Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 5
sasr Fimm+udagur 22. júlí 1976.
OTLOND 5
Núverandi ástand
Undanfarið hefur brýnustu
þörfum hungraðra og van-
nærðra verið mætt, að svo miklu
leyti sem unnt er, aðallega með
þvi áð miðla af umframbirgðum
Canada, Nýja Sjálands, Astra-
liu, Argentinu og Bandarikj-
anna.
Sýnt er, að þetta geta ekki
verið annað en bráðabirgðaráð-
stafanir, sem hljóta að veröa
alls ófullnægjandi innan tiðar
með hliðsjón af hinni geysiöru
mannfjölgun.
Þvi eru vitanlega takmörk
sett, hve mikið jafnvel háþróuð
ræktunarlönd geta af mörkum
látið. Við það bætist svo, að ann-
ar vandi er á höndum, s.s. fjár-
hagsmál og flutningaörðugleik-
ar.
Hvað er þá helzt til ráða?
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO), sem þessi vandi mæðir
mest á, hefur lagt á það rika á-
herzlu, að aflögufærar þjóðir
safni sem mestum birgðum, til
þess að unnt sé að gripa til
þeirra af skyndingu, ef bráða 6g
óvænta hættu ber að höndum.
í annan stað vill FAO beita
sér fyrir þvi, að þegar verði haf-
izt handa um rannsóknir á
möguleikum til fæðuöflunar og
dreifingar matvæla á lands-
svæðum, sem nú eru ekki hag-
nýtt um viða veröld.
Að sjálfsögðu beinist athyglin
fyrst og fremst að löndum þar
sem neyðin er mest. En það
raskar ekki þvi, að nauðsyn er
á, að hef jast handa um langtima
áætlanir nú þegar. 1 bili þarf að
leggja áherzlu á að hagnýta alla
tækni, til þess að auka frjósemi
miður ræktaðra landssvæða.
Sannleikurinn er sá, að mögu-
leikarnir eru langtum meiri, en
almennt er viðurkennt, þó einn-
ig beri að taka með i dæmið, að
full þörf er á, að hamla einnig
gegn of örri mannfjölgun.
Hér á eftir verður bent á
nokkur mest aðkallandi verk-
efni, sem verður að snúast við á
skipulagðan hátt.
Ræktun nýrra
iandssvæða
Talið er, að einungis helming-
ur ræktanlegs lands i heiminum
sé nú hagnýtt, eða um það bil
1560 milljón hektarar.
Jarðræktarfræðingar FAO
lita svo á, að þessi svæði séu efst
á blaði:
1. Amazon svæðið i norðaust-
ur Brasiliu.
2. Savannalöndin i Columbiu,
Venezuela, Equador og Brazi-
liu.
3. Breið skák i Mið-Afriku, eða
um 680 milljónir hektara, þar
sem hin illræmda tse-tse fluga
ræður rikjum.
4. Stór svæði i Malaysiu, Thai-
landi, Burma og Indonesiu (þar
beinist athyglin mest að Borneo
og Súmotru), auk hins frjósama
Mekong svæðis i Suðaustur
Asiu.
Varla er um að ræða neitt,
sem heitir, af ósnertu landi
tveggja mannflestu þjóða ver-
aldar, Kinverja og Indverja. í
Bandarikjunum eru nú ekki
lengur hömlur á aukinni ræktun
korns og eins og stendur er verið
að leggja um 160 milljónir hekt-
ara þar undir plóginn.
Bezt er að gera sér ljóst, að
ræktun nýrra landa er engan-
veginn auðvelt verk, sizt i van-
þróuðum löndum. Leggja verð-
ur vegi, skipuleggja áveitur,
reisa geymsluhús, og koma á
dreifingarkerfi, sem þjóni hags-
munum ibúanna eftir nýtizku-
hagkvæmni.
Nauðsynlegt er að hafa það i
huga, að hér er ekki unnt að
vinna eftir neinni einni „for-
múlu”, þvi hér er um að ræða
svo margbreytilegar þarfir. En
frumþarfirnar eru viðast aukið
vatn, tilbúinn áburður og skor-
dýraeyðing. An þessara atriða
er vist ekki að vænta fullra af-
kasta.
Þá er ekki siður vert að hafa
glöggar gætur á þvi, að eyða
ekki ræktanlegu landi undir
mannvirki.
Talið er að Bandarikjamenn
sói nú árlega um 240 þús. hekt-
urum undir vegi, verzlunarmið-
Við höfum þegar á okkar valdi næga sem hrollvekjuspámenn um hungur-
þekkingu og möguleika til að afstýra dauða, hafa nú hæst um, segir Time
hungurdauða i heimsbyggðinni, ef Magazine, um leið og bent er á hvernig
hvorki vantar vilja eða samvinnu, til hefjast þurfi handa og fylgja málinu eft-
þess að hagnýta ræktanlegt land og ir til sigurs.
skipuleggja fæðuöflun, gagnstætt þvi,
HVERNIG A AÐ METTA
HUNGRAÐ MANNKYN?
stöðvar og ibúðarhúsnæði, af
landi, sem i senn er ræktanlegt
eða jafnvel frjósamt!
