætta sé
á eldgosi á Kröflu-Námafjalls-
svæðinu, hvar hættan er mest og
hvort þá megi búast við stórgosi
Til þess að þetta verði unnt þarf
að gera eftirtaldar rannsóknir:
Sprungumælingar til þess aö
ákvarða lárétta hreyfingu á
sprungum I nágrenni Kröflu.
Þessar rannsóknir eru þegar
hafnar og er fylgzt með 16 mæli-
stöðvum daglega.
Rannsóknir á efnasamsetn-
ingu gasútstreymis á þessu
umbrotasvæði, en hliðstæðar
rannsóknir sem fram hafa farið
I S-Ameriku hafa leitt I ljós að
efnasamsetning gassins breyt-
ist verulega fyrir gos.
Hæðar- og þyngdarmælingar
eru nauðsynlegar vegna þess að
vitan er aö lóöréttar hreyfingar
eiga sér stað vegna kvikuflutn-
ings i jarðskorpunni. Þegar
hafa verið framkvæmdar
hæðarmælingar I Hllöardal við
Kröflu og kom þar 1 ljós að
breytingar höfðu orðið umtals-
■verðar.
Þá telja jarðvlsindamenn
nauðsyn bera til þess að fram-
kvæma haiiamælingar I
nágrenni Kröflu þar sem mest
hætta er talin vera á eldgosi.
Enn eru ótaldar viðnámsmæl-
ingar við Kröflu og Námafjall,
mælingar á hitastigi I jarðvegi
og grunnvatni, eftirlit með
skjálftavirkni og mælingar I
borholum við Kröflu og Náma-
fjall.
1 öðru lagi er um að ræöa
rannsóknarverkefni: Jarð-
fræðileg rannsókn á sprungu-
hreyfingum i þeim tilgangi að
finna hvar og helzt hversu
miklar sprunguhreyfingar hafa
orðið á þessu svæði auk þess aö
reyna að takmörk þess svæðis
sem haggast hefur um
sprungur.
Stærsti þátturinn.
Úrvinnsla jarðskjálftagagna
sem safnazt hafa. Þegar um-
brotin á svæðinu hófust i des. sl.
var nýlokið við aö setja upp við-
tækt jaröskjálftamælanet á
Norðurland. Þetta net hefur
safnað óhemjumiklu magni af
upplýsingum og má fullyrða að
óviða i heiminum sé til sam-
bærilegt safn upplýsinga um
viðburði af þessu tagi. Þessi úr-
vinnsla er kostnaöarsamasti
liður rannsóknanna og einn sá
viðamesti, en jafnframt kann
úrvinnslan að gefa ómetanlegar
upplýsingar, sem hægt yrði að
nota við ákvarðanatöku um nýt-
ingu háhitasvæðanna o.fl. i þvl
sambandi. Þá eru nokkrar
vatnsvirkjanir á svæðum sem
svipar til þessa svæðis að eðli og
gerö.
Úrvínnslan hefur einnig hag-
nýtt gildi fyrir rannsóknir vegna
mannvirkjagerðar auk þess
sem gera má ráð fyrir að jarð-
saga landsins hafi einmitt mót-
azt af svipuðum atburðum og
þarna eiga sér stað.
Þá er eftir að telja i siðari
hluta rannsóknanna bergfræöi-
rannsóknir á Kröflu- og Náma-
fjallssvæðinu, hallamælingar á
Þeistareykjum, I Gjástykki og
við Dettifoss, ummyndun bergs
I borholum við Kröflu og að
lokum myndmælingar á öllu
hreyfingarsvæðinu.
Til þess að samræma rann-
sóknirnar og sjá um túlkun og
birtingu á niðurstöðunum hefur
verið komiö á fót samstarfshópi
sem skipaður er einum fulltrúa
fra hverri stofnun sem þetta
verkefni vinna. Alls nemur fjár-
veitingin til þessa verkefnis 9.6
milljónum króna og er henni
skipt niður á tvö ár. EB.
Þjóðverjinn ráðinn til
starfa hjá sakadómi
Yfirheyrslur í
Grjótjötunsmálinu
- Rannsókn haldið áfram
Nokkrir menn hafa nú verið
yfirheyrðir hjá sakadómi vegna
Grjótjötunsmálsins. Erla Jóns-
dóttir fulltrúi, sem annast rann-
sókn málsins sagði í samtali við
Alþýðublaðið að rannsókn héldi
áfram af fullum krafti en
nokkurn tlma tæki aö afla
gagna. Þessi rannsókn blandast
ekki könnun Seðlabankans á
öðrum skipakaupum hingað til
lands.
Eins og Alþýðublaðið skýrði
frá fyrst fjölmiöla leikur sterk-
ur grunur á að kaupendur skips-
ins hafi gefið upp hærra verð en
það raunverulega var. Sam-
kvæmt pappirum sem framvis-
að var til yfirfærslu á gjaldeyri
og lántöku var verðið 2,8
milljónir norskra króna. Sam-
kvæmt upplýsingum sem aflað
var frá Noregi var söluverðið
hins vegar ekki nema 2,4 millj.
króna. Þarna munar 400
þúsundum eða um 13 milljónum
isl. króna samkvæmt núverandi
gengi. Erla Jónsdóttir vildi
hvorki neita þvi né játa að þess-
ar tölur væru réttar þegar Al-
þýðublaðið spurðist fyrir um
það.
