Alþýðublaðið - 24.07.1976, Síða 6
6
Laugardagur 24. júlí
197«. KX"
Islenskuþættir Albýðublaðsins
eftir Guðna Kolbeinsson
Undanfarið hef ég eytt
miklum tima i orðið atferli.
Ætla ég ekki að fara að fjölyrða
um það nú en vil spyrja þá, sem
mest dálæti hafa á orði þessu,
hvort ekki komi til álita að nota i
stað þess orðið atferði, sem
Simon J. Ágústsson endurvakti i
Sálarfræði sinni.
Það er dálitið vandamál þeg-
ar þeir sem skrifa þættinum
geta ekki heimilda sinna: en ef
marka má orð eins kennarans,
sem skrifaði mér, tala sálfræð-
ingar m.a. um foreldramynd-
andi atferll Ég verð að játa að
ég skil þetta ekki, en ef þessi orð
merkja það sem ég held að þau
merki þá er auðvelt að finna
mun hispurslausara, skiljan-
legra og islenskara orðfæri.
Sami kennari kvaðst hafa
heyrt það i fyrirlestri hjá sál-
fræðingi einum að þegar börnin
misskildu eitthvað i kennslunni
yrðiað aflæraþau og jafnvel af-
nema.
Heldur finnast mér slikar að-
gerðir óvægilegar og enda þótt
ljótt sé ef kennarar fara með
ósannindi vona ég að þessu sé
skrökvað upp á sálfræðinga.
Annar kennari ræðir um ýmis
nýyrði sem hann er óánægður
með og nefnir m.a. atferliseðli
móðurmálsins. Kveðst hann
ekki skilja fyrrnefnda orðið og
raunar geri ég það ekki heldur.
En ég giska á að það lúti að eðli
hins lifandi máls og þvi hvernig
málið er notað.
Þessikennarikýs aðnefnasig
gamlan barnakennara og hefur
áður verið vitnað til hans i þess-
um þáttum. Þótt mér finnist
gæta fullmikillar ihaldssemi i
bréfi hans finnst mér margt af
þvi sem hann segir réttmætt. —
Ætia ég nú að leyfa hlustendum
að heyra álit þessa gamla
barnakennara.
Hann segir m.a.:
„Marklýsingar móðurmálsins
heitir bæklingur, ætlaður kenn-
urum til skilningsauka. Þegar
ég sá fyrst orðið marklýsing,
datt mér i hug markabókin og
visan, sem eignuð er kölska:
„Minu lýsi ég marki hér”
o.s.frv.
Erindisbréf, sem kennarar fá
frá hinum ýmsu stofriunum,
ráðum og nefndum mora af
furðulegum orðum og oröasam-
böndum. Það einkenmr þau,
hvað þau eru langsótt og tor-
skilin, likt og það mundi vefjast
fyrir markglöggum manni i
réttinni að átta sig á eyrna-
markinu „þririfaðog þristýft og
þrettán rifur ofan i hvatt.
Varla teljast með nýyrðum
þau óralöngu tiskuorð sem eru
að útrýma stuttum og snjöllum
orðum:
Hegðunarvandamál er til-
gerðarlegt orð. Mér dettur
ósjálfrátt eitthvað slæmt i hug,
þegar ég heyri það. óþægö
þykir liklega minni hæverska.
En það er misskilningur. Betur
kynni ég við að láta bók heita
óþæg börn en Atferliseðli hegð-
unarvandkvæða barna. (Raun-
ar veitégekki til að von sé á bók
með þvi nafni en hvað getur
ekki komið fyrir þegar stööugt
er verið að gera einfalda hluti
flókna?) Athvörfheita sæluhús
eða dagheimili þar sem börn
geta dvalið utan skólati'ma, ef
þeim hentar. Er þessi fleirtala
til?
Vangefinner vingjarnlegt orð
og getur átt jafnt við ágalla h"k-
ama og sálar. Þroskahefur og
fjölfatlaður eruóþjál orð, likt og
þau væru smiðuð i vél. Þroska-
þjálfari er heldur ekki nógu
gott.”
Við þessa upptalningu kenn-
arans má bæta þvi að kennari
sem kennir i athvarfi er kallað-
ur athvarfsiðjukennari. Heldur
finnst mér það þungtáYnalegt
starfsheiti.
En orðið hegðunarvandamál
hefur mun viðtækari merkingu
en orðið óþægð, þannig að gagn-
rýni gamla barnakennarans á
þvi orði er ekki á rökum reist.
Ekki er vafamál að mjög eru
skiptar skoðanir um þessi efni.
Fy ndist mér álitleg hugmynd að
menntamálaráðuneytið gengist
i'yrir ráðstefnu um málfar opin-
berra erindisbréfa og bæklinga
varðandi uppeldis- og skólamál.
Tel ég að haldnar hafi verið ráð-
stefnur um ómerkari mál. Og
slik ráðstefna gæti orðið gagn-
leg: einkum ef tryggt yrði að
ekki kæmu einungis fram
sjónarmið þeirra sem skrifa um
þessi efni, heldur einnig sjónar-
mið hinna sem verða að lesa
þessi skrif.
Atferli-atferði
Sumarhótel Ólafsfirði
r--- ‘
^ Ferðamannaþjónusta allt sumarið
£ Gisting 1, 2ja og 3ja manna herbergi
0 Matur, kaffi, smurt brauð og fleira
V___________________________________)
Verið velkomin
Sumarhótelið Ólafsfirði
Símar 96-62315 og 96-62384 - Ólafsfirði
C5
Unglingahátíö
að úlfIjótsvatni um verslúnarmannahelgi
Paradís
Cabarett
Experiment
Galdrakarlar
Randver
Þokkabót
Gísli Rúnar & Baldur varðeidar
MÓT FYRIR ALLA UNGLINGA
Halli&Laddi
Loftbelgsferðir
HOLBERC MÁSSON
Heiðursgestur
Bátaieiga
ÍÞróttír
Tívoli
Gönguferðir
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í
I Síðumula 11 - Sími 81866
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN
M) STOÐ ARLÆKNAR. Tveir að
stoðalæknar óskast til starfa á
Barnaspitala Hringsins frá 1.
september n.k. i sex mánuði hvor.
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til
starfa á rannsóknarstofu spitalans i
blóðmeinafræði frá 1. september
n.k. i eitt ár.
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til
starfa á lyflækningadeild spitalans
frá 1. september n.k. i eitt ár.
Nánari upplýsingar veita yfirlæknir
við komandi deilda. Umsóknir er
greini aldur námsferil og fyrri störf
ber að senda Skrifstofu rikis-
spitalana fyrir 20. ágúst n.k.
KLEPPSSPÍTALINN
AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að-
stoðarlæknar óskast til starfa á
spitalanum frá 1. september n.k.
Umsóknir, er greini aldur menntun
og fyrri störf ber að senda Skrifstofu
rikisspitalanna fyrir 20. ágúst n.k.
BÓKASAFNSVÖRÐUR óskast til
starfa við bókasöfn á spitalanum frá
1. september n.k. Nánari upplýsing-
ar veitir yfirlænir.
LÆKNARITARI óskast til starfa nú
þegar eða eftir samkomulagi. Upp-
lýsingar veitir yfirlæknir, eða
læknafulltrúi.
Reykjavik, 23. júli, 1976.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765