Aukin áburðarnotkun
Talið er, að hver smálest af
tilbúnum áburði á akra gefi i
aðra hönd 10 smálesta upp-
skeruaukningu.
Samt skortir hann sárlega,
jafnvel meðal háþróaðra þjóða,
og hefur verið áætlað, að þeim
skorti verði ekki mætt á
skemmri tima en fimm árum
þar. Hér við bætist svo, að verð-
ið á áburðinum er langtum of
hátt, til þess að fátækar þjóðir
geti keypt hann að neinu ráði.
Gripa verður til þess, að auka
áburðarframleiðsluna stórlega
og koma á fót einskonar á-
burðarbanka með nægilegum
fjölda útibúa. Bæði FAO og
Bandarikjamenn eru sammála
um, að það ætti að vera hlutverk
háþróaðra iðnrikja og oliurikj-
anna, að standa undir kostnaði
af þessu. Fátækari rikin ættu
svo að geta fengið þessa lifs-
nauðsynlegu vöru á hagstæðu
verði og greiðsluskilmálum.
Aætlað er, að til þess að mæta
aukinni þörf fyrir tilbúinn áburð
þurfi að auka framleiðsluna um
300% til næstu aldamóta, en
heimsframleiðslan er nú talin
um 80 milljón tonn á ári.
Vitanlega væri hagkvæmast,
að reisa áburðarverksmiðjur i
tilheyrandi þróunarlöndum. En
bæði er, aö þær eru mjög dýrar
og krefjast verulegrar tækni-
þekkingar, svo vinnsla fari vel
úr hendi.
Vatnsþörfin
Skortur á vatni er viðtækt
vandamál. FAO áætlar, að
aukning veituvatns til ræktunar
þurfi að vera 240% við aldarlok-
in.
Nú þegar hafa verið fullgerð-
ar áveitur þar sem auöveldast
er, og unnið er að þvi, að vatns-
notkunin verði sem hagkvæm-
ust.
Sé tekið dæmi, fást drjúgum
fleiri hitaeiningar úr hveiti en
risgrjónum miðað við sömu
notkun vatns, og framleiðsla 1
kg af nautakjöti er 2500% vatns-
frekari en 1 kg af brauði!
Geymsla og dreifing
matvæla
Fullvist er talið, að minnst
einn fjóröi (25%) af matvælum
mannkynsins fari til spillis á
leiðinni milli framleiðslustaðar
og matborðs. Þróunarlöndin eru
sérlega illa búin yfirleitt, til
þess að geyma matvæli og
dreifa þeim. Þar kemur til eink-
um alvarlegur skortur
geymsluhúsa, svo bæði rottur og
allskyns skordýr eiga greiðan
aðgang að birgðunum. Væri fé
fyrir hendi, til þess að kippa
þessu i lag, sparaðist stórfé og
umfram allt yrði matvælaforð-
inn drýgri, sem þvi nemur, sem
til spillis fer.
Ræktun nýrra fæðujurta
Talið er, að til séu um 80 þús-
und tegundir ætijurta, en aðeins
50 tegundir eru ræktaðar i stór-
um stil. Visindamenn vinna
baki brotnu að þvi að rækta ný
afbrigði, sem bæði gætu aukið á
uppskerumagn og eru nær-
ingarrikari en eldri afbrigði.
Þetta hefur tekizt með hveiti,
ris og mais, og hefur fengizt 66%
proteinaukning þar sem bezt
lætur.
Bandariskir visindamenn
rannsaka margskonar mögu-
leika á að rækta tegundir, sem
þolnari séu við mismunandi
loftslag og jaröveg en venjulegt
er i kornræktarlöndum. Þannig
hefur tekizt að framleiða einkar
harðgerar tegundir af hirsi,
byggi og höfrum, sem einnig eru
blaðrikari en áður og nýta betur
sólarljósið. Þetta er ekkert á-
hlaupaverk og kostar ærið fé og
fyrirhöfn, en állt um það láta
visindamennirnir ekki deigan
siga.
Rannsóknarstofnanir i
þróunarlöndunum
Fyrir um það bil hálfri öld
þótti sæmilegur'afrakstur korns
um 980 kg af hektara. Nú er af-
rakstur af hektara i vel ræktuð-
um kornyrkjulöndum talinn
vera 1850 kg.
En i þróunarlöndunum er
hann aðeins tæp 1200 kg, þótt
allar aðstæður um jarðveg og
loftslag séu engu lakari viða, en
þar sem ræktunarvisindin hafa
verið tekin i þjónustu framleið-
enda.
Menn eru sammála um, að
þetta bil þurfi að brúa, og það
verði ekki gert á annan auðveld-
ari hátt, en að koma á fót vis-
indalegum rannsóknarstöðvum.
Slikar stöðvar yrðu að hafa
yfirsókn um flest þau atriði,
sem gaumgæfa þarf. Þar kemur
margt til greina. Skaölegum
skordýrum þarf að eyða, koma i
veg fyrir útbreiðslu plöntusjúk-
dóma, leggja áherzlu á ræktun
þeirra tegunda.sem þrifast bezt
við rikjandi aðstæður o.s.frv.
