Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 10
10 SJÓNARMEÐ Þriðjudagur 27. júlí 1976. biaSiö1 AF UMFERÐARMENNINGU Sagt hefur verið um umferð- armenningu okkar Islendinga, að helzt væri hægt að lik ja henni saman við vinmenninguna okk- ar. Það er að segja, hún er ekki til. fslendingar, sem ekið hafa i stórborgum erlendis, segja það óliklegt þægilegra. Helzti munurinn á þvi að aka erlendis og eða hér heima er sá, að akir þú rétt og farir eftir um- ferðarreglum og virðir rétt ann- arra, þá er þér óhætt. En hér á tslandi verður þú sifellt að vera að bjarga þér frá mönnum, sem taka af þér réttinn og brjóta á þér. Hverjum er um að kenna? Þetta getur verið einstaklega þreytandi á stundum. En hverj- um er þetta að kenna? Er hægt að einhverju leyti að kenna lög- gæzlumönnum um ástandið? Undirritaður hefur grun um að það megi að vissu marki. Það virðast vera þrjú atriði, sem umferðarlögreglan hefur sérstakan áhuga á 1. Að gefa stöðumælasektir. 2. Að sekta fyrir of hraðan akstur. 3. Að svipta menn ökuleyfum vegna ölvunar við akstur. A vinsældalista umferðarlög- reglunnar berjast brot á stöðvunarskyidureglunni og brot á umferðarljósareglunum um 4. og 5. sætið. önnur brot, leiði þau ekki til árekstra eða slysa, koma vart til athugunar. Hver kannast ekki við.....? Eftírfarandi dæmi hefur und- irritaður séð óteljandi oft. Þú ekur á góðum hraða eftir aðal- braut. Stöðvunarskylda er við aðalbrautina og þú sérð bil ekið eftir hliðargötu. Bifreiðin nem- ur staðar við aðalbrautina (vegna stöðvunarskyldunnar). Rétt i þvi ð þú kemur að hliðar- götunni, leggur billinn af stað út á aðalbrautina. Afleiðingin verður sú, að þú þarft að hægja ferðina mikiðoft snarhemla til að forða árekstri. Ef bifreið er fyrir aftan þig, þarf ökumaður hennar einnig að hægja ferðina mikið og svo koll af kolli. Við þetta verður umérðin öll hægari og menn komast i illt skap. Oft hefur undirritaður séð lög- regluna fylg jast með slikum að- förum og leggja blessun sina yf- irþær með þvi að aðhafast ekk- ert. Hefði sami ökumaður ekið strax út á aðalbrautina, og brot- ið þar með stöðvunarskyldu- regluna, þá hefðu lögreglu- mennirnir undir eins elt hann uppi með ljósablikki og sirenu- væli. Það hefði ekki hjálpað neitt að útskýra, að með þvi að aka beint út á aðalbrautina, tafði hann umferðina ekki neitt. Önnur brot Fleirihvimleið brot eru fram- in. Hver hefur ekki séð bilum ekið á miðjum vegi, stefnuljós gefið til hægri þegar beygt er til vinstri eða stórar hreppstjóra- beyjur teknar án þess að stefnu- ljós sé gefið. Hvað hafa ekki margir ökumenn bölvað i hljóði, þegar aðrir ökumenn aka lús- hægtá vinstriakein.þegar tvær akreinar eru (sem kunnugt er, þá er vinstri akreinin ætluð fyrir framúrakstur og hraðan akst- ur). Svo má heldur ekki gleyma þeim höfðingjum, sem virðast leggja metnað sinn og mannorð að veði til þess að engin komist fram úr þeim, þegar ekið er úti á vegum. Hugsunin hjá þeim virðistvera þessi;Mérfinnstég aka á alveg ágætis hraða. Menn geta hálsbrotið sig ef þeir aka hraðar, þess vegna liggur þeim ekkert á og ég hleypi þeim bara ekkert framúr. Fyrir þessi brot eru menn vanalega ekki sektað. Ef lög- regluþjónar sjá þessi brot, hrista þeir oftast hausinn og glotta en gera ekkert i málinu. Liklega er erfitt að útskýra i hverju brotið felst á sektarseðl- inum: Ók of hægt á vinstri ak- rein, fór of seint út á aðalbraut, tók of stóra beygju o.s.frv. Svona kærur væru hreinlega broslegar. Betra er að skrifa: Ók of hratt, lagði bifreið vitlaust -o.s.frv. Fyrir þessi venjulegu brot eru einnig til staðlaðar sektir, þannig að þetta gengur allt hratt og vel fyrir sig. Of litill ökuhraði En nú kem ég að þvi, sem mér finnst allra verst. Það eru þess- ar sifelldu tilraunir lögreglunn- ar til að minnka ökuhraðann. Oftlega má sjá, er lögreglan reynir að fela sig og radarinn sinn. Með þvi að fela sig, virðist ástæðan fyrir þessum aðgerðum lögreglunnar vera sá, að sekta sem flesta en ekki að minnka ökuhraðann. Það er vitað mál, að sjái ökumaður lögreglubil, slær hann ósjálfrátt af hraðan- um, hvort heldur hann ekur of hratt eða á löglegum hraða. En er það svo til góðs að halda hraðanum of mikið niðri? Ekki held ég það. Ef hraðinn er of lit- ill, hafa mennlitiðað gera undir stýri og verða kærulausir. Eins og sagt hefur verið um langa beina vegakafla. Þegar ekið er um þá er meiri hætta á þvi að ökumenn sofni undir stýri eða verði kærulausir, vegna þess, að þeirhafa svo litið aðgera. Sama gildir um of litinn ökuhraða. Einnig erhætta á þvi, að þeir, sem venja sig á að aka hægt, verði óöruggir þegar þeir neyð- ast til að aka hraðar, t.d. úti á vegum. Þá gerist annað tveggja, þeir neyða sjálfa sig til að auka hraðann, ráða ekki við hraðann og þá er voðinn vis, eða þá að þeir aka hægt, safna bil- um fyrir aftan sig, sem aftur leiðir til glannalegra framúr- akstra. En ekki má misskilja þessi skrif þannig að allt sé löglregl- unni eða löggjöfinni að kenna, sem aflaga fer i umferðinni. Ég ætla að ljúka þessu spjalli með smá sögu úr umferðinni. Hann gerir það ekki aftur Góður kunningi minn átti bif- reið. Ég fékk oft far með þess- um kunningja og kynntist hans ökulagi. Þrjú orð eru nóg til að lýsa þvi: Hann er ruddi. Hann hafði það að sið, þegar hann kom að aðalbraut og mikil um- ferð var þar, að hann smokraði bilnum hálfum inn á götuna, þannig að ekki var um annað gera fyrir aðalbrautarmennina en að hleypa honum inná göt- una. Þetta hafði kunninginn stundað i m örg ár, en dag nokk- urn vandist hann af þessum sið. Þennan dag kom hann af hliðar- götu að Miklubraut. Smokraði hann bil sinum hálfum inná göt- una að vanda. 1 þvi bar þar að einn stóran og ljótan jeppa með langan og útstæðan stuðara. Er ég frétti siðast, var kunn- ingi minn enn að safna sér fyrir nýjum bfl. Axel Ammendrup. r SJÚKUNGAR A LANDAKOTI FÁ EKKI SVEFNFRIÐ FYRIR UM- FERÐARGNÝ Þakklátur sjúklingur á Landakoti hringdi til Hornsins og bað um að eftirfarandi yrði komið á framfæri: „Þar eð ég þjáist af of háum blóðþrýstingi hef ég sjö sinnum þurft að liggja á Landakoti til meðferðar og rannsóknar. Ég hef ekkert nema gott eitt að segja af dvöl minni þar. Aðbún- aður allurer mjög góður, lækn- ar og hjúkrunarfólk alveg ein- stakt og maturinn kjarngóður. Mér þykir orðið mjög vænt um spítalann og vil hag hans sem mestan. En svo bar við nokkurt leið- indaatvik er ég lá þar nú fýrir skömmu. Eftir að „rúntinum var lokað á kvöldin er stöðug umferð um Túngötuna eftir kl. 11 á kvöldin og stendur svo allt fram til 3 á morgnana. Ég lá á 6 manna stofu og áttum við þvi erfitt með að hafa glugga lengi lokaða. En hávaðinn frá um- ferðinni kvöld eftir kvöld var nánast óþolandi, einkum þó gnýrinn frá mótorhjólunum sem oft fóru saman i hópum hring eftir hring. Ég er nú ekki sér- staklega viðkvæm fyrir hávaða, en mér fannst verst að fárveikt fólk, sem taka þurfti svefnlyf til að geta fengið einhverja hvild, gat ekki sofnað timunum sam- an. Gömul kona á sömu stofu og ég grét meira að segja vegna þess að hún gat ekki feng- ið evefnfrið nótt eftir nótt. Það er nú gott og blessað að tillit skuli vera tekið til ferða- manna á hótelum i miðbænum, en væri ekki vert að hugsa lika um sjúklingana. Það þarf ekki siður að taka, tillit tii þeirra sem sjúkir eru. Eins og ég sagði áðan, hef ég ekki nema gott eitt að segja af vistinni á Landakoti. Siikt ónæði sem þetta hefur heldur aldrei fyrir mig komið áður. Ég var svo dösuð eftir öll þessi ósköp að ég svaf sleitulaust i heilan sólarhring án þess að þurfa svefnpillu. Ég vona að eitthvað verði hægt að gera þessu til úrbótar.” Smíðar gufuvélar í frístundum Colin Barber hefur haft mikinn áhuga fyrir gufu- knúnum vélum. Ekki nóg með það, heldur hefur hann smiðað briár vélar, sem auðvitað eru knún- ar áfram með gufuafli. Efnið sem hann notaði til smiðanna var einkum brotajárn. Colin hóf að vinna við fyrstu vélina árið 1943, en það hefur tekið hann drjúgan tima að hanna þær og gera sem bezt úr garði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.