Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 9
8 OR YMSUM ÁTTUM Þriðjudagur 27. júlí 1976. /öu- bláöíó alþyóu- blaöiö Þriðjudagur 27. júlí 1976. VETTVANGUR 9 Mikill álits- hnekkir fyrir lögreglu Upplýsingar rannsóknar- llögreglunnar i Reykjavik á jföstudag um að einn rannsóknar- ílögreglumaöur hefði verið istaðinn að verki og handtekinn Ifyrir ávisanafals, kom sem reið- |arslag fyrir allan almenning. Tiö- sindin eru mjög alvarleg og mikið |áfall fyrir stétt lögreglumanna. Mgður þessi hafði unnið að irannsókn umfangsmikils ávis- íjanafals, sem tengist öðrum saka- |málum. Máþvi ætla, aðnauðsyn- fjlegt sé að rannsaka á ný þann |hluta málsins, sem þessi maður Ihafði með höndum. Þá er liklegt, að kanna þurfi hugsanlegt sam- aband hans við aöra ávisanafals- lara og misindismenn. Alvarlegast er þó hve mjög Iþessi atburður rýrir traust al- Imenningsá lögreglunni. Mörgum Iverður á að segja: Nú er ekki llengur hægt að treysta lög- freglunni. Og staðreyndin ersú, að Seinn svartur sauður 1 hvitri hjörö Igerir hana mislita. Allir gera sér ljóst hve nauð- isynlegt er að vanda val manna i I lið lögreglunnar. Lögreglumenn Igegna miklu ábyrgðarstarfi og lerfiðu og kjör þeirra eru til Iskammar. Þau eru slik og fjarri jer að þau freisti nokkurs manns. lEkki hefur verið hlustað á óskir j lögreglumanna um bætt laun og jþeir eru óánægðir. A meðan sh'kt j ástand rikir verður erfitt að gera Imiklar kröfur. Afbrot meðal islenzkra lög- ] reglumanna eru nær óþekkt. Viöa lerlendis hefur komizt upp um Ihópa lögreglumanna, sem framið j hafa hverskonar afbrot. Vonandi jgerist slikt aldrei á tslandi og I bezta ráðiö til að koma i veg fyrir jþaö, er að búa vel að þessari jmikilvægu stétt. Vonandi gera j lögregluyfirvöld allt, sem i þeirra í valdi stendur til að bæta þann ; álitshnekki, sem rannsóknarlög- j reglumaðurinn hefur valdið með jafbrotum sinum, þvi að með jlögum skal landið byggja. IGróska í rekstri Heklu á Akureyri tslendingur á Akureyri skýrir frá ]?vl, aö framleiðsla Heklu á jAkureyri á mokkakápum hafi jaukizt mjög mikiö á þessu ári. Sé : það einkum að þakka stórum samningi viö Rússa. Þeir vilja fá á þessu ári 5000 mokkafrakka, og séþess að vænta að pöntun þeirra á næsta ári verði sizt minni. t samtali við Sigurð Arnórss., fulltrúa verksmiöjustjóra i Heklu, kemur meöal annars fram, að I fyrra voru framleiddar daglega 8 til 10 mokkakápur, en nú sé þessi tala komin upp i 35 kápur á dag. „Þetta er gifurleg aukning,enviövonumsttil að hér sé þö aðeins um byrjun á enn meiri aukningu á framleiðslu mokkaflika”, segir Siguröur. I vor flutti skinnasaumastofa Heklu i nýtt húsnæði á Öseyri á Akureyri, og var þar um að ræða 100% húsnæðisaukningu fyrir saumastofuna. Kom sú stækkun sér vel, þvi á sama tima var að hefjast framleiðsla 5000 nokkafrakka fyrir Rússlands- markað, og er þaö langstærsta ,,magnpöntun”,sem Heklahefur fengið á mokkakápur. Sigurður segir, að allt séu þetta karlmannafrakkar. Rússarnir hefðu einnig viljað fá kvenkápur, en fyrirtækið hefði ekki treyst sér til að standa við afgreiðslu meira magns en pöntunarinnar á karlmannafrökkunum á þessu ári. - Sigurður segir: ,,Ég geri hins vegar ráðfyrir, að strax á næsta ári verði hægt að framleiða kven- kápur lika, og jafnvel að huga að fleiri mörkuðum i Evrópu og Ameriku”. — En Hekla framleið- ir ekki eingöngu til útflutnings. A þessu ári veröa framleiddar 2-3000 flikur af mismunandi gerö- um fyrir innanlandsmarkað: kápur og jakkar af ýmsum gerð- um fyrir karla og konur. Alþýðu- bankinn ný stefna í mótun 1 