Alþýðublaðið - 22.07.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁ MORGNI...
Fimmtudagur 22. júlí 1976.
Útvarp
FIMMTUDAGUR
22. júlí
7.00 Morgunútvarp. Veður- -
fregnir kl. 7.00, 8.15 óg 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55. Morgun-
stund barnanna kl. 8.45:
Marinó Stefánsson lýkur lestri
sögu sinnar „Manna litla” (4).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. Viö sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson ræð-
ir við Tómas Þorvaldsson i
Grindavik — þriðji þáttur. (áð-
ur útv. i október). Tónleikar.
Morguntónieikar kl. 11.00:
Nicanor Zabaleta og Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins i Berlin
leika Hörpukonsert i C-dúr eftir
Boieldieu, Ernst Marzendorfer
stjórnar / Filharmoniusveit
Lundúna leikur „Þrjá dansa
frá Bæheimi” eftir Edward
Elgar, Sir Adrian Boult stjórn-
ar / Jascha Heifetz og RCA
Victor sinfóniuhljómsveitin
leika Fiðlukonsert nr. 2 i d-moli
op. 44 eftir Max Bruch, Izler
Solomon stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá
Ölympiuleikunum i Montreal:
Jón Asgeirsson segir frá. Til-
kynningar. Á frivaktinni.
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Römm er
sú taug” eftir Sterling North.
Þórir Friðgeirsson þýddi.
Knútur R. Magnússon les (10).
15.00 Miðdegistónleikar. Hans-
heiz Schneeberger, Walter
Kagi, Rolf Looser og Franz
Josef Hirt leika á fiðlu, lágfiðlu,
selló og pianó Kvartett op. 117
eftir Hans Huber. Boyd Neel
strengjasveitin leikur „Capri-
ol”, svitu eftir Peter Warlock.
John Williams og félagar úr
Sinfóniuhljómsveitinni i Fila-
delfiu leika Konsert I D-dúr fyr-
ir gitar og hljómsveit op. 99 eft-
ir Castelnuovo-Tedesco, Eug-
ene Ormandy stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tónleik-
ar.
16.40 Litli barnatiminn.Finnborg
Scheving stjórnar.
17.00 Tónleikar.
17.30 Spjall frá Noregi. Ingólfur
Margeirsson talar um norska
verkalýðsskáldið Rudolf Niel-
sen. Siðari þáttur.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nasasjón.Árni Þórarinsson
og Björn Vignir Sigurpálsson
ræða við Gunnar Reynir
Sveinsson tónskáld.
20.10 Gestir í útvarpssal. Bern-
hard Wilkinsson leikur á flautu
og Lára Rafnsdóttir á pianó. a.
Sónata i g-moll eftir Johann
Sebastian Bach. b. Sónata i D-
dúr eftir Carl Philipp Emanuel
Bach.
20.35 Leikrit: „Bældar hvatir”
eftir Susan Glaspell. Þýðandi:
Þorsteinn ö. Stephensen. Leik-
stjóri: Helga Bachmann. Per-
sónur og leikendur: Henrietta,
Briet Héðinsdóttir. Finnbjörn,
Borgar Garðarsson. Maria,
Kristip Anna Þórarinsdóttir.
21.10 Ilolbergsvita op. 40 eftir
Edvard Grieg. Walter Klien
leikur á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Litli dýrlingurinn” eftir
Georges Simenon. Ásmundur
Jónsson þýddi. Kristinn Reyr
les (15).
22.40 Á sumarkvöldi.Guðmundur
Jónsson kynnir tónlist varðandi
ýmsar starfsgreinar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Pabbi, ég málaði málverk af Páli Berg-
þórssyni þegar hann var að segja veður-
fréttirnar áðan.....
BÍNDÍNDÍSMÓtT”’"
G ALTALÆ KJ ARSKÓGI
Umdæmisstúkan nr. 1
og umdæmisráð íslenzkra
ungtemplara halda mót í
Galtalækjarskógi um
verzlunarmannahelgina
og er þetta níunda mótið/
sem haldið er á þessum
stað.
Tilgangur bindindismótanna
er sá, að gefa fólki kost á að
njóta fagurs umhverfis og
góðrar skemmtunar án áfengis
um verzlunarmannahelgina.
Eins og að undanförnu, verð-
ur fjölbreytt dagskrá alla móts-
dagana. Hljómsveitirnar Mex-
ikó og Næturgalar leika fyrir
dansi á stórum danspalli og i
stóru samkomutjaldi öll kvöld-
in.
