Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 27. JULÍ Áskriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG ^LJUUC =iii' Viðeyjarferð Sl. sunnudag fóru nokkrir félagar sigl- ingaklúbbsins Snarfara i hópsiglingu út i Viöev. Hér segir blaðamaöur Alþ.bl. frá þvihelztasem fyrir augu bar i ferðinni. ] bls. 8og9 :oé Zla ■*- il IC Jacz jctjclio'; OTLðND Er Amin geðveikur? Þaö hefur verið trú sumra aö svo væri. En þeir sem þekkja Amin segja aö bak við bjálfaháttinn búi kænska, sem fáir stand- ist snúning. bls. 5 O. iö ,L_U» loi nao' FRÉTTIR Gott atvinnuástand á Patró Það sem af er sumri, hefur ástand i at- vinnumálum á Patreksfirði verið mjög gott. Byggingaframkvæmdir hafa verið miklar og talsverðum afla hefur verið iandað þar. bls. 16 3c GJ IC acz ■CDI iO. nc 0! o iCC ’-'i; ■’Qcia ■■■ ' c SlC Lofið þreyttum að sofa Eftir að gamla rúntinum var lokað á kvöldin, hefur umferðin beinzt um Tún- götu og framhjá Landakotsspitala. Er þetta sjúklingum til mikils ónæðis og truflar nætursvefn þeirra. bls. 10 )C3' ir—^ m □ COJc -----1 ^~='r Landhugsjón Eftir að hafa ferðast um landið okkar og séð hrikaleik þess og fegurð, er hverjum og einum hollt að velta fyrir sér hver eigi þetta land. Eða getur nokkur annað átt það en þjóð- in öll? bls. 2. acz J; 9D itr'^L" 'Ji '"?LJ»gLJL_n_Tac3r LL LIL Senda afbrotamenn til heimasveitar —Það kemur fyrir að menn koma hingað i at- vinnuleit, vinna i eina viku eða svo og leggjast siðan i óreglu og afbrot. Þeir verða siðan at- hvarfslausir og þá er ekki um annað að gera en senda þá til heima- sveitar, sagði Þorvarður Þorsteinsson bæjar- fógeti á isafirði i samtali við Alþýðublaðið. Fyrir skömmu var hér i blaðinu vitnað i viðtal við þáverandi fulltrúa bæjarfógeta i Vestfirzka fréttablaðinu. Þar lét hann svo ummælt, að einstaka afbrota- menn hefðu ekki látið sér segjast við skilorðsbundna dóma og þá verið sendir úr bænum. Fannst mörgum þetta nokkuð nýstárleg aðferð, að minnsta kosti ef um ísfirðinga væri að ræöa og hraus mörgum dreifbýlismanni hugur við þá tilhugsun að Reykjavikur- lögreglan tæki upp sama hátt. Sem betur er sá ótti ástæðu- laus. Bæjarfógetinn á Isafirði sagði að það hefði verið talsvert áberandi i fyrra að þangað kæmu menn undir yfirskini atvinnuleit- ar en þvældust siðan um án vinnu og frömdu afbrot til að ná i pen- inga fyrir vini. Þeir voru siðan komnir upp á lögreglu með hús- næði og var þá gripið til þess ráðs að koma þeim til sins heima og losa bæinn þannig við þennan ófögnuð. Viðvikjandi afbrotum heimamanna sagði fógeti að þeim væri hjálpað til að fá vinnu og það væri i sjálfu sér bezta aðferðin til að koma i veg fyrir að haldið væri áfram á sömu braut. Hefði allt verið rólegt á staðnum siðustu mánuði. —SG "'S'J -mm Hún sýnir í Höllinni Tvær ungar stúlkur hafa vakið hvað mesta athygli á Olympíuleikunum i Montreal. Þrennt eiga þær sameiginlegt. Þær eru báðar fjórtán ára, báðar keppa i fimleikum og báðar eru frábærar f sinni grein. önnur er Nadia Comaneci frá Rúmeniu, hin er Maria Filatova frá Sovét- rikjunum. Nú hefir verið ákveðið að hin sóvézka Filatova sýni listir sinar hér i Laugardalshöllinni I næstu viku. Hingað kemur hún ásamt átta félögum slnum, sem allir hafa verið á Olympiuleikunum i Montréal. Einnig koma hér tveir „akróbatar”, báðir sovézkir meistarar. Maria Filatova, sem hér sést i keppni á jafnvægisslá og gólfæf- ingum, er ekki há I loftinu, aðeins 1.37 m á hæð. En margur er knár þó hann sé smár. Maria er nú talin eitt efni I eina beztu fim- leikakonu heimsins. Nánar er sagt frá heimsokn Sóvétmannanna á bls 4. SKIPIÐ KOSTAÐI 200 MILLJÓNIR í ÁRSBYRJUN 1972: Söluágóði 280 milljónir Alþýðublaðið hefur i leiðurum og greinum rætt um hinar lög- legu en fáránlegu afskriftaregl- ur, sem eru i gildi hér á landi og þeitt er purkunarlaust við skatt- framtöl. Einkum hafa afskriftir á skipum sætt mikilli gagnrýni og hér á eftir fer eitt dæmi, sem blaðið vill nefna máli sinu til sönnunar: Skipið kostaði 200 milljónir Maður nokkur keypti skip til landsins um áramótin 1971/’72. Kaupverðið var 200 milljónir króna. A skattframtölum reikn- aði hann 10% fyrningar á ári, en það er algjört lágmark, þegar afskriftareglunum er beitt. A fjórum árum námu fyrningar 80 milljónum króna. 2. janúar 1976 var skipið þvi bókfært fyrir 120 milljónir króna. Vegna stöðugrar verð- bólgu var söluverö skipsins i janúar siðast liðnum um 400 milljónir króna. Verðið hafði hækkað um helming á fjórum árum og þykir ekki mikið. Söluhagnaður 280 milljónir Nú selur maðurinn skipið fyr- ir 400 milljónir og þá er skatt- frjáls söluhagnaður hans hin snotrasta fjárhæð, eöa einar litlar 280 milljónir króna. Hver maður hlýtur að sjá hvilik fásinna þetta fyrirkomulag er og ekki að undra þótt skatt- stjórinn i Reykjavik sé óánægð- ur með kerfið. A hinn bóginn er ljóst, að af- skriftareglur vegna véla og tækja, sem ganga fljótt úr sér og þarf að endurnýja á nokkurra ára fresti, eru alls ófullnægj- andi. Menn geta staðið uppi með ónýt tæki, þar sem afskriftir hafa ekki náð helmingi kaup- verðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.