timariti Málm- og skipa- smfðasambands Islands, Málmi, er viötal við Stefán M. Gunnars- son, bankastjóra, um stefnu bankans i útlánamálum og fleira. Fyrst er lögö fyrir hann þessi spurning: „Nú er Alþýðubankinn búinn að ganga i gegnum mikið og erfitt uppgjör. Hvaða von er um viðreisn Bankans?” — Og Stefán svarar: „Eins og kom fram á aðalfundi bankans er fyrirsjáanlegt að bankinn tapar nokkrum tugum milljónar. En von bankans er bundin við það að verkalýðsfélög- um standiá bak viö hann,ogkomi með fé inn i bankann til að rétta við lausafjárstöðu hans, san er slæm idag. Ef þetta gerist, getum við breytt útlánastefnunni og veittfleirum þjónustu. Þó viötöp- um ekki fleiri skuldum er samt mikið af stórum útlánum, sem Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri Alþýöubankans. tekur langan tima að koma I eðli- legt horf, og þetta allt þrengir mjög lausafjárstöðu bankans i dag. Hins vegar á bankinn fyrir skuldum og ef eigendur bankans eru ákveðnir i þvi að rétta hag hans, þá trúi ég ekki öðru en að það takist.” Siðar i viðtalinu er Stefán spuröur: „Nú hefur það færst i vöxt að bankar skýra frá þvi hvernig þeir hagi sinum lánveit- ingum og hvernig bankastjórar haga sinum störfum gagnvart bankaráðum. Hvernig veröur þetta I Alþýðubankanum?” Stefán svarar: „Það er ekki komiöfastform á þetta ennþá, en þaö er verið aö ganga frá erindis- bréfi fyrir bankastjórann. Þar veröur kveðiö á um ákveðna prósentu af heildarútlánum bank- ans, sem hann mun sjálfur taka ákvöröun um. Þegar komiö er að ákveðnum mörkum gagnvart ein- staklingi eða fyrirtæki, mun bankastjóri veita lán I samráöi viö bankaráösformann, og ef um enn hærri upphæð er aö ræða kemur til kasta bankaráðs að fjalla um lánsbeiðnina. Banka- ráðiö á að halda fundi að jafnaöi tvisvar i mánuði, og það ber að leggja fyrir þaö þær skýrslúr, sem þaö óskar eftir um útlán bankans og aðra starfsemi hans. Bankaráö á aö geta fengiö upp- lýsingar um þaö hvenær sem er hvernig mál standa og hvað hver og einn skuldar mikið. Þá er i undirbúningi vinnuplagg fyrir bankaráöið þar sem gert er ráð fyrir að bankaráðsformaður fylg- istreglulega meðstarfsemi bank- ans ásamt öðrum bankaráðs- manni og þeir skipti með sér verkum Skrifstofustjórinn, Gisli Jónsson, er farinn til annarra starfa og I hans stað hefur veriö ráðinn Kristján Ölafsson, lög- fræðingur sem áður hefur starfað hjá tslenzkri endurtryggingu og sem fulltrúi hjá bæjarfóget- aembættinu i Kópavogi. Þá er gertráð fyrir aö ráöa mann, sem veröur yfirmaður i afgreiðslu- deild bankans, og ennfremur að ráða mann, sem annast daglega endurskoðun i bankanum, og sá maður yrði tengiliður milli bankaráðsins og hinna kjörnu endurskoðenda bankans”. —AG Hafsteinn Sveinsson, formaður Snarfara. Hér sést hluti hradbátanna, sem tóku þátt í hópsigling- unni. ■ \ ,. Á sunnudaginn var nokkuð mikill mann- fjöldi samankominn við Elliðavoginn, nánar tiltekið þar sem hrað- bátaeigendur hafa að- stöðu sina. Undirritaður blaða- maður Alþýðublaðsins átti leið þarna framhjá og vakti þessi mann- fjöldi athygli hans. Eðlislæg forvitni knúði hann til að spyrjast fyrir um, hvað þarna færi fram. Fékk ég þau svör, að félagsmenn sigiingaklúbbsins Snarfara ætluðu að fara hópsiglingu út i Viðey og þaðan inn i Reykjavikurhöfn. Ástæðan var, að vekja athygli manna á þvi, að til væri fjöidi manna, sem áhuga hefði á þessari iþrótt. Sá blaðamaður sér nú leik á borði að fá að fara i siglingu og betlaði far. Fyrstur út i Viðey Klukkan tvö var lagt af stað. Lögðu minnstu bátarnir af stað fyrst, þvi þeir ná minnstri ferð. Þar sem undirritaður, fékk far með einum alminns'ta bátnum, hafði hann þá ánægju að komast fyrstur út I eyjuna. Siöan heyrð- ust heilmiklar drunur er stóru bátarnir komu á mikilli ferð og reyndu með sér. Ekki varð ljóst, hver hafði bezt I þeirri viöureign enda menn ekki á eitt sáttir um það. 14 bátar Út i Viðey komu um 14 bátar af ýmsum gerðum og stæröum. Eitt httfa þeir þó sameiginlegt að þeir eru allir vélknúnir. Margir þeirra eru heimasmið- aöir. Er út i Viðey kom, var gengið að tjaldi, þar sem selt er kaffi og meðlæti. Settust menn nú niður og skeggræddu yfir kaffibolla fyrirhugaða siglingu inn I Reykjavikurhöfn. Var á- kveðið, að fyrst skyldi siglt inn i vog nokkurn þarna i Viöey, en þar voru staddir um 300 skátar. Úr voginum átti siðan að sigla á 15milna hraða úr Viðey, upp að Skúlagötu, sigla meðfram henni og inn i Reykjavikurhöfn. ■“■i. - ■éœÆésf-£ir'L*i Safnastsaman við Elliðavoginn. Hér sést aðstaða sú, sem félagsmenn Snarfara hafa komið sér upp. VIÐEYJARFERÐ SIGLINGAKLÚBBSINS SNARFARA Um 200 félagar Meöan menn skeggræddu þetta, náði ég i formann klúbbs- ins, Hafstein Sveinsson. Sagði Hafsteinn, aðnú væru rétt innan við 200manns Iklúbbnum. Þetta er afar áhugasamt fólk, og hef- ur það komiö sér upp þessari aöstööu við Elliöavoginn I sjálf- boðavinnu aö mestu leyti. Klúbburinn hefur starfað i tæpt ár og er i vexti. Aður var að- staöa þeirra dapurleg og raunar engin, og sú aöstaöa sem nú er fyrir hendi, er afrakstur af vinnu félagsmanna sjálfra. Nú varö Hafsteinn að fara, þvi hann stjórnar Viðeyjarferj- unni Skúlaskeið, sem flytur menn út i Viðey, þegar vel viðr- ar. Lagt af staö Nú var lagt af staö i einfaldri röð. Fóru stærstu bátarnir fyrstir en þeir minnstu siöastir. Var undirritaöur þvi nokkuð aftarlega I hópnum. Var siglt á 15 milna hraöa, en það var af til- litssemi viö minni bátana, sem þessi hraði var valinn. Það, að láta litlu bátana vera aftasta, telur undirritaður að hafi verið mistök, þvi sjórinn var orðinn nokkuö ókyrr eftir stærri bátana þegar komið var aftast i röðina. Ferð þessi vakti greinilega nokkra athygli, þvi mörgum bil- um haföi verið lagt við Skúla- götuna og fylgdust þeir, sem i bilunum voru með ferð bátanna af miklum áhuga, að bezt varð séð. Fór ekki alveg hjá þvi, að maður væri hreykinn af þvi, að vera einn bátverja. Drepið á vélinni Þegar inn á höfnina kom, tóku menn að þeytast um höfnina alla á bátum sinum. Tók þá skipstjóri (stýrimaöur, vél- stjóri) bátsins, sem ég var á upp á þeim ósóma, að drepa á vél- inni. Sagöist hann ætla að lag- færa benzinslönguna (eða eitt- hvað i þá áttina). Þegar þvi var lokiö var ætlunin að gangsetja vélina aftur. Gekk þaö ekki of greitt. Hafði nú safnast saman fjöldi fólks viö höfnina. Og fylgdist fólkið með siglingu vél- bátanna. Ekki leiö á löngu, áður en meirihluti áhorfenda tók aö fylgjast með átökum skipstjór- ans á bátnum, sem ég var i, við vélina. Er hann dró upp árar og bað mig að róa að bryggjunni, fannst mér þaö afar pinlegt að hafa alla þessa áhorfendur. Varð þvi áralagið skrýtiö og gekk vonum seinna að koma bátnum aðbryggjunni. Enda fór það svo, aö vélin komst i gang um leiö og ég hafði náð bryggj- unni. Sigldum viö nú um og haföi undirritaður hina mestu skemmtun af þessu öllu saman. ATA iiE ■ | tJr saumastofu Heklu á Akureyri. Þessi siglir í kjölfar okkar. ...Síðan setti hann benzingjöf ina í botn og þeyttist f ramúr okkur. ;•••. ■ •• ■.■ . . ■■•:■■■-"•:...................... Lagt af stað úr Viðey.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.