Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL
FRÉTTIR
Þriðjudagur 27. júlí 1976. MaSSö1'
Otgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri
og ábyrgöarmaður: Arni Gunnars-
son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs-
son. Otbr.stj.: Kristján Einarsson,
simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i
Siöumúla 11, simi 81866. Augiýsinga-
deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar -
simi 14900. Prentun: Biaðaprenti h.f. Áskriftarverö: 1000
krónur á mánuði og 50 krónur I lausasölu.
alþý
blað
LANDHUGSJ0N
Aldrei hafa f leiri (slendingar ferðazt um land sift en
áþessusumri. Heilar f jölskyldur hafaséðþaðí margs
konar veðraham, séð hrikaleik þess og fegurð. Þær
hafa virt f yrir sér jarðhitann og jöklana og teigað í sig
f ágætan auð eins og ferskt vatn eða heilnæmt lof t.
Eftir að heim kemur er holitað velta fyrir sér þeirri
spurningu, hver eigi þetta mikla og góða land, sem
okkur hefur verið trúað fyrir. Getur nokkur átt landið
annar en þjóðin öll? Er ekki fráleitt að hugsa sér, að
Jón Jónsson eigi þetta f jall eða þetta vatn eða þetta
hverasvæði?
Fyrir nokkru er lokið stærstu ráðstefnu, sem Sam-
einuðu þjóðirnar hafa haldið. Hún var kölluð HABI-
TAT og fór f ram í Vancouver í Kanada. Umræðuefnið
var híbýli og umhverf i mannsins, eins og naf nið bend-
ir til. Þar hóf ust miklar umræður um eignarétt lands,
og reyndust fulltrúar frá yfirgnæfandi meirihluta
mannkynsins þeirrar skoðunar, að sjálft landið væri
svo sérstætt, að venjulegar hugmyndir um eignarrétt
gætu ekki átt við það. Þeir töldu, að land og landnot
yrðu að vera í höndum þjóðarheildanna og hagnýtt í
þeirra þágu.
Á 200 ára afmæli Bandaríkjanna gaf hið kunna
tímarit ,,National Geographic Magazine" út hátíðar-
útgáfu. Þar var fyrst og fremst f jallað um þá spurn-
ingu, hvernig bandaríska þjóðin hefði farið með hið
mikla land sitt. Glöggur höfundur ferðaðist um og
komst að þeirri sorglegu niðurstöðu, að landnot færu
ekki eftir áætlunum eða háleitum hugsjónum, heldur
væru þau háð f járhagslegum og skriffinnslulegum
þrýstingi, málamiðlun, réttarúrskurðum og pólitík,
framar öllu pólitík. Han telur þetta ekki góða ráðs-
mennsku, þegar á allt er litið, og segir í grein sinni:
„Vissulega hefur þeirri hugmynd aukizt fylgi, að
landið sé ekki aðeins verzlunarvara, sem megi kaupa
og selja með sem mestum ágóða, heldur takmörkuð
þjóðarauðlind, sem fara eigi með af virðingu. Við
þurfum að eignast land-hugsjón. Ef til vill verður
þetta skoðun meirihlutans, fest í lög. En svo er ekki
enn."
Sama tímarit segir frá umræðum nokkurra frægra
sérfræðinga um notkun landsin, og var þar varpað
fram þeirri spurningu, hvort mannkynið verð ekki að
breyta úthverfum sínum til eignaréttarlands. Skipu-
lagsfræðingurinn Edmund N. Bacon sagði í þessum
umræðum: „Hin mikla fjarstæða hefur verið... að
maðurinn geti notið náttúrunnar með því að eiga hluta
af henni. Þetta er í grundvallaratriðum rangt. Það er
ekki hægt að eiga náttúruna."
Annar sérfræðingur, lögfræðingurinn Richard F.
Babcock, spáði því, að viðhorf til eignarréttar lands
mundu á næstunni breytast. Hann sagði, „... að í aldir
hafi eignaréttur á landi veitt sérréttindi, sem ekki
fylgdu neinni annarri eign.... Þessi viðhorf byggjast á
sex til sjö hundruð ára lögum og venjum. Þess vegna
býst ég við, að breytingar á eignarrétti lands og við-
horfum til landeigenda muni gerast afar hægt."
Af þessu verður Ijóst, að i höfuðvigi einkaframtaks
og eignarréttar, Bandarikjunum, hefur 200 ára af-
mælið m.a. verið notað til að íhuga, hvernig þjóðin
hefur farið með landið — og beztu mönnum lízt ekki
á, að það skuli vera eins konar verzlunarvara. Þeir sjá
það fyrir, að breytingar eru að gerast í viðhorfum
landsmanna í þessum efnum og aðeinkaeign landsins
fær ekki staðizt til frambúðar.