Upphaflegir eigendur skips-
ins, sem keyptu þaö frá Noregi,
verða að sjálfsögðu að gera
grein fyrir þessum mismun, en
núverandi eigendur munu ekki
hafa haft nein afskipti af
kaupunum I Noregi. — SG
Vestur-þýzki sakamálafræö-
ingurinn Karl Schutz er væntan-
legur til landsins i byrjun næsta
mánaðar og mun starfa með
sakadómi Reykjavikur um óá-
kveðinn tima. Hann er ráöinn
hingað fyrst og fremst til að
vinna við rannsókn á hvarfi
Geirfinns Einarssonar og morö-
inu á Guömundi Einarssyni.
Jafnframt mun hann kynna
rannsóknarmönnum hér starfs-
aðferðir glæpasérfræðinga I
Vestur- Þýzkalandi.
Upphaflega komst Ólafur Jó-
hannesson dómsmálaráöherra I
samband við Schutz gegnum
þýzk yfirvöld og kom hann
snögga ferð hingaö til lands fyr-
ir nokkru eins og fram hefur
komið I fréttum. Hann hefur
fengið I hendur nokkuð af máls-
skjölum fyrrnefndra sakamála
og kynnt sér þau undanfarnar
vikur.
Baldur Möller ráöuneytis-
stjóri sagði I samtali við
Alþýðublaöið, að Schutz væri
ráðinn til starfa hér um óákveð-
inn töna, en búast mætti við aö
hann dveldi hér alllengi. Schutz
stendur á sextugu og er nýhætt-
ur opinberum störfum I heima-
landí sinu. Sagði Baldur þaö
nánast tilviljun að hægt var að
fá hann hingað, enda væru
starfandi sérfræöingar I saka-
málum erlendis yfirleitt svo
störfum hlaðnir aö ekki þýddi að
leita eftir aðstoð.
Sakadómur mun hafa lagt á-
herzlu á nauðsyn þess að Schutz
kæmi til starfa hér sem allra
fyrst og munu rannsóknarmenn
binda nokkrar vonir við komu
hans. Dómsmálaráðuneytið
stendur straum af dvöl hans
hérlendis. —SG.
FIMMTUDAGUR
alþýðu
blaöið
Lesið: 1 Hamri I Hafnar-
firði: „Bæjaryfirvöldum
hefur borizt bréf frá
kaþólska biskupnum, Hin-
rik Frehen, þar sem óskað
er eftir þvl, að við skipu-
lagningu Jófrlðarstaða-
lands verði gert ráð fyrir 1
hektara til byggingar
kirkju, prestsseturs og
samkomuhuss fyrir kaþó-
lifca. Kaþölikar eru eig-
endur umrædds lands og
hafa lengi verið meö mjög
merka starfsemi hér I bæ.
Munu bæjaryfirvöld hafa
fullan hug á að reyna aö
koma til móts viö óskir
kaþólikana Iþessumáli, og
hefúr skipulagsnefnd, á-
samt þeim, sem unnið hafa
að skipulagi þessa svæðis,
erindi þetta til meðferöar.”
Séð: 1 Vestfirzka frétta-
blaöinu: Um slðustu mán-
aðamót lét Viðar A. Olsen,
lögfræöingur, af starfi full-
trúa bæjarfógeta á ísafiröi
og sýslumannsins i Isa-
fjarðarsýslu. Af þvl tilefni
er þetta haft eftir Viðari:
„Sagði Viðar, að á þvl eina
og hálfa ári, sem hann
hefði starfað hér, hefðu
verið kveðnir upp allmarg-
ir dómar fyrir áfengis- og
umferöalagabrot. Þá hefðu
verið kveðnir upp dómar,
bæði skilorösbundnir og
beinir dómar, fyrir afbrot
af öðru tagi. Þeir, sem
þessa dóma hefðu hlotið,
hefðu undantekningalítið
hætt afbrotum eftir það.
Einstakir afbrotamenn,
sem ekki hefðu staöizt sfcil-
oröið, hefðu verið sendir úr
bænum. Taldi hann, að
bærinn heföi orðiö allur
annar á eftir, hvað saka-
málum viðkemur”. Hér er
bryddaö á nýrri aðferð i
meðferð sakamála.
Tekið eftir: Að forseti Is-
lands, dr. Kristján Eldjárn,
tekur á ný við forseta-
embætti 1. ágúst næst kom-
andi. Athöfnin fer fram I
sal neðri deildar Alþingis
aö lokinni guðsþjónustu I
Dómkirkjunni.
Séð: Aö Lionsklúbbur
Hafnarfjarðar hefur gefið
halfa milljón króna til
styrktar þeirri aðstöðu,
sem veriö er að koma á fót
fyrir þroskaheft börn I dag-
heimilinu, sem er Ismiöum
I Norðurbænum I Hafnar-
firði.