Alþýðublaðið - 24.07.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1976, Síða 3
REYKJAVÍK LIÐ- INNA DAGA Ljósmyndasýning í tilefni af 50 ára afmæli Ljósmyndarafélags íslands ídag kl. 14 opnar Óskar Gisla- son, ljósmyndari, sýningu á ljós- myndum að Kjarvalsstöðum. Ber sýning þessi yfirskriftina Reykja- vík liðinna daga. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14-22 fram til 3. ágúst. Sýning þessi er haldin i tilefni af 50 ára afmæli Ljósmyndara- félags Islands, en það var stofnað 1926 og var óskar einn af stofn félögum þess. Óskar Gislason er fæddur i Reykjavik, 15. april 1901 og hefur bærinn jafnan verið honum kær. Arið 1916 hóf hann nám i ljós- myndum hja Ólafi Magnússyni ljósmyndara. Um sama leyti voru Danir að kvikmynda hér á landi Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson. Kom það i hlut Öskars Gislasonar að fram- kalla prufur vegna kvikmynd- unarinnar, en kvikmyndatöku- maðurinn danski kenndi honum aðferðina. Varð hann þannig fyrstur Islendinga til að fram- kalla kvikmyndir hér á landi og gat siðar notfært sér þessa aðferð þegarhann fór að taka eigin kvik- myndir. Óskar stundaði framhaldsnám i ljósmyndun á árunum 1920-1921 hjá hinum virta hirðljósmyndara og brautryðjanda i kvikmynda- gerð, Peter Elfelt. Eftir heimkomuna 1922 setti hann á stofn ljósmyndastofu að Kirkjustræti 10, en var siðan lengst af með ljósmyndastofu i Austurstræti 14. Eftir 1944 vék ljósmyndastofan til hliðar fyrir kvikmyndagerðinni, sem hann hafði gert ýmsar tilraunir með fram tilþessa. Iheilan áratug var kvikmynd frá hendi Oskars Gislasonar nærri árviss við- burður i Þjóðlifinu. Meðal kvik- mynda hans má nefna Lýðveldis- hátiðina 1944, Björgunarafrekið við Látrabjarg, Siðasti bærinn i dalnum, Reykjavikurævintýri Bakkabræðra o.fl. o.fl. Þegar kvikmyndagerðinni sleppti tók ljósmyndunin við á ný og réðist hann nú siðast til að skipuleggja Ijósmyndastofu Sjónvarpsins, er það tók til starfa 1966. Óskar hætti störfum hjá sjónvarpinu 1. janúará þessuári. Tók hann til viö að láta 30 ára gamlan draum sinn rætast: Þá ljósmyndasýningu sem nú hefur veriðsett upp að Kjarvalsstöðum. Ljósmyndasýning Óskars Gislasonar að Kjarvalsstöðum er fyrsta einkaljósmyndasýning hans. Elztu ljósmyndir hans á sýningunni eru frá árinu 1915. Yngstu ljlósmyndirnar eru teknar frá sama sjónarhorni rúmlega hálfri öld siðar. Megin viðfangsefni sýningarinnar er að sýna Reykjavik, lif hennar og vöxt á fyrri helming aldarinnar. Til stuðnings þessu viðfangsefni og í virðingarskyni við frumherja ljósmyndunar á Islandi hefur hann unnið upp eftir glerplötum, sem varðveittar eru i Þjóðminja- safni, ljósmyndir teknar af Sig- fúsi Eymundssyni, Pétri Brynj- ólfssyni, Ólafi Margnússyni og Magnúsi Ólafssyni. Asýningunni eru 242 ljósmynd- ir og eru þær allar til sölu Þór Magnússon, þjóðminjavörður, aðstoðaði óskar við val mynda á sýningunni, en Björn Björnsson, leikmyndateiknari, við uppsetn- ingu hennar. Vegleg sýningar- skrá hefur verið gefin út og þar ritar Erlendur Sveinsson um ævi og störf Óskars Gislasonar. AV. Laus staða Staða eins lögregluþjóns á Seltjarnamesi er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 1976. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóninum i Hafnarfirði, en hann veitir nánari upplýsingar um starfið. Lögreglustjórinn á Seltjarnarnesi. Sjóðurinn „Gjöf Thorvaldsensfélagsins” hefur það markmið aö sérmennta starfsiið stofnana fyrir vanheil börn,, þ.e.a.s. dagvistunarstofnana, vistheimila, sérskóla og sérdeilda þar sem eru afbrigöileg börn og unglingar tii dvalar, kennslu og þjáifunar. Ur sjóðnum er veitt fé til: A. náms innanlands, svo sem almennra námskeiða fyrir tiltekna starfshópa undir handleiðslu sérfróðra manna. B. náms erlendis i formi námsstyrkja til einstakiinga, er stunda framhaldsnám i skólum erlendis. Þeirsem njóta styrks úr sjóðnum, skulu skuldbinda sig til að vinna a.m.k. tvö ár hérlendis. Styrkur til peirra sem ekki fullnægja téðri vinnukvöð, er endurkræfur. Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu sendar til Mennta- málaráðuneytisins fyrir 31. ágúst 1976, ásamt nauðsynleg- um upplýsingum um fyrirhugað nám og þjálfun. Reykjavík, 21. júli 1976. Hjálmar Vilhjálmsson formaður sjóðsstjórnar Gjafar Thorvaldsensfélagsins. FRÉTTIR 3 Reynir 'Armannsson formaður Neytendasamtakanna: Mikið skortir á ö ryggi íslenzkra neytenda ,, N ey tendasamtökin beina þeim tilmælum til viðskiptaráðuneytis- ins að draga ekki leng- ur frágang á frumvarpi til laga um neytenda- vernd”. Þessi ályktun var samþykkt á aðal- fundi samtakanna fyrir skömmu. Til skýringar á þessari álykt- un er bent á eftirfarandi atriði: A undanförnum árum hefur komið æ skýrar i ljós nauðsyn þess að tryggja rétt hins al- menna neytanda. Neytenda- samtökin i gegnum þjónustu við neytendur kynnst náið þeim vandamálum, sem þeir eiga við að etja. Mikið vantar á, að neytendur hérlendis búi við hliðstætt öryggi og neytendur i ná- grannalöndum okkar, þar sem neytendalöggjöf hefur verið komið á. Neytendalöggjöf, sem tryggði rétt neytenda, væri stórt spor i rétta átt. — Þessi ályktun var send viðskiptaráðherra. Núverandi stjórn Neytenda- samtakanna skipa: Reynir Ar- mannsson, formaður, Jónas Bjarnason, varaformaður, Anna Gisladóttir, ritari og Eirika A. Friðriksdóttir, gjald- keri. Meðstjórnendur eru Arni B. Eiriksson, Guðmundur Ein- arsson og Gunnlaugur Pálsson. Ragnheiður hlaut verðlaun á Biennal-sýningunni Nýlega voru veitt verðlaun fyrir lObeztu verkin á 4. alþjóð- legu Biennal-grafiksýningunni i Frechen. Meðal verðlaunahafa var einn islenzkur listamaður, Ragnheiður Jónsdóttir og hlaut hún 6. verðiaun sem voru 500 þýzk mörk fyrir verk sin á sýn- ingunni. Alls voru lögð 740 grafikverk fyrir dómnefndina, en eins og fyrr sagði voru ekki veitt verð- laun nema fyrir 10 þeirra. Þeir sem hlutu verðlaunin eru: 1. Kunihiró Amano, Japan. 2. Miroslav Sutej, Júgóslavia 3. Peter Redeker, Þýzkalandi. 4. Tetsuya Noda, Japan 5. Oldrich Kulhanek, Tékkó- slóvakiu. 6. Ragnheiður Jónsdóttir, Is- landi. 7. Ove Stokstad, Noregi. 8. Andras Mengyan, Ungverja- landi 9. Maurice Pasternak, Belgiu 10. Haage Sixten. Sviþjóð. Þá fengu lOlistamenn minnis- Aðeins ein umferð eftir á IBM skákmótinu Nú er aðeins einni umferð eftir ólokið á IBM skákmótinu i Amsterdam, en nokkrar biðskákir eru þó eftir. t efsta sæti, fyrir siðustu um- ferðina, er Kortsnoj með 9 vinninga. 1 2.-3. sæti eru þeir Miles og Sax með 8 1/2 vinning. Guðmundur Sigurjónsson er i 10 sæti með 6 1/2 vinning og bið- skák, en Friðrik ólafsson er i 11.-13. sæti ásamt Ivkov og Ree með 6 1/22 vinning. 1 fjórtándu umferð tapaði Friðrik fýrir Velimirovic, eftir að hafa att unnið tafl. Lékhann siðan gróflega af sér og tapaði skákinni eftir 44 leiki. Skák þeirra Guðmundar og Szabo i 14.umferð fórtvivegis i bið. t 13. umferð gerðu þeir Friðrik og Ivkon jafntefli eftir aðeins 23 leiki og Guðmundur gerði jafn- telfi við Donner i 34 leikjum. Nú er Ijóst að aðeins Miles og Sax geta ógnað sigri Kotsnoj á mótinu. AJ i2j 3 4 5 (d 1 % °i lo u \2 13 14 ys \^3 V16U- lHOJug RöÐ I.tet J2 % / !L h & A 0 L A / ö Vt S.V/ve/íGO ± / l£ W £ /k A. d A A 0 Zz Zz 3.C0ÐMUkiDue A e ik & fí A JL '4 0 'k Zzl 7 ¥ A 4. LAklGcEMJeG JL jf % / A Él \0 / A o o 0 5. ku miucA A !h L % \É_ A 'A. A 4 A Zz / O 'h í>.F£\У\K ‘Jl m. Zi 0 'án / Zi O 1 h A O £ l V.G,IPSLIS A % % £ >/i uw /M Z& Z& >/* ZL % A Zz S.IVKOv/ A 0 Zi >£ 'k '/* A / /z A Zz A ^.YEUMIMEEDVIC jL z Zt /* !6l / / ! 0 O X 1 Q 0 10. SAY Zi / / >á Zz ¥ 0 / /l lk 0 ] 11. DOWKJLR. a H 0 0 £ A / 0 0 [/ 0 0 Ií.SIABO 'A D # Ihá A A 'á / Zz X. 0 / <A m 13. IIGTEEIWK \o £ i W b !k Ú w 0 I 0 0 0 14. bÖPKA jL A l 0 / £ I 0 n X \£L 1 0 15. M\LES & Vh 1 / >/, % L ÍL K A ¥ 1 Z.i Ib.koCTSttOA 1L 'K s ■i 1<k 0 b Ll s \L Sl / vm

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.