Alþýðuf lokkurinn hefur einn flokka hreyft þessu
máli hér á landi meðtillögum um þjóðareign landsins
sem f luttar hafa verið á Alþingi ár eftir ár. Flokknum
er Ijóst, að þetta mál verðurekki unnið með einu á-
hlaupi, en það verður því dýrara sem það dregst leng-
ur að byrja að koma í verðmætustu landskikum og
auðlindum í eign rikis eða sveitarfélaga.
Ríkisstjórnin hefur sýnilega ekki mikinn áhuga ó
þessum framtíðarmáium. Hún ték þá ákvöröun í
sparnaðarskyni að ísland, skyldi ekki eiga neinn full-
trúa á HABITAT ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, og
hefði frekar mátt fækka fulltrúum á ýmsum öðrum
ráðstefnumen láta alveg vanta fulltrúa þar, enda nóg
af sérfróðu fólki til á þessu sviði. Ef áhugafólki hefði
verið gefinn kostur á að sækja á eigin kostnað þessa
ráðstefnu, sýningar og aðra atburði, sem henni
fylgdu, er líklegt að hópur manna hefði farið með
náttúruverndarsamtökin að baki sér.
Þótt ríkisstjórninni gangi illa að leysa dægurmál,
má hún ekki missa sjónar af framtíðarmálum, sem
munu móta líf þjóðarinnar í landinu löngu eftir að
kreppan frá 1974 er gleymd. B.Gr.
TIMINN 0G SPILLINGIN
Undanfarna mánuði
hefur Tíminn sakað Al-
þýðublaðið um hverskon-
ar óhróður og dylgjur,
þegar það hefur skrifað
um ýmis sakamál og sér-
staklega óvandaða fjár-
málastarfsemi og sak-
næma. — l leiðara í síð-
ustu viku segir Tíminn
meðal annars:
„Ef dæmt væri eftir
skrifum vissra aðila um
þessar mundir mætti
ætla, að hvergi ríkti nú
meiri spilling í heiminum
en á islandi .Síðan
reynir blaðið að gera lítið
úr þeim afbrotafaraldi,
sem gengið hefur yfir
landið, en segir þó:
„Virðing fyrir lögum og
reglum er tæpast söm og
áður, og hér vottar fyrir
glæpafaraldri, sem hefur
þjáð sum nágrannalönd-
in. En mikill misskilning-
ur er þó það, að hér hafi
ekki verið f ramdir glæpir
áður, og yfirgangsmenn
ekki sniðgengið lögin til
að koma sínu fram".
Hér reynir Tíminn
beinlínis að gera litið úr
því alvarlega ástandi,
sem ríkir á íslandi vegna
stöðugt vaxandi afbrota,
einkum auðgunarbrota og
hverskonar fjármála-
spillingu. I leið-
aranum segir: „Og hörð-
um tökum verður að taka
óaldarlýð, sem gerir í
vaxandi mæli vart við
sig". Hér er aftur dregið í
land. Fróðlegt verður að
fylgjast með því hvaða
tökum sá óaldalýður
verður tekinn, sem
undanfarna daga hefur
mikið látið að sér kveða.
— Á meðfylgjandi mynd
eru nokkrar fyrirsagnir
úr Dagblaðinu og Vísi í
gær og hluti af leiðara
Tímans. Þessar fyrir-
sagnir síðdegisblaðanna
skjóta skökku við stað-
Clgrfiidl
. KrittUui FI»ta|U». Rll»IJ4r*r^^L T
[ Gestinum mis^
líkoði við hús-
rúðandaog
[ lúskraðid
[ honum
Gleði. scm há
úsi. lauk held
nd>. sern bVu-^
^tökdRöðli
•uob,r rtr'.'z^u,tku'
s«han«. *,ð"öpp lemi
í . j- m. Jafnvel
Spilling 6 Islandi 14 þvotturinn
Eí dæmt væri eftír skrifum vissra a&ifa uml Gkkl leiigUr
þessar mundir mætU ætla, a& hvergi rikU nú« XUylðy,.
E spilling I heiminum en á tslandi. Alveg sér 1
staklega séu þó stjórnmálamenn spillUr. 1 ot *
kominn Umi til, aö heiðarlegir menn komi U1 sóg- ■ htr , Mfuaboriimú
1 unnar og hreinsi musteriö. ■ has »■« u
1 SagwSu
fcig? rÆ"s ss IjS
framdir glæpir áftur, og yfirgangsmom ekki
‘miftgengift lögin til aA lrnrna K,nu fram Á
P&X?