Ræktun soyabauna er talin
verulega hagstæð i hitabeltinu
og soyabaunin er ákaflega nær-
ingarrik.
Sáðskipti eru m jög fátið i þró-
unarlöndunum og þar mætti
auka afrakstur stórlega, með
þvi, að kenna bændum að sá ris-
grjónum fyrir regntimann og
svo hveiti fyrir þurrkatimann.
En til þessa alls skortir fé og
lærða jarðræktarmenn, auk
annars.
Margir renna hýru auga til
möguleikanna á proteinöflun úr
skauti sjávarins. lbúar strand-
héraða gætu haft það á sinni
könnu, en það má ekki skyggja
á hagnýtingu ræktunarmögu-
leika á landi.
Sú firra hefur lengi verið við
lýði, að auðæfi sjávar séu ótæm-
andi, en menn hafa orðið að lesa
upp og læra betur i þvi efni.
Samt má ekki gleyma þvi, að
skynsamleg hagnýting sjávar-
afla er nauðsyn, og vissulega
eru ræktunarmöguleikar þar
enn litt kannaðir.
Aðgengileg náttúrugæði jarð-
ar eru eins og nú standa sakir
nægileg til þess að brauðfæða
mannkynið næstu 30 árin, án
verulegrar viðbótar frá þvi,
sem nú er, væri þeim réttilega
skipt.
Framtiðarverkefni
t raun og veru eru visindaleg-
ir og tæknilegir möguleikar fyr-
ir hendi nú, til þess að brauð-
fæða margfalt fleiri en nú
byggja jörðina. En til þess
þyrftu hinar auðugu þjóðir
heimsins að fórna talsverðu af
ofgnótt sinni, til aðstoðar þeim
fátæku. Þetta kostar raunar
enga smápeninga, en hvað um
það.
FAO áætlar, að árlegur kostn-
aður við áveitur á 23 milljónir
hektara, sem væri 25% aukning
áveitulands nú, næmi 3500 millj.
dollara næstu 11 árin.
önnur æskileg aðstoð við
ræktun þróunarlandanna, að
dómi FAO myndi nema 5000
millj. dollara, þar er þó undan-
skilinn kostnaður við nægilegan
tilbúinn áburð, sem væri næstu
fjögur árin 8000 millj. dollara.
__ ... itwfSpg
en yrði þar eftir um 12000 mill-
jónir.
Langsamlega fjárfrekast yröi
að nema ný ræktunarlönd með
þeim kostnaði, sem undirbún-
ingur þeirra hefði i för með sér.
Lausleg áætlun bendir til að
10% aukning, eða um 160 millj.
hektara, myndi kosta frá 400
þús. millj. til einnar billjónar
dollara.
Taka yrði með i reikninginn
orkuþörfina, sem hlyti að marg-
faldast, auk allrar visindastarf-
semi, sem kostar of fjár.
Hætt er við, að lækka tæki
fjárfúlgur iðnrikjanna og oliu-
rikjanna i bönkum, ef að þessu
ráði yrði horfið — og þó.
Eðlilegra væri að klipa af hin-
um æsilega kostnaði við her og
vopnakaup, sem stórveldin
virðast horfa furðu litið i. Laus-
lega reiknað myndi þessi kostn-
aöur nægja, til þess að koma of-
antöldu i framkvæmd og meira
en það. En sennilega verður bið
á, að hernaðarveldin fallist á al-
gera afvopnun. Og jafnvel þó
svo óliklega færi, er trúlegt, að
stjórnmálamenn kæmu þá auga
á þarfir til að bæta úr ýmsu
heimafyrir, þó þær séu afræktar
nú vegna vopnakaupa!
1 annan stað verður að fara
með fullri gætni að gjörbreyt-
ingu móður náttúru. Menn hafa
rekið sig hastarlega á, að breyt-
ingar á lifriki, geta dregið al-
varlegan dilk eftir sér.
Þannig hefur nauðsynleg á-
burðarnotkun, getað gjörbreytt
lifriki vatna, sem hluti áburðar-
ins hefur siast i, og eyðing skóga
haft örlagarik áhrif á bæði úr-
komumagn og geymslu vatns i
jarðveginum. Þessa hefur viða
séð stað, s.s. i Indlandi, Pakist-
an og Bangladesh, þar sem ak-
uryrkjumenn felldu skógana við
rætur Himalayafjallanna, til
þess að stækka akurlöndin.
Sama saga hefur gerzt i Mexi-
có, Guatemala og Braziliu, þó i
smærri stil sé.
En þrátt fyrir það, að gert
væri ráð fyrir hagnýtingu allra
möguleika, bæði fjár og tækni.
og þó gera megi ráð fyrir, að
nýjungar á tæknisviðinu. sem
enn eru ófundnar hjálpi til. er
vissulega öllu takmörk sett.
Flestum sérfræðingum kemur
saman um. að til þurfi að koma
skipulag á fólksfjölgun. og það
fyrr en siðar, til þess að afstýrt
verði hungurdauða og hóflausri
offjölgun mannkyns á næstu
öldum.