Alþýðublaðið - 27.07.1976, Blaðsíða 5
bSaSfö1' Þriðjudagur 27. júlí 1976. UTLOND 5
r -
SCHMIT OG FÉLAGAR, BLETTIR
A ASJÓNU LÝÐRÆÐISINS?
Yfirlýsing sú, er
Helmut Schmith,
kanslari Vestur-Þýzka-
lands, gaf út i siðustu
viku, um að vestræn
riki myndu e.t.v. hætta
efnahagslegum stuðn-
ingi við ítaliu, kæmust
kommúnistar þar til
valda hefir valdið
miklum úlfaþyt um
gjörvalla vesturálfu.
Ekki sizt hefir menn
greint á um hvert var
eiginlegt innihald orða
kanslarans. Hvað
meinti hann i raun og
veru?
Spurningar og svör
Já, spurningarnar eru marg-
ar og svörin eru enn fleiri. Tals-
maöur stjórnarinnar i Bonn
segir málið þannig vaxið að s.l.
miðvikudag hafði bandariskur
blaðamaöur tjáð Schmith að
kæmi til þess að einhver flokkur
gengi til stjórnarsamstarfs við
kommúnista á Italiu myndu
Bandarikjamenn fara varlega i
efnahagslegum stuðningi sinum
við landið. Schmidt svaraði þvi
til að afstaða Breta, Frakka og
Vestur-Þjóðver ja væri hin
sama.
„Það er þó ekki um að ræða
afskipti af innanrikismálum
Itala”,sagði talsmaðurinn, „við
viljum einungis gefa þeim, sem
kemur til með að mynda næstu
rikisstjórn á ítaliu, hugmynd
um hvers er að vænta, að við
viljum gera það timanlega”.
Sem sagt ekki „afskipti” af
innanrikismálum, heldur
„ábendingu” um hverjir yrðu
illa liðnir i stjórn.
Málið rætt á
Puerto Rico fundinum?
Schmidt kanslari hefir sjálfur
lýst þvi yfir að möguleiki á
italskri stjórn með þátttöku
kommúnista hafi verið rædd á
Puerto Rico-ráðstefnunni nú á
dögunum. Þó ekki á hinum opin-
beru samkomum heldur á
óopinberum fundum sem hinir
bandarisku og evrópsku leiötog-
ar héldu með sér.
Ekki taka allir undir þessi orð
kanslarans. Fyrrverandi utan-
rikisráðherra og núverandi
bráðabirgðaforsætisráðherra
Italiu, Aldo Moro, sem var
leiðtogi itölsku sendinefnd-
arinnar i Puertu Rico, kveðst
hvorki hafa heyrt af slikum
fundi né tekið þátt i honum.
Samkvæmt þvi voru Italir
eina vesturevrópurikið á Puerto
Rico ráðstefnunni, sem ekki tók
þátt i umræðum um framvindu
mála i itölskum stjórnmálum.
Ekki eru þó öll kurl komin til
grafar. Ef trúa má yfirlýsingum
Bandarikjamanna eru fullyrð-
ingar Moros ekki réttar i öllum
atriðum. Talsmenn stjórnarinn1
ar i Washington fullyrða, að
þrátt fyrir að fulltrúar Itala hafi
ekki verið viðstaddir umræður
um pólitiska framtið Italiu hafi
þeim verið gefnar fullkomnar
upplýsingar um viðræðurnar —
eftir á.
Gerald Ford, Bandarikjafor-
seti, neitaði að gefa nokkrar
yfirlýsingar þegar ummæli
Helmut Schmidts voru borin
undir hann, — en forsetinn kvað
Bandarikjamenn hafa gert
mönnum ljósa afstööu sina, nú
sé það ítala að velja.
Satt eða logið?
A þriðjudag, fyrir viku, var
gefin út opinber yfirlýsing af
hálfu stjórnarinnar i Washing-
ton. Þar kom fram að á fundin-
um i Puerto Rico hefðu Banda-
rikjamenn, V-Þjóðverjar, Bret-
ar og Frakkar tekið þátt i um-
ræðum um hvort hætta skyldi
allri efnahagsiegri aðstoð við
Italiu kæmust kommúnistar til
valda.
1 yfirlýsingunni var þess enn-
fremur getið að engin endanleg
ákvörðun hefði veriö tekin um
þetta mál. Þó vildi talsmaður
stjórnarinnar ekki þvertaka
fyrir at rikin hefðu komið sér
saman um einhverjar aðgerðir.
Þessi yfirlýsing Bandarikja-
stjórnar varpar nokkuð undar-
legu ljósi á ummæli brezka
utanrikisráðherrans Anthony
Crosslands. Crossland kvaðst
„mjög undrandi” er honum var
sagt frá yfirlýsingu Helmut
Schmidts. „Stóra-Bretland hefir
ekki tekið þátt i neinum slikum
viðræðum á Puerto Rico, né á
nokkrum öðrum stað. Stefna
brezku stjórnarinnar er ljós:
Við munum ekki skipta okkur af
innanrikismálum Itala.”
Frakklandsforseti, Gisgard
d’Estaing hefir einnig visað á
bug öllum ummælum um af-
skipti af innanrikismálum
ttaliu.
Þeir eru margir sem reyna nú
allt hvað þeir geta að þvo
hendur sinar af viðræðunum á
Puerto Rico. Eitt er þó ljóst að
ekki segja allir allan sannleik-
ann.
Hver er ávinningurinn
Osjálfráttspy r maður sjálfan
sig hver tilgangur Helmut
Schmidts hafi verið með yfirlýs-
ingunni sem var upphaf allra
látanna. Og hefir þeim tilgangi
verið náð?
Hefir Schmit gert itölskum
stjórnmálamönnum, sem ekki
vilja stjórnarþátttöku kommún-
ista, léttara fyrir? Nei, þvert á
móti. Ef Andreotti hefir til
þessa átt i erfiðleikum með að
mynda starfhæfa rikisstjórn
Kristilegra demókrata, rikis-
stjórn sem gæti orðið langlif á
italskan mælikvarða, þá er hon-
um það liklega gjörsamlega of-
viða nú. Þvi er skiljanlegt að
Kristilegir demókratar á Italiu
séu bitrir út i kanslarann v-
þýzka.
En hafa þá yfirlýsingar v-
þýzkra og bandariskra stjórn-
valda gert Berlinguer auðveld-
ara fyrir að koma kommúnist-
um i valdastólana eftir
þingræðisleiðum. Varla, — enda
var það vart ætlunin.
Lýðræðishugsjónin
hefir beðið hnekki
Hver áhrif hefir þetta mál
haft á lýðræðisásjónu vestur-
landa. Þvi svarar Claud Dhey-
son fulltrúi Frakka hjá Efna-
hagsbandalaginu. „Hingað til
hefi ég haldið að lýðræði þýddi
rétt hverrar þjóðar til að kjósa
sér þá stjórn sem hún helzt vildi
hafa.”
Þeir einu sem telja sig njóta
einhvers góðs af öllum vand-
ræðunum eru hin smáu riki
Efnahagsbandalagsins, sem
telja að Puerto Rico/ttaliumálið
sýni gjörla á hverju sé von þeg-
ar stóru rikin fjögur (Frakk-
land, Bretland, V-Þýzkaland og
Italia) rjúfi einingu bandalags-
ins og haldi á ráðstefnur um
vestræn málefni, — ein sins liðs.
ES
IDI AMIN:
SNILLINGUR. - EÐA TRÖÐUR?
Af þeim einræðisherrum sem
hafa þjakað ibúa Afriku bæði
fyrir og eftir nýlendutimann, er
forseti Uganda, Idi Amin senni-
lega þeirra litrikastur ef svo
mætti að orði komast — og jafn-
fram morðóðastur. Þó ekki sé
tekinn nema hluti þeirra fjölda-
morða sem hann hefur á sam-
viskunni, fer tala þeirra sem
hafa verið drepnir fljótlega upp
i 100.000 manns. Þetta er afleið-
ing tilrauna Amins til að útrýma
andstæðingum i þjóðfélaginu,
segir blaðamaðurinn William
Schwarck i grein sem hann ritar
i Arbeiterbladet.
Pólitiskur trúður
1 löndunum utan Afriku er
litiö á þennan fyrrum liðsfor-
ingja sem pólitiskan 'trúð,
bjálfa, sem hefur leikið
lausum hala á stjórnmálasvið-
inu i Afriku, en sem einnig er
hugsanleg ógnun við friðinn i
hinum svarta heimshluta.
I Afriku fara hins vegar aðrar
sögur af Amin. Vestrænir sendi-
fulltrúar, sem af og til hafa
samskipti við forsetann segja að
hann sé alls ekki eins vitlaus og
af er látið. I öðru lagi, að hann
sé ekki geggjaður og i þriðja
lagi aö hann njóti stuðnings
kænna stjórnmálamanna, sem
koma i veg fyrir að brjálæðis-
legustu hugmyndir hans séu
gerðar heyrinkunnar.
Persónulegt vald
Það dylst engum aö Amin
hefur persónulegt vald i
Uganda, sem fáir þjóðarleiðtog-
ar aörir geta státað af i heima-
löndum sinum. Menn af Kawka-
ættbálknum skipa allar æðstu
stöður innan hersins og rikis-
stjórnarinnar. Aðrir af ætt-
bálknum i Súdan, sem eru vin-
veittir Amin, hafa fengið að
flytjast til Uganda eftir að hann
komst til valda.
Þetta skýrir siðasta dæmið
um stjórnkænsku Amins, þegar
hann hótaði að segja nágranna-
rikinu Kenya strið á hendur.
1 febrúar sendi Amin frá sér
tilkynningu þess efnis, að land-
svæöi sem er i u.þ.b. 25 kiló-
metra fjarlægð frá Nairobi
höfuðborg Kenya, tilheyrði
Uganda.
Stjórn Kenya mótmælti þessu
harðlega, og eftir nokkurt þóf,
tók Amin ummæli sin til baka.
En nú siðustu vikurnar hafa
deilurnar, ásamt striðsyfir-
lýsingum blossað upp á ný.
Það er ótrúlegt, en liklega
satt, að striðsógnanir Amins séu
liður i ráðagerð hans um að
löggilda veru súdanskra ráð-
gjafa hans i Uganda. Sagt er að
Amin hafi engar raunverulegar
áætlanir um að segja Kenya
strið á hendur, en með þvi að
staðhæfa að Uganda eigi lands-
svæöi i Kenya og Súdan, getur
hann réttlætt aö menn þaðan
gegni háttsettum embættum i
rikisstjórn Uganda.
Sneypuför Callaghans
Þá segir sagan að svipuðu
máli gegni um atburðinn sem
átti sér stað þegar brezki blaða-
maðurinn Dennis Hill var
dæmdur til dauða eftir að hafa
nefnt Amin „harðstjóra” i dag-
bók sinni.
Það var ekki fyrr en James
Callaghan lagði upp i eina
mestu sneypuför sem brezkur
utanrikisráðherra hefur nokkru
sinni farið, að brezku rikis-
stjórninni tókst að bjarga lifi
Hills.
Hver annar hefði látið sér
detta i hug að þvinga brezkan
utanrikisráöherra til að takast á
hendur háifgerða betliför til
höfuöborgar I Afriku, spyr Amin
og skellihlær að öllu saman. Og
þetta hefur treyst álit
stuðningsmanna forsetans á
honum þvi gifurlega valdi sem
hann hefur.
Hliðstæðan skilning er hægt
að leggja i yfirlýsingar Amins
þess efnis að „Hitler hafi verið
einn af litrikustu persónuleikum
sögunnar, en þvi miður hafi
hann ekki lifað nógu lengi, til
þess að honum auðnaðist að
leysa gyðingavandamálið”.
Ekki má heldur gleyma
skeytinu sem hann sendi Snow-
don lávaröi eftir skilnað hans og
Margrétar prinsessu: „Það
skyldi enginn kvænast konu sem
stendur hærra i þjóðfélags-
stiganum. Þér kunnið yður
engin takmörk, maður minn.”
— Eða skeytaflóðið sem Amin
sendi til Nixons þegar Waterget-
hneyksliö reis sem hæst, en þar
gaf Amin „kollega” sinum ýmis
háðuleg ráð varðandi Water-
gate.
Geggjaður — eða bara
einfaldur?
Starfsmenn brezku utanrikis-
þjónustunnar, sem hafa haft
ýmis óþægindi af tiltækjum
Amins, hafa lengi igrundað
hvort hann sé geggjaður, eða
bara svona einfaldur. En eftir
þvi sem timar liða hafa menn
neyíist til að trúa þvi, að það
leynist eitthvað annað og meira
bak við feitt trúðsandlitið en
eingöngu þörfin fyrir aö láta
bera á sér. —JSS