oll.nn nfnlr^A \ V
<X>w\Ö
,K0M ÞETTA MJOG Á
ÍVART, VÆGAST SAGT"/^
- segir Helqi Donjelsson rannsóknor-
töorealumoAur. sem tá um rannsókn
hæfingarnar I leiðara islenzkt þjóðfélag sem
Tímans. í þetta fyrir- spillingarbæli". Tíminn
sagnasafn vantar þó öll áttar sig ekki á því, að
„stóru málin". Á forsiðu þetta er ekki spurningin
Alþýðublaðsins á laugar- um að stimpla einn eða
dag var greint frá ávís- neinn, heldur að viður-
anafalsi lögreglumanns kenna þær staðreyndir,
og játningu tveggja sem við blasa. Spillingar-
manna um brot á gjald- og glæpaöfl vaða uppi í
eyrislöggjöfinni við kaup þjóðfélaginu og blað
á skipinu Grjótjötni. dómsmálaráðherra ætti
fremur að slást í hóp
En Tíminn hefur enn þeirra, sem berjast vilja
ekki komið auga á þá gegn ósómanum, en að
glæpaöldu, sem nú riður reyna að breiða yfir
yf ir þetta land. Hann seg- hann, draga úr honum og
ir: „En þrátt fyrir það, gera lítið úr þeim, sem
sem miður fer, er með horfast í augu við stað-
öllu rangt að stimpla reyndir.
Alþýðublaðinu hefur borizt eftirfarandi:
Um hraunhitaveitu
í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjum
22. júli 1976
Ctskrift úr fundagerð bæjar-
ráfts Vestmannaeyja frá 19. júlf
1976, liðnr 3.
3. Vegna rangra og viilandi
ummæla, sem birtust i Morgun -
blaðinu 18. júli 1976, um nýtingu
hraunhita I Vestmannaeyjum
og fjarhitunarframkvæmdir,
samþykkir bæjarráð Vest-
mannaeyja að senda fjölmiðlum
útskrift annars liðar þessarar
fundargerðar og þeirrar, sem
hún visar til.
VJndir fundargerðina rita:
Sigurður Jónsson
Þórarinn Magnússon,
Magnús H. Magnússon,
Sigurgeir Krstjánsson,
Páll Zóphoniasson
Rétta útskrift staðfestir,
Agústina Jifnsdóttir ritari.
Útskrift úr fundargerð bæjar-
ráös Vestmannaeyja frá 19. júli
1976, lið 2.
2. í framhaldi af lið 1. og 2. i
fundargerð bæjarráðs frá 12.
júli s.l. og með hliösjón af niður-
stöðum af umræðum, sem fram
fóru á þeim fundi samþykkir
bæjarráðað leggja til við bæjar-
stjórn að fyrsta árið verði veitt-
ur 35% afsláttur á gjaldskrá
fjarhitunar fyrir húseignir
tengd tilraunahitaveitu, þar
sem fyrirsjáanlegt er að ýmsir
örðugleikar verða á rekstri til-
raunahitaveitunnar fyrst um
sinn og ekki er öryggi fyrir
ákveðnum framrennslisbita-
stigi vatns er talið rétt að 35%
afsláttur verði veittur. Fyrir
lágu útreikningar og saman-
burður á kostnaði við upphitun
húsa með beinni oliuhitun og
hituð upp með fjarhitun miðað
við gjaldskrá Fjarhitunar með
35% afslætti, t.d. hús sem er 430
rúmm. þá er óliunotkun 13'litr-
ar olia pr. rúmm. hús pr. ár.
Hitunarkostnaður mán./430 x 13x25,35
Viöhald og rekstrarkostnaður kynditækja
Sama hús upphitað með fjarhitun miðað við 65% af gjaldskrá:
1,8 rúmm. vatn pr. rúmm. hús pr. ár
Hitunarkostnaðurpr. ár 1,8x430x175x0,65 = 88.042,-
Mælaleiga 530x12 =6.300.-
94.402,-
Mismunur 67.304.-
eða 41,7% sparnaður.
1/3 af tengigjaldi sama húss er 52.172.-
t áframhaldi áætlunargerð
framkvæmda og rekstrarkostn-
aðar verður stefnt að þvi að hit-
unarkostnaður húsa fari ekki
yfir 70% af núverandi gjald-
skrá. Drög að ofannefndri áætl-
anagerð sýna aö fáist sæmilega
hagstæð lán, þá stenzt sú áætl-
un.
Eftir árs rekstrartimabil
verður gjaldskrá Fjarhitunar
endurskoðuð og þá samræmd,
enda verði þá lokið tengingu
hraunvarmans vestur I nýju
byggðina og jafnvel viðar.
Bæjarráð leggur áherzlu á, að
fullnaðar hönnun og áætl-
unagerð þar að lútandi fyrir
fjarhitun um allan bæ verði
hraðað svo sem kostur er.
Útskrift úr fundargerð bæjar-
ráðs Vestmannaeyja frá 12. júli
1976, liðir 1. og 2.
1. Guðlaugur Gislason al-
þingismaður mætti á fundinn or
ræddi viö bæjarráð um hraun-
hitaveitu, tengigjöld, gjaldskrár
og lánamöguleika.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að
gera tillögur um gjaldskrár á
umræddum grundvelli.
= 141.706,-
= 20.000.-