Auk þess skemmta Baldur
Brjánsson, Gisli Rúnar Jónsson,
Edda Þórarinsdóttir, Jörundur
Guðmundsson, Kristinn
Hallsson og Magnús Jónsson.
Inga og Silja frá Akranesi
syngja og dansa i barnatiman-
um kl. 15 á sunnudeginum.
Ýmislegt fleira verður til
skemmtunar, svo sem flugelda-
sýning, góðaksturskeppni og
hátiðarræða. K1 13.30 á sunnu-
deginum verður flutt messa
undir stjórn sr. Björns
Jónssonar prests á Akranesi.
Dagskráin i heild verður aug-
lýst siðar.
Við leggjum áherzlu á að
þetta mót er bindindisgleði,
samkoma fólks, sem vill koma
saman og skemmta sér án
áfengis.
Mótsnefndin
Teikningar af torfbæjum
í Skagafirði
- sýndar í Norræna húsinu
Teikningar þær og myndir
sem nú eru sýndar i anddyri
hússins gerðu islenzkir og
danskir nemendur Arkitekta-
skólanna i Arósum og Kaup-
mannahöfn sumarið 197^,
Þá dvaldist um 20 manna
hópur nemenda og kennara i
Skagafirði og gerðu uppdrætti
þá af grunnfleti, útliti og sneið-
ingu þeirra bæja, sem hér eru
sýndir. Á þessu sumri 1976, var
haldið áfram mælingum i
Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Arangur þessarar ferðar mun
birtast i heildarútgáfu á upp-
dráttum af isl. torfbæjum, sem
skólarnir hyggjast gefa út á
næstunni. Ennfremur var gerð
kvikmynd um isl. torfbæiá veg-
um sjónvarpsins danska og
Statens Filmcentral i Dan-
mörku, eftir handriti nemenda
arkitekta skólanna.
Alls hafa verið farnar 6 ferðir
til Islands i þessum tilgangi og
gerðar mælingar á um 20 stöð-
um á landinu. Tvær bækur hafa
nú þegar verið gefnar út, um
Þverá i Laxárdal (Forl. Rhodos
’71) og öræfi (Arkitektskolen i
Arhus ’74). Ferðir þessar hafa
verið strktar tvivegis af
menntamálaráðuneyti og Sátt-
málasjóð, — Arkitektaskólarnir
hafa styrkt hvern þátttakanda,
og þeiraftur sjálfir borið tæpan
helming útgjalda.
Sýningin er opin 16. júli -9.
ágúst.
Norræna húsið:
Opið hús
Sigurður A. Magnússon, rit-
höfundur^ spjallar um islenzkar
nútimabokmenntir i „opna
húsinu” fimmtudagskvöldið 22.
júli kl. 20:30. Flytur hann mál
sitt á sænsku.
Siðar um kvöldið verður kvik-
myndin „Þrjú andlit Islands”,
sem Magnús Magnússon gerði í
tilefni 1100 ára afmælis Islands-
byggðar, sýnd. Með myndinni
er norskur texti.
Húsið verður opið frá kl. 20:00-
23:00.
t bókasafninu verða til sýnis
nokkrar bækur um ísland á
Norðurlandamálunum, og enn-
fremur islenzkar bækur, sem
þýddar á hin Norðúrlandamál-
in, svo og ýmist annað efni, sem
varðar tsland.
Fimmtudagskvöldið 29. júli
verður Hörður Agústsson, list-
málari, i „opnu húsi”. Ræðir
hann um forna islenzka bygg-
ingarlist og sýnir skuggamyndir
til skýringar máli sinu.
Að lokum má geta þess, að
laugardaginn 24. júli verður
opnuð „Sumarsýning ” i
sýningarsölum Norræna húss-
ins. Þar sýna Hjörleifur Sig-
urðsson, Ragnheiður Jónsdóttir
Ream og Snorri Sveinn Frið-
riksson oliu- og vatnslitamynd-
ir.
Verður sú sýning opin daglega
kl. 14:00-22:00 til 15. ágúst.
Sigurður A. Magnússon spjallar
um islenzkar bókmenntir I
„opna húsinu” 22. júli
I
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
CD
’ P0STSENDUM
TR0L0FUNARHRINGA
Breiðholti
Simi 7120(1 — 74201
Jolwnnts Ifitsson
laugantgi 30
ðimi 19 209
DÚAA Síðumúla 23 /ími 64900
OR.a -fyJhuÆx.
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322
Birgir Thorberg
málarameistari
sími 11463
önnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn