Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 6
6 OTLÖND
Þriðjudagur 27. júlí 1976.
Sænska alþýðusambandið LO:
Máttug launþegasamtök
Nitjánda sambands-
þing sænska Alþýðu-
sambandsins LO var
haldið i fyrra mánuði.
Þingið sóttu 442 full-
trúar, 150 gestir og 2-300
blaða- og fréttamenn.
Þing af þessu tagi er
haldið á fimm ára fresti
og þvi vonlegt að mörg
mál og flókin komi til
kasta þess hverju sinni.
Viðfangsefni þingsins
eru ekki aðeins mál sem
varða Alþýðusambandið
sjálft heldur allt sam-
félagið og þá þróun sem
i þvi verður. LO er
stærsta samband laun-
þega i Sviþjóð og jafn-
framt geysi valdamikið.
Kratar ráða LO.
Um langan aldur hafa sósial-
demókratar haft töglin og
hagldirnar f sambandinu eins og
reyndarirjkisstjórninnisem þeir
hafa ráðið frá árinu 1932. Arið
áður varð hin fræga uppreisn
verkamanna i Adalen, og er hún
talin hafa leitt tii þess að Sósial-
dem ókrataflokkurinn náði
þingmeirihluta sem hann hélt
lengi siðan, þó svo að nú sé við
völd minnihlutastjórn þeirra.
Verkefni þingsins.
Til þess að gefa lesendum
hugmynd um viðfangsefni þings-
ins skal hér eftir rakið það helzta
sem var á dagskrá þess.
Nokkru fyrir þingið fengu full-
trúar send tU sin þingskjöl og
erindi4 sem var þeim ætlað að
vinna úr. Blaðsiðufjöldinn var
nærri 3 þúsund siður. Þama er
um að ræða 13 skýrslur sem
lagðar voru fyrir þingið og 650 til-
lögur.
Skýrslurnar fjalla m.a. um
verkalýðshreyfinguna og stefn-
una i félagsmálum, aðbúnaö á
vinnustöðum, laun, verðlag og
skatta, verkalýöshreyfinguna og
fjölþjóðleg fyrirtæki, verkalýðs-
hreyfinguna og ástandið á
vinnumarkaði, og siðast en ekki
sizt var til umræðu skýrsla
Rudolfs Meidners um hvernig
launþegasamtökin eiga að auka
við sjóði sina með þvi að leggja fé
úr þeim i fyrirtæki i Sviþjóð.
Áhrif kvenna litil.
Meðlimum LO hefur fjölgað ó-
venjulega mikið á sl. 5 árum, eða
um fjórðung úr milljón, en það er
helmingi meiri aukning en á
næstu fimm árum áður.
Mikil fjölgun átti ser einnig stað
á árunum þegar heimurinn var i
viðjum olíukreppunna svoköll-
uðu, þrátt fyrir að framboð á at-
vinnu hafi verið mun minna en
geristá meðalári. Á þetta er litið
þannig að æ fleiri launþegar telji
að réttur þeirra sé betur tryggður
ef þeir eru innan vébanda verka-
lýðshreyfingarinnar en utan.
Aukin þátttaka kvenna i
atvinnulíf inu speglast ljóslega i
þessari fjölgun, þvi 2/3 hlutar
nýrra félaga eru konur. Vegna
þessa kann að vera að hiutföll
kynjanna á þinginu komi ein-
hverjum kynlega fyrir sjónir. Af
þessum 442 fulltrúum eru aðeins
70 konur en karlkynsfulltrúar á
þinginu eru 372. Þrátt fyrir þetta
voru fleiri konur á þinginu en
nokkru sinni áður.
Samstarf vekur ugg.
A undanförnum árum hefur
samstarf einstakra launþega-
samtaka i Sviþjóð farið vaxandi.
T.d. er nú orðið náið samstarf
milli LO og TCO sem er heildar-
samtök verzlunar- og skrifstofu-
fólks. Samtökin hafa smám
saman treystböndin sin á milli og
náð að móta samræmda stefnu i
margvislegum málum og náðst
hefur samkomulag um að áfram
verði haldið á þessari braut.
Nýjasta dæmið um þessa sam-
vinnu er samstaðan um mótun
nýrrar vinnulöggjafar sem nú er
unnið að.
Þetta samstarf hefur vakið
nokkurn ugg i brjóstum atvinnu-
rekenda og hægri manna sem
hafa krafizt þess að sænska
þingið gripi i taumana og setji lög
um eftirlit með starfsemi og
samstarfi launþegasamtaka.
Styrkur
til háskólanáms í
Grikklandi
Grisk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóöi fram i löndum
sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskóla-
náms i Grikklandi háskólaárið 1977-78. — Ekki er vitaö
fyrirfram.hvorteinhver þessara styrkja muni koma I hlut
islenwnga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðar til fram-
haldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur hafa lokið
háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Þeir ganga aö
öðru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja
stund á griskar bókmenntir eöa sögu. Styrkfjárhæöin
nemur 5.000 drökmum á mánuði, auk þess sem styrkþegar
fá greiddan feröakostnaö til og frá Grikkiandi. Tii greina
kemur að styrkur veröi veittur til allt aö þriggja ára.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til:
State Scholarskips Foundation
14 Lysicrates Street
GR 119 ATHENS
Greece
fyrir 30. aprii 1977 og iætur sú stofnun jafnframt I té um-
sóknareybublöö og nánari upplýsingar.
Menntamáluráðuneytið,
22. júlí 1976.
Volkswageneigendur
HöfUm fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok
Geypislulok á Woikswagen I ailflestum litum. Skiptum á
emúm degi með dagsfyrirVara fyrir ákveðið verði
Reynið viðskiptin. ■ V*
Bitasprautun Garðars Sigmundssoitbr.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Stofnað 1898.
LO var stofnað 1898 og frá
fyrstu tið hefur saga þess verið
viðburðarik. Þegar árið eftir
stofnun sambandsins voru sett ill-
ræmd lög sem kölluð voru
Akarpslögin og voru kennd við
fæðingarstað höfundarins Pehrs
Pehrssons á Skáni.
í þessum lögum, sem einkum
beindust gegn launþegum og
samtökum þeirra, var m.a. á-
kvæði þess efnis að dæma mátti
þá sem reyndu að hindra verk-
fallsbrot í allt að tveggja ára
nauðungarvinnu. Þessi stéttarlög
yrðu ungri verkalýðshreyfingu
þung i skauti, en þrátt fyrri ákafa
baráttu tókst ekki að fá þau af-
numin fyrr en árið 1938.
Fyrstu áratugir aldarinnar
mótuðust að verulegu leyti af
þessum lögum og ekki slður af
efnahagslegum erfiðleikum og
atvinnuelysi sem þeim fylgdi. A
þessum tima lækkuðu launin
miða við verðlag um allt að 40%
og varðengu þokað þá sjaldan að
atvinnurekendur fengust til þess
að ræða við vérkalýðshreyfing-
una um kaup og kjör. Það var þvi
ekki að ástæðulausu að meðlimir
verkalýðshreyfingarinnar fögn-
uðu þvi ákaft þegar Akrpslögin
voru afnumin af sænska þinginu.
Samtökin eflast.
Arið 1941 voru samþykkt ný lög
og skipulagsskrá fyrir LO sem
hafði það i för með sér að starf
sambandsins varð allt öflugra og
áhrifameira i sænsku þjóðlifi. Tiu
árum seinna komu fram á þingi
sambandsins nýjar og byltinga-
kenndar hugmyndir um stetnu i
launa og vinnumarkaðsmálum.
Arið 1961 tók sambandsþingið
siðan ákvörðun um aðsambandið
skyldi hér eftir taka virkan þátt i
atvinnulifinu m.a. með þvi að
nota lifeyrissjóðina og aðra sjóði
til fjárfestinga. Þetta stefnumál
olli mikum deilum i Sviþjóð, en
sjóðunum hafði verið dreift út um
allt land og voru þeir að miklu
leyti bundnir i fjárfestingum sem
einstök sveitarfélög höföu lagt i.
Alþýðusamtökin höfðu sem sé
ekki yfrráð yfir þeim.
Tölsvisir menntölduað um 1970
hefðu þessir sjóðir verkalýös-
hreyfingarinnar verið það sterkir
að þeir hefðu nægt til ess að
kaupa upp öll atvinnutæki i land-
inu I einum vettvangi ef þau hefðu
verið til kaups.
Nú hefur LO fengið yfirráð yfir
þessum sjóðum.
Þróun lýðræðisins.
LO hefur tekið virkan þátt i
þeirri þróun Jýðræðisins, sem átt
hefur sér stað I Sviþjóð og hófst
með almennum kosningarétti.
Forseti LO Gunnar Nilsson
sagð við slit sambandsþingsins
sem haldið var i júni „að þingsins
yrði minnzt þegar sagan verður
skrifuð, einkum vegna þess að
það markaði timamót sem upp-
haf þess að lýðræðið héldi innreið
sina i efnahagslif landsins. LO
hefur dyggilega stuttþessa þróun
sem skipta má i þrennt, pólitiskt
lýðræði, félagslegt lýðræði og
efnahagslegt. Sviar eru nú
komnir aðsiöasta skrefinu i þess-
ari þróun, sem hófst með þvi að
allir fengu kosningarétt.
Styttri vinnutimi
fyrir aldraða.
Einn nýjasti áfanginn i
kjarabáráttu LO er að þeir sem
náð hafa 60 ára aldri þurfa frá og
með 1. júlíaðeins að vinna hluta-
vinnu en haida þó nær óskertum
launum. Þannig njóta starfsmenn
sem vinna hálfan daginn um 9/10
þeirra launa sem fullur vinnu-
dagur gefur af sér.
A næstu árum verða stærstu
verkefni LO tengd þvi hvernig
sjóðum sambandsmeðlimanna
verður varið, auk fyrirtækjalýð-
ræðisins og réttlátari launa.
EB.